Þjóðviljinn - 19.12.1979, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 19.12.1979, Qupperneq 7
Miðvikudagur 19. desember 1979. ÞJÓÐVÍLJINN StÐA 7 Inga Bima Jónsdóttír Til gleðinnar Fyrir nokkrum árum tóku Isiendingar það varlega skref að koma á legg einum opnum skóla, skólanum i Fossvogi. Hann mætti ýmist miklum áhuga, eða harðri gagnrýni og valt skoðanamynd- unin oft á öðru en reynslu og þekkingu. Reynslan I Bretlandi og Banda- rikjunum hafði þegar sýnt svo ekki varð um villst, að opinn skóli er mjög spennandi og áhugavert þróunarstig i skólasögunni. Skólarannsóknir hafa siðan leitt til breytinga og úrbóta á opna skólanum og eru sumar hverjar enn i deiglu. Eitt merkasta skrefið sem tekið hefur verið i átt til opins skóla er OPNI HASKOLINN i Bretlandi. Hann hefur nú verið starfræktur um árabil meö ótrúlega góðum árangri. Skilyrðin fyrir upptöku eru að fólk hafi ekki þegar orðið sér úti um háskólagráöu og er sú aðgangstakmörkun til komin vegna gifurlegrar aðsóknar. Þeir sem stundað hafa almenna vinnu, eða hafa orðið að hverfa frá námi vegna fjárhagsörðugleika njóta forgangs. Þegar OPNI HASKOL- INN var farinn að starfa af full- um krafti — fyrir um þaö bil 10 árum — fækkaði umsóknum um skólasetu i venjulegum háskólum mjög. Cambridge bauö meira aö segja upp á laus sæti á haustmiss- eri en slikt hafði ekki þekkst lengi. Námiö I Opnum Háskóla geng- ur þannig fyrir sig, að fólk sækir skriflega um inngöngu, velur sér námsbrautir, vinnur i hóp eða hópum undir leiðsögn kennara og ræður aö verulegu leyti eigin hraða i námi. Sjónvarpsútsend- ingar á kvöldin sjá fyrir upplýs- ingum, verkefnamiölun og leið- beiningum. Nemendur þurfa ekki að mæta i tima, eins og venja er i öðrum háskólum, en eru hins veg- ar skyldugir til þess að taka þátt i námskeiðum, sem venjulega eru haldin á sumrin. Hver og einn innritar sig i próf þegar henni/honum finnst það tima- bært. Kostir fyrirkomulags þessa hafa reynst verulegir. Meðal annars má nefna, að nemendur geta valið sérkennara og þurfaþá ekki að sitja uppi með leið- beinendur, sem örva þá ekki, eða hafa neikvæð áhrif á þá. Skólinn þarf ekki að byggja heil hverfi af kennslustofum þar sem námið fer að verulegu leyti fram heima, á bókasöfnum eða I rannsóknar- stofum. Hin upprunalega hugmynd um universitas (háskóla) byggist að verulegu leyti á þvi, að manneskjan fái frelsi til þess aö hugsa, rannsaka, finna nýjar leiöir. Þróunin hefur hins vegar orðið sú, aö nemendur I háskólum hafa orðið að tileinka sér annarra manna hugmyndir i rfkum mæli. Vegna mikillar fyrirlestra- og kennsluskyldu hafa svo prófessorar og lektorar við al- menna háskóla átt erfitt meö að sinna rannsóknum en þær eru aðal þeirrar stofnunar sem kallast vill universitas. I opnum háskóla gefst kennur- um og nemendum meiri timi til rannsókna þar sem tima er ekki sóað I mismunandi frjóa fyrir- lestra og meiri áhersla lögð á sjálfsnám undir leiðsögn. Af mikilli elju og hugviti hefur reynst unnt að byggja upp háskóla á tslandi sem er að veru- legu leyti sambærilegur við háskóla annars staðar á Norður- löndum. Það er þó ekkert leyndarmál, aö verulegur skortur er á húsnæði til kennslu og tals- verðar áætlanir i gangi um fleiri og meiri byggingar. Háskóla- bókasafnið er að kafna I pláss- leysi og skólinn hefur ekki bol- magn til þess að koma upp eigin forlagi. Það er heldur ekkert leyndarmál, að kennarar Háskóla Islands hafa allt of litinn tima til rannsóknarstarfa. Það er undir hælinn lagt hvort doktorar fá rit- geröir slnar gefnar út og mér er kunnugt um merk rit, sem tekiö hefur mörg ár aö skrifa og undir- búa, en liggja óbirt og eiga á hættu að Ienda i glatkistu. Kaupmannaháfnarháskóli hefur átt i svipuðum erfiðleikum með rannsóknarstörf sin og út- gáfustarfssemi. Nú er svo komið, að skurðhnifurinn er reiddur á loft til þess að sniða af starfsemi skólans. Prófessorar og lektorar kvarta undan