Þjóðviljinn - 03.01.1980, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 03.01.1980, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 3. janúar 198» SJ ÁVA R ÚTVIGURINN Þaö er góður siöur, að spyrja sjálfan sig við ára- mót þeirrar spurningar sem skáldið Jónas Hallgrímsson varpaði fram í kvæði sínu forðum. „Höfum við gengið til góðs, götuna fram eftir veg". Eins og þessi spurn- ing var tímaþær á dögum Jónasar/ svo er hún einnig tímabær i dag, og á öllum dögum okkar sögu. Við þurfum og verðum að athuga, jafnt fortið sem framtið, ef við ætlum okkur að ná fótfestu i samfélagi þjóðanna, sem fullgild- ur, sjálfstæður aðili. Það gildir jafnt um þjóö sem einstakling, að hver er sinnar gæfu smiður, að stórum hluta. Viö erum háð lifs- lögmálum sem ekki láta að sér hæða, en sem við þurfum að starfa i samræmi við, til þess að ná sem bestum árangri. begar þetta er skrifað, þá hefur slitnaö upp úr svokölluöum vinstri viðræðum um rikisstjórn og þjóðar fleyið liggur undir áföll- um, en úfinn sjór og misvinda- samur framundan. Þegar talað er um vinstri stjórn, þá hlýtur það að vera grundvallaratriði að slik stjórn starfi i samræmi við almennings- hag. Til þess aö hún géti það, þá þarf hún að vera reiöubúin til þess aö gera grundvallarbreyt- ingar á þvi þjóöfélagi sem hún ætlar sér að stjórna sé þess þörf... Treysti hún sér ekki til þess, þá er hún ekki i raun vinstri stjórn. Mitt mat er það að sú stjórn,sem taldi sig vera vinstristjórn, hafi bæöi skort áræði og vilja, til að gera þessar grundvallar breytingar, sem voru undirstaða þess aö við- unandi árangur næðist í starfi hennar. Þvi fór sem fór. En þegar skip rekur stjórnlaust undan veðri og brot er á hléborða, þá er máske ekki rétti tíminn til þess að deila um hver eigi á þvi stærstu sökina hvernig komið er. Og ef menn sameinast ekki þá, um að um ára- mót bjarga sjálfum sér og skipinu, þá hlýtur illa aö fara. íslenska þjóöarfleyiö hefur um nokkra áratugi rekið stjórnlitið undan sjóum og stormi og fer nú að nálgast það hættulega grunnbrot sem er á hléborða við okkur er ekkert verður aö gert til bjargar af viti. Ég tel þvl nauðsynlegt um þessi áramót að við horfumst i augu við þann raunveruleika sem við blasir. Undirstaða hverrar þjóðar er efnahagslíf hennar Einstaklingur eöa þjóö sem glatar efnahagslegu sjálfstæði sinu veröur upp á aðra komin. Og verður það meðan svo er ástatt. Þetta er hægt við þessi áramót, fyrir okkur, sem tslendinga, að hugleiða. Viö höfum um langt skeið lifað af lánum, ekki bara til þess að byggja upp atvinnulif okkar, þvi slikt er heilbrigt, sé uppbyggingin gjörö af viti og for- sjá. Heldur höfum við lika tekið lán og keypt fyrir lánsfé einskis vert skran og flutt inn i landið til þess eins aö fullnægja gróðaþörf ómerkilegra kaupahéðna. Við höfum svo á sama tima byggt upp margslungið þjónustukerfi sem er I engu samræmi viö þá undir- stöðu sem verður að bera þaö uppi. Ég hef áður bent á þessa staðreynd hér i þessum þáttum þvi hér er um veigamikið atriði að ræða. Þetta er þvl likast sem húsameistari steypti upp hús án þess að skeyta neitt um undir- stöðu þess. Slikt hús væri dæmt til að skekkjast og springa á ýmsa vegu. Og islenska þjóðfélagiö er I dag raunsæ mynd af slikri hrófa- tildurs byggingu. 