Þjóðviljinn - 08.01.1980, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 08.01.1980, Qupperneq 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagurinn 8. janúar 1980. iþróttir Kappinn á myndinni hér aö ofan var i sviösljósinu I ensku knatt- spyrnunni á iaugardaginn. Hann skoraöi, fékk sföan á sig dæmt vfti, heitir Osvaldo Ardiles og leikur meö Tottenham. / Úr einu í annað Að vera eða vera ekki Jóhann Ingi Gunnarsson landsliöseinvaldur i handbolta lét þau orö falla á blaöa- mannafundi um helgina aö veriö gæti aö hann hætti störf- um fyrir HSt þegar samningi hans lýkur I vor. Jóhann hefur áöur látiö svipuö orö falla, m.a. á Spáni s.l. vetur. Viö hinir óbreyttu segjum þvi eins og skáldiö: Aö vera eöa vera ekki, þaö er spurningin. Celtic trónir enn á toppnum Celtic heldur enn forystu sinni i skosku úrvalsdeildinni þvi þeir sigruöu Dundee Utd um helgina 1-0!. Murdo McLeod skoraöi markiö úr vitaspyrnu. Morton sigraöi Aberdeen 1-0, en Rangers tap- aöi óvænt á heimavelli fyrir St. Mirren, gamla liöinu hans Þórólfs Beck. Staöa efstu liöa I Skotlandi er nú þessi: Celtic 19 12 4 3 39:17 28 Morton 20 11 4 5 39:26 26 Rangers 21 8 4 9 29:28 20 St.Mirren 19 7 6 6 27:33 20 Hræringar í 3. deildinni Alltaf eru nokkrar hræring- ar hjá 3. deildarliöunum i knattspyrnu um þessar mundir. Suöur meö sjó hafa Víöismenn i Garöi ráöiö þjálf- ara, hinn kunna Eggert Jó- hannesson, sem þjálfaöi Haukana i 1. deildinni s.l. sumar. 1K, tþróttafélag Kópavogs, mun ætla sér aö hafa starf- semi meistaraflokksins i Iág- marki næsta sumar, en þess I staö aö beina kröftunum aö yngri flokkunum. Viturleg stefna þaö. Þeirra helsti markaskorari, Ólafur Petersen,ku ætla i Fylki, en aörir munu liklega halda áfram undir stjórn Siguröar Jónssonar, Valsmanns hér á árum áöur. Þá hefur Grótta af Seltjarn- arnesi endurráöiö Árna Guö- mundsson, pipulagningar- mann m.m., sem þjálfara næsta sumar. r ' /«v Enska knatt- spyrnan - Halifax lagði risa Manchester City Þriöja umferö bikarkeppn- innar ensku fór fram um helg- ina. Eins og vænta mátti var mikiö um óvænt úrslit, en þau allraóvæntustu voru sigur strákanna hans George Kirby, fyrrum Skagaþjálfara, i Halifax gegn Manchester City, 1-0. Þaö hefur væntan- lega veriö herlegt geim I borg- inni þeirri um helgina. Litum þá á úrslitin: Altrincham-Orient 1-1 Birmingham-Southampton 2-1 BristolCity-Derby 6-2 Bristol R-Aston Villa 1-2 Burnley-Stoke 1-0 Cardiff-Arsenal 0-0 Carlisle-Bradford City 3-2 Chesham-Cambridge 0-2 Everton-Aldershot 4-1 Halifax-Manchester City 1-0 Leeds-NottinghamF. 1-4 Leicester-Harlow 1-1 Liverpool-Grimsby 5-0 Luton-Swindon 0-2 Mansfield-Brighton 0-2 Millwall-Shrewsbury 5-1 Newcastle-Chester 0-2 Notts County-Wolves 1-3 Oldham-Coventry 0-1 Preston-Ipswich 0-3 QPR-Watford 1-2 Reading-Colchester 2-0 Sunderland-Bolton 0-1 Swansea-Crystal Palace 2-2 Tottenham-Man. Utd. 1-1 WBA-West Ham 1-1 Wrexham-Charlton 6-0 Yeovil-Norwich 0-3 Fótfráir Kanar Tvö heimsmet voru sett I 60 m hlaupi úm helgina á innan- húsmóti á Long Beach I KaLifornlu. Houston MCTear setti met í karlaflokki, hljóp á 6.38 sek.. Hann átti sjálfur gamla metiö,6.54 sek.. I kvennaflokki setti blökku- stúlkan Evelyn Ashford met I 60 m hlaupi þegar hún rann skeiöiö á 7.04 sek.. Ásgeir skoraði í stórsigi Standard Liö Arnórs Guðjohnsen, Lokeren tapaöi loks leik I belgísku knattspyrnunni, en heldur samt forystunni i 1. deildinni þarlendu. Þaö var Beveren sem Lagöi Lokeren 1- 0. Standard Liege rótburstaöi Waregern_ á útivelli, 4-0 og skoraöi Ásgeir Sigurvinsson eitt markanna. Lokeren hefur 28 stig, FC Brugge 26 og Standard og Molenbeek hafa 23 stig. Anna María sigraði í bruni Brun var á dagskránni i Heimsbikarkeppninni á skiö- um um helgina og var bæöi keppt I karla- og kvennaflokki Hjá konunum bar Anna-María Moser Pröll sigur úr býtum, en Maria-Teresa Nadig Sviss varð önnur. Viö sigurinn komst Anna-Maria í efsta sæt- iö i stigakeppninni. Peter