Þjóðviljinn - 11.01.1980, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 11.01.1980, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagurinn II. janúar 1980. Framboðsfrestur Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjar- atkvæðagreiðslu um kjör stjórnar, trún- aðarmannaráðs og endurskoðenda i Verslunarmannafélagi Reykjavikur fyrir árið 1980. Framboðslistum skal skilað i skrifstofu félagsins, Hagamel 4, eigi siðar en kl. 12 á hádegi mánudaginn 14. jan. 1980. Kjörstjórnin. fál Verkamannabústaðir Ákveðið hefur verið að gera könnun á þörf verkamannabústaða i Kópavogi. Þeir sem hafa áhuga á slikum ibúðakaup- um, eru beðnir að fylla út sérstök eyðublöð sem liggja frammi hjá bæjarritara á bæjarskrifstofunum Fannborg 2 og hjá félagsmálastjóra á Félagsmálastofnun- inni Álfhólfvegi 32. Jafnframt veita ofan- ritaðir nánari upplýsingar. Skilafrestur gagna er til 29. jan. n.k. Stjórn Verkamannabústaða i Kópavogi. IJTBOÐ Hitaveita Akureyrar óskar eftir tilboðum i eftirtalin efni til dreif ikerf isf ramk væmda. a) Einangrað pipuefni með fylgihlutum. IJtboðsgögn eru afhent á skrifstofu Hita- veitunnar. Tilboð verða opnuð á skrifstofu Hitaveitu Akureyrar Hafnarstræti 88 B, Akureyri, fimmtudaginn 24. janúar kl. 14. b) Kúlulokar, þenslustykki og þenslu- barkar. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu Hita- veitunnar og á Verkfræðiskrifstofu Sigurðar Thoroddsen, Ármúla 4, Reykja- vik. Tilboð verða opnuð á skrifstofu Hitaveitu Akureyrar, Hafnarstræti 88 B, Akureyri, föstudaginn 1. febrúar 1980 kl. 14. Hitaveita Akureyrar • Blikkiðjan Ásgarði 7, Gardabæ Onnumst þakrennusmiði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíði. Gerum föst verðtilboð SIMI53468 Viö þökkum vinsemd og samúöarkveðjur vegna fráfalls Jörundar Brynjólfssonar Börn, tengdabörn og barnabörn. Mannbjörg i sjóslysum: 36 björguðust af níu fiskibátum 36 manns björguðust af nfu bát- um sem sukku á siöastliönu ári og voru þeir flestir minni eikarbát- ar. Nftján þeirra björguöust fyrst um borö i gúmmlbjörgunarbáta, en hinum var bjargaö beint frá öörum skipum. Aðfaramótt 16. janúar barst hjálparbeiðni frá v.b. Þengli ÞH 114, 65 tonna eikarbát frá Húsa- vik. Mikill leki var kominn að bátnum.sem þá varstaddur ifár- viöri á öxarfiröi á heimleiö úr linuróðri, noröur af Rauöanúpi. Varöskipið Óðinn bjargaöi áhöfn bátsins, fjórum mönnum, og voru þeir fluttirá milli i slöngubát með utanborðsvél. I birtingu um morguninn var reynt að koma dráttartaug í bátinn. Hann var þá mjög siginn i sjó, hvolfdi skyndi- lega og sökk. Hinn 19. febrúar sökk v.b. Guö- mundur Ölafsson ÓF 40, 25 tonna eikarbátur frá Ólafsfirði, eftir aö brotsjór hafði lagt hann á hlið- ina, þar sem hann var á netaveið- um NA af mynni Héöinsfjarðar. Fimm menn björguöust i gúmmi- bát (1 maöur drukknaöi) og síöar um borö í v.b. Arnar ÓF 3 frá Ólafsfirði. Að kvöldi