Þjóðviljinn - 05.01.1980, Síða 6

Þjóðviljinn - 05.01.1980, Síða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 5. janúar 1980 s vO •^s 5 6 Guömundur Hallvarösson Umsjón af hálfu Þjóðviljans. Ingibjörg Haralds- dóftir Sigrún Hjartardóttir Eirikur Guöjónsson Hildur Jónsdóttir Ingibjörg Haraldsóttir Farandverkakonur — vaxandi Eins og iesendum jafnréttis- siöunnar mun kunnugt þá kviknaöi neisti úti i Vestmanna- eyjum f sumar, mitt f þvi ástandi vonleysis, deyföar og sundrungareinkenna sem sett hefur svip sinn á verkalýös- hreyfinguna nú um nokkurt skeiö. Farandverkafólk lagS frá sér barátta verkfæri sin, fundaði um kjör sin.kom sér saman um ákveðn- ar kröfur til Urbóta og mæltist til þess að forysta verkalýðs- hreyfingarinnar reyndi með skipulögöum hætti og styrk allrar verkalýðshreyfingarinn- ar að hrinda þeim i fram- kvæmd. Kröfur þessar hafa birsthérí Þjóöviljanum oftar en einu sinni. NU um nokkurt skeið hefur hér á Faxaflóasvæðinu starfaö skipulega baráttuhópur farand- verkafólks. Hópur þessi hefur margvfslegar hugmyndir á prjónunum, en brýnasta verk- efnið er að koma á sem bestum tengslum á milli farandverka- fólks um land allt, þar sem ljóst er að það verður að vera skipu- lagslega undir þaö bUið að geta beitt verkfallsvopninuþegar út i samningagerð og kjaraátök er komið. Það er eina tryggingin fyrir þvi að kröfur þess nái fram aö ganga. A morgun, sunnudag, hyggst hópurinn halda almennan um- ræðufund i Félagsstofnun stUd- enta kl. 14 til þess aö ná sam- bandi við þaö farandverkafólk hér á Reykjavikursvæöinu sem halda mun á næstunni Ut i ver- stöðvar um land allt, auglýsa málefnið og fá um það almenna umræðu. Fyrir þann fund verð- ur hópurinn vonandi búinn að kom sér upp fastri bækistöö sem siðan yrði tengipunktur hreyf- ingarinnar. Að fundinum lokn- um verður samhliöa auknum tengslum við farandverkamenn á dvalarstöðum sinum og isam- vinnu við það, aö vinna aö nán- ari Utfærslu á kröfum farand- verkafólks. Þaö mun útheimta umtalsveröa vinnu, Utfæra verður breytingar á lögum og reglugerðum hvað sumar kröf- urnar varðar, aörar verða að koma sem nýjar greinar eða viðbót við greinar i samningum landssambanda og félaga við atvinnurekendur. Enn aðrar þarfnast laga- og reglugerðar- breytinga innan félaganna sjálfra. Komið til starfa Þá er komiö að ástæðu þess að þetta er rakið hér á Jafnréttis- siðunni. 1 áöurnefndum baráttu- hóp hefur kynskipting verið konum mjög i óhag. Slikt er að visu ekki séreinkenni á þessum hóp umfram það sem gerist inn- Framhald á bls. 13 Bamaárskröfur verkalýðs hreyfingarinnar Hvar eru þær niðurkomnar? Hvernig ætlar verkalýðshreyfingin að fylgja þeim eftir? Þar sem barnaári er nú lokiö teljum við afskaplega þýðingar- mikið aö itreka ennþá einu sinni , enn þær kröfur sem verkalýös- hreyfingin hefur mótað i tilefni barnaárs og sem hin róttæka kvennfrelsishreyfing á tslandi hefur tekið heilshugar undir og gert aö sinum. Við teljum þýðingarmikið, að á þessar kröfur verði reynt, aö verka- lýðshreyfingin taki þær upp i komandi kjarasamningum; en til aö svo verði verða allir að ieggjast á og þrýsta á og fylgja kröfunum eftir gagnvart forystu verkalýðssamtakanna. Efnislega ganga þessar kröf- ur út á eftirfarandi: 1) Að dagvistunarþröfin verði brúuð innan 7 ára. 2) Allar konur hafi rétt til fæð- ingarorlofs i þrjá mánuði, sem sé greitt af almanna- tryggingum 3) Réttindi foreldra I veikindum barna til ákveðinna dagpen- inga. 4) Takmörkun á vinnu barna, þannig aö börnum yngri en 15 ára sé bönnuð öll yfirvinna og börnum yngri en 16 ára sé bönnuö öll næturvinna. Þessar kröfur voru mótaöar af svonefndri barnaársnefnd ASl, sem miðstjórn ASl setti á stofn snemma á sl. ári. Nefndin vann upp all- umfangsmikið vinnuplagg þar sem þessi fjór- liðaða kröfugerð er ýtarlega út- færð og studd mörgum dæmum. M.a. er þar að finna afar fróð- legan samanburð á fæðingaror- lofsmálunum hér á landi þegar mismunandi stettarfélög eru borin saman. Enn