Þjóðviljinn - 03.01.1980, Qupperneq 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 3. janúar 1980
Avarp forseta íslands á nýjársdag 1980
Góöan dag, góöir áheyrendur.
Ég óska yöur öllum gleöilegs nýjárs og
læt þá ósk og von i ljós, aö þetta nýbyrjaða
ár megi veröa þjóð vorri farsælt og bera
meö nokkrum hætti eitthvað gott i skauti
sinu oss öllum til handa. Fullvel veit ég aö
þessi dagur sækir misjafnlega aö eins og
aörir, skuggi sorgar og þrenginga hvilir
yfir mörgu húsi nú eins og endranær.
Stundum finnst manni aö heföbundin
nýjárskveöja geti hljómaö hjáróma þar
sem þannig stendur á. Þess vildi ég þó
óska aö nýjársdagurinn mætti veröa sem
flestum vonardagur, og þó einkum þeim
sem mest þurfa á uppörvun aö halda,
þeim sem i nauöum eru staddir, i sorgar-
húsi, á sjúkrabeöi, i fangavist eöa sálar-
kröm. Sogt er aö timinn lækni öll sár.
Ekki gerir hann þaö til fullnustu, en þó er
gott að festa sér i hug þá reynslu sem er
jafngömul mannkyninu, aö græöimáttur
aö þurfa að minnast þess viö þessi áramót
aö viröingarleysi fyrir mannslifum og
mannréttindum færist enn i aukana i
heiminum ef nokkuö er. Litlu fáum vér
orkað gegn þeim ósköpum annaö en lýsa
samstööu vorri meö þeim sem gegn sliku
vinna, leggja lóö vort á vogarskálina þeg-
ar færi gefst, og stæla viljann til þátttöku
undirkjarnyröi Snorra: Eigi skal höggva.
Og vér höfum nýlega minnst Jóns Sig-
urðssonar forseta, þegar öld var liöin frá
dánardægri hans, og minnumst vér hans
að visu ár hvert, þvi aö hann er frelsis-
hetjan, sem varöi lifi sinu öllu til aö kanna
sögu vora og endurheimta landsréttindi
vor, þau sem kynslóö Snorra Sturlusonar
átti sinn drjúga hlut i aö rann úr höndum
þjóöarinnar. Kjörorö Jóns Sigurðssonar
var Eigi vikja, og getur þýtt margt, meöal
annars aö aldrei megi láta undan siga I
sókn þjóöarinnar aö markmiöum frelsis
og menningar i þessu landi, á hvaöa vett-
Samfélag um
meiri en veriö hefur um alllangt skeið og
meiri en eölilegt er og alltaf hefur veriö.
Sagt er að menn leiti til hlýrri og sólrikari
landa og þóeinkum þeirra þar sem minna
þurfi á sig aö leggja til aö ná þvi stigi lifs-
gæöa sem menn gera sig ánægöa meö.
Mikið er til unnið ef menn afsala sér ætt-
landi sinu fyrir sig og börn sin, og þaö
gera menn yfirleitt ekki meö glööu geöi.
Þess vegna er þetta ihugunarefni.
Ekki viröist það liklegt aö efnahags-
vandann og brottflutning, ef verulegt orö
er á honum gerandi, megi beinlinis rekja
til ónógra kosta landsins, þó aö ár veröi
misjöfn. Hitt er heldur, aö margir viröast.
nú þeirrar skoöunar aö mannkyniö allt
geti ekki vænst batnandi hags frá þvi sem
nú er eða megi jafnvel búast við að harðni
á dalnum á komandi tiö, af þvi aö ýmsar
auölindir jaröar hljóti aö ganga til þurrö-
ar áöur en langir timar liöa. Augljóst er
aö margar þjóöir eiga nú viö vandamál aö
striöa sem eru næsta keimlik vanda-
málum vorum og búa þær þó i gamal-
grónum frjósömum löndum. Island er
aftur á móti norðlægt land og nokkuð hart
i skapi. En það býr yfir stórkostlegum lif-
gefandi eiginleikum, sem sum lönd önnur
skortir hvaö tilfinnanlegast, dýrmætustu
auöuppsprettur þess eru allar endur-
nýjanlegar og óþrjótandi ef rétt er á
timans er mikill, einkum ef vér vitandi
vits leyfum trú og von aö koma til liös viö
hann. Sólin er enn einu sinni farin aö
hækka á lofti.