Múller Sviss sigraöi I keppninni I karlaflokki, annar varö Herbert Plank, Italíu. Ingemar Stenmark hefur for- ystu í stigakeppninni meö 75 stig. Vaismaöurinn Steindór Gunnarsson átti mjög jafna og góöa leiki gegn Pólverjunum. Hér hefur hann sloppiö I gegn og skorar glæsiiega án þess aö póiski markvöröurinn fái rönd viö reist. Mynd — eik. Klempel skaut landann í kaf skoraði 9 mörk þegar Pólverjar sigruðu íslendinga 24—21 á laugardaginn „Það vantaði alla einbeitingu hjá okkur i lokin, og þvi fór sem fór. Það má segja að munurinn á liðun- um i þessum leik hafi einungis falist i þvi að þeir pólsku héldu haus lokaminúturnar, en við ekki,” sagði hi nn harðskeytti handboltalandsliðmaður Þorbergur Aðalsteinsson eftir að hann og strákarn- ir i landsliðinu höfðu beðið lægri hlut fyrir Pólverj- um á laugardaginn, 21-24. Mikiö jafnræöi var meö liöun- um I byrjun leiksins, en þeir pólsku voru alltaf fyrri til þess aö skora, 1-1, 2-2, 3-3 og 5-5. Þegar hér var komið sögu fékk landinn gulliö tækifæri aö komast yfir, en Bjarna mistókst I upplögöu færi. Þarna má fullyröa aö hafi oröiö einn af þessum margumtöluöu vendipunktum, þvl Pólverjarnir tóku nú mikinn kipp I kjölfar nán- ast óskiljanlegrar deyfðar sem færöist yfir íslensku strákana, 8- 5. Þorbergur læddi inn marki, en pólskir svöruöu meö 3 I röö, 11-6 og útlitiö oröiö heldur betur svart hjá okkar mönnum. Lokakafla fyrri hálfleiksins réttum viö aö- eins úr kútnum, skoruöum 3 mörk gegn 1 frá Pólverjum, 12-9. Islensku strákarnir héldu á- fram I byrjun seinni hálfleiksins þar sem frá var horfið i lok þess fyrri og söxuöu jafnt og þétt á for- skot þeirra pólsku. Fjögur mörk I röð frá íslandi geröu þaö aö verk- um aö skyndilega var landinn kominn yfir, 15-14. Þá eins og oft áður kom reynsla Pólverjanna I ljós. Þeir léku sérlega yfirvegaö og voru komnir meö undirtökin á nýjan leik skömmu seinna, 17-15. tslensku strákarnir neituðu aö gefast upp og þvældust fyrir hin- um frægu mótherjum slnum enn um sinn, 17-17, 18-18 og 20-19. Þá fékk Viggó gulliö tækifæri til þess aö jafna, en mistókst aö skora (vendipunktur nr .2?). Pólverjarn- ir léku af skynsemi og yfirvegun siöustu mlnúturnar á sama tlma og fálmiö, fumiö og æsingurinn uröu allsráöandi hjá Islenska liö- inu. Þegar upp var staöiö aö leikslokum höföu Pólverjarnir sigraö meö 3 marka mun, 24-21. Pólverjarnir voru mun slakari I þessum leik en I viðureigninni sl. fimmtudag. Þó er mjög greinilegt aö leikirnir hér á landi eru fyrst og fremst æfingaleikir I þeirra augum, æfingaleikir sem þeir vilja sigra i með sem mestum mun. Þaö hefur gengiö heldur brösulega hjá þeim að brjóta niður íslensku strákana og mót- spyrnan fremur óvænt, sérstak- lega I þessum leik þvi ekki er aö efa þaö, aö eftir fyrsta leikinn hafa þeir pólsku haldiö sig kunna ráö sem dygðu á landann. Markvarslan var nú önnur og betrihjá Pólverjunum,enáöur og má segja aö þaö hafi gert Utslag- iö. Klempel var illstöövandi sem fyrr. Leikmaöur nr. 9, Was- zkiewich,átti afbragösgóöan, leik og nr. 8, Kosma, kom inná á „krítiskum” augnablikum og stóö sig vel. Þetta viröist beinlinis vera hlutverk hans I pólska liöinu. Ekki var sami frískleikinn yfir islenska liöinu i þessum leik og á fimmtudaginn. Leikur þeirra var mun óyfirvegaöri, einkum i fyrri hálfleiknum þegar baráttuneist- ann vantaöi langtimum saman. í seinni hálfleiknum fóru hjólin hins vegar aö snúast af alvöru hjá Islensku strákunum. En eins og Þorbergur sagöi vantaöi ein- beitnina 1 lokin, llkt og I leiknum á fimmtudaginn. Þetta veröur aö laga, en einhvern veginn viröist skorta stjórnun á liöinu innan vallar þegar mikiö liggur viö og vandséö hvernig úr má bæta. Valsmennirnir Steindór og Bjarni áttu mjög góöan leik aö þessu sinni, sívakandi og ákveön- ir. Siguröur G, Ólafur, Þorbergur og Viggó áttu slna góöu og slæmu kafla, en of margir voru slæmu A /

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.