Þjóðviljinn - 25.11.1979, Qupperneq 23

Þjóðviljinn - 25.11.1979, Qupperneq 23
UM HELGINA Liza Minelli I dæmigeröri Hollywood-tröppu I myndinni NEW VORK NEW YORK. Tónabíó: New York, New York Bandarisk 1977 Leikstjórn: Martin Scorsese Þá eru þeir kumpánar Scorsese og leikarinn Robert DeNiro búnir að leiða hesta sina saman á nýjan leik, en hver man ekki eftir samvinnu þeirra i Taxi Driver? NeNiro leikur ungan saxóvónleikara, enLiza Minelli djasssöngkonu i New York. Myndin gerist á fimmta áratugnum og fjallar um ástir og frama skötuhjúanna. Skemmtileg mynd, mikið af djass og söng. Nýja btó: Magic Bandarisk 1977 Leikstjóri: Richard Attenborough Það er leikarinn gamli Richard Attenborough, sem hefur vakið gamla mynd frá byrjun sjötta ára- tugsins til lifs á ný. Gamla myndin er bresk og það er Attenborough lika, en hann snýr sér nú æ meira að leikstjórastarfinu. Mynd þessi fjallar um búktalarann Corky, sem Anthony Hopkins leikur. tslenskir sjónvarpsáhorfendur muna kannski eftir honum úr þáttunum um ránið á syni Lindbergs flug- kappa, en Hopkins lék einmitt þýska innflytjend- ann, sem sakaður var um barnsránið. Magic lýsir lifi búktalara sem lifir á mörkum veruleiks og draums, lýsing á stigvaxandi geðveiki, sem spunnin er kringum ástarsögu. I fáum orðum: Þetta er vönduð og góð hrollvekja. Laugarásbíó: Ævintýri Picassos Sænsk 1978 Þessi mynd var kosin besta mynd ársins af sænskum gagnrýnendum, og er fyllilega skiljan- legt. Þetta er sprenghlægileg mynd með djúpum undirtón sem sænska leikaraparinu Haase (Alfredsson) og Tage (Danielsson) er einum lagið. Að visu tekur Laugarásbió upp á þeirri dirfsku eöa heimsku aö likja þeim saman við Halla og Ladda, en það er álika gáfulegt og likja Ómari Ragnarssyni við Charlie Chaplin. Þessir sænsku grínistar, sem unnið hafa saman allt frá stúdentsárunum, eru án efa einir vandvirkustu skemmtikraftar Norður- landa i dag, og þaö sem meira er: Ekkert kemur frá þeim, nema aöþað vekji mann til umhugsunar. íslenskir kvikmyndahúsgestir muna eftir Epla- striðinu sem sýnt var I Háskólabiói foröum, en auk hennar hafa þeir Haase og Tage gert fjölda annarra mynda svo sem „Att angöra en brygga”, „Slapp fangarna loss, det ar vár!”, „’Ágget ár löst’” og margar fleiri. Háskólabíó (mánudagsmynd): Ovenjulegt ástarsamband Leikstjóri: Ciaude Berri — Frönsk. Næsta mánudagsmynd Háskólabiós er franska kvikmyndin óvenjulegt ástasamband eftir Claude Berri. Berri er m.a. þekktur fyrir myndina Gamli maðurinn og barnið sem hann gerði árið 1966. Myndin segir frá tveimur rosknum herramönnum Jacques (leikinnafVictorLanoux) ogPierre (Jean- pierreMarielle). Þeir fara ásamt dætrum sinum, 16 til 17 ára,i sumarleyfi til St. Tropez. Pierre er skil- inn við konu sina og hefur takmarkaöan skilning á málefnundóttursinnarMartine (Christine Dejoux). Kona Jacques eyðir sumarleyfinu á öörum stað til að komastað niðurstöðu um sambúð þeirra I næði. 1 upphafi viröist friið ætla að veröa tilbreytingalitið að hefðbundnum hætti, en Francoise (Agnes Sor- al) dóttir Jacques breytir þvi útliti öllum að óvör- um. Hún verður ástfangin af Pierre og veldur hon- um miklu sálarstriði þvi að aldursmun þeirra