Þjóðviljinn - 28.10.1979, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 28.10.1979, Blaðsíða 16
16 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 28. október 1979 Skríddu ofaní öskutunnuna heiðraöi ráðherra í hamrinum þínum hola massíva' úr fljótandi steypu ég kem ekki á f und þinn til að fá hjá þér neina fyrirgreiðslu enda yrði víst sneypu- för heldur gefa þér gott ráð herra ráðherra við geðfargi geðfári geðstríði geðkrabba geðmeini þínu þungu: skríddu ofani öskutunnuna afturábak með lafandi tungu. Megas hefur gjarnan valdið deilum manna allt frá útkomu sinnar fyrstu plötu, árið 1972. Alls hafa komið 6 breiðskifur frá Megasi og i það minnsta ein litil plata. Það er óhætt að segja að Megas hafi ætlð komið á óvart með hverri nýrri plötu. Millilend- ing olli miklum deilum, þvi að á þeirri plötu gekk Megas fyrst á vit rafmagnaðs rokks og likt og með Dylan,þegar hann steig á væng við rokkdisina, þótti sitt hverjum. Og ekki urðu menn minna undrandi i fyrra, þegar Megas söng við undirleik Guðnýjar Guðmundsdóttur og Scott Gleckler á plötunni ,,Nú er ég klæddur...” Að minu mati brýtur útgáfa hljómleikaalbúmsins Drög að; sjálfsmoröi blað I ferli Megasar. Þetta plötualbúm inniheldur eins- konar tónlistarbálk sem Megas hefur samið og safnað I á undan- förnum árum. Tónleikarnir i MH i nóvember i fyrra eru mjög eftir- minnilegir og útgáfa þessa tvö- falda albúms rekur endahnútinn á verkið Drög að sjálfsmorði. Nafnið eitt,Drög að sjálfsmorði, er svo magnað,að eftir tónleikana i fyrra komust ótrúlegustu gróu- sögur á kreik um dauða Megasar. Kjaftasögurnar flugu svo hratt að um slðustu jól vissu menn vart hvort Megas væri lifs eða liðinn. En sem betur fór áttu þessar sögusagnir sér enga stoð. Drögin Megas kann þá list að setja saman skemmtilega og inni- haldsrika texta og tónsmiður er hann lika góður. Það sem er þó mikilvægast er að orð og tónar falla yfirleitt svo vel saman að þetta tvennt er sem eitt. Þó geta bæði lög og textar Megasar vel staðið uppi sem sjálfstæðar ein- ingar. 1 Drögum að sjálfsmorði kemur þetta mjög skýrt fram.Textarnir fjalla um eitt og annað i þjóð- félaginu, en skirskota jafnframt til ýmissa menningarlegra gilda samtlmans og fyrri tima. Megas fer oft mjög háðulegum orðum um kerfið og þá sem „jarðaðir” eru I þvi. „Formsatriði var ekki full- nægt” og „Skrýddu ofani ösku- tunnuna” vekja menn til umhugs- unar um fáránleik þann sem fylgt getur skrifstofubákninu. Megas hefur hvorki mikla trúa á embættismönnum þess né papplrsflóðinu sem þeir eru á kafi I eins og kemur greinilega fram i erindinu sem birt er hér að ofan. Góð útfærsla. Megas leyfir sér gjarnan að bylta steinrunnum „myndum” af „hetjum” sögunnar og fer oft frjálslegar en aðrir með frá- sagnir af þeim. Reyndar er engan sllkan rassskell aö finna i „Drögunum”, en Megas leyfir sér að endursegja „endursögn” Jónasar Hallgrímssonar á „Alfareið” Heinrichs Heine á allnýstarlegan máta er eru vafa laust ekki allir á eitt sáttir um endursögn hans. Tónlist Megasar og útsetning hennar er aö minu mati mjög góð enda er Megas kunnáttu- maður I þeim efnum. Einna skemmtilegastar finnast mér útsetningar hans á lögunum „Þjóðvegaræningi á krossgöt- um”, „Fatamorgana á flæði- skerinu”, „ÍCg horfi niður” og „Frægur sigur”. 