Þjóðviljinn - 11.01.1980, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 11.01.1980, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagurinn 11. janúar 1980. Málaárið í Norræna húsinu Sýningar á \bókum frá | Norður- j löndum Svo sein fram hefur komið ■ i fjölmiölum stendur nú yfir | norrænt málaár, sem I norrænufélögin á Norður- I löndum standa að. Norræna * húsið leggur einnig sinn I skerf til málaársins með þvi I að setja upp sýningar á bók I um frá Norðurlöndum, þar * sem kvnnt veröur eitt land i I senn. Verða þar til sýnis I bækur um landið og menn- * ingu þess, svo og bækur um ■ ýmis efni á tungu viðkom- I andi þjóðar. Fyrsta bókasýning J Norræna hússins verður * grænlensk, og er það við I hæfi, þar sem i sýningarsöl- ;l um hússins stendur nú yfir J sýning á grænlenskri list. I Fyrirlestur I um grœn- ; lenska list I 1 tilefni af grænlensku sýn- , ingunni i Norræna húsinu ■ heldur danski listmálarinn I Bodil Kaalund fyrirlestur I meö litskyggnum, I fyrir- , lestrarsat Norræna hússins, ■ laugardaginn 12. janúar kl. 15:00. Fyrirlestur sinn nefnir I hún „Tradition og fornyelse i , grönlandsk kunst". ■ Grænlensk list er sprottin I af allt öðrum rótum en | evrópsk list og hefur öldum a saman þróast eftir eigin leið- | um. Nú hafa kynnin af I evrópskri list haft áhrif á I grænlenska list, bæði holl og a miður holl. , I Eftir fyrirlesturinn, um kl I 16:00, munu BODIL | KAALUND og grænlenska , listakonan AKA HÖEGH I leiðbeina sýningargestum I um sýninguna og svara fyr- | irspurnum. * Tónleikar til styrktar Kampútseusöfnun Allir gefa vinnu sína og aðstöðu t næsta mánuði mun Hjálparstofnun kirkjunnar standa fyrir tónleikum til styrktar Kampútseu söfnun- inni og hefur fengið 'til liðs viö sig ýmsa aöila, sem allir gefa vinnu sína og aðstöðu. Eigendur Austurbæjarbiós ætla að láta húsið I té endur- gjaldslaust, Tónkvisl lánar hljómflutningsgræjur og starfsfólk biósins gefur vinnu sina. Þeir sem fram koma á tónleikunum eru Punk-hljómsveitirnar Fræbbiarnir og Snillingarn- ir, Söngsveitin Kjarabót og meginhluti Þursaflokksins, sem fær sér til aðstoðar vini. og kunningja. Kynnir verður Guðmundur Einarsson framkvæmdastjóri Hjálpar- stofnunar kirkjunnar. György Pauk hjá T ónlistarfélaginu Ungverski fiðlusnillingurinn György Pauk kemur fram á tón- leikum Tónlistarfélagsihs I Austurhjarbiói kl. 2 á laugardag- inn kemur ásamt ástralska pia, óleikaranum Gwenneth Pryor. A efnisskrá tónleikanna er sónata fyrir fiðlu og pianó i E-dúr eftir Jóhann Seb. Bach. Sónata op. 24 eftir Beethoven, Sónata eftir Robert Schumann og nokkur falleg lög að lokum eftir Kreisler og Rimsky Korsakov. Þetta er i þriðja sinn sem György Pauk kemur til íslands til tónleikahalds, en hann lék með Sinfóniuhljómsvejtinni á tónleik- Gwenneth Pryor um hennar i gærkvöld. Pauk hóf aðeins 14 ára gamall að leika á tónleikum og hófst alþjóðlegur ferill hans árið 1961 er hann kom fyrst fram i London. Gwenneth Pryor er fædd i Sydney, var aöeins 3ja ára er hún hóf pianónám og kom frá 13 ára aldri fram á