Mörgum veröur þaö á nýjársdegi aö
lita um öxl og renna augum yfir farinn
veg, áriö sem leið. Hvers er aö minnast,
spyrja menn, og hver svarar fyrir sig,
ýmist i leyndum hugans eöa i heyranda
hljóöi i hópi fjölskyldu og vina. Fyrir mitt
leyti vil ég fyrst og fremst minnast vin-
semdar og trausts sem landsmenn hafa
enn sem fyrr sýnt konu minni og mér, og
fyrir það þakka ég nú, þegar ég flyt hér
ávarpsorð til þjóðarinnar á tólfta nýjárs-
deginum i röö. Þakklátum huga minnist
ég einnig gestrisni og hlýhugar sem viö
sannreyndum á liöna árinu i þremur þjóö-
löndum öörum sem fulltrúar islensku
þjóöarinnar. Þaö hefur veriö yfirlagt ráð
okkar aö stilla opinberum og hálfopinber-
um utanlandsferðum i hóf, þótt kostur
hafi verið á fleiri en farnar hafa verið. En
svo vildi til að á árinu sem leiö fórum viö
þrjár slikar feröir. Fyrst til eyjarinnar
Manar til að taka þátt i hátiöahöldum
eyjarskeggja vegna þúsund ára minning-
ar um stofnun þingsins þar, sem þeir
kalla Tynwald, en þaö er sama og Þing-
völlur á voru máli. Þvinæst fórum viö I
opinbera heimsókn til Belgíu i boöi kon-
ungshjónanna þar og loks til Noregs i boöi
háskóians i Osló og norska visindafélags-
ins vegna minningarhátiðar um Snorra
Sturluson. Vera má aö þessi upptalning
þyki óþarfur fréttalestur, en ég vil ekki
láta fram hjá mér fara þaö tækifæri sem
ég hef hér til að skýra frá þeirri miklu
vinsemd i garö Islands sem við hittum
hvarvetna fyrir, og lifandi áhuga á högum
vorum. Spyrja má að hvaöa gagni slikar
opinberar heimsóknir séu, og raunar hef
ég oft spurt sjálfan mig að þvi. Ég held þó,
aö ef vér sækjumst I alvöru eftir vináttu
og skilningi annarra þjóöa, þá séu þær
gott framlag til þess málefnis, góö land-
kynning á sinn hátt. Til góös vinar liggja
gagnvegir segir I fornum spekimálum, og
ef til vill eru þessi gömlu orö einmitt rétta
svarið viö þeirri spurningu sem ég
hreyföi, hvaöa gagn væri að þjóöhöfö-
ingjaheimsóknum landa i milli.
Vér höfum á nýliönu ári minnst tveggja
mikilmenna sögu vorrar. Vér höfum rakið
fyrir oss lif og starf Snorra Sturlusonar, af
þvi aö nú eru liönar átta aldir siöan hann
fæddist. Slikt var vel viö hæfi, þvi i bókum
Snorra reis Islensk miöaldamenning hæst,
sú sem enn er þjóöarstolt vort og hefur
borið hróöur landsins viöa, og i ævisögu
og örlögum Snorra speglast saga þjóöar-
innar á afdrifarikum timum, og má enn
draga lærdóma af þeim umbrotum. Þó aö
Snorri sé ein af aöalpersónum Sturlungu
og mar^t sé eftir honum haft, er vist fátt
eða ekkkert gripið beint af vörum hans
annað en tvisvar sinnum þrjú orö, en þau
eru lika gulls igildi og merkilega lik þvi aö
þau væru meitluö kjörorö. Ot vil ek, sagði
Snorri þegar konungur bannaði honum för
til Islands. Hvi skyldum vér ekki vikka
merkingu þeirra oröa: Ég vil heim til
Islands, hvaö sem það kostar, og láta vera
einkunnarorö I skildi Islendinga. Eigi skal
höggva, sagöi Snorri, og I þau orö getum
vér lagt Islenska fordæmingu á athæfi
þeirra manna sem meö sveröi vega og
gera sig aö svo miklum herrum aö taka llf
annarra aö geöþótta sinum. Þær fréttir
berast nú dögum oftar úr.sumum heims-
hlutum að menn séu gripnir og leiddirf