fyrirsjáanlegu auknu^ kennsluálagi á kostnað rannsókna. Þá bregður fyrir leiftri i myrkri vetrar og sparnaðar. Háskólans menn eygja þá von, að OPINN HASKOLI megi verða til þess að forða Hafnarháskóla frá stöðnun og andlegum sulti. Thomas Bredsdorff, Mihail Larsen og Ole Thyssen hafa skrifað bók um stöðu hei m spek id e i 1 da r háskólans og heimspekinámið al- mennt. Bókin heitir: TIL GLEÐ- INNAR: — Höfundar eru þeirrar skoðunar að ekki sé arðvænlegt að festast i gömlum skorðum. Til þess að blása lifi i glæðurnar er fyrst og fremst nauðsynlegt að sópa burt öllum einkahagsmun- um innan veggja skólans. Einka- hagsmunir og klikuskapur fá ekki þrifisteins leynt i opnum skóla og i þvi lokaða kerfi sem tiðkast. Sérfræðingar munu ekki geta fal- iðsig á bak viö grisku stytturnar i hinum rammheilögu salarkynn- um. Almenningur mun halda inn- reið sina inn i eigin mennta- stofnanir læra að skilja þær og NOTA ÞÆR. Bredsdorff og félagar spyrja sjálfa sig að hvaða leyti opinn hásköli sé frábrugðinn kvöldskól- um og námsflokkum. Svarið ligg- ur i rannsóknarstarfinu, sem er nátengt kennslunni. Sé rann- sóknarstarf háskóla ekki frjótt og i tengslum við mannlifið utan veggja skólans er ekki um háskóla að ræða. Það skilur á milli universitas og annarra skóla. Það er allsendis ónóg.að nokkrir háskólakennarar fáist við rannsóknir og miðli niðurstöðum sinum til nemenda. Nauðsynlegt er, að fólk sem stundar nám afli sér þekkingar i eigin starfi og spreyti sig i krafti eigin getu. Krafan um slika starfsemi innan veggja universitas mun svipta hulunni af rannsóknarstörfum al- mennt og þá streymir þekking greiðar á milli manna. Visinda- menn, sem fást i einangrun við störf sin, eiga að verulegu leyti þátt i að grafa þá hyldýpisgjá, sem skapast hefur á milli há- skóla og starfandi samfélags. Rannsóknir fá ekki þrifist undir ofstjórn skriffinnsku. Það leiðir ekki til árangurs, að vis- indafólk verði að gera grein fyrir ferðum sinum á klósettið eða til kaffimaskinunnar. Það leiðir heldur ekki til árangurs, að vis- indafólk grafi sig lifandi yfir eigin verkefnum án sambands við veruleikann. — Hinn 11. desember s.l. skrifar svo Hjálmar nokkur I dagblaðið Politiken um SIMENNTUN, m.a.: Lektor i fullorðinsfræðslu, Einar Gjelstrup, mun á næstunni kynna tillögur sinar varðandi framtið fulloröinsfræðslunnar. Hann álitur, að mun meiri áherslu beri að leggja á notagiidi námsins en nú er gert. Jafnrétti meðal fólks mun alltaf vera tak- markað á meðan möguleikar fólks til menntunar eru tak- markaðir. Vinnandi fólk á aö eiga rétt á að taka ársorlof á launum til þess að afla sér meiri þekking- ar. Það á hver manneskja aö geta gert á fimm ára fresti, eða meö lengra millibili og þá fleiri ár i senn. Rikið og bæjarfélögin eiga að skipta kostnaðinum á milli sin. I gær kom út bók Gjelstrups: „Leiðin til ævilangrar mennt- unar”. Greinarhöfundur reiknar meö þvi að bókin veki umræður. Skólasagan hefur átt sina postula á mismunandi frjóum timum. Þróun umliðinna ára bendir mjög til, að i uppsiglingu sé almenn krafa um greiðari aö- gang að menntastofnunum og aukna möguleika einstaklinga til þess aö stýra eigin námi. Gleðin við sjálfsnám fölnar nokkuð, þegar það er einskis metiö á vinnumarkaðnum og I daglegu lifi. Þess vegna er ekki óeðlilegt, að skólamenn liti Opinn Háskóla hýru auga sem tæki til þróunar hugvits og virkrar starfsemi aiít i Indriði G. Þorsteinsson: UNGLINGSVETUR Skáldsagan Unglingsvetur er raunsönn og kimin nútimasaga. Hér er teflt fram ungu fólki, sem nýtur gleöi sinnar og ástar, og rosknu fólki, sem lifað hef ur sina gleðidaga, allt bráðlifandi fólk, jafnt aðalpersónur og aukaper- sónur, hvort heldur það heitir Loftur Keldhverfingur eða Sig- urður á Fosshóli. Unglingarnir dansa áhyggjulausir á skemmti- stöðunum og bráðum hefst svo lifsdansinn með alvöru sina og ábyrgð. Sumir stiga fyrstu spor hans þennan vetur. En á þvi dansgólfi