fróðlegri verður þessi samanburður þeg- ar staða kvenna hér á landi er borin saman við stöðu sænskra kvenna hvað þessi mál varöar. A 9. þingi Verkamanna- sambands i haust voru þessar kröfur barnaársnefndar ASl samþykktar og þvi lýst yfir og lofað hátiðlega, að þær yröu teknar upp i komandi kjara- samningum. Þegar þetta er ritað hefur ASI haldið tvær kjaramálaráöstefn- ur til að móta kröfugerö heildarsamtakanna i komandi kjarasamningum. A þeim ráö- stefnum hefur ekki mikið borið á þeim kröfum sem barnaárs- nefndin mótaði og þing VMSl hét og sárt við lagöi, aö upp skyldu teknar i komandi kjara- samningum. Aö visu var sett á laggirnar undirnefnd eftir fyrstu kjaramálaráðstefnuna sem m.a. skyldi hafa með þessi mál aö gera. En á ráðstefnunni sem haldin var i desember heyrðist fátt eitt um afdrif þess- ara krafna. Kröfur verkakvenna oft aftarlega á merinni Meðvitaöir kvenfrelsissinn- ar og aðrir, sem tekið hafa á 1 2 3 4 meövitaðan hátt þátt i baráttu fyrir sérstökum baráttumálum og hagsmunamálum verka- kvenna s.s. aukinni dagvistun, fæðingarorlofi, kauptryggingu o.s.f. hafa oftar en einu sinni rekið sig á hvað slik mál eiga ’ þvi miöur erfitt uppdráttar inn- an verkalýöshreyfingarinnar. Þó að forystumenn hennar sýni oft slikum málum „samúð sina” með mærðarfullum svipbrigð- um, þá virðist það samt ekki duga þegar til kastanna kemur. Við höfum rekið okkur á það hvaö eftir annaö, samningsgerö eftir samningsgerö, að alltaf skulu kröfur verkakvenna lenda númer 10-12 eða ennþá aftar i forgangsröðun þeirra krafna sem verkalyðshreyfingin setur fram. Nú er lag Þriðja kjaramálaráöstefna ASI veröur haldin 11. janúar nk. Þar mun að likindum veröa gengið endanlega frá þeirri kröfugerð, sem verður vegar- nesti verkalýðshreyfingarinnar I komandi kjarasamningum. A þeirri ráöstefnu verða þeir sem á meðvitaðan hátt vilja berjast fyrir þessum kröfum að efla sókn sina og hrifa þá meö sér sem hikandi og ráðvilltir eru. Timann fram að ráöstefn- unni verðum við lika að nota vel. Alla fundi sem færi gefst á skulum við nota til aö kynna þessar sjálfsögöu jafnréttis- kröfur og fylgja þeim eftir. Til baráttu nú félagar! Nú er lag! GH Jafnréttiskrafa er ekki fíflskaparmál Bankamenn hafa verið með lausa samninga siðan 1. okt. 1979 en kröfugerð hefur legið frammi siðan i sumar. Eitt at- hyglisverðasta nýmælið i þeirri kröfugerð frá jafnréttis- sjónarmiði er krafa um barns- buröarleyfi fyrir konur i 3 mánuði á fullum launum eöa i 6 mánuöi á hálfum, ekki að- eins fyrir fastráðnar konur eins og nú er, heldur einnig fyrir lausráðnar. Sömuleiðis er krafist 20 daga leyfis fyrir karlmann vegna barneignar eiginkonu eða sambýliskonu. Bankamenn eru fyrstir til að taka þetta jafnréttismál upp I kröfugerð sina en þessi mál hafa verið rædd á þingum Sambands islenskra banka- manna nú i nokkur ár. 1 nýútkomnu bankablaði eru viðtöl við nokkra bankamenn um horfur i komandi samn- ingagerð. Hulda Ottesen, bankaritari i innheimtudeild Landsbankans,segir m.a. um þessa kröfu: ,,Þó að þessi krafa hafi fariö fyrir brjóstið á mörgum er hún réttmæt. Það hlýtur að vera krafa bæði fööur og barns, aö barniö njóti umhyggju beggja foreldra.” Jafnréttissiðan hafði sam- band við Huldu og innti hana eftir hvernig reynt yröi að koma þessum málum i gegn. Hún kvaöst vera bjartsýn og ánægð með að þetta væri loks- ins komið inn i kröfugerð bankamanna og vaxandi skilningur væri meðal karla sem kvenna á réttmæti þessar ar kröfu enda fælist i henni barnavernd frá hennar sjón- armiöi. Hún taldi þó hafa mik- iö skort á almenna umræðu i þjóöfélaginu um rétt feöra til aö annast börn sin en það væri sjálfsögð jafnréttiskrafa en ekki fiflskaparmál. Konur eru 65% af starfsfólki bankanna. Þær eru fjölmenn- astar i lægri launaflokkum. I 6. launaflokki sem flestar kon- ur eru I er. aðeins 81 karlmað- ur á móti 375 konum en i hæsta flokki eru 117 karlar en aðeins ein kona. H.J.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.