Þjóðviljinn - 28.10.1979, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 28.10.1979, Blaðsíða 9
Sunnudagur 28. október 1979 ÞJÓDVILJINN — StÐA 9 Or myndinni „Söngurinn um eldrauöa biómið” eftir Mauritz Stiller. Ingibjörg Haraldsdóttir skrifar um kvikmyndir: Sænsk gullöld í Regnboganum Myndir eftir Sjöström, Stiller og Bergman Léttir veggir: hlaðnir, grófmúrhúðaðir og málaðir eöa spónaplötur málaöar. Veggir i snyrtöierbergjum flisalagðir i dyrahæð. Loft og bitar: ómúrhúðuð en máluð steinsteypa eða málaðar spónaplötur. Sums staðar plötur eða fururimlar til hljóðdeyfingar. Hurðir: Harðplastlagðar eða málaðar. Handrið: Stálrör, máluð. Rándýrt tröppubákn. „Heimavistarherbergin eru mörgá tveim hæðum að hluta til. Beintá móti dyrum inni I þessum herbergjum kemur hrmgstigi upp á „næstu hæð” og kostar 3 miljónir hver stigi.” Stigarnir liggja upp á næstu hæð (hvert ættu þeir annars að liggja? ),en eru að visu úr smiða- stáli og furu en ekki harðviði, og hvor þeirra tveggja stiga sem búið er að setja upp kostaði um sjöhundruð þúsund en ekki þrjár miljónir, en að öðru leyti er þetta hárrétt. En ekki er þar með allt sagt um stiga þessa húss: „Punttröppur miklar eru steyptar utan á húsið upp á verönd á annarri hæð....” „Þetta rándýra tröppubákn þjónar engum sérstökum til- gangi”segir þar.Svo er nú það — eða svo gott sem. Reyndar má sýnilega komast um þær af svöl- um og niðurá jörðogreyndar upp þær líka öfuga leið og væri þvi raunar rétt að tala um tvennar tröppur sbr. talningarmáta greinarhöfundar á dyrum. En til hvers? Svalir voru settar á suður- hlið hússins, út frá mat-og sam- komusalnum „geysistóra” i þeim fróma tilgangi að nemendur gætu á góðviðrisdögum labbað sig þangað út og setið þar lika ef svo bæri undir. En fyrir utan þennan hversdagslega tilgang þjóna svalirnar ogstiginn þvi hlutverki að vera útgönguleið i neyðartil- felli svo sem ef eldur kæmi upp i salnum. Er i þessu efni farið eftir reglugerðarákvæðum. Til þess að gefa lesendum hug- mynd um stærð og dýrð þessa „rándýra tröppubákns” skal þess getið að breidd milli kjálka er einn metri og tuggugu senti- metrar eða svipað og i stigum fjölbýlishúsa. 1 stiganum eru 16 þrep og einn pallur. Stiginn er gerður úr járnbentri steinsteypu og ætlað er að á hann komi hand- rið úr 5 sm stálröri, máluðu. Þrifnaðarbruðlið. „Bað og snyrting fylgir hverju heimavistarherbergi”, segir höf- undur réttilega. Til að forðast miskilning er e.t.v. vissara að taka fram að um er að ræða eitt herbergi, tæpa 2 ferm. að stærð, sem i er steypibað, vaskur og klósett. bar sem af 72nemendum búa 32 i fjögurra manna her- bergjum (tveggja hæða) en 40 i tveggja manna herbergjum eru aðmeðaltalium 2.5nemendur um hvert snyrtiherbergi. 1 Reykjavik er nú meðalíbúa- fjöldi á ibúð um 2.7 og öllum ibúðum fylgir a.m.k. eitt snyrti- herbergi. Landsmeðaltal að Reykjavikmeðtalinni er verulega hærra eða um 3.5 Ibúar á ibúð. Áf þessum tölum má ráöa að aðbún- aður nemenda i heimavistinni á Egilsstöðum hvað varðar snyrti- aðstöðu sé nokkru betri en gengur og gerist úti á landi og nær vart þvi sem tiðkast i Reykjavik. Heimavistir eru heimili nemenda meðan þeir dvelja þar. Er þörf á að telja eftir að þeir nemendur, sem ekki