1 stað þess að styrkja undirstöðu þessarar þjóðarbyggingar þannig að hún samsvari yfirbyggingunni og sé fær um aö bera hana uppi, þá hef- ur verið vanrækt að byggja upp okkar útflutnings atvinnuvegi þannig að þeir séu færir um að standa undir þeim vörukaupum frá öðrum löndum, sem telja verður nauðsyn i nútima þjóð- félagi. í stað þessa hafa alltof margir viljað hafa atvinnu af þvi aö selja innfluttar vörur almenningi, jafnt óþarfar sem þarfar. Þetta er okk- ar böl i dag. Fullunnin fram- leiðsla er látin sitja á hakanum, en alltof mikill mannafli notaður i allskonar innanlands brask. Sú fcjóð verður að teljast ennþá á ný- lendustigi sem lifir á þvi að fram- leiða hráefni handa iönvæddum þjóðum að vinna úr. Þessu verður að breyta og það sem allra 'fyrst. Gjaldeyrir okkar er spegil- mynd af slæmri stjórn Sú þjóð sem i alvöru vill standa vörö um fjárhagslegt og stjórn- málalegt sjálfstæði sitt, hún stendur lika vörð um gjaldmiöil sinn. Þetta hafa Islensk stjórn- völd ekki gert i áratugi. Hér er að finna megin orsökina fyrir þvi hvernig komið er I islenskum efnahagsmálum. Illa rekin fram- leiðsia hefur ár eftir ár og áratug eftir áratug verið rétt af með si- felldum gengisfellingum og hefur þar ekkert lát verið á. Islenska krónan stóð þannig i lok siðustu heimsstyrjaldar að sex krónur og fimmtlu aura þurfti til að kaupa einn bandarikjadollara, en nú þegar þetta er skrifað þá þarf að greiða þrjúhundruðniutiuogtvær krónur og 20 aura fyrir dollarann. Þannig hefur islensk fjármála- stjórn veriö. Þetta er ömurleg staðreynd, og þeirtsem þessu hafa komið i kring, hafa aldrei lært neitt af þessu. 1 stað þess að gera það, þá er talað um aö skrá þurfi gengi islensku krónunnar „rétt” þannig að fyrirtæki fái ómældan gróða hversu illa sem þau eru rekin. Svona áframhald er von- laust i okkar þjóðarbúskap. Hér verður að spyrna við fótum og gera það duglega. Að ætla sér að stjórna útflutningsatvinnuvegum okkar með sifelldri umskráningu islensku krónunnar og verðfell- ingu hennar gagnvart erlendum gjaldmiðlum, það er sannkölluð Bakkabræðra hagfræði, sem dæmd er til að enda i ófæru, og er hún óumflýjanlega stutt undan nú, verði ekki snúið af þeirri braut sem farin hefur verið. íslenskur sjávarútvegur er góö undirstaða Þegar litast er um við þessi áramót, þá ætti öllum að vera það ljóst, að rikt hefur velgengnis- ástand á mörkuðum heimsins gagnvart öllum útfluttum sjávar- afurðum okkar á árinu 1979. En þrátt fyrir þetta þá er rikjandi efnahagskreppa i landinu. Við höfum orðið fyrir fjárhagslegu tjóni vegna hækkunar á oliu og bensini. En hinsvegar höfum við magnað þetta tjón með þvi að rik- ið hefur skattlagt hækkunina prósent vis og þar með magnað verðbólguna, sem nóg er fyrir I landinu. Þeir hagfræðingar sem ráðlagt hafa slfkt sem þetta, eða ekki reynt að koma i veg fyrir það, þeir eru áreiðanlega á rangri hillu i llfinu. Olia og bensín er eins og stendur megin undirstaða i nú- tima þjóöarbúskap og af þeirri ástæðu er þaö hrein fjarstæða, hvort sem þetta er gert af sam- tökum einstaklinga eða sjálfu rik- inu. tslenski fiskurinn stendur nú svo hátt á öllum mörkuðum að óvarlegt er að reikna með mikilli hækkun hans i náinni framtfð. Þegar fiskafuröir eru orönar jafndýrar nautakjöti af bestu teg- und, þá er sú hætta alltaf fyrir hendi að sala á fiski geti dregist saman. Af þessari ástæðu getum við ekki reiknaö með meiri hækk- un á fiskafuröum I náinni framtið en sem nemur hækkaðri dýrtið i viökomandi markaðslandi. Frammi fyrir þessu stöndum við nú, en þaö þýöir að skeið Bakka- Fimmtudagur 3. janúar 1980 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9 bræðra hagfræðinnar á tslandi verður að vera brátt á enda runn- ið, hvort sem mönnum likar betur eða verr. Menn verða að horfast i augu við þá staðreynd að það er ekki miklu lengur hægt aö stjórna islenskum efnahagsmálum með gengisfellingu islensku krónunn- „Þetta land