Þjóðviljinn - 08.01.1980, Side 4
4 StÐA —'ÞJ6ÐVILJINN Þriöjudagurinn 8. janúar 1980.
MOOVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýðs-
hreyfingar og þjóðfrelsis
útgefandl: Útgdfufélag Þjódviljans
Frnmkvienidnttjórl: Eióur Bergmann
Rlutjórnr: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson.
Fréttnntjóri: Vilborg HarBardóttir
úmtjónnrmaóur Sunnudngtblabt: Ingðlfur Margeirsson
Rekstrarstjóri: Úlfar Þormóósson '
Auglýsingastjóri: Rúnar Skarphéóinsson
Afgrelóslustjóri: Valþór Hlööversson
Blaóamenn:Alfheiöur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Guöjón Friöriks-
son, Ingibjörg Haraldsdóttir, Magnús H. Glslason, Sigurdór Sigurdórsson.
Erlendar fréttir: Jón Asgeir Sigurösson
iþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson.
LjóBmyndir: Einar Karlsson, Jón Olafsson
Útllt og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Sævar Guöbjörnsson
Handiita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Ellas Mar.
Safnvöröur: Eyjólfur Arnason
Auglýsingar: Sigrlöur Hanna Sigurbjörnsdóttir, Þorgeir Olafsson.
Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir. r
Afgreiösla: Einar Guöjónsson, Guömundur Steinsson, Kristin Péturs-
dóttir.
Sfmavarsla: Olöf Halldórsdóttir, Sigrtöur Kristjénsdóttir.
Bflstjóri: Sigrún Báröardóttir
HUsmóöir: Jóna Siguröardóttir )
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdótthj1.
Útkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn Gúömundsson.
Ritstjórn, afgreiösla og auglýsingar: SföumUla 6. Reykjavfk.tlmi 8 13 33.
Prentun: Blaöaprent hf.
Lög án fjárveitinga
# í áramótablaði Þjóðviljans víkur Svava Jakobsdóttir
rithöfundur og fyrrv. alþingismaður að jaf nréttisbarátt-
unni á liðnum áratug og þykir að vonum margt hafa far-
ið úrskeiðis og valdið vonbrigðum. I grein sinni minnir
Svava meðal annars á nauðsyn þess að ýmsum lagasetn-
ingum sé fylgt eftir og knúið á um f jármagn til þess að
hægt sé að koma lögfestum umbótum í framkvæmd.
# „Ég ætla að byrja á Ijósum punkti (þeir eru þó von-
andi f leiri). Á þessu ári var f járframlag ríkisins til dag-
vistunarmála tvöfaldað að krónutölu frá árinu áður og
mun hækkunin hafa numið um 30% í raungildi. Heiður sé
Ragnari Arnalds fyrir framgöngu hans i því máli. Á síð-
asta Alþingi voru einnig samþykkt lög um heimild til
handa Húsnæðismálastjórn að lána sveitarfélögum til að
byggja dagvistarheimili, en þau lög eru því miður dauð-
ur bókstafur, þar eð ekki var séð fyrir f jármagni til
slíkra lána, og því ávísað á tómt.
# Vonir stóðu til að á þessu þingi yrði samþykktur
tekjustofn til að fjármagna fæðingarorlof til allra
kvenna og þá væntanlega ávísað á almannatryggingar.
Það er víst almennt ekki vitað, að á árinu 1975 samþykkti
Alþingi sem lög, að ríkisstjórnin skyldi tryggja tekju-
stofn til f jármögnunar fæðingarorlofs til allra kvenna á
landinu fyrir 1. janúar 1976. Þessi lög hundsaði ríkis-
stjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks þrátt
fyrir ítrekaðan eftirrekstur marga alþingismanna í
formi tillögu- og frumvarpsflutnings auk fyrirspurna.
Þetta er eitt af mörgum málum sem Alþýðuf lokkurinn
skildi eftir í algeru reiðuleysi með stjórnarbrotthlaupi
sínu. Um fæðingarorlofiðgildir sem sagthiðsama og um
dagvistarmálin: við höfum lögin, en þurfum að herja á
f járveitingarnar."
Neyslufyllerí eða
nýtt verðmætamat
# Félagsmálastofnun Akureyrar hefur starfað með
miklum þrótti á vaxandi málefnasviði síðustu ár. f ný-
legu og afar fróðlegu viðtali i Þjóðviljanum kemur Jón
Björnsson forstöðumaður hennar inn á það að nýtt verð-
mætamat sé brýnasta viðfangsefnið í félagsmálum í
dag.
