Þjóðviljinn - 28.10.1979, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 28.10.1979, Blaðsíða 15
Sunnudagur 28. október 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15 Hafnarfiröi 9. október 1979. Pétur minn. Agæt kveðjan tilsendist þér að verðleikum. Astæða fyrir þessu pari minu til þin er einkum sil, hversugamlir viö erum ogfótfún- ir orðnir, og getum þar af leiðandi ekki komið saman til spjalls eins og fyrr á árum. ÞU kannast liklega viö hve illa þér gekk að fá mig til að trúa fomsögunum, sem þU renndir niður eins ogrjómablandi. Ég vil þakka þér gamalt og gott, og þá ekki sizt spurningaþáttinn um Vietnamska flóttafólkiö. Ég þekkti manninn sem sat við aðra hlið þér. Hann svaraöi fyrstur af ykkur þremur. Sá maður veit bara jafnlangt nefi sinu, og taldi sjálfsagt að taka 50 manns án at- hugasemda. En þegar að þér kom sagði Islendingurinn til sin. ÞU sagðir: ,,Já, að mörgu er að hyggja, góðurinn minn, I þvi efni. Ég kenni I brjósti um þetta mun- aðarlausa blessaða fólk, sem Bandarlkjamenn nenntu ekki að drepa; töldu nóg aö gert i bili af milljónamoiðum og eyðileggingu borga og bæja og ómælisvíddar jarðargróðurs og skóga. Þeir lof- uðu að bæta skaðann með nokkr- um milljónum dala, en sviku það og settu á viðskiptabann i þess staö, og nú er fólk þar i landi ýmist I dauðateygjum eða komiö á flæking. Herraþjóðin á að sjá þvi öllu farborða. Ég er lika hálf-smeykur um smit”, segir þú að lokum. Ekkimeiraum það. Margt ann- að sem rifjast upp, t.d. 45 ára gamalt æfintýri, sem rak á fjörur okkar beggja á Akureyri, þegar kreppan sem ameríska heims- veldið spúði um lönd og álfur var á hápunkti. Atvinnuleysið var yfirþyrmandi, afuröasala i lág- marki og lltið fékkst fyrir hverja vinnustund. Pólitiskur eltinga- leikur og ánauö á þá, sem ekki létu sannfæringuna fala. Þá komst þú eins og engill af himn- um ofan til Akureyrar, mig minn- ir samtimis lóunni. Þú gerðir skriflegan samning viö kaupfé- lagsstjórann, um leigu á frysti- hUsinu til afnota með öllu tilheyr- andi, mig minnir um óákveðinn tima sem þú varst óánægður með. Þarna mættuststálin stinn, Sterki Pétur og Vilhjálmurinn. Þetta vor settir þú slagæð bæjarins 1 gang. Atta trillur, stórar og smá- ar, voru settar i gang, eftir að þú fékkst jákvætt svar frá Haraldi Guðmundssyni, atvinnu- og sjávarútvegsráðherra, að snúr- voðarveiðar yrðu leyföar tiltek- inn dag. En það var flatfiskur, sem þú keyptir af okkur og greiddir hæsta veröi eftir hvern róður og sendir hann isvarinn til Englands; nema þegar þú varst viö glas og kvennafar, þá var ómögulegt að ráða við þig. Þaö var ég sem þá sýndi þér i tvo heima, þótt ótrUlegt sé, með aðra eins plsl ogég var miðað við þig, þetta ofurmenni til llkama og sál- ar. Það voru allir hræddir við þig, einkum og sér i lagi þegar þú varst á túr. Og ekki lækkaöi ólgan i pottinum þegar það heyrðist, að þú værir svo mikiö kvennagull að engin kona, ung eða gömul, gift eða ógift, héldi fyrir því vatni eða vindi, og að allar vildu þær stinga sér kollhnis við fótskör þina. Allir eru hræddir um sitt, sagöi Halldór Laxness.og svomunhafa verið um okkur á Akureyri, sem eitthvað höfðum að passa þegar þú varst annars vegar. Gaman var að fylgjast með vinnubrögðum þinum þegar mik- ið lá við, svo sem að útvega Is- kvörn, sem ekki þekktist þar um slóðir. Þegar okkur fannst allt ómögulegt lék allt I hendi þinni. Ég hefi það fyrir satt að Kristján Magnússon, ismeistari frysti- hússins, hafi spurt þig hvernig ætti að mala isinn þegar frosið væri i kössunum. ÞU hafðir svar- að með ofurþunga: „Allir mínir bátar eru rónir, og koma i morg- unsárið, hlaðnir gulli, og þá verð- ur komin ískvörn sem ég mun galdral nóttmeöan aðrir sofe”. 