á ærinn auð ef menn kunna aö nota 'ann" Við höfum haft miklar þjóðar- tekjur á undanförnum árum, sem hefðu átt,að öllu eðlilegu, að gefa hverjum vinnandi einstaklingi i landinu góð lifskjör. En þrátt fyrir þetta, þá getur ekki almennt verkafólk hér lifað af átta stunda vinnudegi. Það hefur einhvern veginn farið svo, við skiptingu þjóðarteknanna,að þeir sem unn- ið hafa framleiðslustörfin hafa borið skarðari hlut frá borði held- ur en efni stóðu til. Það er ekki hægt að skipta meiru en aflað er, segja atvinnurekendur og er nokkuð til i þvi. Hinsvegar er hægt að skipta jafnara, þannig að meira komi i hlut þeirra sem hafa nú lægstu launin.En það er nú einu sinni svo, að menn reyna af öllum mætti að halda bæði laun- um og aðstöðu sem þeim hefur tekist að hrifsa til sin, og láta ekki af hendi nema hart sé eftir sótt. Verkalýðsbarátta kreppuáranna sannaði þetta átakanlega. Við erum rik þjóð, með mikla framtiðarmöguleika á landi og sjó, ef okkur brestur ekki gæfa til að nota þá rétt. Fiskimið okkar eru að rétta sig af, eftir útfærslu fiskveiðilandhelginnar i 200 mil- ur, og þær friðunarráðstafanir sem i gildi hafa verið. Það er mikill misskilningur að fiskveiði- floti okkar sé of stór, en við getum þurft að breyta honum á næstu árum éftir þvi sem þróunin gefur tilefni til. í þessu sambandi er það aðkallandi nauðsyn að stytta til muna útiverutima togaranna, svo gæði fisksins sem þeir koma með að landi aukist frá þvi sem nú er almennt. Það er allra hagur að þetta verði gert, þá þurfum við að stórauka iðnvæðingu i allri fiskvinnslu þannig að fiskafurðir okkar fari að stærsta hluta full- unnar á markaði. Þetta kostar mikið átak en er nauðsyn, þvi á þann hátt er hægt að stórauka út- flutningsverðmæti sjávarútvegs- ins. Þá býður okkar stórátak i laxeldi á næstu árum, þarna eru möguleikar sem legiö hafa ónot- aðir fram að þessu. Reikna má með að útflutningur lax frá laxeldibúum Norðmanna verði ekki undir 15 miljörðum islenskra króna á árinu 1979, svo menn geta á þessu séð, til hvers er að vinna. Þá bjóða fallvötn okkar og jarð- hiti upp á fjölbreytta iðnaðar- framleiðslu, auk hita og ljóss i bústaði fólks um allt land. Þá má minna á, að ekki er fullrannsakað ennþá, hvort hér sé að finna fleiri orkugjafa, svo sem gas eða oliu. Að sjálfstöðu þarf að ganga úr skugga um þetta svo fljótt sem möguleikar leyfa, þvi hér er til mikils að vinna. Stórátak biður okkar ef viö viljum í alvöru vera sjálf- stæð þjóö Nærtækasta verkefiö og sem byrja verður á er að stöðva þá stjórnlausu verðbólgu sem hér riður húsum. Þetta verður ekki gert með þvi að leyfa áfram hækk- un á vörum og biónustu. eins og gert hefur verið um langt árabil, með þeim afieiðingum sem við öllum blasa nú, sem opin hafa augu. En þaö er ekki hægt að stöðva hækkun vöruverðs án þess að það komi viö einhvern. Og eðli- legt er að þeir sem breiðust hafa bökin taki á sig meginhluta þessa kostnaðar. Sé vöruverö stöðvað þá stöövast lika hækkun á kaup- gjaldi samkvæmt visitölu. Kaup hinna lægst launuðu i landinu er ekki hægt að skerða, það mundi leiða til ójafnaðar. Hinsvegar verður fljótlega að hækka þau laun, sem ekki gefa öruggt lifs- framfæri af átta stunda vinnu á dag. Islenska þjóðfélagið vill láta telja sig menningarþjóðfélag, en er þaö ekki svo lengi sem það við- gengst að fólk getur ekki fram- fleytt sér sómasamlega á átta Jóhann J.E. Kúld fískimá/ stunda vinnudegi. Þetta er mæli- kvarði sem þær þjóðir nota sem okkur eru skyldastar, þegar dæma skal um þessa hluti, og þvi timabært að við gerum svipaðar kröfur til sjálfra okkar og þær. Lækkað