Þjóðviljinn - 03.01.1980, Side 11

Þjóðviljinn - 03.01.1980, Side 11
Fimmtudagur 3. janúar 1980 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 Landsleikimir gegn Bandaríkjamönnum leiddu í ljós að Varnaleikinn verður að lagfæra sem fyrst íslendingar léku 3 landsleiki gegn Bandarikja- mönnum milli jóla og nýárs, og vann landinn örugg- an sigur i þeim öllum. Þrátt fyrir sigrana komu i ljós ýmsar veilur i leik islenska liðsins, veilur sem einkum eru varnarlegs eðlis. Hvað um það, þá má e.t.v. segja sem svo að menn leiki ekki betur en andstæðingarnir leyfa, en gaman verður að sjá hversu vel Pólverjarnir leyfa islenska liðinu að leika i kvöld. A föstudaginn léku Bandarikja- mennirnir sinn fyrsta leik hér á landi og máttu þola 7 marka tap, 17-24. Leikur tslands i fyrri hálf- leiknum olli miklum vonbrigöum enda var staöan eftir þvi i leik- hléi, 10-10. 1 seinni hálfleiknum hresstust okkar menn mjög og Steindór Gunnarsson átti jafna og góöa leiki meö landsliöinu í törninni fyrir áramdtin. Úr einu í annað > íþróttablaðið velur I iþróttamenn ársins. INýlega valdi íþróttablaöið Iþróttamenn I hinum ýmsu ■ greinum. Eftirtaldir uröu þessa heiöurs aönjótandi: Glima: Ólafur H. Ólafsson, I KR. ■ Badminton: Jóhann | Kjartansson, TBR. ■ Blak: Haraldur Geir Hlöö- ■ versson, UMFL Knattspyrna: Marteinn IGeirsson, Fram. Lyftingar: Gunnar Stein- ! grímsson, IBV. Siglingar: Gunnlaugur ■ Jónasson, Ými. Borðtennis: Guöbjörg , Eiriksdóttir, IFR. Fimleikar: Berglind I Pétursdóttir, Gerplu. ■ Handknattleikur: Brynjar I Kvaran, Val Frjálsar iþróttir: Oddur ISigurðsson. KA. Skiöi: Steinunn Sæmunds- j dóttir, Armanni. I Sund: Hugi S. Haröarson, ■ HSK. Körfuknattleikur: Guö- ■ steinn Ingimarsson, UMFN, Golf: Hannes Eyvindsson, ■ GR. IFatlaöur iþróttamaöur: Edda Bergmann IFR. Skotfimi: Jóhannes Jó- ■ hannesson. Jddö: Halldór Guöbjörns- son, JFR. Celtic með örugga forystu Fjórir leikir voru i skosku úrvalsdeildinni um áramótin. Aðalleikurinn var viöureign Celtic og Rangers á Ibrox, sem lauk meö jafntefli 1-1. Celtic hefur nú 2 stiga forystu I deildinni og á einn leik til góöa á næsta liö, Morton og 2 leiki og 6 stig á þriöja liöiö, Rang- ers. ÓL-kvikmyndir í MíR-salnum Kvikmyndasýning veröur I MlR-salnum, Laugavegi 178, laugardaginn 5. janúar kl. 15. Sýndar veröa nokkrar stuttar, sovéskar frétta- og heimildar- kvikmyndir, sem geröar hafa verið á undanförnum mánuö- um og misserum i tilefni Olympiuleikanna 1980, en sumarleikarnir veröa sem kunnugt er háöir i Moskvu og nokkrum öörum borgum Sovétrlkjanna I júli-mánuöi n.k. 1 myndunum er greint frá margvislegum undirbúnings- framkvæmdum, staöháttum, keppnisaöstöðu o.s.frv. Skýr- ingar meö kvikmyndunum eru á norsku og ensku. unnu öruggan sigur eins og áöur sagöi. Steindór Gunnarsson bar nokkuö af i islenska liöinu. A laugardaginn sigraöi unglingalandsliöiö Kanana i æsi- spennandi leik 21-19. Loks lék A- landsliöiö gegn Bandarikja- mönnunum á Akranesi og aö sögn heimamanna olíi sá leikur mikl- um vonbrigðum og nánast furöu- legt aö sjá til islensku leikmann- anna á köflum. Góö byrjun og snarpur endasprettur bjargaði þó andliti okkar manna og sigur vannst meö 3 marka mun, 27-24. Hinn árlegi leikur landsliösins og „útlendinganna” svokölluöu var siöan á gamlársdag. Þar varö hin fjörugasta viöureign, sóknar- leikurinn i fyrirrúmi hjá báöum liðum. Leikurinn var lengst af mjög jafn, en i seinni hálfleiknum virtist útlendingahersveitin stefna i öruggan sigur, 25-21. Þá var eins og leikur þeirra hryndi, landsliöiö gekk á lagiö og sigraöi örugglega 31-27. Leikur Axels Axelssonar og Björgvins Björgvinssonar i út- lendingaliöinu vakti mikla at- hygli og oft var þeim félögum klappaö lof i lófa. Þá átti Viggó mjög góöan leik. Stórglæsileg linusending Gunnars Einars á Björgvin (og mark, aö sjálf- sögöu) orsakaði þaö, aö áhorf- endur