# Jón Björnsson segir að húsnæðispólitíkin i landinu sé
það svið sem mikilvægast sé að knýja f ram umbætur á í
næstu framtíð. Húsnæðismálin séu kveikjan að ákaf lega
margvislegu böli eins og hjónaskilnuðum, drykkjuskap,
gjaldþroti og vanrækslu á börnum. Því valdi þetta ó-
skaplega átak sem fólki er ætlað að gera í upphafi f jöl-
skyldustofnunar, sem hér verður oftast til muna fyrr en
í nágrannalöndum okkar. Sérstaklega þoli ungt fólk sem
ekki er fullmótað þetta álag illa, enda girðir þrotlaust
puðið fyrir eðlilegan þroska í samskiptum og f yrir sam-
veru við börn. Siðan segir Jón Björnsson:
# „Það viðhorf ríkir núna að það sé nauðsyn að eiga
eigið húsnæði, leigumarkaðurinn er jú enginn. En óneit-
anlega er það lika ríkjandi að vilja eiga sérstaka tegund
húsnæðis, helst einbýlishús með amerískri hurð og tvö-
földum bílskúr. Verðmætamatið' núna er þannig að það
er talið mikilvægara að eyða tíma sínum í að skaffa sér
þessa vöru eða neyslutákn heldur en að eyða saman tíma
í að vera með krakka. Ég held að þessi áhersla sem lögð
er á neyslu sé þjóðarmein.
# Við ættum að reyna að komast úr þessu neyslufyll-
eríi sem vi erum á. Við ættum að skoða betur hvað okkur
f innst númer eitt og hvað á að vera númer tvö. Á Blazer-
jeppi og amerísk bílskúrshurð virkilega að vera númer
eitt?
# Ég held að við séum í allt of ríkum mæli haldin af
gildismati hins nýríka, gildismati mikillar neyslu, kapp-
hlaupi um allskonar hluti og lúxus og látum allskonar
auglýsingmennsku segja okkur mikið f yrir verkum í því.
Við hundsum ýmis verðmæti, sem við vafalaust gætum
haft jafn mikla ánægju af ef við værum innstillt á það."
—e.k.h.
Sovésk herdeild skammt sunnan af Kabúl.
Afhverju innrás?
Fréttaskýringar sópast inn á
boröiö hver af annarri um Af-
ganistan. Þegar reynt er aö
svara þvi, hvers vegna Sovét-
menn skárust þar i leikinn meö
vopnaöri innrás, veröur niöur-
staöan jafnan eitthvaö á þessa
leiö:
Sovétmenn þóttust sjá fram á
aö Hafezellah Amin forseti væri
að tapa sinu striöi viö þá sund-
urleitu flokka múhameöskra
uppreisnarmanna sem höföu
risiö gegn byltingarstjórninni i
Kabúl og róttækum áformum
hennar. Sovétmenn munu hafa
óttast, aö við tæki stjórn sem
væri náskyld hinum herskáu
ajatollum I Iran. Þar með juk-
ust enn likur fyrir þvi, aö hin is-
lamska vakning skapaöi ólgu i
þeim Sovétlýöveldum I Miö-
Asiu sem hafa búið viö siö Mú-
hameðs, en Sovétrikin eru sjötta
stærsta riki múhamestrúar-
manna i heiminum i dag.
Meö þetta i huga hafa Kreml-
verjar svo reiknaö þaö út að
eina leiöin til aö foröa þvi aö Af-
ganistan færöist af áhrifasvæöi
þeirra og undir stjórn fjand-
samlegra afla væri vopnuö i-
hlutun, sem byndi enda á borg-
arastriðið i landinu og kæmi fót-
um undir nýja rikisstjórn sem
gæti náö sáttum viö liösmenn
Múhameös og væri um leiö vin-
samleg Sovétrikjunum.
Vondur friður
Þessvegna hefur hinn nýi for-
seti, sem Sovétmenn hafa komiö
i embætti, Karmal, sleppt úr
haldi pólitiskum föngum, sem
Amin haföisett inn,og gefiö út
vinsamlegar yfirlýsingar I garö
Múhameöstrúarmanna, hann
hefur lika lofaö þvl aö hægja á
meiriháttar þjóöfélagsbreyting-
um. lávörpum sinum snýrhann
sér bæöi til kaupmanna og
„þjóölegra kapitalista” og full-
trúa minnihlutaþjóöa og kveöst
allt vilja fyrir þá gera.
Þaö er i þessum skilningi aö
Sovétmenn vilja koma á „friöi”
i Afganistan. Hitt er svo vand-
séö, hvernig erlendur her getur
meö báli og brandi búiö til sættir
i heiftarlegu borgarastriöi,
hvernig i ósköpunum ætti þaö aö
vera annaö en gervisættir,
svikafriöur?
Carter hjálpað
En annaö hafa Sovétmenn
gert meö innrás sinni: þeir hafa
i reynd veitt Carter Bandarikja-
forseta mikilvægan póiitiskan
stuöning Þeir hafa gefiö honum
færi á aö skjóta á frest uppgjöri
um SALT-II, samning um tak-
markanir á kjarnorkuvigbún-
aði, sem er honum mjög erfitt.