fyrir aftökusveitir eöa lagöir aö velli á
annan hátt eins og búfénaöur, fyrir engar
eöa ósannaöar sakir. Þaö er sárgrætilegt
íslenska menníngu
váígi sem er. Þaö merkir einnig aö ekki
skuli æðrast og þaöan af siöur örvænta,
þó að eitthvaö gefi á bátinn. Það er vissu-
lega ekki vanþörf á að brýna þetta fyrir
sér, nú þegar umræöa um efnahagsmál og
baráttan fyrir að halda i horfi þvi hag-
sældarþjóöfélagi, sem vér viljum hafa,
skyggja,svo að ekki veröur um villst, á
þau markmiö sem i raun og veru eru öll-
um æöri. Það væri barnaskapur að fara
hrakyröum um þjóðmálabaráttuna frá
degi til dags og þá sem i henni standa, þvi
að hún er hluti af lifinu sjálfu og snýst um
grundvallarskilyröin fyrir þvi aö þjóöin
fái búiö i landi sinu. En þaö væri hörmu-
legt upp á að horfa, ef svo ætti aö fara aö
vandamál og sundurþykkja stigmagni
hvort annaö meö sifelldri vixlverkan, uns
allt lendir i úrræöaleysi. Samstaða i erfiö-
leikum veröur að nást meö skynsemi og
góöum vilja, til þess aö treysta þann
grundvöll sem allt hvilir á. Þetta er óum-
flýjanlegt frumatriöi, en I hita dagsins og
vanda starfsins má þó aldrei gleymast, aö
þótt nauösynlegt sé er þaö ekki einhlitt
eöa endanlegt markmiö, heldur frelsi og
menning þjóðarinnar, fagurt mannlif i
landinu. Lifiö má aldrei veröa brauöstrit-
iö eintómt og oröaskak um þaö, og landiö
er ekki eingöngu auösuppspretta til þess
aö fæða og klæöa þjóöina svo sem best má
verða. Þaö er einnig ættjörö, móöurmold,
fööurland, þaö eina sem vér munum
nokkru sinni eignast. Landiö og erföirnar
hafa mótaö oss og eru samgrónar tilfinn-
ingalifi voru og eiga aö vera þaö. Og þjóö-
félagiö sem vér höfum komiö upp, er ekki
Isambærilegt viö fyrirtæki, vel eöa illa
rekiö eftir atvikum. Þaö er samfélag um
islenska menningu, gamlan arf og nýja
sköpun, ætlunarverk Islensku þjóöarinn-
ar. Þetta má aldrei úr minni liöa, hvort
sem árar betur eöa verr á sviöi hinna dag-
legu veraldlegu þarfa.
Sameinuöu þjóðirnar hafa þann hátt á,
aö helga tiltekin ár sérstökum brýnum
verkefnum. Þetta hefur gefist vel og leyst
úr læöingi öfl sem aö visu voru til en hætti
til aö blunda og þurftu þess meö að viö
þeim væri ýtt. Siöast var þaö alþjóöaár
barnsins, barnaáriö. Nú hafa norrænu fé-
iögin ákveöiö aö kalla þetta ár norræna
málaáriö, og Islenskir menn hafa út-
nefnt þaö ár trésins. Hvort tveggja mál-
efniö er gott, og þarf hvorugt aö skyggja
á hitt. Norræna málaárið á aö styrkja
samheldni og einingu norrænu þjóöanna
með þvi aö beina athygli aö málum
Noröurlandaþjóöa, hvernig þau sameina
og aö hverju leyti þau sundurskilja þessar
þjóöir sem vilja og eiga aö standa saman.
I þessu efni má áreiöanlega nokkru
góöu til leiöar koma. Ar tr'ésins er á sinn
hátt barnaár, þvi aö Islensk tré mega
heita börn aö aldri og vexti. Ariö á aö
vera brýning um aö koma þessum börn-
um til meiri þroska, vera enn eitt átak i
þeirri viðleitni að láta gróöurinn sækja á
auönina. Þetta ergamall óskadraumur og
framtiöarnauösyn. Af samanlögöum
barnalærdómi loðir held ég einna fastast i
minni sú setning aö i fornöld væri landiö
viöi vaxiö milli fjalls og fjöru. Þaö gerir
óskin og draumurinn um islenskan skóg.