1 þessum lögum fá undirleik- ararnir að spreyta sig mjög og kemur frábær og fjölbreyttur gítarleikur Björgvins Gislasonar langbest út I þessum lögum. Lipur og kraftmikill trommu- og bassaleikur nýtur sin einnig ákaf- lega vel I þessum lögum. Tónlist Megasar á þessari plötu er fyrst og fremst rokk af ýmsum stigum, jafnt hreint, létt rokk sem kraft- mikið þungarokk. //Meistari Megas" Tónleikarnir sl. haust voru um margt merkilegir, en það sem mér þótti verst var lélegur hljóm- burður i salnum. Af hans völdum drukknaði rödd og túlkun Megasar I háværum tónleiknum, en á plötunum tveimur er hljóð- blöndun hinsvegar miklu betri. Söngur og túlkun Megasar kemur skýrt fram og er I góöu samræmi við styrkleika tónlistarinnar. Mestur galli þessarar platna er þó fremur hrátt yfirborð tónleika- upptökunnar. Það tekst engan veginn að skila tónleikunum eins hreinum eins og oftast er með erlendar tónleikaupptökur nú til dags. Allur hljóðfæraleikur og flutningur er að visu með ágætum, en fágun og natni stúdló vinnslunnar hefði örugglega skilað enn heilsteyptari plötu. A móti koma svo rök augnabliksins, þeas. andisá sem á hljómleikunum rikti er greinilega greyptur i plastiö ásamt tónlistinni og ekki ber að lasta hita og spenningu augnabliksins, sem gefur tón- listarflutningnum kraft. Þegar fram liða stundir á þessi plata trúlega eftir að gefa einna gleggstu myndina af Megasi þvi að hann er fyrst og fremst fulltrúi hins beinskeitta og hrjúfa i islenskri popptónlist. Megasi hefur stundum verið jafnað við Bob Dylan, jafnt sem textahöfundi, tónskáldi og tón- listarmanni. Slikur samanburður þykir ætið nokkuð vafasamur, en ef einhver islenskur listamaður stendur i þeim sporum aö jafnast á við Bob Dylán, þá er það tvi- mælalaust Megas. - jg Spunnið á slaghörpu á tónleikum Howard Riley Um síðustu helgi lék breski spunapíanistinn Howard Riíey á tvennum tónleikum á vegum gallerísins Suðurgötu 7. Fingrarím hlýddi á leik Rileys á fyrri tónleikunum sem haldnirvoru i hátíðar- sal Menntaskólans við Hamrahlið. Þessir tónleik- ar voru fremur illa sóttir eins og virðist vera raunin um tónleika nú i seinni tíð. Þaö voru ekki nema tæplega 80 manns sem hlýddu á leik Rileys á laugardaginn. Aheyrendum var raðað i hring umhverfis pianóiö, sem stóð útá miðju gólfi salarins og var daufu kastljósi beint að planóinu I rökkvuöum salnum. Skapaði þessi umgjörð strax sér- stæöa stemmingu. Howard Riley, ungur, grannur maður, gekk I salinn þegar fólk var búið að koma sér fyrir og kyrrð fallin á. Hann settist við Steinway flygilinn og sló nokkrar | nótur sem spunnu slðan röð i þungra siendurtekinna stefja- og i spunatilbrigða, skalahlaupa og I trilla. Leikur Howards Riley var mjög þungur og kraftmikill og mikið un endurtekningar. Þungir tónarnir sem streymdu frá flyglinum fylltu alla kima salarins og skullu af miklu afli á hljóðhimnur áheyrenda sem voru misjafnega móttækilegir fyrir tónstraumun- um. Sumir hverjir lygndu augun- um angurvært aftur og tóku jafn- vel undir spunann með svefn- hljóðum sinum. Howard Riley lék stanslaust i klukkustund af sama kraftinum allan tímann en einstaka sinnum lægði tónöldurnar og þýðir hljóm- ar svifu um I stutta stund en flóðið braust jafnan aftur fram af endurnýjuðum krafti. Riley lék að mati Fingrarims miklu fremur að hætti evrópskra klassispinista en að hætti banda- riskra jazzara. Það var fremur fátt um léttar jazzsveiflur. Eftir