Þjóðviljinn - 28.10.1979, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 28.10.1979, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 28. október 1979 Heimavistarhúsiö á Egilsstoðum — „tröppubáknið” sést til vinstri. „Halarófa hönnuða og misviturra ráögjafa” við bygginguna: Arki- tektastofan s.f.( Ormar Þór Guðmundsson og örnólfur Hali, Rafteikning h.f., Verkfræðistofa Austurlands og Verkfræöistofa Sigurðar Thoroddsens hf.. Ormar_ Þór Guðmundsson arkitekt: „Byggingarbruðl á Egilsstöðum” 1 næstsiðasta sunnudagsblaði Þjóðviljans birtist grein i tilefni af vigslu nýrra skólamannvirkja á Egilsstöðum undir nafninu: Byggingarbruðl á Egilsstöðum, undirtitill: Einar örn Stefánsson skrifar. Greinin hefst á þvi'að gera skil meira en aldarfjórðungs baráttu Austfirðinga fyrir bættri fram- haldsmenntun i fjórðungnum, að fá menntaskóla á Austurlandi. Þessi þáttur mála er afgreiddur i fimm setningum, enda málið ómerkilegt og hefur nU borið árangur i samræmi við það, þar sem er: ,,Þessi skóli sem að öll- um likindum verður hinn siðasti sinnar tegundar á landinu.” Vel að merkja á höfundur hér við skólann sem stofnun en ekki „umgjörð hans, skólahúsið”. Smekklaust og glæsi- legt? En: „t skólahúsinu birtist nefnilega einkar ljóslega ein höf- uð meinsemd isienskrar bygg- ingarlistar á undanförnum árum — bruðlið, sóunin, óhófið”. Og áfram er haldið og nú ekki baratalað um skólabyggingarnar á Egilsstöðum heldur allur islenskur arkitektúr tekinn með og „syndir” hans tiundaðar: „ — andleysið, smekkleysurn- ar, stilleysið og algjör vöntun á innlendri hefð—”.Hvað er „inn- lend hefð”? Er þaö ekki sá bygg- ingarmátisem tiðkaður hefir ver- ið i' timans rás i landinu, slæm hefð eða góö? Er kannski hægt að bæta snar- lega úr þessari vöntun með þvi að búa til „innlenda hefð”? Mér er þetta ekki alveg ljóst. Einna helst kemur upp i hugann, að þegar vissir stjórnmálamenn hafa vilj- að fyrirskrifa þjóðum sinum byggingarlist, hafa þeir jafnan mjög haft á orði þjóðlegan stil og innlenda hefð. Um arkitektúr skólabygginganna á Egilsstöðum sérstaklega segir siðan: „ekki ósnoturt hús”, „glæsilegt hús” «-■ og nú velti ég fyrir mér hvernig takast mátti að sameina snotur- leika „bruðli, sóun og óhófi” og ná fram glæsileika meö „and- leysi, smekkleysi og stilleysi”. Skýjaborgir og áætlanir „Skýjaborgir arkitektanna koma þó best f ijós þegar skoðuð er yfirlitsteikning af menntaskólasvæðinu. Húsið sem nú er risiö á nefnilega aðeins aö vera félagsmiöstöð skóians i framtiðinni,” stendur þar. Stærð húsrýmis fyrir skóla er afstæð ogmálið er ekki alveg svo einfalt að arkitektar reisi skýja- borgir og siöan sé fluttur i þær skóli. 1 landinu eru fræðslulög sem m.a. kveða á um framboð á námi aðloknu skyldunámi. Ætlast er til að allir njóti jafnréttís á þessu sviði og þvi þykir ástæöa til að bjóða upp á nám viðs vegar um landið. Fjöldi nemenda fyrir tiltekna menntastofnun á tilteknum stað er áætlaður, ennfremur fjöldi kennara og annarra starfs- manna. (It frá þessum grund- vallarforsendum er siðan áætluð hugsanleg þörf fyrir heimavistir og starfsmannabústaði, mötu- neyti, skólahúsnæði o.s.frv..Stærð húsrýmisins er siðan ákvörðuð út frá þeirra starfsemi sem það á að þjóna og fjölda þeirra sem á að nýta það. Þannig verður til húsrýmis- forsögn sem kveður á um fjölda og stærð hvers herbergis sem á að vera i húsinu. Við gerð þessara áætlana er stuðst við töflur eða norm sem byggjast á reynslu. Þannigert.d. vitað hve matsal- ur þarfað verastórtil að tiltekinn fjöldi manna geti matast þar eða hversu stórt eldhús þarf að vera • til að þar sé góð vinnuaðstaða og þar rúmist þau tæki sem nauö- synleg þykja til framboðs á til- teknum mat á ákveðnum tima fyrir vissan fjölda. Framan- greindar áætlanir eru ekki gerðar af arkitekt viðkomandi skóla heldur af hinum ýmsu deildum menntamálaráðuneytisins. Menntaskólinn á Egilsstöðum sem starfa mun með fjölbrauta- sniði er áætlaður fyrir allt að 450 nemendur og mun ásamt fjöl- brautaskólanum i Neskaupstað annast mestan hluta framhalds- náms i' Austf iröingaf jórðungi. Þar af er áætlað að heimavistar- rými þurfi fyrir250 nemendur. Þá hefir vegna almenns húsnæðis- skorts á Egilsstöðum verið gert ráð fyrir að byggja megi á skóla- lóðinni allt að 15 starfsmanna- ibúðir i rað-, tvi- og einbýlishús- um. Mér þykja fréttir að húsið sem nú er risið eigi „aðeins að vera félagsmiðstöð skólans i framtið- inni”. Samkvæmt öllum áætlunum sem ég veit um á að vera i þvi til frambúðar heimavistarrými fyrir 72 nemendur, mötuneyti og samkomusalur fyrir alla nemendur skólans og einnig en ekki aðeins félagsaðstaða fyrir nemendur, þ.e. lessalur, setu- stofa, fundaherbergi, leikja- og sjónvarpsherbergi, alls um 250 ferm. af 1326 ferm alls hússins. „Geysistór matsalur” En vikjum nánar að lýsingu Einars Arnar.....geysistór mat- salur og samkomusalur..." „...eldhús er óhemjustórt, en þd sagt rétt undir staðli ráöuneytis- ins.” „Sorpgeymsla.mikið gfmald,er á efri hæðinni og tvennar voldug- ar dyr á henni, einar út á pall og aðrar að geymslunni sjáifri”. Mikið rétt, þangað til húsið breytist i félagsmiðstöð verður i þvi matsalur og samkomusalur „geysistór” eða alls tæpir 230 ferm. 1 honum geta setið til borðs samtimis um 160 manns, nemendur ogkennarar. Miðað við 450 nemenda skóla hefir þetta þótt hóflegt hlutfall en rétt er sjálfsagt hjá Einari Erni að þetta sé allt of stórt og mættí td. hugsa sér að máltlðir stæðu yfir meiri- hluta dags og yrðu þá allir saddir að lokum. Um eldhúsið „óhemju- stórtenþóundir staðli”má svipað segja: væntanlega mætti fækka eitthvað réttum á matseðlinum og óþarft að mylja undir kokka og eldabuskur i vinnuaðstöðu. Að likum lætur að sorpgeymsl- an tilheyrandi þessum ósköpum sé „mikið gimald” (16,5 ferm ) og aðá henni séu tvennar dyr má til sanns vegar færa, nefnilega „einar út á pall og aðrar að geymslunni sjálfri”. Þetta eru að visu sömu dyrnar og sumir myndu þvi telja einar dyr en mér finnst talning Einars Arnar frum- legri Færanleiki og iburður „Reyndar eru engir færanlegir hlutar i húsinu, þótt slikt þyki nú sjáifsagt i nýjum skóiabygg- ingum.” Við þessu kann ég aðeins eitt ráð og það er að setja einhverja hluta inn i húsið og færa þá siðan eftir vild.Þetta ætti að reynast auðvelt þvi svo vill til að i sam- komu- og matsalnum geysistóra eru engir byggingarhlutar til að hindra það og i „félagsmiðstöð- inni” og eldhúsinu góða eru að- eins örfáar súlur með löngu milli- bili sem hætta væri að rekast á. Þetta fyrirkomulag gerði reyndar , kleift að innrétta þetta húsrými til bráðabirgða sem kennsluhús- næði. „En hvað veldur öilum þeim iburði, sem blasir þar við, einkum þegar inn er komið?” Nánari lýsing á iburðinumí Gólf: steinflisar, teppi, linoleum eða málning. Steyptir veggir og súlur: ómúr- húðuð steinspeypa máluð. (Jtveggir: grófmúrhúðaðir og málaðir. Inni f húsinu: „Bruðl, sóun, óhóf”? Likan af væntanlegu skólasvæði. Það hús, sem byggt hefur verið er neðst fyrir miðju, og við hlið þess verða þrjú heimavistarhús. Þrlstirnið til hægri veröur kennsluhúsnæði, en efst iþróttamiðstöö og á milli starfsmannahús.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.