geta sótt framhalds- skólanám frá heimilum sinum, búi við jafnan kost varðandi hreinlæti sem heimangöngunem- endur þéttbýlisins? Það mun mörgum islenskum ferðalangi tiðindi að það sé sér- stakt einkenni „útlendinga sem Flugleiðir flytja um land elds og isa” og „háttsettra túrista” að þykja eðlilegt að baðherbergi fylgi gistirými. Þegar Halldór Laxness var á sinum tima að brýna þjóð sinatil þrifnaðar og annarrar menningar sagði hann eitthvað á þá leið, að hannvildi fremur verasamvistum við hreinan aula en skltugan speking. Visaster, að þrifnaður og speki fari ekki saman.og þegar Einar örn hefir skrifað, rennur það auðvitað upp fyrir manni að allt þetta þrifnaðarbruðl er ekki sæmandi bókmenntaþjóðinni. Hvernig á að snúa þróuninni við ef ekki einmittmeð þviað byrja á skólaæskunni? Danska lausnin. Þegar Einar örn hefur skarp- lega gagnrýnt islenska húsagerð og sér i lagi eitt skólahús, sýnir hann af sér þá hlið sem vænta mátti: Hann erekki bara niður- rifsmaður eða neikvæður gagn- rýnandi heldur bendir hann á leið frá ósómanum. Eldgosið i Vestmannaeyjum hefur opinberað þessum syni lands elds og isa hvar hjálpræðið er að finna: „Iþróttamiðstöðin i Vestmannaeyjum er danskt mannvirki og reyndist þegar til kom ódýrari, hagkvæmari og mun fljótreistari en öll þau stein- steypubákn....” Samkvæmtþeim upplýsingum sem ég hefi aflaö mér reyndist nefnd iþróttamiðstöð dýrari en hliðstæð alinnlend mannvirki og reisingartimi ekki skemmri en gengur og gerist um forsmiöuð hús,m.a. úr steinsteyDU. Byggingarkostnaður á hvern fermetra nokkurra iþróttahúsa, fært til verðlags i árslok 1975: Iþróttahús I Garðabæ kr. 76.500. Iþróttahús við Hagaskóla kr. 90.100. Iþróttamiðstöð i Vestm.eyjum kr. 97.700. En þarna má þó sjá leið út úr ógöngum islenskra byggingar- mála. Með þvi að smiða húsin i Danmörku þarf ekki á neinm „innlendri hefð” að halda og heildarbyggingartimi styttist auðvitað til muna, þviekki eyðum við þeim tima sem þeir nota úti i Danmörku viðhúsasmiði. „Byggingar i þágu fóiksins i landinu eiga að vera ódýrar, en hagnýtar, — einfaldar en fal - legar”. Loksins, loksins, nú vitum við það. Þetta hefði mér þó sveimér aldrei dottið' i hug. Þegar minnst er á sænskar kvikmyndir dettur flestum einn maður í hug: risinn sem gnæfir yfir alla hina, Ingmar Bergman. Menn leiða sjaldnar hugann að þeirri kvikmy ndahcfö, sem risinn Bergman er sprottinn úr. Slikir menn verða ekki til af engu, eða hvað? Nú i vikunni gefst Reyk- vikingum kostur á að kynna sér nokkrar gamlar sænskar kvik- myndir frá þvi timabili sem nefnt hefur verið „gullöld sænskrar kvikmyndalistar”, á sænsku kvikmyndavikunni sem haldin er i Regnboganum og hófst I gær. Sýndar verða sjö kvikmyndir eftir þrjá frægustu kvikmynda- stjóra Sviþjóðar: Victor Sjö- ström, Mauritz Stiller og Ingmar Bergman. Hér á siðunni veröur leitast við að gera nokkra grein fyrir þessum myndum og höfund- um þeirra. Sænska hefðin. Sænski kvikmyndafræðingur- inn Gösta Werner, sem nú er staddur hér á landi i tilefni af kvikmyndavikunni, hefur skrifað grein sem hann nefnir Sænska hefðin og fjallar þar um myndirn- ar sem sýndar verða hér, og nokkrar fleiri. Hann leitar svara við þeirri áleitnu spurningu: „1 hverju skyldi