Þjóðviljinn - 14.12.1979, Síða 19
Föstudagur 14. desember 1979. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 19
Sjónvarp
kl. 21.25
Þéttbýli,
dreifbýli
og
yinstri
stjórn
Guöjón Einarsson frétta-
maður er umsjónarmaður
Kastljóss i kvöld. Að sögn
hans verður aðalbíga fjallað
um aðstöðumun Ibúa I þéttbýli
og dreifbýli.
— Þetta mál veröur rætt frá
ýmsum hliðum, — sagði Guð-
jón, — i fyrsta lagi verður vikið
að misvægi atkvæða i alþing-
iskosningum eftir búsetu.
Þingmaður i þéttbýlinu hér á
Suð-vesturhorninu hefur
fimmfalt fleiri kjósendur á
bak við sig en þingmaður úr
fámennustu kjördæmunum,
svo dæmi sé tekið.
Rætt verður við Gunnar
Thoroddsen, formann stjórn-
arskrárnefndar, um þetta at-
riði, en stjórnarskrárnefnd
vinnur nú sem kunnugt er að
endurskoðun þessara mála.
Einnig verður rætt við einn
þingmann úr þéttbýli: Olaf G.
Einarsson i Reykjaneskjör-
dæmi, og annan úr dreifbýli:
Pál Pétursson i Norðurlands-
kjördæmi vestra.
Auk þessa verður svo f jallað
um aðstöðumun á ýmsum
fleiri sviðum, t.d. hvað varöar
vöruverð, þjónustu, hitunar-
kostnað, tekjur, atvinnurekst-
ur o.fl. Um þessi mál fer fram
umræöa i stúdiói, og taka þátt
i henni Eggert Jónsson borg-
arhagfræðingur og fulltrúi
sambands veitarfélaga i
Austurlandskjördæmi.
Guðmundur J. og Karl Steinar
fá sér eina með öilu og ræða
horfurnar á nýrri vinstri
stjórn i Kastljósi I kvöld.
Þetta veröur semsé aðalmál
Kastljóss i kvöld, en auk þess
mun Guðmundur Arni
Stefánsson ræða við „guöfeður
fyrrverandi rikisstjórnar”
sem svo eru nefndir, þá Guð-
mund J. Guðmundsson og
Karl Steinar Guðnason, um
horfurnar á endurreisn vinstri
stjórnar, séðar frá þeirra bæj-
ardyrum. Viðtal þetta var tek-
ið á stað sem mjög hefur kom-
ið viö sögu að undanförnu: við
pylsuvagrjinn i Austurstræti.
Auk Guðjóns og Guðmundar
Árna tekur Vilhelm G. Krist-
insson þátt i umsjón Kastljóss.
— ih.
Umhwrfis jörðina
Sjónvarp
kl. 22.40
Pálmi Jóhannesson, yfir-
þýðandi hjá Sjónvarpinu, hefur
þýtt bandarisku biómyndina
„Dúfan” sem verður föstudags-
myndin i þessari viku.
— Myndin fjallar um hnatt-
siglingu ungs Bandarikja-
manns, —sagði Pálmi, — þar er
sagt frá ferðalaginu sjálfu og
einnig ástarævintýri unga
mannsins, sem er 17 ára. Svo
lendir hann i ýmsum hættum og
erfiðleikum.
Þetta er hugljúf mynd um
ungt og laglegt fólk sem ræður
fram úr erfiðleikum sinum af
eigin rammleik. Ég get vel
trúað aðkrakkar hefðu gaman
af þessari mynd. _jh
/
Þessi sæti strákur heitir Þorgeir Astvaldsson og er öllum lands-
ins unglingum að góðu kunnur fyrir skonrokkiö sitt. Það er ekki
eins vist að afarnir og ömmurnar séu neitt hrifin af honum. En
hvað um það. Konrok(k) er á dagskrá sjónvarpsins Okkar f
kvöld og hefst kl. 20.50 ef auglýsingaguðinn leyfir.
frá
Hringið í síma 8 13 33 kL 9-5 alla virka
daga eða skrifið Þjóðviljanum
Síðumúla 6, 105 Reykjavík
lesendum
Sigurður Þór Guðjónsson:
Svo
bregðast
krosstré
Þegar ég haföi lokið grein
minni, Forddmar og geðheilsa,
fór ég að hugsa um hvar best
væri að koma henni á prent. Ég
veit að sumum finnst málefnið
„viðkvæmt” og orðalagið var af
ráðnum hug ekki sérlega
temprað. En þar eð óbeint til-
efni greinarinnar birtist I Þjóð-
viljanum fannst mér eðlilegast
að senda hana i það blað. Auk
þess taldi ég — og tel enn —
Þjóðviljann með viðsýnni blöð-
um og hafa litla tilhneigingu tii
óðagots.
En hér fór illa. Þegar greinin
birtist var hnýtt aftan við hana
slaufu frá ritstjóra. Slíkar
slaufur eru skrýtnar. ekki sist
þegar ritstjórar hafa daglega
heilan dálk til að klippa og
skera. Og úr grein minni var
“'skorin klausa nokkur — vegna
plássleysis var mér sagt. En
hitt finnst mér undarlegt að
athugasemd ritstjórans er
meira mál en það sem burtu var
fellt. Og þó það sé hábölvað og
liklega út I bláinn að lesa
brottfellda klausu án samheng-
is, var hún samt svona og á aö
standa milli greinaskila neðst i
þriðja dálki:
,,En þessi er afleiöing mál-
flutnings af þessu tagi: Þær
vammir og ódyggðir er á and-
stæðinginn vorubornar i spennu
leiksins gleymast aö mestu
fljótlega eftir leikslok og kosn-
ingar — en f almennri vitund
kunna þær (samkvæmt lög-
málum draugasagnasálfræð-
innar) aðloðavonúrviti viðþað
huldufólk, sem þær voru miðað-
ar út frá þ.e. fólk sem fengið
hefur á sig opinberan eða hálf
opinberan stimpil um einhvers
konar „geðsjúkdóm” eða „and-
legan kvilla” frá hvaða lækna-
visindakennivaldi sem er”.