slepptum telur hann sig vera að gera vini sinum Jacques slæman grikk með þvi að halda við dóttur hans. Jafnframt fer hann að sýna dóttur sinni auk- inn skilning, henni til nokkurrar undrunar. Berri lýsir ekki þessum afbrigðilega ástarþrihyrningi á melódramatiskan hátt. Hann beinir háði sinu og gamansemi að tvöföldu siðgæði kynslóðar Pierre sem þykist veita Jacques hjálp við leitina að ill- menni þvi sem hann telur að afvegaleiði dóttur sina. Háskólabíó: Pretty Baby Frönsk-amerisk 1978. Vel gerð mynd eftir franska leikstjórann Louise Malle, sem er ef til vill islenskum kvikmyndagest- um velkunnur eftir snilldarverkið Le SouffleDe Co- eur, þar sem lýst er gelgjuskeiði drengs á sjötta áratugnum og ástarsambandi hans við móður sina eina nótt. 1 Pretty Baby er þemað likt að þvi leyti aö einnig er fjallað um viðkvæma hlið kynlifsins. En i þetta skipti ekki sifjaspell heldur barnavændi. Myndin segir frá ljósmyndara sem heillast af korn- ungri stúlku i hóruhúsi I New Orleans og taka þau upp sambýli. Sven Nykvist, filmarinn hans Berg- mans hefur skapað mjúka og áferðarfallega um- gjörð um þessa hugljúfu og einkennilegu mynd, sem skilur eftir tregabundinn tón hjá áhorfandanum. KIARVALS-MÁLVERK til sölu. Lysthafendur hafi samband viö auglýsingadeild Þjóðviljans fyrir 10. des. Sunnudagur 25. nóvember 1979 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 23 visna- mál 4t ) /i Umsjón: Adolf J. Petersen Ósköp dynja í eyrum mér Menn kveða jafnan sér til hugarhægðar þegar haustar, lýsa með þvi viöhorfum slnum til þeirrar árstlðar, sem oftast veldur mönnum kviða fyrir komandi árstiö, sem er veturinn meö öllum sinum harðviðrum og hættum fyrir menn og dýr, hvort sem er á sjó eða landi. Einn af núverandi snjöllu hagyröingum er H.S. á Selfossi, hann sendi Visnamálum þessa sönnu ferskeytlu: Sumri hallar, hærast fjöli, héluð falla biómin. Fjólum valla flytur mjöll feigðar kali og dóminn. Þrátt fyrir uppskerubrest á hinu liðna sumri, eru menn á Suðurlandi upplitsdjarfir og gáskafullir eins og H. S. kveður um: Upplitsdjarfir allir verum ögn þó gangi á heyjaforðann. 1 næturvinnu Sólnes sér um simavændið fyrir norðan. Nú þegar framboðum til al- þingiskosninga er lokiö með prófkjörum, forvali og fleiru þess háttar, þá kemur l ljós aö sitthvað eina hefur gerst I þeim málum sem menn áttu varla von á, eins og t.d. að menn skiptu um sæti á framboðslista. Um það hafa menn rætt og sagt sitt álit. Ó.Þ. I Reykjavik hefur um það þetta að segja: Ósköp dynja I eyrum mér, Ellert niður setur fyrst hann er að fórna sér fyrir þennan Pétur. Ó.Þ. hefur alltaf samúö með öllum sem eiga bágt,einnig með Guðmundi sem varö heldur neðarlega á listanum. ó.Þ. seg- Guðmundur með sorg og siit, synd og skömm var rekinn. Kastað loks með öllu út og aldrei framar tckinn. 1 framboði á Noröurlandi eystra var frjálshyggjan I full- um gangi, sem kom fram I dá- litlum bolabrögöum gegn Jóni Sólnes, sem lét þá ekki deigan siga, en svaraði fyrir sig. Ó.