Vér vitum nú aö sá draumur getur ræst.
Ekki þarf aö efa aö allir séu sammála
um aö gróöurvernd hvers konar sé land-
námsmál, framtak til aö gera landiö feg-
urra og betra. Og er þá komiö aö sigildu
islensku umhugsunarefni, en það er
landið sjálftsem vér byggjum, kostir þess
og ókostir, hvernig það sé sem lifvæn-
legur mannabústaöur. Þegar raunsætt er
á allt litið, hvernig það standi undir þeim
kröfum sem til þess verður að gera,
miðaö við það lif sem vér viljum lifa og
verðum aö lifa. Ef til vill eru slikar hugs-
anir óvenju áleitnar einmitt nú, þegar
brugöið hefur til kaldari veðráttu en verið
hefur um langt skeiö og þau tiöindi berast
að siðastliðið ár hafi verið eitt hiö jafn-
kaldasta sem um getur siðan mælingar á
sliku hófust. Og ekki brást þaö aö sá kuldi
sagöi illilega til sin á þvi ári og kann þó aö
draga lengri slóða. Vér höfum verið á það
minnt hvar vér erum á hnettinum. Það
gerði einnig sá góöi maöur sem fyrir all-
mörgum árum laumaöi þvi að þjóöinni að
Island væri á mörkum hins byggilega
heims. Hversu oft skyldu menn hafa borið
sér þetta spakmæli i munn siöan? Og þó
var það engin ný speki, og engin speki
yfirleitt. 011 lönd heims eru byggileg
mönnum, ef þar er vatn, gróöur og dýra-
lif, og þaö er viöast. Kalt veöurfar ræöur
hér engum úrslitum. Dómur um það hvort
land er byggilegt eöa ekki fer algjörlega
eftir þvi viö hvaöa stig verkmenning á aö
lifa og hversu hátt þjóðfélagið stefnir.
Nú er tæknivæöing og visindaþekking
tuttugustu aldar komin til sögu, og vér
eigum hlutdeild i hvoru tveggja. Þetta
hefur fært oss i hendur áður óþekkt vald
yfir náttúrunni, til aö hagnýta kosti henn-
ar og vinna bug á þvi mótdræga, og gjör-
breytt öllum hugmyndum og dómum um
hvaö sé byggilegt land og hvaö ekki. Sú
sannleiksögn, sem þó leyndist i þeim
oröum að Island væri á mörkum hins
byggilega og óbyggilega á jöröinni, er nú
aö engu oröin, af þvi aö vér ráöum nú yfir
þessum nútima úrræöum. Hiö kalda ár
1979, sem illa lék islenskan landbúnaö og
heföi fyrr á tiö getaö valdiö haröindum og
jafnvel hungursneyö, var aö visu þungt i
skauti, en þó var þaö ekki verra en þetta,
og á hinn bóginn var þaö svo til sjávarins
gott ár og gjöfult. Vér höfum fengiö aö sjá
i skýru ljósi hvernig véltækni og visinda-
þekking hafa gert alla nýtingu lifs-
bjargarmöguleika fyrr og nú ósambæri-
lega.
En áminning er þetta ár eigi aö siöur.
Nú höfum vér sett oss þjóðfélagsleg
markmiö sem eru önnur og metnaöar-
fyllri en nokkurn gat óraö fyrir til
skamms tima. Vér viljum ekki aö
hérlandsmenn búi viö skaröari hlut en ná-
grannar vorir. Þetta er aö stefna hátt og
svo á aö vera. En sú spurning viröist
leynast I hugskoti manna og kemur stund-
um upp á yfirboröiö, hvort landið og land-
kostirnir rlsi undir þessari stefnumörkun,
hvort Island sé þess yfirleitt megnugt aö
veita börnum sinum allt til alls eins og
best gerist I heiminum. Menn velta þvi
fyrir sér hvort landið eigi sina sök á þeim
efnahagsþrengingum, sem hér viröast
vera orönar landlægar, hvort vér lifum
um möguleika landsins fram. Annaö sem
bent gæti til nokkurrar vantrúar á landið
er brottflutningur fólks, sem nú er sagöur
haldiö. Það er þetta sem sköpum skiptir
og veldur þvi að I samanburöi viö marga
aðra höfum vér fulla ástæöu til að horfa
með bjartsýni til framtíðarinnar.
