Þjóðviljinn - 25.11.1979, Page 17
Sunnudagur 25. nóvember 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 17
Umsjón:
Gudrun
Olga
Árnadóttir
Dansað
úr
sér
allt vit
örnólfur og Eyjólfur. Frikki festist ekki á filmu.
r
Utrýmum minni-
máttarkenndinni
Blm.: — Enn um tilgáng
únglingasiöunnar?
örnólfur: — Reyna aö fá úng-
lingana til aö hugsa dáldiö og
streitast á móti ihaldssömum
skoöunum sem foreldrarnir eru ’
sifellt aö troöa upp á þá.
Frikki: — Og helst aö fá for-
eldrana til aö hugsa lfka.
Eyvi: — Reyna aö koma |||
únglingunum til umhugsunar \
um eigin mál. Ekki neina ■
mötun, bara aö finna einhver
efni til að fjalla um, sem viö
getum svohaldiö áfram aö pæla /
I sjálf.
örnólfur: — Einn megintil-
gángurinn meö þessari siöu ætti
aö vera sá aö útrýma þeirri
minnimáttarkennd sem úng-
lingar eru haldnir. Þeir eru
orönir svo vanir þvf aö ekkert .
mark sé á þeim tekiö, aö þeir
eru farnir aö trúa þvi sjálfir aö
þeir skilji ekki neitt og viti ekki
neitt og eigi bara aö láta þá full-
orönu um aö hugsa. Þaö er ekki
ætlast til neins af þeim, þess
vegna kemur ekkert frá þeim.
Frikki: — I raun og veru, þótt :
foreldrar myndu aldrei fást til
aö viöurkenna þaö, þá ætlast
þeir til þess af krökkunum aö '
þeir bara drekki sitt brennivin
og skeriimti sér um helgar...
örnólfur: .... og læri þaö I
sinum skóla sem þeir eiga aö
læra, —þaö sem búiö er aö pró
grammera fyrir þá af þeim full-
Eldhúsborðsumrœöur um foreldravandamálið og fleira
Fyrri hluti
Eitt kolsvart kvöld fyrir
stuttu lagöi umsjónarmaöur
þessarar siöu leiö sina f Kópa-
voginn til aö hitta þar mann og
eiga viö hann spjall. Maöurinn
heitir örnólfur Kristjánsson, er
17 ára gamall, stundar nám viö
Menntaskólann viö Hamrahliö
og spilar heilmikiö á selló. Hann
hefur aö undanförnu lagt
dágóöan skammt i púkk i
baráttunni gegn hernum, þvi
hann er ólatur aö dröslast meö
sellóið i strætó til aö spila á
kvöldvökum og öörum
mennfngaruppákomum sem
herstöövaandstæöingar standa
aö. M.a. lék hann meö Heima-
varnarliöinu i Háskólabiói
foröum og annaöist allan
sellóleik á plötunni „Eitt verö
ég aö segja þér”, sem her-
stöövaandstæðingar gáfu út i
haust.
Þegar blm. loksins dróst
innúr dyrunum hjá örnólfi, eftir
lángt og örvæntingarfullt hring-
sól um gjörvallt gatnakerfi
Kópavogs, vildi svo heppilega
til aö þar voru staddir fleiri
málfúsir menn: Eyjólfur bróöir
örnólfs, 15 ára menntskælingur
ogfiöluleikari, og Frikki,17 ára,
skólabróöir og heimilisköttur.
(Þvi miöur láöist blm. aö kanna
hljóöfærakunnáttu Friöriks, en
sýndist hann liklegur til aö vera
I þaö minnsta vel liötækur á
greiöu.
Or þessu uröu mjög fjörugar
umræöur krfngum eldhús-
boröiö, og hér virtist fyrri hluti
þeirra, styttur og klipptur, en
kjarni málsins er þó vonandi
enn á sinum staö :
Ættu ekki að
vera til nein
„sérmál” únglínga
Blm.: — Finnst ykkur úng-
lingasiöa eiga rétt á sér?
Allir: — Já.
Frikki: —Fereftir þvf hvern-
ig hún veröur.
Eyvi: — Ja... þaö ætti náttúr-
lega I raun og veru ekki aö
þurfa.
örnólfur: — Nei, einmitt. Þaö
ættu auövitað engin mál aö vera
sérmál únglinga. En þaö eru
hins vegar viss mál sem eru
sérvandamál únglinga. Þaö er
bara tilfellið aö það eru alls
ekki úngllngarnir sem hafa
skapað þau, og þau þyrftu ekki
aö vera neitt vandamál...
Eyvi: — Þau eru gerö aö
vandamáli.
örnólfur: — Af fulloröna
fólkinu fyrst og fremst. Full-
oröna fólkiö hefur taliö úng-
lingunum trú um aö þetta séu
bara eðlislögmál — viss mál
hljóti alltaf aö vera vandamál.
Blm: — En hvaö liggur aö
baki þessari ástriöu fulloröinna
aö búa til vandamál fyrir úng-
lingana?
Eyvi: — Sambandsleysiö.
Skilningsskortur. Þessi árátta
foreldranna aö þykjast alltaf
vita betur, og þvermóöskan i
únglingunum aö viöurkenna
ekki aö foreldrarnir geti
stundum hugsanlega vitaö
betur.