Þeir hafa gefið honum tækifæri
til aö reka af sér þaö slyönuorð
að hann sé óákveðinn og linur I
samskiptum slnum viö Sovét-
menn — nú getur hann sett upp
ygglibrún og beitt Sovétmenn
refsiaðgerðum — og þar með
grafiö undan ýmsum herskáum
pólitiskum andstæöingum sin-
um. Og slöast en ekki slst: nú
hafa Sovétmenn gefið fordæmi
sem auöveldar Bandarikja-
mönnum stórlega viðleitni til aö
koma upp herstöðvum á Ind-
landshafi eöa Sinaiskaga, sem
veriö hafa á döfinni meö einum
eöa öörum hætti,— og einnig
gerí. leikinn auöveldari, ef
Carter gripi til þess ráös til aö
leysa gislana úr haldi i banda-
riska sendiráöinu I Teheran, aö
senda fallhlífasveitir á vettvang
eins og ísraelar gerðu I Ent-
ebbe.
Hver er munurinn?
Auk þess hafa Sovétmenn
meö þessari innrás sinni tekiö
enneitt veigamikiö skrefi þá átt
aö þurrka burt úr vitund al-
mennings I heiminum nokkurn
þann greinarmun sem menn
kynnu aö gera á Sovétrikjunum
og bandariskri heimsvalda-
stefnu. Mönnum hlýtur i æ rlk-
ara mæli aö finnast aö aöferöir
þeirra séu þær sömu I stórum
dráttum. Ef nokkuö er þá verö-
ur Bandarikjamönnum nú siö-
ast hrósaö fyrir aö senda ekki
herliö inn I Nicaragua, eins og
margir bjuggust viö (eöa þá
málaliöa frá Guatemala til
dæmis). Þaö er aö visu sjald-
gæft aö Bandaríkjamenn komi
fram af slikri varfærni gagn-
vart byltingu i Rómönsku Ame-
riku — en þess ber semsagt aö
geta sem gert er.
Þvi hlýtur sú niðurstaða aö
koma upp, þegar þessi mál eru
skoðuö, aö enda þótt Sovétmenn
kunni aö geta treyst i sessi meö
herstyrk slnum þá stjórn I
Kabúl sem þeir helst vilja hafa
— þá hafa þeir tapaö mörgu og
miklu á öörum vettvangi. Og
geta aö sjálfsögöu engum um
kennt öörum en sjálfum sér.
Möppudýrin sýknuð
Vendum okkar kvæði I kross.
Eftir að Vilmundur Gylfason
varö dómsmálaráöherra hefur
hann mjög dregið úr stórum
fullyrðingum um dómskerfið
sem sérstaka gróörastiu spill-
ingar. Hann hefur nú tekiö þann
pól I hæðina, aö segja sem svo,
aö allt sé veröbólgunni að kenna
— hún rugli menn I þeirra siö-
feröilega rimi og þá veröi „þátt-
ur fjármálabrota rikari, en rétt-
arkerfiö óviðbúiö aö mæta sllkri
aukningu. Þaö á aö vera skylda
hins pólitiska valds aö sjá svo
um aö réttarkerfiö sé i stakk bú-
ið til þess aö fjalla um slik mál”,
segir Vilmundur i grein I Lög-
reglublaðinu og hann talaöi i
svipuöum dúr i sjónvarpi á
föstudagskvöldiö.
Vilmundur er semsagt búinn
að sýkna möppudýrin sin: að
hans dómi er gallinn sá að al-
þingi hefur ekki alið þau nógu
vel til afreka og ekki fjölgaö
þeim nógu mikið. Hinn söku-
dólgurinn er svo verðbólgan
sjálf.
Manni finnst satt að segja
stundum aö veröbólgan sé gerö
aö einskonar allsherjar afsökun
fyrir þvi að hugsa ekkimálin til
enda. Viö vitum aö auögunar-
glæpum svokölluöum fjölgar og
aö verðbólga geisar. En höfum
viö nokkurn raunhæfan saman-
burö á þvi, hvort þeim fjölgar
örareöa hægaren i þeim lönd-
um þar sem veröbólga er
minnst? Veröa skattsvikarar
varfærnari i Vestur-Þýskalandi
viö þaö aö þar er veröbólga
hæg? Læra Svisslendingar ekki
fjármálaklæki vegna þess aö
þeir eiga traustan gjaldmiöil?
Spyr sá sem ekki veit.
og skoríð
VILMUNDUR GYLFASON, DÓMSMÁLAiHÁÐHERRA:
LÖG OG REGLA-
RÉTTLÆTI OG RANGLÆTI