1 bltiö morguninn eftir þegar aöal- vélstjóri frystihússins, Ingólfur Hinriksson, kom til starfe, sá hann þig koma föstum skrefum I hla ð meö óvið jafnanlegt hrúgald á háhesti. Þú lagðir þetta við dyrn- ar með slfkri rósemi, að ekki verður með orðum lýst. Við vor- um, hver af öörum, að leggja aö bryggju með mikinn afla. Mig minnir aö þessi róður væri okkar besti, það er að segja okkar Jó- hanns Guðjónssonar.'harmoniku- Péturs Hoffmanns Salómonssonar leikara, sem kallaöur var Jói Nikk. Jæja Pétur minn, áfram meö smjörið. Þegar búið var aö kasta veiöinni iland og vigta, fórum viö að litast um I vinnuplássinu. Þá komum viö auga á kvarnargarm- inn, sem verið var að þvo og dauðhreinsa. Ég, sveitabarnið, sá strax að þetta var taökvörn. Þarna voru vinir minir að verki, Egill, Steingrímur og Gestur. Þeim bar öllum saman um að hér væri komin taðkvörnin hans Láka á Kotá. Hún var full af taði þegar þú lagöir hana frá þér. Þeim sem sáu þetta varð að orði: „Hann blæs ekki úr nös”. Til gamans var kvörnin viktuð með öllu tilheyrandi, og reyndist vera 104 kg. Þetta áttir þú aö hafa bor- ið alla leið frá Kotá niður á Tanga, llklega 1500 metra, að visu ofan 1 móti. Segöu mér satt, Pétur minn, vísaði Vilhjálmur þér á kvarnar- garminn, eða voru það einhver dulin öfl, sem hvisluðu þvl aö þér? Og hví i ósköpunum varstu að tosa taðinu alla þessa leið að óþörfu? Nú skal segja hverja sögu eins og hún til gengur, hvort þér eða mér líkar betur eöa verr. Þegar við snúruvoðakallar höfðum mal- að gullið fyrir þig og okkur i tæp- an mánuð, gerðust þau undur, eins og þú raunar veist, að kaupfélagsstjóri sagði þér upp vistinni^var búinn að læraaf þér sem við þurfti. ÞU tókst þessu illa sem við var að búast. Með öðrum orðum, þú varst ekki viömælandi, og neitaöir að greiöa okkur siðasta róöur, eða það sem við áttum hjá þér. Þar af leiöandi hættu allir að fiska nema við Jói, við gösluðumst Ut á Hörgárgrunn i ólundarveðri og komum að landi um miðdag með sáralítið. Við erum ekki búnir að binda farkost- inn þegar einn trillukarlinn, Oskar Antonsson, segir okkur þær sorgarfréttir að Pétur Hoffmann, okkar lífsakkeri, sé oröinn brjál- aður. Hannhafiigær ognótt farið berserksgang um götur bæjarins með kaðalhönk ihendi og blikandi hnlf I belti, leitandi aö kaupfélagsstjóranum, og kunnug- ir þóttust vita erindið. Oskar taldi sig hafa farið margar feröir inn að Hótel Goðafoss, enaldreifeng- ið að tala við höfðingjann, sem heföi lokað að sér. Nú voru góð ráð dýr. Ég fer heim, þvæ af mér seltuna og fer á hjólinu minu að hitta kempuna. Ég vissi hvar þú bjóst, banka á hurö 4. Enginn svarar, banka aftur, þyngri högg. Þá kemur fröken Jónina Sigurðardóttir, hótelstýra, og biður mig I öllum Guös bænum að hætta þessu, þvf Pétur sé i vondu skapi. Ég segi henni aö ég þurfi nauösynlega að tala við þig, og lem þunghögg. Ja,nú þarf ég vist ekki aö minna þig á, þú manst hvað gerðist. ÞU sagðir einfald- lega við mig r „Við reynum með okkur. Ef ég legg þig, þá drep ég þig með eigin hendi, en ef þU hef- ur betur mun ég greiða þér skuld- ina.” Ég var til I bardagann, með því skilyrði að þU greiddir okkur öllum áfallinn kostnað, sem þú gekkst inn á. Útkoman varð sú að ég hélt lffi, og þU borgaðir aurana, eins og þln var von og vlsa. En hnéhnykkurinn, sem minn góði vinur og kennifaöir, Þorgils Guðmundsson frá Valda- stöðum I Kjós, kenndi mér, og sem varð þér aö falli, llður þér aldrei úr minni. Þegar það fréttist, að ég hefði lagt að velli þennan voöalega dramhrotta. var ég kallaður Bjarni Sterki. Allt gekk mér til blessunar frá þessari krossferð. Vilhjálmur Þór tók ætlð ofan höfuðfatið þegar hann sá mig, meira að sagja I órafjarlægð. Allsstaðar var ég aufúsugestur. Kæri vinur. Ef ég man rétt þá slær hjarta þitt til vinstri, I átt til sósíalisma? þangað horfir minn hugur. Þess vegna geng ég út frá þvi að þú kaupir Þjóðviljann, sem mektarmaðurinn og presturinn séra Sigurður Stefánsson frá Vigur nefndi svo, og frú Theodóra, kona Skúla