tónleikum, bæði sem einleikari og sem þátttakandi i kammermúsik. Hun stundaði nám við Royal College of Music i London, þar sem henni voru veitt Hopkinson gullverðlaunin. Hún hefur haldið tónleika i mörgum löndum Evrópu og i Astraliu, leikið inná hljómplötur og fyrir útvarp og sjónvarp viða. 474 útköUhjá Slökkviliðinul979: Yerulegt tjón af eldi á 16 stöðum 1 16 skipti af 398 sem Slökkvilið Reykjavikur var kvatt út vegna eldsvoða á sl. ári varð mikið eöa talsvert tjón, i öðrum tilfellum lit- ið eða ekkert. Auk þess var slökkviliðið kallaö 76 sinnum á vettvang án þess að um eld væri aö ræða og var það i 15 skipti um hreint narr að ræða, en annars grun um eld eða lfnusnertingu. Þetta kemur fram i skýrslu slökkviliðsstjóra um útköll á ár- inu og jafnframt, að fjöldi útkalla er álika og árið áöur. Það gildir einnig um fjölda sjúkraflutninga, sem hefur verið svotil óbreyttur frá 1973 eöa kringum 10 þúsund á ári, var 10755 árið 1979. Við samanburð á mánuðum ársins kemur fram, aö mai sker sig úr að þvi leyti, að þá var slökkviliðið kallað út nær 100 sinnum oftar en flesta aðra mán- uði, en bæði i april og i mai var mikið um sinubruna. Flestar kvaðningar voru gegnum sima eða 450 og aðeins 24 sinnum var brotinn brunaboöi. Oftast var kallað vegna elds i ibúðarhúsum, 87sinnum. Þá kom upp eldur i 39 bilum, 20 bröggum, 14 verkstæðum, 9skipum og 5 úti- húsum, en i ýmislegu öðru 224 sinnum. Ókunnugt er um 60 elds- upptök, annars voru helstu orsak- ir ikveikjur, 220, útfrá rafmagns- tækjum, kviknaöi 49 sinnum og rafiögnum I6sinnum, frá eldfær- um og ljósatækjum 23svar, og oliukynditækjum 4 sinnum. Ýmsar aðrar orskair ollu öðrum eldsvoðum. Fjölmennasti skóli landsins: György Pauk SkaftfeUinga- búð opnuð á sunnudag Ska f tfellinga féla gið i| Reykjavik hefur eignast að- I setur og samkomusal á efstu ‘ hæð i austurenda hússins að . Laugavegi 178. Þar verður I féiagið með opið hús næstu I sunnudaga, 13., 20. og 27. ' janúar kl. 2-5. Gestir geta . keypt kaffi og skoöaö heimil- I ið, sem hlotið hefur nafnið I Skaftfellingabúð. Jafnframt verður sýnd ■ kvikmyndin ,,I jöklanna I skjóli”, sem félagið lét gera I fyrir aldarfjóröungi og er nú J ómetanleg heimild um lif og ■ starf á fyrri tfð. Verður I væntanlega sýndur einn I þáttur hverju sinni, kl. 4.30. , Einum þætti hefur veriö ■ aukið við k.vikmyndina og I fjallar hann um gegningar. | Verður hann framsýndur i , Skaftfellingabúð sunnu- ■ daginn 20. janúar. Skaftfellingafélagið bindur | miklar vonir við þetta nýja ■ heimili. M.a. mun Söngfélag i Skaftfellinga fá þarna inni I fyrir starfsemi sina. Skaftfellingafélagiö var ■ stofnað 1940 og á senn 40 ára l afmæli. — eös I 21.244 nemendur Umferðarskólinn „Ungir vegfarendur" er nú orðinn langf jölmennasti skóli landsins og voru nemendur hans á síðasta ári 21.244 talsins i öllum 224 sveitar- félögum landsins. Timamót urðu i umferðar- fræðslu hérlendis á barnaárinu segir i frétt frá Umferðarráði, en þá voru i fyrsta sinn öll 3ja til 6 ára börn i landinu þátttakendur i umferðarskólanum. Fram að þeim tima höfðu að visu 87,2% barna notið þessarar fræðslu i 59 sveitarfélögum, en i ársbyrjun 1979 gerði Umferðarráö sérstakt átak til þess aö þau börn sem ekki voru i skólanum bættust i hópinn yfit •khrai.