vöruverð er, án nokkurs vafa, áhrifamest i baráttu við verðbólguna. En er hægt að lækka verð á innfluttum vörum frá þvi sem nú er? Margt bendir til þess að svo sé. En ef gengið yrði i það, þá er margt sem skoða þarf, þar á meðal hlut rikisins I vöruverðinu. Og hvernig væri að láta inn- flytjendur keppa um sem lægst verð á innfluttri vöru? Þetta mætti gera á þann hátt að bjóða út ákveðna vöruflokka. Hæfilegt magn af innflutningi ákveðinnar vöru væri boðið út i einu, og sá fengi innflutninginn sem legði fram lægst tilboð. Það þykir sjálf- sagt að hafa þennan hátt á þegar reisa skal umtalsverð mannvirki, og þvi skyldi ekki vera hægt að nota sömu aðferð gagnvart inn- flutningi til landsins. Þeir, sem segjast vera fylgjandi frjálsri samkeppni, hljóta að styðja slikt fyrirkomulag. Islensk verðlags- yfirvöld gætu svo fylgst með erlendu markaösverði og séð á þann hátt hvort lægsta tilboð sem bærist væri i samræmi við það. Lækkun á vöruverði ætti tvi- mælalaust að vera fyrsta skrefið sem stigið yrði i baráttu við þá óðaverðbólgu sem hér rikir. Næsta skref yrði svo að vera stór- aukin útflutningsframleiðsla. En ekkert af þessu kemur af sjálfu sér og er óframkvæmanlegt, nema að völdum sitji i landinu sterk rikisstjórn sem setur metn- að sinn i það, að vinna að almenn- ingsheill,og virkjar bankakerfi landsins til að framfylgja þeirri stefnu i peningamálum sem vinn- ur markvisst að þvi að auka út- flutningsframleiðsluna. Sjóðakerfið og verðbólgan Eins og það er bæði hagkvæmt og sjálfsögð fyrirhyggja að safna i sjóði af hagnaði framleiðslunnar i heilbrigðu þjóðfélagi þá veröur slik söfnun ærið vafasöm I verð- bólgu þjóðfélagi þvi sem við Islendingar búum viö I dag. Þetta kemur þannig út i reynd- inni, að þegar fé er svo aftur veitt úr þessum sjóðum, til aö verð- bæta framleiösluna, þá er það oftast ekki nema hálft að verð- gildi, miðaö við þegar það var lagt inn I sjóðina. Út fyrir tekur þó i vitleysunni, þegar lagt er i sjóöi af taprekstri, eins og hér er algengt. Útaf þessari Bakka- bræðrahagfræöi var eftirfarandi erindi kveðið. Bærinn á Bakka er I eyði, bræðurnir vinna hjá stjórninni. Hátt skln sólin i heiði, hagræða þeir nú fórninni. 26. desember 1979. „Höfðingjum hefur hann steypt úr hásætum” Sumir segja að Rikisútvarpiö hafi óvart gert sitt besta til að fæla fólk frá þvi að hlusta á klass- Iska tóniist — með óhóflegu magni slikrar tónlistar dag hvern ásamt með rýrum gæðum mónóútsendingar. Þá er viða pottur brotinn i tónlistaruppeldi oghefuraf þessu hlotist ómældur skaði og margt tóneyrað farið fyrir lítið. Sem löggiltur hálfviti i si'gildri tónlist með lamað tóneyra og allt það lagði ég leið mina I Háskóla- bió á laugardaginn að heyra Pólýfónkórinn syngja undir stjórn Ingólfs Guðbrandssonar. Kórinn þraukar enn og Ingólfur hættur við að hætta, en fróðir menn telja Pólýfónkórinn, nær eða alveg óstyrktan af almanna- fé, kraftaverk á heimsmæli- kvarða meðal svo fámennrar þjóðar sem einlægt hefur kallað yfir sig þau stjórnvöld sem eru vita áhugalaus um listir og menningarmál. Einkum og sér I lagi hefur Ingólfur Guðbrandsson unnið merkilegt brautryðjendastarf með kynningu og frumflutningi ýmissa stórfrægustu kirkjulegra tónverka sem til eru eftir gömlu meistarana og framið þar bæði tónlistarleg og framkvæmdaleg stórvirki með hljómsveit og kór. Löngum hefur Pólýfónkórinn haft hátíöartónleika um jól og páska og á þessum jólatónleikum var Magnificat eftir Bach aðal- númerið einsog sagt er á vondu máli. Eftirhlélék kammersveitin hljómsveitarverk eftir Bach og Corelli og siðast söng kórinn úr oratoriunni