Þjóðviljinn - 03.01.1980, Side 15
Fimmtudagur 3. janúar 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15
Útvarp
kl. 20.10
Mesópótamíu
1 kvöld kl. 20.10 verður flutt
leikritið „Morð I
Mesópótamiu” en leikstjóri er
Valur Gislason. Með helstu
hlutverkin fara Helga
Valtýsdóttir, Róbert Arnfinns-
son, Guðbjörg Þorbjarnar-
dóttir og Valur Gislason.
Leikritið, sem er rösklega
einn og hálfur timi, var áður
flutt árið 1960.
1 eyðimörk Iraks, ekki langt
frá Bagdad, er starfað að upp-
greftri fornleifa. Vfirmaöur
rannsóknanna, dr. Leidner,
Leikrit vikunnar:
Mord í
Agatha Christie, höfundur
leikritsins „Morð I
Mesópótamiu”, er einn
kunnasti sakamálarithöf-
undur sem uppi hefur verið.
hefurmiklar áhyggjur af konu
sinni. HUn þjáist af stööugum
ótta, og hjúkrtmarkona er
fengin af spitla dr. Reillys þar
i nágrenninu til að annast
hana. Ymislegt grunsamlegt
fer að gerast og það kemur i
ljós, aö ótti frú Leidner er ekki
með öllu ástæöulaus.
Agatha Christie fæddist i
enska bænum Torquay áriö
1891. Hún stundaði tónlistar-
nám i Parls og var hjúkrunar-
kona i heimsstyr jöldinni fyrri.
Frægasta persónan i sögum
hennar er Hercule Poirot,
belgiski spæjarinn meö yfir-
vararskeggið, sem leysir
morögáturnar á hóglátan en
áhrifamikinn hátt. Agatha
ferðaðist viða um heim með
seinni manni sinum, fornleifa-
fræöingnum Max Mallowan og
er þvi næsta kunnug þvi efni
sem „Morð i Mesópótamíu”
fjallar um. Frægasta leikrit
hennar, „Músagildran” hefur
veriðsýnt hátti 30 ári London.
Útvarpið flutti þaö árið 1975.
Agatha Christie lést áriö 1976,
hálfniræð að aldri.
Gunnar M. Magnúss.
Ný útvarpssaga barnanna:
r
Oli prammi
Eftir Gunnar M. Magnúss.
í dag kl. 16.40 byrjar Arni
Blandon aö lesa nýja útvarps-
sögu barnanna, en það er sag-
an „Óli pramtni” eftir Gunnar
M. Magnúss. Þessa sögu skrif-
aði Gunnar árið 1944 og eru nú
liðin 35 ár siöan hún kom fyrst
út I bók. Sagan fékk góöa
dóma og varð vinsæl. Hún var
svo endurútgefin og birtist sið-
an i smásagnasafni Gunnars:
Myndir af konunginum, sem
kom út 1976.
Sagan segir frá sérvitringi,
sem kallaður er Óli prammi
og ýmsum uppátækjum hans.
Sem fyrr segir er það Arni
Blandon, sem mun lesa sög-
una.
Til umhugsunar
Þátturinn „Til umhugsunar” er á dagskrá hljóðvarpsins I dag
og hefst kl. 14.45. Þáttur þessi i umsjón þeirra Gylfa Asmunds-
sonar og Þurlðar J. Jónsdóttur hefur vakið verðskuldaöa at-
hygli, enda hafa þar verið tekin fyrir mál sem flesta varða.
Hringið í sima 8 13 33 kl. 9-5 alla virka
daga eða skrifið Þjóðviljanum
Siðumúla 6, 105 Reykjavik
tfrá
lesendum
Popp
eöa
sinfóníur
Lítum
okkur
nær
Þjóðviljanum hefur borist
eftirfarandi bréf frá þjóðernis-
, sinna:
Ég hef ekki haft þaö fyrir sið
að skrifa bréf i blööin, en nú
undanfarið hefur gengið svo
fram af mér að ég gat ekki á
mér setið. Tilefnið eru þær safn-
anir á vegum misjafnlega póli-
- tiskra „hjálparstofnana” (sjá
kvikmyndina „Ariö núll”) hér á
landi. 1 sjálfu sér væri ekkert
við það að athuga að
íslendingar gæfui slika söfnun,
ef þeir væru rikir og hefðu efni á
þvi. En getur þjóð sem ekki
hefurefni áað byggja sundlaug
fyrir hreyfihamlaða eða að út-
búa björgunarsveitir landsins
svo vel sé, efni á þvi að leggja
fram fé handa öörum?
Ég efast um að svo sé og hygg
aögamlamáltækið,,Maöur littu
þér nær” eigi hér vel við.
Byrjum á þvi aö lagfæra þaö
sem að er hér heima áður en við
förum að skipta okkur af
annarsstaðar.
„Miðjumaður” skrifar:
Um langt árabil má segja að
hljóðvarpið hafi veriö eini fasti
punkturinn I tilverunni hér á
landi, það hefur ekkert breyst, á
meðan allt annað er breytingum
háð. Menn gátu alltaf gengið að
sinum sinfónium vissum i hljóð-
varpinu og svo er nú reyndar
enn. Þó hafa þau undur gerst,
vegna gegndarlauss áróðurs
þeirra sem popp-tónlist dýrka
að útvarpið hefur undan látiö og
nú eru tvær tegundir tónlistar
leiknar i hljóövarpinu, klassisk
tónlist og popptónlist.
Of mikiö má af öllu gera og of
mikið er af þessum tveim teg-
undum I hljóðvarpinu. Hvað
meö allar aörar tegundir
tónlistar? Hvers eiga aðdá-
endur þeirra að gjalda? Eigum
við engan rétt? Máöur heyrir
vart leikna þjóölagatónlist,
sönglög, gamla dægurtónlist,
svo nefnda sving-tónlist, jazz
(einn þáttur á viku) og svona
mætti lengi upp telja.
Og vel á minnst: Voru ekki
geröar tvær hlustendakannanir
á vegum Rikisútvarpsins á
siðasta ári og kom þar ekki
fram að fólk virðist vilja breyt-
ingará dagskrá bæði hljóövarps
og sjónvarps? Voru þessar
kannanir að engu haföar eða
hvenær megum viö eiga von á
einhverjum breytingum til
batnaðar?
Mikil er breytingin, þótt ekki séu nema um það bil 20 ár milli
þessara mynda.
Er engin önnur tegund af tónlist til en popp eða sinfóniur? spyr bréf-
ritari.
V.,,
■
l / JL m
Myndin var af Silju Aöalsteinsdóttur, bókmenntafrœöingi.
Hver er madurinn?