Thorodd- sen, hélt undir skirn, en þau gáfu út blaðið eins og þú veist. Ég veit að þú ert rikur maður, átt ógrynni af gulli og silfri, og bók með stórum tölum I eldvörðu bankahólfi og ert samansaum- aöur af nizku. Elsku krúttið mitt, mundu orö meistarans viö rika manninn, sem vildi verða hans félagi: Farðu og seldu eigur þln- ar, o g ge f fátækum, komd u s vo og fylg mér. ÞU hlýtur líka að muna hvað heilagur Franz frá Asissi sagði viö nirfilinn: „Safnaðu ekki peningum. Það er ekki vandi aö vera fátækur”. Það vita allir að þaöer of seint að iðrast eftir and- látiö. Vel á minnst. Hlustaöir þú á Morgunpóstinn fyrsta þessa mán- aöar. Meöal annars var viðtal við Jóhönnu Sigurðardóttur, alþingismann, og hún spurð um samlyndið i stjórnarflatsænginni. Blessuð frúin bar sig illa, hve Krötum gengi að koma góðum málum fram, eöa þvi sem þeir heföu lofað kjósendum, vegna skilningsleysis og vonsku hinna, aö öðru en þvl hve (31 félagsmál færu blessunarlega fyrir land og lýð, og hvaö félagsmálapakkinn væri öllum kærkominn, fátækum ogsmáum, sjúkum og sorgmædd- um. Þettaget ég vitnað um, ef ég segi þér frá hversu félagsmálin hafa hlegið við mér og sameigna- konu minni siðasta mánuö. Fyrir september fékk ég greiddar kr. 74.380.00, áður kr. 92.000.00. Sama mánuð hlaut hún sjúkrabætur, kr. 51.105, áður kr. 92.000.00. Það er s jálfsagt að geta þess, aö sjúklingurinn fékk nákvæmlegasama mat hjá sinum heimilislækni og undanfarin ár. Þaö sem skeð hefur eru meiri veikindi, meiri meðul, meiri dýrtíð. Með öðrum orðum, krónu- fjöldinn blindar þá sem gefa á garðann. Segðu svo aö sé dauft I félagsmálunum. Hvað var það sem ég vildi sagt hafa? Já, hvernig list þér á blik- una i austri og vestri, og þennan sora hér heima? Kaupmál og verðlag. Þegar einn hænurass kostar tvö þúsund krónur. Þaö er sama upphæö og éghafði allt árið 1936, og lét ég þó ekkert happ úr hendi sleppa, hvorki á sjó né landi. Sextán tommu ýsa, slægð og hausuð, kr. 300. Sama og vænt afsláttarhross kostaði 1938. Pétur, hvaö á þjóöin að gera, ef okkar virðulegi forseti dr. Kristján Eldjárn, gefur ekki kost á sér lengur en til vorsins, ekki eldri maður. Albert er að vísu reiðubúinn á móti hverjum sem er, jafnvel þó bæði Guð og menn viti, og enginn betur en hann sjálfur, að það þýðir ekki fyrir neinn að sakja á móti núverandi forseta. Ef dr. Kristján gefur ekki kost á sér, þá skora ég á þig að bjóða þig til keppni. ÞU varst kominn langleiðina hér um áriö, en varst keyptur til að snúa til baka, illu heilli. Báðir eruð þið Albert ofurmenni, hvor á sína vísu. Hann með þetta stóra hjarta, sem ekkert má aumt sjá eða heyra. Og svo þessi þrumu- skot, bæöi fram ogaftur. 1 þættin- um um daginn og veginn talaöi hinn visi maður Pétur Guðjóns- son, og gat þess m.a. hvað Albert væri i miklu afhaldi hjá Frökk- um. Mig minnir friðji ofan frá, allra heimsbarna. Þetta er ekki svo litiö, þegar tekið er tillit til þess hvað maðurinn er djöfull fljótur aö hlaupa. Og svo er hann rétttrúaður og talar dönsku. Þá kem ég aö þér, heiðurskarl- inn. Um þina Ukiamsburði þarf ég ekki aö tala frekar, annað en þaö, að þegar þú barðist við 30 striösóða verndara, þá tókst þú einn úr hópnum, og barðir hina með honum þar til allir lágu I valnum. Andlegir hæfileikar þinir liggja áborðinu.kannt sögu lands vors og þjóðar utanbókar frá Garðari Svavarssyni, Húsavíkur- goöa, til Alberts og Geirs. Ekki má gleyma þvi, að þaö hefi ég eftir þinni sögusögn, aö þd hafir lært átjánkaflakverið spjaldanna á milli á þremur vikum. Til heiðurs þér hefi ég bariö saman þessa vlsu, sem lýsir þér frá skalla og niður á stórutá: Af meyjum hafði mikið gagn, mildur I lffsins brokki. Þriggja stæltra mera magn maðurinnbar I skrokki. Vinsamlegast saidu mér linu, ef heilsan leyfir. Sigursæll. Bjarni M. Jónsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.