Þ. álitur aö Sólnes muni velgja andstæöingum sinum i flokkn- um undir uggum og segir: Sólnes skýtur ref fyrir rass og rænir frjálshyggjumenn vonum, og dregur sjálfsagt heljar- hiass úr haugi Geirs I kosningonum. Dálitið var framboðsástandiö öndvert flokksforustunni á Suð- urlandi, þar varð frjálshyggjan flokknum talsvert fótakefli svo að klofningur varð algjör i framboðinu. Geir leit þaö alvar- legum augum, renndi sér á Bensanum austur, en mætti þar öndverðum augum. Um þaö kvað Ó.Þ. Kom að sunnan kappinn Geir kúska vildi Rangæinga. Fannst það hart ef fólár þeir færu um eigin mál að þinga. Undir sig tók ógnar stökk eins og Héðinn foröum daga, öfugur siðan undan hrökk, Ingólf sá hann skjöldinn naga. Flótti brast I formannsliö — Fljótiö rann við skör og boöa — Bensinn hratt með hrjúfum nið hreif þá burt frá þessum voöa. Þannig lýsir Ó.Þ. ferö Geirs, en næsta visa barst með austan- vindinum, hún sýnir að fátt hafi verið um kveðjur þegar Geir fór: Augu Geirs þar engan beit á þó lengi góndi, en illilega á hann leit Ingólfur Hellu bóndi. Fyrir um þaö bil þrem vikum siðan, birtist grein i Þjóöviljan- um er skrifuð var af konu einni, mátti skilja af greininni aö konan hefði glataö getnaöarlim sinum ogþóttiillt við það að una sem skiljanlegt er. I tilefni af greininni sendi hagyröingur fyrir vestan tvær visur til Þjóð- viljans. Allt er burt sem áður kaus er frá girndum snúið. Pikan tóm og titulaus tilfinningum rúin. Von er aö hjálpin veröi hér veitt með góðviljanum. TittUng hefur týnt úr sér telpa á Þjóðviljanum. Þarna hefur maður hina rök- réttu niðurstöðu. Blaðamenn Þjóðviijanseru einsog allir vita góðviljaöir og hjálpsamir I besta máta, þeir fóru aö hugsa um hvaða ráð mundi best henta oghvaðslýlditilbragðs taka þvi mikið lá við, þeir ræddu máliö frá ýmsum hliöum og það á mjög heimspekilegann háttsem siikum sæmir. Hin visindalega niðurstaða þeirra varö þannig: Illt er þegar auðargná unaðs tappa glatar, eflaust reyna ætti hún þá annann titt sem ratar. Hjartað vonar, holdsins þrá harmar sáran klofið týndan gaur, svo tárast má, tómt er nárahofið. Finnist limur fyrnist raun, fagnar auðarlina. Greiðir fegin i fundarlaun faðm og bliðu sina. Órar risa um unaðsstund ólga blóðsins straumar. Fagnar raufin reðursfúnd rætast frygöardraumar. Eöliö vaknar léttist lund, lifna blóösins órar. Ur Umsins gnótt á frygða- fund fljóta elfur stórar. A. I siðasta þætti Visnamála var visuhelmingur og þess óskað að lesendur sendu viðbótsvo visan yrði öll, það hefur H.S. á Selfossi gert, visan verður þá þannig þegar botn H.S. er bætt við: Dúkkustjórnin dáðasmá, daprast Bensa tökin. Viöbót Drenginn vantar viðreisn á visitöluþökin. eða Þegar hann er faliinn frá frýs og lokast vökin. Ulfur Þorsteinsson Reykjavik vill hafa visuna svona, og er ekki i vafa um hver ber ábyrgð á dúkkustjórninni Dúkkustjórnin dáðasmá, daprast Bensa tökin. Viðbót. Þeim sem bera ábyrgð á illa reiknast sökin. Of t kemur það fyrir að maður lærir visu sem mælt er af munni, án þess að maöur viti um hinn rétta höfund. Svo er með visuna hér á eftir, hún var sögð gerö þegar einn af þing mönnum Sjálfstæöisflokksins var að hæla sér af þvi aö hann oghans flokkur ynnu sleitulaust fyrir alþýðuna: Varla efast þarf um það þeir fyrir okkur vinni, en fyrst þó skara eldinn að eigin köku sinni.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.