Þjóðviljinn - 19.12.1979, Síða 6

Þjóðviljinn - 19.12.1979, Síða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 19. desember 1979. Lokaátak tíl eflingar Málfrelsissjóði í dag áritar Jón Oskar bók sina Týndir snillingar i Bókabúð Máls og menningar frá kl. 15-18. Þetta er síðasta vikan að sinni sem almenn- ingi gefst kostur á að fá bækur áritaðar af höf- undi. Öll framlög fyrir áritanir renna óskipt i Málfrelsissjóð Auglýsmgasímiiui er 81333 uomiuiNN BLADSÖLUBÖRN VÍSIR er tvö blöð í dog JÓLAHELGARDLAD I fylgir KOMIÐ o Qfgreiðsluna SELJIÐ VÍSI VINNIÐ ykkur inn YQSQpeningn Árni Bergmann skrifar um békmenntdr Hvað gerist á dauðastund? Erlendur Haraldsson og Karlis Osis: Sýnir á dánarbeði. Magnús Jónsson þýddi. Skuggsjá. Á undanförnum árum hefur vaxandi athygli beinst að ásig- komulagiog upplifunum deyjandi manna. Vitaskuld er sú athygli ekki ný, og flestir hafa heyrt talaö um friðsæld eða hugljómun sem einkennir dauöastund margra manna, ennfremur hafa menn heyrt þess getið, að þeir sem vaktir eru til llfs úr skammvinnu dauðadái eru ekki endilega mjög ánægðir yfir þvi að vera komnir aftur f mannheima. En það er á siðari árum sem bæði framfarir í Þorpið í nýrri útgáfu Helgafell hefur gefiö út i þriðju útgáfu Þorpið eftir Jón úr Vör, sem fyrst kom út árið 1946. Þessi lýsing á bernskuárum i sjávarplássi kreppuáranna hefur að verðleikum veriö lofuð sem merkur áfangi í íslenskri ljóðagerð: hér er saman komin geðþekk ljóðræna, raunsæi, irjaist lorm og aogengnegi, mannleg hlýja. Hin nýja útgáfa er i allstóru broti og prýdd teikningum ágætum eftir Kjartan Guðjónsson. Sú teikning sem hér fylgir er við kvæðið Fátækt fólk: „Fátækt fólk kveður eitt þorp, heilsar ööru og kveður að nýju...”. Nœstsíðasti dagur ársins Næstsiðasti dagur ársins eftir Normu E. Samúels- dóttur. Beta, húsmóðir í Breiðholti/ situr við dagbókar- skriftir og gerir upp líf sitt/ hispurslaust og af ein- lægni. Upp af slitróttum dagbókarblöðum þar sem renna saman endurminningar, svipmyndir daglegs lífs og hvers konar utanaðkomandi áreiti rís smám saman heilsteypt persónulýsing, skýr og trúverðug rnynd af hlutskipti láglaunafólks, húsmæðra fyrst og fremst, i svefnhverfum Stór-Reykjavíkur. Þvi nærtæka viðf angsef ni haf a ekki f yrr verið gerð skii i íslenskri skáldsögu. Næstsiðasti dagur ársins er fyrsta bók Normu E. Samúelsdóttur. Mál og menning skýrslutöku og svo f jölgun þeirra, sem læknavisindum tekst að vekja úr dauðadái, hefur freistað ýmissa fræðimanna til að skipa heimildum um séð og heyrt á banastund i kerfi og reyna að draga af ályktanir. Skýrsla þeirra félaga Erlends Haraldssonar og lettnesk-banda- riska sálfræðingsins Osisar er dæmi um slíka viðleitni. Þar eru fyrst reifaðar helstu röksemdir meö og móti þvl, að sýnir á dán- arbeði sanni likur á persónulegu framhaldslifi. En megininntak bókarinnar er að skýra frá rann- sóknum sem þeir félagar hafa staðið að I tveim gerólikum lönd- um, Bandarikjunum og Indlandi, , . .J,Í P I og notið til aðstoðar lækna og hjúkrunarfólks sem hafa skráð upp það sem deyjandi sjúklingar hafa frá að segja. Það er óneitanlega mjög at- hyglisvert, hve frásagnir af orði og æði eða upplifun deyjandi fólks eru svipaðar, hvað sem liður mis- munandi trúarhugmyndum og menningararfi. í stórum dráttum sýnist það algengast, að deyjandi fólk sjái fyrir sér einhverjar ver- ur, einatt baðaðar i fögru ljósi, og þekki þar aftur ýmist liðna vini og vandamenn eða þá verur sem hinn deyjandi telur ættaðar úr sinum trúarbrögðum. Finnst þeim að verur þessar séu komnar á vettvang þeim til aðstoðar. Bók af þessu tagi er ekki skemmtilesning, a.m.k. ekki i neinum venjulegum skilningi. Hún hlýtur að vera full með ítrek- anir, vangaveltur yfir hlutföllum i skýrslum osfrv. En það er óneit- anlega margt merkilegt sem hún dregur fram. Þegar var minnst á þá staðreynd, að þótt kristnir menn sjái fyrir sér á banastund veru sem þeir telja vera Jesú, og Hindúar sjái e.t.v. Krishna með sama hætti, þá er furðulega lítill munur á sýnum t.d. Indverja og Bandarikjamanna á dánarbeði. Annað er merkilegt: þaö er að þeir sjúklingar sem hafa fengið sterk lyf eða haldnir eru þeim sjúkdómum sem liklegir eru til að valda ofskynjunum eru sjaldnar en aðrir sjúklingar skráðir fyrir sýnum af þessu tagi — m.ö.o. slik lyf og slikir sjúkdómar viröast i sjálfu sér ekki liklegt til að vera forsenda þeirra sýna sem hér um ræðir. Hvorttveggja telja höfundarnir til tekna því meginviöhorfi slnu, að rannsóknir þeirra bendi til þess, að deyjandi menn standi við „hliðiö að öðru tilverustigi”. Ef að lyfjaþátturinn, menningar- þátturinn og sjálfur sjúkdómur- inn hefðu sett sterkari og sundur- virkari svip á þessar sýnir hefði legið beinar við að telja þær af- leiðingu annaðhvort af hefð- bundnum hugmyndum á hverju menningarsvæði eöa þá af trufl- aðri heilastarfsemi. Höfundarnir eru að sönnu fremur varfærnir i ályktunum og gera sér grein fyrir þvi, aö þeir geta ekki staöhæft neitt. Það er lika svo, að hvað sem þessum rannsóknum liður, er auövelt að hugsa sér aðrar skýringar á sýn- um á banabeði en einmitt þá að hver maður haldi sinum persónu- leika eftir dauðann meö einhverj- um hætti. Til dæmis, að manns- likaminn búi yfir einhverjum þeim úrræðum sem hann gripur til á dauðastund til að gera dauð- ann eðlilegan og sjálfsagöan. Þeir Erlendur og Osis eru sem fyrr segir, annarrar skoðunar — og kannski er hneigð þeirra full sterk og augljós fyrir visinda- menn, eins og m.á. kemur fram I þvi hve fegnir þeir eru að geta vitnað til merkra manna sem eru á sömu brautum og þeir sjálfir („annar eins maður og Oliver Lodge fer ekki með neina lygi”). En hvað um það: þeir eru I raun og veru að fást við merkilega hluti sem við fram aö þessu höf- um fyrst og fremst heyrt um i mærðarfullum endurtekninga- bókum splritista _áb

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.