örnólfur: — Okkar foreldrar
hafa lært af sinum foreldrum og
þannig koll af kolli lángt aftur i
aldir, og þess vegna viöhaldast
ákveönar venjur, hugarfar
manna verður náttúrlega alltaf
litaöaf hugarfariþeirrasem ala
þá upp. Þó aö fólk bæti viö sig
reynslu utan fjölskyldunnar og
breytist smátt og smátt. Breyt-
fngarnar eru hægfara. Annars
finnst mér heimurinn hafa
skánað örlitiö uppá siökastiö.
Frikki: — Versnaö!
örnolfur: — Nei, hugsunar-
hátturinn er aöeins aö skána.
Fólk er til dæmis fariö aö
spekúlera I misrétti kynjanna,
þaö þykir ekki sjálfsagt lengur
aö konur séu alls staöar lægra
settar en karlmenn.
Frikki: — Þaö er alveg rétt,
en samt hefur ýmislegt versnaö
bara núna siöustu árin.
Blm. — Einsog?
Frikki: — Margar góöar hug-
myndir hafa alveg dottiö upp-
fyrir meö diskótimanum.
Eyjólfur: — Sammála.
Einsog einhverjir oröuöu þaö:
Fólk er að dansa úr sér allt vit.
örnólfur: —Þaö er staöreynd
aö úngllngar i dag hugsa ógur-
lega lítiö um þaö sem er aö
gerast I kringum þá.
Blm.: — Hefurðu skýrmgu?
örnólfur: — Ég held aö þetta
sé bara rökrétt afleiðíng af þvi
sem ég var aö tala um áöan.
Foreldrarnir segja krökkunum
hvaö er rétt og hvaö er rángt,
krakkarnir trúa þvi sem þeim
er sagt og þurfa aldrei aö hugsa
neitt. Þar af leiöandi læra þeir
aldrei aö mynda sér eigin
skoöanir á málunum.
Blm.: — En hvaö meö þá
krakka sem alast upp hjá
frjáislyndum, hugsandi for-
eldrum?
örnólfur: — Þeir fá vissulega
miklu betratækifæri til aö veröa
sjálfstæöir. En jafnvel þó aö
foreldrarnir séu svo og svo rót-
tækir þá eimir alltaf eftir af
þessu gamla. Meira aö segja
rekur maöur sig á þetta hjá
mömmu viö og viö. En viö erum
nú alltaf aö reyna aö ala hana
upp.
Eyvi: — Og hún okkur.
Blm.: — Er það ekki frekar
ákjósanlegt, þetta gagnkvæma
uppeldi?
Eyvi: — Þaö getur oröiö ■
dáldiö erfitt þegar hvorugt vill
láta hitt ala sig upp.
örnólfur: — Þaö má finna
diplómatiskar leiöir.
(Almennur hlátur)
orðnu. Maöur finnur sosum |s
fyrir þessu sjálfur. Ef þaö á j
yfirleitt aö vera hægt aö þola
þennan tima sem þaö tekur aö ;;
þrælast gegnum menntaskóla
þá þýöir ekkert annaö en aö ;
setja móöu fyrir augun og læra ■;
sina þýsku stlla og hugsa ekki
neitt. Gleypa allt hrátt.
Blm.: — Fleiri athugasemdir
um skólann?
Frikki: —Skólinn er andlega ;
niöurdrepandi.
(Einróma samþykki viö- ;
stakkra.
Eyvi: — Maöur reynir aö láta |
hann hafa sem minnst áhrif á |
sig. Berjast á móti.
Hér hrfngdi dyrabjallan og |
fjóröi maðurinn, Sigtryggur, |
bættist I hóp viömælenda. Siggi |
tekur þátt i ; siöari hluta
þessara eldhúsborösumræöna,
sem birtur veröur n.k. sunnu-
dag, er meöai annars rætt um |
kynlif, fristundir, skemmtanir
og skóla. Sem sagt: framhald |
næsta sunnudag.
Einræði þeirra
fullorðnu
Þetta ljóö er þýtt uppiír danskri bók sem ber
nafnið ,,De voksnes diktatur” eöa Einræöi
þeirra fullorðnu. Hún inniheldur visur og ljóö
eftir krakka á aldrinum 4—17 ára og viö lestur
bókarinnar sést glöggt aö þessir dönsku krakk-
ar eru ekkert yfir sig ánægöir meö stööu sina i
þessu samfélagi sem fullorðnir hafa búiö til.
Viötaliö viö Guörúnu Helgu gaf tilefni til þýöing-
ar einmitt þessa ljóös.
Hegðunarreglur
Litli vinur
þú ert svo úngur og óþroskaður.
Til þess að fá að bera ábyrgð
verðurðu að vera þroskaður
ábyrgð gerir kröfur til þín
frelsi er ábyrgðarhluti
Þú ert ekki nógu þroskaður
til að vera frjáls,
þess vegna verðurðu að láta þér lynda
að þér sé stjórnað
af þeim sem vita hvað þér er fyrir
bestu.
Og þess vegna þroskaðistu aldrei
því þú lést stjórna þér af þeim
sem töldu sig vita
hvað þér væri fyrir bestu.
Þú hafðir ekki þroska
til að fá frelsi
þess vegna fékkstu það aldrei
þess vegna þroskaðistu aldrei
því þú fékkst aldrei að bera ábyrgð
þess vegna eru þú
og heimurinn
óþroskaðir
þú þroskast ekki fyrr en þú
þarft þess með:
ALDREI í LfFINU!
Henrik.
■
■