hreinlega tóku andköf af hrifningu. Þetta voru án efa ein fallegustu tilþrif sem sést hafa I handboltanum hér um nokkurt skeiö. Þorbergur var algjörlega óstöðvandi hjá landsliðinu og einnig voru hressir Siguröur G., Bjarni og Ólafur. Þessi áramótatörn landsliösins var án efa góð æfing fyrir aöal- slaginn, sem veröur háöur næsta hálfa mánuöinn. Fyrst eru þaö leikirnir gegn Pólverjum og siöan Baltic-keppnin i næstu viku i Þýskalandi. Agúst sigraöi í gamlárshlaupinu Agúst Þorsteinsson, UMSB varö sigurvegari I karlaflokki i hinu árlega gamlárshlaupi 1R, sem haldið var á mánudaginn, gamlársdag. Hlaupiö hófst og endaöi viö tR-húsiö viö Túngötu og hlaupinn var hringur um 10 km.langur. Agúst varö nokkuö öruggur sigur- vegari, en i ööru sæti hafnaði Gunnar Páll Jóakimsson, sem verulega hefur komiö á óvart I langhlaupum vetrarins. I kvennaflokknum varö Lilja Guömundsdóttir, IR, langfyrst. Kristín og lóhann unnu góða sigra gegn dönsku badmintonsnillingunum, sem hér kepptu fyrir áramótin Tennis- og badmintonfélag Reykjavikur gekst fyrir heljar- miklu badmintonmóti s.l. laugar- dag og voru meöal keppenda allir bestu spilarar hérlendir ásamt 6 dönskum badmintonsnillingum. Danirnir sigruðu I öllum greinum enda vart viö þvi aö búast aö okkar menn stæöu I hinum frá- bæru Dönum. I einliöaleik karla sigraöi Jesper Helledie félaga sinn Jan Hammergárd Hansen af miklu öryggi i úrslitaleiknum, 15-10 og 15-0. Mikla athygli vakti I einliöa- leiknum sigur Jdhanns Kjartans- sonar yfir Ken Nielsen, en sá hef- ur m.a. orðiö Noröurlanda- meistari og leikur nú meö hinum fræga Sven Pri í tviliöaleiknum. Þeir félagar eru no 3 á danska styrkleikalistanum i tviliöaleik. Þaö var þvi mikiö afrek hjá Jóhanni aö bera sigurorö af hin- um fræga mótherja slnum. Jóhann varö siðan aö láta i minni pokann I undanúrslitunum fyrir Jan Hansen eftir æsispennandi leik, 15-10, 9-15 og 11-15. Kristin Magnúsdóttir geröi sér litiö fyrir i einliöaleik kvenna og lagöi aö velli dönsku stelpuna Lilly B Petersen I undaniírslitum, 11-9 og 11-2. Lilly þessi er fræg tviliöaleikskona og er I 3. sæti á danska styrkleikalistanum i beirri grein. I úrslitum mætti Kristin Liselotte Göttche og sú danska hefndi ófara stöllu sinnar og sigraöi Kristinu 11-3 og 11-9. I tvíliöaleik karla sigruöu Danirnir Jesperog Jan þá Jóhann Kjartansson og Brodda Kristjánsson 15-8 og 15-7. Hér sigruöu Haraldur Korneliusson og Steinar Petersen Danina Mogens Nolsöe og Ken H Nielsen mjög óvænt, en einhver meiösli ku hafa hrjáö danskinn. 1 tviliöaleik kvenna sigruöu Liselotte Göttche og Lilly B Petersen Kristinu MagnUsdóttur og Kristinu Kristjánsdóttur 15-2 Og 15-6. I tvenndarleiknum varö al- danskur úrslitaleikur. Ken og Liselotte sigruöu Jan og Liily 15- 12, 11-15 og 15-6. Heimsókn danska badminton- fólksins þótti takast hiö besta. Axel Axelsson Axel í góðu formi Axel Axelsson sýndi svo ekki veröur um villst I þeim tveimur leikjum sem hann tók þátt i um hátiöirnar, aö hann myndi styrkja landsliö- iö til mikilla muna ef hann væri gjaldgengur i þaö. Axel átti mjög góöan leik með pressuliöinu fyrir jólin og aftur i leik „útlending- anna” og landsliösins á gamlársdag. Þá var Björg- vin Björgvinsson einnig mjög sprækur og fékk hann oft mikið klapp frá áhorfend- um fyrir skemmtilega takta. Þab er mikil synd að landsliöið fær ekki notið krafta þessara tveggja frá- bæru handknattleiksmanna. Jesper Helledie er einn dönsku badmintonsnillinganna sem tóku þátt I mótinu á laugarda ginn. Hann varö m.a. 10 sinnum unglinameistari Danmerkur og áriö 1973 varö hann Evrópu- meistari unglinga I einliöa- og tviliöaleik. Jesper er nú talinn þriöji besti badmintonleikari Dana; aöeins Flemming Delfs og Morten Frost Hansen eru honum fremri. HANDKNATTLEIKSSAMBAND ISLANDS Forsala aðgöngumiða frá kl. 17.30

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.