slagkraftur þessara mynda fólginn? Aö 60 árum liðn- um er hann enn auðfundinn, þótt flest annað hafi e.t.v. breystl’. Werner ber sænsku meistarana (Sjöström, Stiller) saman við bandariska frumherjann David Wark Griffith, sem gerði m.a. myndirnar Birth of a Nation (1914) og Intolerance (1916). Þessar myndir „gnæfðu himin- hátt yfir alþjóðlega kvikmynda- gerö samtimans, og lögðu stærri skerf til þróunar myndmáls og frásagnartækni en aðrar myndir þess tima... En undir þessu glæsi- lega yfirborði leyndust brestir, sem samtiðin lét sig minna máli skipta. Persónusköpunin var slöpp og yfirborðskennd. Inni- haldið i þessum tilkomumiklu umbúöum var rýrt. Það var soðið upp úr væmniskenndum leikbók- menntum samtimans... En hér reis eigi aö siður yfirborðið hæst. Victor Sjöström, faðir sænskrar kvikmyndalistar. Ingmar Bergman óttast ekki dauðann siðan hann gerði Sjö- unda innsiglið. Og þar með var jarðvegurinn plægður fyrir Hollywoodmynd- ina!” Gösta Werner heldur þvi fram, aö sænsku myndirnar.sem gerðar voru á þessum árum, hafi verið kröftugt andsvar viö Hollywood- hefðinni, jafnvel áöur en hún náði að festa rætur. „En þetta andsvar var að þvi leyti tengt bókmennt- um fremur en kvikmyndum, að nafn sænsku skáldkonunnar Selmu Lagerlöf kemur fyrst i hugann þegar um það er fjallað. Nokkur verka hennar urðu grundvöllur nýrrar hefðar, þvi þótt Griffith hefði skapað mynd- málið, hafði honum mistekist að finna þvi verðugan farveg. Verk Selmu Lagerlöf urðu hinsvegar farvegurinn!’. Hvort sem menn eru hlynntir eða mótfallnir bókmenntalegri hefð i kvikmyndum er það öld- ungis vist, að hún hefur haft af- gerandi áhrif á sænska kvik- myndalist frá upphafi. Þetta sést m.a. af þvi, að allar myndirnar sjö, sem sýndar eru i Regnbogan- um, eru byggðar á bókmennta- verkum. Victor Sjöström Eftir Sjöström verða sýndar myndirnar Terje Vigen (1917), Klostret i Sendomir (1919) og Körkarlen (1920). Terje Vigen er fyrsta myndin, sem framleidd var hjá fyrirtæk- inu Svenska Bio eftir að tekin hafði verið sú örlagarika ákvörð- un að framleiða færri myndir en betri. Hér eftir skyldu myndirnar vera vandaðri, og áhersla var lögð á bókmenntalegan grundvöll þeirra. Tcrje Vigen er byggð á samnefndu kvæði eftir Ibsen. Hún gerist á timum Napóleonsstyrj- aldanna og sýnir áhrif striðsins á líf ungs fiskimanns, konu hans og nýfædda barnsins þeirra. Þessi fjölskylda einangrast og verður matarlaus vegna hernáms Englendinga. Terje, fiskimaður- inn, reynir að brjótast gegnum umsáturshringinn til að ná i mat, en er handtekinn og fær ekki snú- ið aftur heim fyrren að striðinu loknu. Klostret i Sendomirer byggð á skáldsögu eftir Franz Grill- parzer, og er frægust vegna myndatökunnar, sem þykir mjög listræn og vönduð. Sagan er meló- dramatisk I betra lagi. Kastalaeigandi nokkur uppgötv- ar að kona hans hefur verið hon- um ótrú. Hann myrðir konuna og breytir siðan kastalanum I klaustur, þar sem hann hyggst eyða þvi sem eftir er ævinnar sem iörandi syndari. Körkarlen er af flestum talin hápunkturinn á ferli Sjöströms. ' Framhald á bls. 21. ÍC-1 Grunnmynd af 2. hæð hússins með nemendaherbergjum, matsal, eld- húsi, sorpgeymslu o.fl.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.