hlé ruddi Riley annarri eins flóðbylgju af tónum frá sér og bar mest á siendurteknum til- brigðum við stef sem hann spann útfrá. Krafturinn var engu minni i seinni atrennu og var greinilegt að allur þessi magnþrungni kraft- ur leiddi suma áheyrendur til enn frekari spunaafreica I drauma- heimi. Það hölluðust I það minsta sumir hverjir Iskyggilega I sætum slnum. Eftir þessi tvö klukkustundar löngu spunaverk var Howard Riley klappaður upp og til mikillar upplyftingar töfr- aði hann fram sveiflandi tóna „Round About Midnight” I lokin. Tónlist Riley var fremur drungaleg en umfram allt mjög skemmtileg áheyrnar. — jg Þrátt fyrir dræma aðsókn að tónleikum Johns McNeal i upphafi mánaðarins, en Jazz- vakning að ganga frá samningum við kvartett George Adams og Dons Pullen um þessar mundir. Mun ætlun Jazzvakningar að standa að tónleikum kvartettsins i Austurbæjarbiói sunnudaginn 11. nóvember kl. 22.00. George Adams saxófónleikari og Don Pullen pianisti eru þekkt- astir fyrir starf sitt með einum merkasta bassaleikara jazzins, Charles Mingus. 1 kvartetti þeirra félaga starfar bassa- leikarinn Cameron Brown sem þekktur er af leik sinum með Archie Shepp og trommuleikarinn góðkunni Dannie Richmond sem lengst allra tónlistarmanna starf- aði með Charles Mingus og rak hljómsveit Mingusar eftir að hann lamaðist og þar til hann lést 5. janúar sl.. Dannie Richmond er einnig þekktur fyrir leik sinn með Mark og Almond og með söngvaranum ‘ Joe Cocker. Mikill fengur er I komu þessa kvartetts þar eð þetta er I fyrsta skipti sem kvartett skipaður nokkrum helstu fulltrúúm frjálss djass koma til tónleikahalds á lslandi. —jg Meiri jass Glámur og Skrámur Hljómplötuútgáfan sendi ný- lega á markaðinn plötuna Glám- ur og Skrámur i sjöunda himni. Eins og nafn plötunnar gefur til kynna er hér á ferðinni plata með Glámi og Skrámi sem þekkt- ir eru úr Stundinni okkar. Efni plötunnar er ævintýri eftir Andrés Indriðason sem minnir nokkuð á ævintýrið um Disu I Undralandi eða kannski öllu heldur ævintýrið um Galdrakarl- inn I Oz. Glámur og Skrámur fara I ferð til Regnbogalandsins I fljúgandi bolla sem stjórnað er af flughest- inum Faxa. A ferö sinni um Regnbogalandið hitta þeir félag- ar ýmsar skrýtnar persónur s.s. Pésa pjáturkarl, Konungsfjöl- skylduna i súkkulaðilandi, Rauða kallinn I Umferöarlandi og ýmsa fleiri. Hvort sem það er með vilja gert eða ekki, þá kemur Pjátur- karlinn einmitt fyrir i Galdra- karlinum I Oz, og eins má finna ýmsar aðrar samstæðar persónur i eldri ævintýrum af svipuðum toga. Styrkur plötunnar felst þó trú- lega i sögunum sjálfum sem Róbert Arnfinnsson segir með að- stoö sögupersónanna. Það er al- kunna að krökkum finnst mjög gaman að láta segja sér sögur og ævintýri, en það gerir þessi plata einmitt i rikum mæli. Ragnhildur Gisladóttir og Þór- hallur Sigurðsson (Laddi) eru höfundar tónlistar og sáu jafn- framt um útsetningar og stjórn upptöku, en sögumaður er Róbert Arnfinnsson eins og áður sagði. Auk Þórhalls og Ragnhildar, syngur Haraldur Sigurðsson (Halli) og hópur krakka úr Vesturbæjarskóla á plötunni. Helstu hljóðfæraleikarar eru Pálmi Gunnarsson,Ragnar Sigur- jónsson, Björgvin Halldórsson, Ragnhildur Glsladóttir og Sigurð- ur Rúnar Jónsson. -jg *fíngrarím *fingrarim *fingrarim *fringrarim

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.