getur móftakan orðið önnur en vænst hafði verið — jafnvel svo ruddaleg að les- andinn stendur á öndinni. A BRATTANN-minningar Agnars Kofoed-Hansens Höfundurinn er Jóhannes Helgi, einn af snillingum okkar i ævi- sagnaritun með meiru. Svo er hugkvæmni hans fyrir að þakka að tækni hans er alltaf ný með hverri bók. I þessari bók er hann á ferð með Agnari Kofoed-Hansen um grónar ævislóðir hans, þar sem skuggi gestsins með Ijáinn var aldrei langt undan. Saga um undraverða þrautseigju og þrekraunir með léttu og bráð- fyndnu ivafi. Magnea J. Matthiasdóttir: GOTURÆSISKANDIDATAR Reykjavikursagan Göturæsis- kandidatar hefði getað gerst fyrir 4-5 árum, gæti verið að gerast hér og nú. Hún segir frá ungri menntaskólastúlku sem hrekkur út af fyrirhugaðri lifs- braut og lendir i f élagsskap götu- ræsiskandidatanna. Þeir eiga það sameiginlegt að vera lágt skrifaðir i samfélaginu og kaupa dýrt sínar ánægjustundir. Hvað verður i slikum félagsskap um unga stúlku sem brotið hefur allar brýr að baki sér. ÁRIN OKKAR GUNNLAUGS ORETE UajCK ORONBHCH Grete Linck Grönbeck: ARIN OKKAR GUNNLAUGS Jóhanna Þráinsdóttir islenskaöi Grete Linck Grönbech listmálari var gift Gunnlaugi Scheving list- málara. Þau kynntust i Kaupmannahöf n og fluttust síðan til Seyðisf jarðar 1932, þar sem þau bjuggu til 1936 er þau settust að i Reykjavik. Grete Linck fór utan til Danmerkur sumarið 1938. Hún kom ekki aftur og þau Gunnlaugur sáust ekki eftir það. Meginhluti bókar- innar er trúverðug lýsing á Islendingum á árum kreppunnar, lifi þeirra og lifnáðarháttum, eins og þetta kom fyrir sjónir hinni ungu stórborgarstulku! Guðrún Egilsson: MED LÍFID l LUKUNUM Þessi bók segir frá rúmlega þr játiu ára starfsferli pianósnill- ingsins Rögnvalds Sigur- jónssonar. Sagan einkennist af alvöru listamannsins, hreinskilni og viðsýni og umfram allt af óborganlegri kimni sem hvarvetna skin i gegn, hvort heldur listamaðurinn eigra i heimasaumuðum molskinnsföt- um um islenskar hraungjótur eða skartar i kjól og hvitu i slæsileg- um hljómleikasölum vestur við Kyrrahaf eða austur við Svarta- haf. Guömundur G. Hagalin: ÞEIR VITA ÞAD FYRIR VESTAN Þeir vita þaö fyrir vestan f jallar um þau 23 ár sem umsvifamest hafa orðið i ævi Guðmundar G. Hagalins, f yrst þriggja ára dvöl i Noregi, siðan tveggja ára blaða- mennska í Reykjavik og loks isa- fjarðarárin sem eru meginhluti bókarinnar. Isafjörður var þá sterkt vigi Alþýðuflokksins og kallaður ,,rauði bærinn". Hagalín var þar einn af framámönnum flokksins ásamt Vjlmundi Jónssyni, Finni Jónssyni, Hannibal Valdimars- syni o.f I. Bókin einkennist af lifs- f jöri og kimni, og hvergi skortir á hreinskilni. i in-ru - KlADS MILALIK Svend Ott S. MADS OG MILALIK Johannes Halldórsson islenskaði Falleg myndabók og barnabók frá Grænlandi eftir einn besta teiknara og barnabókahöfund Dana. Hún segir frá börnunum Mads og Naju og hundinum þeirra, Milalik. Vetrarrikið i Grænlandi er mikiðog hefði farið illa fyrir Mads og Naju ef Milalik hefði ekki verið með þeim. (j jj Almenna bókafélagið Hans W.:son Ahlmann. I RIKI VATNAJOKULS Þýöandi Hjörtur Pálsson I riki Vatnajökuls segir frá leið angri höfundarins, Jóns Eyþórs- sonar, Sigurðar Þórarinssonar, Jóns frá Laug og tveggja ungra Svia á Vatnajökul vorið 1936. Þeir höföu auk þess meðferðis 4 græn landshunda. sem drógu sleða um jökulinn og vöktu hér meöal almennings ennþá meiri athygli en mennirnir. I fyrri hlutanum segir fra strið inu og barningnum á jöklinum. Seinni helmingurinn er einkar skemmtileg frásögn af ferð þeirra Jóns og Ahlmanns um Skaftafellssýslu. ,,lsland og ekki sist Skaftafellssysla er engu öðru lik, sem ég hef kynnst." segir prófessor Ahlmann. Sigilt rit okkur Islendingum, nærfærin lysing á umhverf i og folki, næsta óliku þvi sem við þekkjum nu, aðeins 44 árum siðar. Austurstræti 18 Sími19707 Skemmuvsgi 36 sími73CSS u

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.