hins 1. mars fórst v.b. Ver VE 200, 70 tonna eikarbátur frá Vestmannaeyjum skammt austur af Bjarnarey. Var bátur- inn á heimleið af togveiðum er brotsjór lagöi hann á hliðina og sökk hann skömmu siöar. Tveir menn björguöust (fjórir drukkn- uðu) igúmmibátogsiöarum borö i v.b. Bakkavik AR 100 frá Þor- lákshöfn. Hinn 7. april sökk v.b. Kristrún ÍS 251, 29 tonna eikarbátur frá Isafirði skammt undan Skipa- skaga eftir aö skyndilega mikill Bæklingur um Rómönsku Ameriku, sögu hennar og samtið er kominn út hjá Menntaskólan- um i Iiamrahliö. Þaö sem sér- stæöast er við bæklinginn er að hann er unninn af nemendum. alls tólf talsins, undir umsjón kennara þeirra, Sigurðar Hjartarsonar. Slikt framtak mun einsdæmi i islensku menntakerfi og má kalla góöa tilbrey tini og viröingar- verða viöleitni til aö nemendur hafi meiri ánægju af vinnunni. leki kom að bátnum. Þrir menn björguðust I gúmmibát og slðar- um borö I varöskipiö Ægi. Bátur- inn var á leiö til Reykjavikur til viðgerðar. Hinn 27. júni sökk v.b. Vinur ST 21, 26 tonna eikarbátur frá Hólmavi"kútaf Skagafirði eftir að mikill leki kom að honum. Ahöfn bátsins, 3 menn, bjargaöist i gúmmibát, er flugvél Landhelgis- gæslunnar TF SÝN fann, en síðar tók Jölulfelliö mennina um borö og fór meö þá til Skagastrandar. Hinn 1. júni kviknaöi í v.b. Draupni KE 65,40 tonna eikarbáti frá Keflavik, þar sem báturinn var að veiöum út af Malarrifi. Ahöfn bátsins, 4 menn.bjargaðist i gúmmibát og siðan um borö i Haffara SH 275, er fór meö menn- ina til Grundarfjarðar. Þegar varöskipiö Týr kom aö Draupni var allt brunniö ofanþilja og skömmueftir aðhannvar tekinn i tog, sökk hann. Hinn 27. júli sökk v.b. Valur KÓ 3, 6 tonna bátur frá Þorlákshöfn, þar sem hann var á veiðum um 11 sjm. suður af Þorlákshöfn. Skyndilegur leki kom aö bátnum og sökk hann á skömmum tima. Tveir menn, feögar, björguðust i gúmmibát. Flugvél frá Vængjum á leiö til Vestmannaeyja fann gúmmíbátinn, og flugvél frá Landhelgisgæslunni sveimaöi yfir honum þar til v.s. Arnar ÁR 55 frá Þorlákshöfn kom á vett- vang og tók feðgana um borð og fór með þá til heimahafnar. Hinn 14. ágúst sökk v.b. Sporður ÞH 45, 13 tonna eikarbátur frá Kópaskerieftirað mikill leki kom aö honum þar sem hann var að veiðum um 14 sjm. norður af Framhald á bls. 13 1 bæklingnum er einn kafli um hvert rikja Rómönsku Ameriku, þar eru raktar helstu staðreyndir um hvert land, fbúafjöldi, fólks- fjöldi, tekjudreifing og fleira og siðan er saga hvers rikis rakin i stuttu máli. Nemendurnir hafa ekki aöeins unniö textannyheldur og teiknað kortin, unnið myndirn- ar osfrv. Bæklingurinn er til sölu i Menntaskólanum I Hamrahliö og i Bóksölu stddenta. Andvari fjallar um Pál ísólfsson Aðalgrein andvara er aö þessu sinni ævisöguþáttur Páls Isólfssonar tónskálds eftir Jón Þórarinsson, en annaö efni ritsins eftirfar- andi: Björn Jónsson: Berserkjahraun, Róbert