Þjóðviljinn - 11.01.1980, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 11.01.1980, Blaðsíða 15
Föstudagurinn 11. janúar 1980. ÞJóDVILJINN — SIÐA 15 \ Eitthvaö virðist nú ganga á hjá Santee, ef marka má þessa mynd. Sonur hefnír födur Föstudagsmynd sjónvarps ins aö þessu sinni er banda- riskur vestri frá 1973: „Santee”. t aöalhlutverkun- um eru Glcnn Ford, Michael Burns og Dana Wynter. Þýðandi er Jón Thor Haralds- son. Santee er ein af þessum vinsælu bandarisku hetjum sem eru sambland af bófa og lögréglumanni, skúrkur sem er réttu megin viö lögin, eða svona oftast a.m.k. Hann Kast- ljós Viö vorum simalaus i Siöu- múlanum i' gær, svo samband náöist ekki við sjónvarpiö til aö spýr ja hvaö ætti að vera i Kastljósi i kvöld. Hinsvegar fer þaö ekki milli mála, aö Guöjón Einarsson fréttamaöur verður umsjón- armaður þáttarins, og má gera ráö fyrir aö hann taki fyrir eitthvert af þeim mörgu málum sem nú hvila þyngst á þjóöinni. En hvaö þaö veröur veit nú enginn... —ih Sjónvarp kl. 22,10 gegnir þeim starfa aö sjá lög- reglunni fyrir bófum eöa jarðneskum leifum þeirra, eftir þvi sem verkast vill. t myndinni gerist það helst, aö Santee drepur illræmdan bófa. Sonur bófans veröur vitni aö drápinu og ákveöur aö hefna fööur sins. Guöjón Einarsson stjórnar Kastljósi I kvöld. Sjónvarp k|. 21.10 Tónlist á föstudegi Þegar augum er rennt yfir útvarpsdagskrána i dag kem- ur i Ijós aö flestir ættu aö fá aö heyra eitthvaö viö sitt hæfi. A morguntónleikunum fáum viö að heyra tvö verk sem heyra undir klassik: Konsert fyrir kontrabassa ogkammer- sveit eftir Vanhal og Sinfóniu nr. 104 i D-dúr eftir Haydn. Aö loknum tilkynningalestri eftir hádegisfréttir kemur „létt- kiassisk tónlist og lög úr öllum áttum”, og er aldrei aö vita hvaö þeim dettur þá i hug aö setja á fóninn. Svo kemur hálftima poppþáttur I umsjá Vignis Sveinssonar kl. 15. Litlu börnin fá væntanlega aö heyra einhver barnalög i Litla barnatimanum,semerá dagskrá kl. 16.20. Fjögur tónverk eru á dag- skrá Siðdegistónleika kl. 17: Ungversk rapsódia eftir Franz Liszt, Keisaravalsinn eftir Jóhann Strauss, „Capriccio Italiano” eftir Tsjaikofski og loks atriöi úr óperum eftir Puccini, flutt af önnu Moffo, Cesare Valletti, Rosalind Elias og Richard Tucker. Tónlistin er lika áberandi I kvölddagskránni. Kl. 20 veröur útvarpaö tónlist frá tónlistarhátið i Dubrovnik í Júgóslaviu. Fyrst er það Fantasia fyrir fiðlu og pianó eftir Schubert, Miriam Fried frá Israel og Garrick Ohlson frá Bandarikjunum leika. Siöara atriöiö er gitarleikur Ernesto Bitetti frá Madrid, en hanní flytur tónlist eftir Albeniz, Granados og de Falla. 1 Kvöldvökunni, sem hefst kl. 20.45»syngur Elin Sigur- vinsdóttir lög eftir Einar Markan og Sigvalda Kalda- lóns við undirleik Guörúnar Kristinsdóttur, og Kór Att- hagafélags Strandamanna i Reykjavik syngur. Rúsinan i pylsuendanum er svo þátturinn Afangar sem er á dagskrá kl. 23.00. -ih Hríngiö í síma 8 13 33 kl. 9-5 alla virka daga eða skrífiö Þjóðviljanum Síöumúla 6, 105 Reykjavík Popparar þurfa víst að kvarta! í Þjv. 23. des s.l. ritar Arni Bergmann ágæta grein um popp og poppara. Eftir nokkrar vangaveltur kemst hann aö þvi aö popparar þurfi ekki aö kvarta yfir þjónustuleysi. Þann-' ig viröist þaö lika vera á yfir- boröinu. Hljóövarpiö útvarpar poppi aö meira eöa minna leyti daglega. Sjónvarpiö sýnir a.m.k einn poppþátt I viku hverri. Flest almenn timarit eru