-rku. og tókst það með dyggri aðstoð oddvita og sveitarstjðra þeirra 165 sveitarfélaga sem hér áttu hlut að máli. Þar með náði tsland sérstöðu i umferðarfræðslu forskólabarna sem vakti veröskuldaöa athygli á alþjóölegu þingi umferöarráöa sem haldið var á Spáni á liðnu ári. Hefur hvergi náðst sú samvinna sem hér á landi tókst á milli Um- ferðarráðs og allra sveitarfélaga - landsins. Hún felst i þvi að sveitarfélögin greiða mikinn hluta af kostnaöarverði þeirra verkefna sem umferöarskólinn sendir börnunum. Erlendis er þetta viöast hvar ákvörðun einstakra foreldra og með þvi móti er tæplega hægt aö ná til allra. HÚSAVÍK: Broguö upplýsingaþjónusta Það stakk óneitanlega nokkuö i augu að sjá það i nýútkominni at- vinnuleysisskrá aö um siöustu áramót voru jafn margir atvinnu- lausir á Húsavík og i Reykjavik, eöa 156. Viö hringdum i Kristján Mikaelsson hjá Verkalýðsfélagi Húsavikur og spuröum hann hvaö væri eiginlega á seiöi. — Blessaður vertu, þetta er alveg fádæma vitlaus upplýs- ingaþjónusta hjá ráðuneytinu, sagði Kristján. Tölurnar eru útaf fyrir sig réttar á þessu augnabliki en þaö mætti auövitað alveg eins miða við 20. hvers mánáðar og þá var enginn hér á atvinnuleysis- skrá. En á þessari tölu stendur ann- ars þannig að á bátunum var sagt upp vegna þorskveiðibannsins og siöan var fólkinu i frystihúsinu og rækjuvinnslunni sagt upp vegna hráefnisskorts hjá fyrirtækjun- um. Allt þetta íólk kom svo inná skrá hvort sem ,það á bótarétt eða ekki. Þessar upplýsingar báöu þeir um og ég gaf þær. En svo veit ég um aðra staði, sem skrá þessa daga ekki fyrr en i janúar, og þá koma þeir aldrei fram i þessu formi, sem verið er með. Þaö er þvi hæpið plagg til að byggja á nokkurn samanburð. I raun og veru er ekkert marktækt i þessum efnum nema bótadaga- fjöldi og hann sér maður ekki fyrr en eftirá. Núsvo gætu atvik falliö þannig, að hér væri atvinnuleysi fram eftir þessum mánuði. Maður veit aldrei hvernig viðrar. Við skulum segja að það standi til 20. jan. En svo gætu allir verið komnir i vinnu 31. jan. og ekkert atvinnu- leysi skráð á Húsavik þó aö bóta- greiðslur i jan. séu kannski 20-30 sinnum hærri en i des. 1 des. voru hér i raun og veru ekki nema 3 at- vinnuleysisdagar. Nei ég held að menn ættu ekki aö taka svona skýrslugerð of hátiðlega, sagði Kristján. -mhg Eftirgjöf I aðflutnings- j gjalda fyrir j öryrkja ; Frestur til að sækja um I eftirgjöf aðflutningsgjalda af , bifreiðum til öryrkja rennur ■ út 1. febrúar nk. Minnir fjár- I málaráðuneytið á i tilkynn- | ingu, að umsóknir ásamt ■ fylgigögnum veröa að berast I fyrir þann tima. Sjötugur í dag | 70 ára er i dag Guðmundur Jón Hákonarson, Hnjóti, Patreksfirði. Guðmundur hefur starfað við Kaupfélagiö Orlyg að Gjögrum örlygshöfn, frá 1958 og lengst af sem kaup- félagsstjóri.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.