G. Snædal: Fjögur kvæöi, Göran Schildt: Sinum aug- um litur hver á silfrið (Guörún Guömundsdóttir þýddi), Vilhjálmur Þ. Gisla- son: Jónas Guðlaugsson skáld, Ruth Christine Ellison: Hallæri og hneykslismál, Hermann Pálsson: Tveir þættir úr Egils sögu, Arni Kristjánsson: Með Wagner i Bayreuth, Stephan G. Stephansson: Niu bréf til Magnúsar Jónssonar frá Fjalli (Kristmundur Bjarnasonbjó til prentunar), Finnbogi Guömundsson: Gamansemi Snorra Sturlusonar. Þetta er hundraðasti og fjórði árgangúr Andvara. Ritstjóri hans er dr. Finnbogi Guðmundsson. Ritiö er 143 blaösiöur aö stærö, prentaö i Alþýöu- prentsmiðjunni. Sovétríkin í bókaflokknum Lönd og lýðir SOVÉTRIKIN, eftir Kjart- an ólafsson er nýtt bindi i flokknum Lönd og lýöir, en hann telur nú alls tuttugu og tvær bækur. Ritið er 280 blaösiöur aö stærö og prýtt fjölda mynda. Höfundur bókarinnar, Kjartan Ólafsson hagfræö- ingur,er löngu kunnur af rit- um sinum, frumsömdum og þýddum. Kann hann rúss- nesku, hefur feröast viöa um Sovétrikin og aflað sér mik- ils fróöleiks um sögu Rússa. Skiptist ritiði þrjá aðalhluta sem bera fyrirsagnirnar Sovétríkin, Sambandslýö- veldinog Þjóölif og menning. Inngangurinn um Sovétrikin fjallar einkum um sögu hins forna rflcis en rekur atburöi til daga byltingarinnar og ráöst jórnarinnar, siðari heimssytrjaldarinnar, kalda striösins og nútimans. Þá er greinargóð lýsing á sovét- rikjunum fimmtán hverju um sig og helstu sérstöðu þeirraogloks viötæk frásögn af þjóölifi, aldarfari og menningu i hinu umdeilda stórveldi. Bókin um Sovét- rikin er i meginatriöum hliö- stæö að gerö fyrri ritum flokks þessa um lönd og lýöi sem nýtur vinsælda. Var til útgófu hans stofnaö i þvi skyni að kynna Islendingum riki og þjóöir heims og vikka andlegan sjóndeildarhring lesenda. Þörfin á að mennta indjánana Bæklingur um Rómönsku Ameríku Nemendur skrifa söguna sjálfir SJÓMANNAALMANAKIÐ 1980 ER KOMIÐ ÚT Fiskifélag íslands hefur sent frá sér lslenskt sjómanna- almanak 1980 og er þetta I 55. skipti sem sjómanna-almanakiö kemur út á vegum FI. Ritstjóri þess er Guðmundur Ingimarsson. Ariö 1914 kom út ,,aö tilhlutan stjórnarráösins I samráði við foringjann á varöskipinu” Almanak handa islenskum fiski- mönnum og hélt stjórnarráöið áfram þessari útgáfu allt til árs- ins 1925 aö Fiskifélag Islands tók viö henni og hefur annast hana siöan sem fyrr segir. 1 almanakinu er aö finna flest þaö sem viö kemur sjómennsku og siglingum svo og skrá yfir öll islensk skip miðuð viö 15. desem- ber 1979, sem sagt hið vandaöasta rit aö allri gerö. Auglýsing frá fyrirtækinu Kristján Ó Skagfjörö hangir i spotta viö bókina. Þar stendur að þeir fiski sem róa og eru tvær myndir af nöktu kvenfólki látnar fylgja meö.Vægt sagt ósmekkleg auglýsing og til vansa fyrir út- gefendur annars vel unninnar bókar að láta þetta fylgja meö.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.