meö sina poppþætti. Svona mætti lengi upp telja. Þráttfyrir þetta — eöa kannski einmitt vegna alls þessa — þurfa popparar aö kvarta. Þeir sem sjá um alla eöa a.m.k. velflesta poppþætti þess- ara fjölmiöla eru óvenju litill hópur manna sem aö þvi er viröist hefur sama múslk- smekkinn. Algengt er aö sami maöur sjái um poppþátt i út- varpi, poppþátt I dagblaði, skrifipoppgreinar I timarit, sjái um diskótek, o.s.frv. Þau fyrir- tæki sem sjá um plötuinnflutn- ing og -útgáfu eru teljandi á fingrum annarrar handar. Svo undarlega vill til aö flestir mennirnir sem sjá um popp- þjónustuna i fjölmiðlunum eru á einn eöa annan hátt tengdir inn- flytjendum. Þeir eru sambýlis- menn þeirra, gamlir skólabræö- ur þeirra eöa eru i vinnu hjá þeim. Enda er oft auövelt að sjá hvaða plötuinnflytjandinn ætlar að fara að eyða beinum auglýs- ingum á. Fyrst kynna popp- skrifararnir plötuna rækilega I dagblööunum og timaritunum. Þeir þeirra sem eru meö út- varpspopp lika leggja heilu þættina einnig undir kynningu á plötunni. Þeir sem einnig eru meö sjónvarpspopp kynna rækilega þau lög plötunn- ar sem liklegust eru til vin- sælda. Þegar poppklikan hefur séö um aö hvert mannsbarn á landinuþekkiplötuna oglöginá henni er loks auglýst: „Kaupið þessa plötu”. Einsog gefur aö skilja er auö- veldast og arövænlegast aö aug- lýsa upp „ódýra” poppmúslk. Þaö popp sem poppklikan elur okkur á er þvi ansi einhæft. I fljótu bragöi man ég ekki eftir aö poppklikan hafi hampaö neinum poppara sem spilar popp frábrugðiö þvi sem Boney M og John Travolta flytja. Svo velhefur poppklikunni tekist, að þjóöin er algjörlega heilaþveg- in. Svoheilaþvegin er þjóöin aö það þykir engum neitt athuga- vert viö þaö þegar þriðja flokks poppplötu er gefin hæsta eink- unn og lofsungin á alla vegu. Dæmi: Nylega kom út fslensk plata útsett á úrkynjaöasta formi poppsins: diskó. Plata þessi einkenndist af hugmynda- fátækt (einhæfni), vélrænum vinnubrögðum og mjög vondum textum. Poppklikan gaf þessari plötu hæstu einkunn sem gefin er, án þess aö nokkur sæi neitt athugavert við það. Popptónlistin sem er eitthvaö örlitið frábrugöin diskó- og lummuvælinu virðist ekki vera til samkvæmt heilaþvottaað- gerö poppklikunnar. Er furöa þótt almenningurmeö sæmilega dómgreind og tóneyra hafi litiö ’ álit á poppinu þegar aðeins þriöja flokks poppi er hampaö? Þaö er þvi full ástæöa fyrir poppara aö kvarta þegar popp- kl&an hefur komiö þvi svo fyrir . aö fyrsta og annarsflokks popp er ekki til i isl. fjölmiölum. Plöt- ur með poppi sem'er eitthvaö örlítiö frábrugöiö diskó- og lummuvælinu eru ekki einu sinni seldar hér i plötubúðum. Þó eru nöfn einsog Henry Cow og Art Bears vel þekkt erlendis. Og ef Frank Zappa heföi ekki haldið nafni sinu þetta vel á lofti með sérkennilegum húmor og skrýtnum uppátækjum hefði plata einsog Frank Zappa Orchestral Favorites aldrei komið innfyrir Isl. landhelgi. Hér þarf aö koma til sórfelld bylting. Arni Bergmann viröist bæöi hafa ágætt tóneyra og göða dómgreind. Þaö er þvi ánægju- legt til þess aö vita aö hann er ritstjóri marktækasta dagblaös- ins og þvi nokkur von til þess aö málin þróist þannig að popparar þurfi a.m.k. ekki aö kvarta vegna poppþjónustu Þióðvili- ans. Jón E. Njarövik. Litli sakiausi drengurinn á myndinni i gær var Hannes Hólmsteinn Gissurarson, sérfræöingur ihaldsins I marxisma. lesendum frá v.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.