Hvað veldur þá þeim þrengingum sem
vér erum 1 og ekki sér fram úr I bili? Þvi
fer sem betur fer fjarri að islenska þjóöin
sé i einhverjum helgreipum, þótt menn
tali áhyggjusamlega þessa dagana. En
vera má að á leið vorri frá fátækt til
bjargálna eða vel það höfum vér hraðað
oss um of, asinn veriö helst til mikill. Ef
svo er og vér horfumst nú i augu við eftir-
köstin, þá eigum vér aö visu málsbætur.
Svo lengi hafði þessi þjóö þurft aö biða
sins vitjunartima, vera öskubuska meðal
þjóöa. Og þarflaust er að gleyma þvi,
þegar oss finnst öndvert blása, að á
Islandi hefur mikið ævintýri gerst á
einum eöa tveimur mannsöldrum. Þaö
vildi ég einkum brýna fyrir hinni ungu
kynslóð aö láta sér ekki yfirsjást, þvi aö
hún hefur ekki nema að litlu leyti horft á
þetta ævintýri gerast og þvi ekki vist að
hún meti það aö veröleikum. A þessu
ævintýri á aö veröa gott framhald, á þann
veg að allir islenskir menn vilji og geti
tekiö þátt I þvi. Engin ástæöa er til aö
efast um aö svo megi veröa og muni
veröa, og má ekki láta villa sér sýn á
þessum nýjársdegi, þó aö óvist sé um
taumhaldiö i svipinn. Slikt hefur oft komiö
fyrir áöur, og úr veröur aö rætast og mun
rætast, þaö má af reynslunni ráöa, og þaö
er staöföst von allra, I trú á landið, trú á
atorku, vit og giftu þjóöarinnar og þeirra
manna sem hún hefur trúaö fyrir forustu
um málefni sin.
Góðir landsmenn.
Langt er nú liöiö á þriöja kjörtlmabil
mitt. Það er áreiðanlega á vitorði flestra,
aö ég hef fyrir alllöngu gert þaö upp viö
sjálfan mig að bjóöa mig ekki oftar fram
til aö gegna embætti forseta tslands.
Fyrir nokkrum mánuöum skýröi ég for-
sætisráöherra,sem þá var, frá ákvöröun
minni, svo og formönnum allra stjórn-
málaflokka, enn fremur nýlega núverandi
rikisstjórn. Og nú skýri ég yöur öllum frá
þessu opinberlega, staöfesti þaö sem
fáum mun koma á óvart. Ég neita þvi ekki
aö ég heföi óskaö aö sitthvaö heföi veriö i
fastari skoröum I þjóölifinu, nú þegar ég
tilkynni þetta til þess aö enginn þurfi aö
velkjast 1 vafa. En stundarástand getur
ekki breytt þvi sem þegar er fastákveöið.
Sjálfur tel ég aö tólf ár séu eölilegur og
jafnvel æskilegur timi i þessu embætti, og
er þaö drjúgur spölur i starfsævi manns.
Og enginn hefur gott af þvi að komast á
þaö stig aö fara aö imynda sér aö hann sé
ómissandi. Ýmsar persónulegar ástæöur
valda þvi aö ég æski þess ekki aö lengja
þennan tima, þótt ég ætti þess kost.
En þetta er ekki kveöjustund. Enn er
nokkuö langt til stefnu. Seinna kann aö
veröa tækifæri til aö kveöja og þakka fyrir
góöar samvistir. En i dag þakka ég sam-
fylgdina á liönu ári hrærðum huga. Nú
höldum vér öll til móts við hiö nýja ár og
leitum hamingjunnar hvert eftir sinum
leiöum. Vér skulum hefja gönguna undir
merkjum góörar vonar, hvert fyrir sig og
sina, og öll sameiginlega fyrir land vort
og þjóð.
Gleöilegt nýjár.