Þetta atriði er þungt á metun-
um fyrir minum sjónum. Þpð
má vera að ég ýki hlut Arna
Bergmanns og bið ég hann þá
afsökunar. Mérer lfka fullkom-
lega ljóst að orð úr sálfræðimáli
eru notuð i yfirfærðri merkingu
i ýmiss konar umræðu. Ég var
aðeins að vekja athy gli á að ekki
sakar að gera sér ljósar hættur
sem af slikri merkingafærslu
geta stafað. Ég minni á nokkur
alkunn orðtök, sem oft eru notuð
spaugi, en hafa mjög
neikvæða tilf inningalega
merkingu sem bitnar i hugum
almennings miskunnarlaust á
„huldufólki” þvi sem klausan
nefnir: „Ekki eins og fólk er
flest”, ,,með lausa skrúfu”,
„ekki meðöllum mjalla”, „ætti
ekki að ganga laus”,
„Klepptækur” o.s.frv.
Mig grunar, þvi miður, að
tortryggni fólks gagnvart öllu
sem „byrjar á g-” eins og einn
geðlæknir sagði við mig, sé
meiri og dýpri en við kærðum
okkur um að viðurkenna. Það er
a.m.k. kaldranaleg tilviljun að
þessi grein min er hin eina sem
stytt hefur verið og skreytt með
slaufu. Og eitthvað hvislar að
mér að hún hefði hvorki verið
klippt né skorin ef hún hefði
fjallað um eitthvað annaö. Ég
,vona samt, að ef ég held áfram
að skrifa um þessi mál i Þjóð-
viljann, verði skærin látin eiga
sig.
Sigurður Þór Guðjónsson
F ullyrðingar
um flamenkó
„Ekta fiamenkó liöfðar til min,
en hann á litið skylt við það sem
boðið er upp á á sólarströndum”
segir Aðalsteinn Ingólfsson I
sjónvarpsspjalli i Dagblaðinu á
mánudaginn.
Hann er þar að tala um sjón-
varpsþátt með gitarleikaranum
Paco Pena og frægum
flamenkódönsurum, sem sýnd-
ur var á sunnudagskvöldið. Það
er algengt að menn halda að allt
sé plat og eftirlikingar, sem
veslings túristunum er boðið að
kaupa, sjá og heyra á hinum
voðalegu sólarströndum Spán-
ar. Svo er þó ekki alltaf og i
þessu tilviki hefur listgagn-
rýnandinn hætt sér út á hála
braut. Flamenkódansinn kemur
frá Andalúsiu og einmitt i
Andalúsiu eru helstu sólar-
strendurnar (t.d. Costa del Sol).
Bestu flamenkódansararnir
koma oft fram i næturklúbbum
og öðrum skemmtistöðum við
strendurnar og sýna þar listir
sinar. Og það vill svo til, að i
sumar sá ég einmitt þennan
fræga flamenkódansara, sem
mest dansaði i þætti Paco Pena,
ásamt dansflokki sinum á
tveimur skemmtistöðum á
Costa del Sol, sem túristar
sækja mjög. Þarna er semsagt á
ferð „ekta” flamenkó, sem
Aðalsteinn hampar að sjálf-
sögðu, og — það er boðið upp á
hann á sólarströndum.
Einar örn
Nú er nýafstaðinn fjörugur kosningabardagi en fyrr á öldinni var ekki
siður heitt I kolunum. Þetta kort var gefið út I tilefni af kosningabar-
daganum 1922. Til hægri er eftirfarandi útlistun á sögunni: „Auðvalds-
sinnar og Byltingamenn há orustuna um framtiðarlandið — yfirráðin
—, og heitaá múginn til fylgdar sér: Framsóknarmenn, thaldsmenn og
Ráðleysingja —. Framsóknarmenn klofnuðu og fylgdu báðum, með
thaldsmönnum upp til Auðvalds og með Ráðleysingjum niður til
Byltingar.”
Frá dögum
afa og
ömmu
^osnmijuburbutjtuui laa\U‘\uo'i\vZS.\aniiav Sucma ú>v hanv\.
^ --------- - T
• «•••••««
1
• • —* . *■
/.TIHALÐ
Herojnn *
/V. Frcim.jmin!'iml qti’/m,
3 ■ Frum, frm yfir
acj ut-ccri.
FRAMSOKX!
fc k t
• • •_ • • • • • • • « •
• • rútw mi • • •
c\t\an: »
(SVu'tvMbiivmicvv vo, ^V)\.Vovv)ufl Jjí
mnn i\ú ovusluuvx Utt\ Svcnwúbcu M I
Lvn'öit)-v^wvabin-.^o^Vv\a amuc\- 0 J
tmvU (v\\cjöav svv • immiokuivtmttm\ £
Jl\al6btnvut» ocj 1Wla\b\uc\\u — N ^
l^vcuu'»ó\\ncum«.uu hlojtvvvbu 03 /
Itúbum.. incbáhutös— Jgl -y
nu'umun unp ívl c5\vvboalb.s j
met) ^CvbW^ttu\\uw\ úvbuv UV ™
^)v\Un\i\t\v.