Messiasi eftir Hándel. Þeir Bach og HSndel voru samtímamenn, fæddir sama ár, 1685, og niu ár á milli dauða Leikmannaþankar um Pólýfónkórinn og Magnificat eftir Bach þeirra. Bach lést 1750 og Handel 1759. Corelli var uppi litlu fyrr, 1653-1713. „Höfðingjum hefur hann steypt úr hásætum, en upphafið smælingja. Hungruðum hefur hann veitt allsnægtir,enlátið rfka tómhenta frá sér fara,” segir m.a. i' hinum latneska texta Magnificats. Þetta með höfðingjana bar náttúrlega ekki að taka bókstaf- lega, si'st á dögum Bachs. Sjálfur var hann algjörlega upp á náð höfðingjanna kominn, nánast hjú sem samdi tónverk eftir pöntun. Fullvist er talið að hinar fjórar hljómsveitarsvitur J.S. Bachs séu samdar i Cöthen fyrir hljóm- sveitinasem Bach stjórnaði þar á vegum Leopolds hertoga. Hin siðasta, svitan nr. 4, sem var fyrst á dagskrá eftir hlé á þessum tónleikum, mun að likindum samin árið 1723. Það ár fluttist höfundurinn til Leipzig og var ráðinn kantor við Tómasarkirkju, „þar sem ekki var völ á neinum betri” einsog þeir sögðu þar á þeim árum. Bach var litils virtur sem tónskáld I lifanda li'fi og mikið af handritum hans fór forgöröum að honum látnum. Þá var ekki hirt um að varðveita þá tónlist, sem mörgum nútima- mönnum finnst hápunktur i tónlistarsköpun allra tima. Corelli var heldur betur virtur af samtimamönnum sinum. Hann naut mikillar hylli sem tónskáld, fiðluleikari og kennari. Hann var eftirsóttur við hirðir þjóð- höfðingja og lék oft fyrir páfann i Róm. Eftir Corelli hafa varðveist 60 triósónötur, 12 fiðlusónötur og 12 concerti grossi fyrir strengja- sveit. Kunnastur þeirra er jóla- konsertinn svonefndi, sem kammersveitin flutti eftir hlé. Magnificat er umfram allt hátiðlegt verk, þróttmikið og hugðnæmt i' senn. Kórinn skilaði sinu hlutverki með mikilli prýði, einkum fannst mér karlaraddirn- ar tærar og sterkar, þótt fáar séu að tiltölu miðaö við kvenraddir. Einsöngvarar voru fimm, þau Elisabeth Stokes frá Bretlandi, Elfsabet Erlingsdóttir, Jón Þorsteinsdóttir, Sigrún V. Gests- dóttir og Hjálmar Kjartansson, — þrjú þau fyrstnefndu I veiga- mestum hlutverkum og létu prýðilega I minum ósérfróðu eyrum. Og stjórnandinn var i essinu sinu umkringdur dætrum sínum þremur i' kammersveitinni, fiðlu- leikurunum Unni Mariu og Rut konsertmeistara og Helgu sem vakti sérstaka athygli fyrir snilldarlegan semballeik. Þorsteinn Hannesson tónlistar- stjóri gekk út I hléinu. Ég vildi fá meira að heyra ’(og svo var um fleiri) og fékk mig ekki full- saddan þegar siðasta hallelújað hljómaði voldugt og sterkt I Messiasi HSndels. Égvil meira af svo góðu, — þrátt fyrir fyrmefnt tóneyra brenglað. Fáarsýningareftir áGamal- dags kómedíu Gamaldags komedía eftir sovéska leikskáldið Aleksei Arbuzov, hefur verið sýnd í Þjóðleikhúsinu siðan í haust við góðar undirtektir áhorfenda og gagnrýnenda, en nú fer sýningum að fækka. Arbuzov er þekktastur af sovéskum leikritahöfundum samtiðarinnar og hefur til dæmis Gamaldags kómedia notið mik- illa vinsælda i fjölmörgum lönd- um Vestur-Evrópu undanfarin ár. Rúrik Haraldsson og Herdis Þor- valdsdóttir leika hinar tvær ein- mana sálir i leiknum sem finna nýjan tilgang i lifinu af þvi að kynnast hvor annarri. Þau Rúrik og Herdis fengu lofsamlega dóma gagnrýnenda fyrir næman leik i þessari sýningu. Leikstjóri Gamaldags kómediu er Benedikt Árnason en leikmyndin er eftir Jón Bendiktsson, Eyvindur Erlendsson þýddi leikinn úr frummálinu. Eins og áður sagði eru nú fáar sýningar eftir á Gamaldags komediu og verður næsta sýning i kvöld.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.