Þjóðviljinn - 12.01.1980, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 12.01.1980, Blaðsíða 1
Ágreiningur milli efnahagsstofnanna: en minni hjá Sjálfstœðisflokki, segir Hagfrœðideild Seðlabankans DIOOVUHNN Laugardagur 12. janúar — 9. tbl. 45. árg. Viðskipti Flugleiða við Finn-Air: Samvinna eða sameining? Sögur eru á kreiki um, aO Flug- leiðir hyggist selja finnska flug- félaginu Finn-Air hlut I skrifstofu Tían DC-10 breiðþota Flugleiða kom hingað til lands i fyrsta skipti 5. janúar fyrir einu ári, og siðan hefur gengið á ýmsu. Fyrsta kastið flugu henni er- lendir flugmenn og var það af- leiðing mikilla deilna um það, hvor armurinn, —Flugfélags, eða Loftleiða skyldi fljúga henni. Stjórn Flugleiða hélt i fyrstu fram rétti Flugfélagsmanna til jafns við Loftleiðafhigmenn, en Loft- leiðaflugmenn höfnuðu þvi á þeirri forsendu að þeir einir væru starfsmenn Loftleiða, — þess fyrirtækis sem hefði flugrekstr- arleyfi á N-Atlantshafsflugleið- inni. Náðist að lokum samkomu- lag um að þeir einir skyldu sitja að krásunum. Flugfélagsmenn mótmæltu þessari niðurstöðu ekki beint, heldur settu fram kröfur um að þeir fengju einka- leyfi á flugi til Evrópu nema Luxemborgar á sama hátt og hinn armurinn hefði nú fengið einkaleyfi á flugi til Bandarikj- anna. Fóru Flugfélagsmenn i verkföll ti.l áréttingar þessari kröfu sinni. Skömmu eftir að islenskir flug- menn fóri að fljUga vélinni varð tiu-slysið i Chicago og var þotan þá kyrrsett um nokkurra vikna skeiðí Bandarikjunum yfir mesta annatimann. DC-10 þotan var keypt af bandariska fyrirtækinu Seaboard and Western með þeim kvöðum að það fyrirtæki annaðist alla við- háldsþjónustu vélarinnar. Rökin fyrir kaupum vélarinnar voru endurnyjun flotans, aukið sæta- framboð og bætt þjónusta við far- þega. -AI sinni f Ba ndarikj unu m, en Finn-Air er einn af samkeppnis- aðilum Flugleiða á N-Atlants- hafsleiðinm og flýgur þar tveimur DC-10 þotum. Sveinn Sæmunds- son blaðafulltrúi Flugleiða sagð- ist i gær ekki hafa heyrt neitt um það, en hins vegar hefði verið rætt við Finn-Air um samvinnu félag- anna fyrir vestan. Engar ákvarð- anir hefðu þó verið teknar I þeim efnum. Flugleiðir hafa nýlega gengið frá samningum um flugvélakaup við Finn-Air, en sem kunnugt er af fréttum festu Flugleiðir kaup á 4 Fokker Friendship flugvélum i Kóreu og seldu tvær þeirra beint til Finn-Air. Fyrstu tveir fokkerarnir leggja af stað frá Seul i dag og munu væntanlegir- eftir um 10 daga. Vélarnar, sem fara til Finnlands, koma fyrst hingað til lands, þar sem settur verður i þær tækjabúnaður Framhald á bls. 13 Tían leigð í tvö ár! # Fer í samkeppni við Flugleiðir og % Reiðarslag, og skref afturá bak, Air Bahama á N-Atlantshafsrútunni segja flugmenn Stjórn Flugleiða samþykkti á fundi sinum i gær að Ieigja hina nýju DC-10 flugvél félagsins til tveggja ára án áhafnar og er bú- ist við þvi að vélin fari héðan 1. mars n.k. Leigutaki er banda- riska fiugfélagið Air Florida, sem er aðkoma sér upp 3-5 DC-10 flug- vélum til þess að opna nýja flug- leið yfir N-Atlantshafið frá Lon- don til Miami i beinni samkeppni við Air Bahamas og Flugleiðir. Þessi samningagerð er ekki nýrri af nálinni en s vo að i nýjasta hefti timaritsins Flight International er sagt frá þvi að Air Florida hafi þegar selt öll sæti i vélinni fyrsta árið! Skv. upplýsingum Sveins Sæmundssonar blaðafulltrúa Flugleiða, mun leigan á tiunni ekkiþýðaað segja verði uppfleiri flugliðum en þegar er raunin. Tvær DC-8 flugvélar félagsins munu anna öllu N-Atlantshafs- flugi Flugleiða og Air Bahamas flugfélagsins. 9 áhafnir, alls 126 manns hafa hlotið þjálfun á tiuna, en þjálfun hinna 27 flugmanna og vélstjóra hefur verið sérstaklega dýr. t gær lauk á Loftleiðahótelinu upprifj- unarnámskeiði i bóklegum grein- um fyrir hluta þess hóps og átti fyrsti hópurinn að fara i verklega þjálfun til^Miami i dag, laugar- dag, en sú ferð var skyndilega blásin af i gær. Það var þungt hljóðið i þeim flugliðum, sem Þjóðviljinn ræddi viðum þessa nýjustu uppa'komu i gær. Menn voruá einu máli um að hér væri stigið stórt skref afturá bakog bentu á að þegar flugfélög eins og Air Florida væri að opna nýja flugrútu á þessari leið hlytu þeir að s já eitthvað i þvi, þó Flug- leiðir gerðu það ekki.^Einn flug- mannanna sagði að her væri um að ræða tilraun til þess að koma Air Bahama á kaldan klaka, en félagið hefur á undanförnu hagn- ast vel á siauknum farþegaflutn- ingi i sólina á Miami Beach. -AI Meiri skerðing hjá Framsókn í andstöðu við Þjóðhagsstofnun Ef nahagssérf ræðingar Sjálfstæðisf lokksins hafa ekki látið sér nægja að fá Þjóðhagsstofnun útreikn- inga á hugmyndum Geirs Um 100 manns frá verkalýðsfélögum og landssamböndum , um allt land sóttu kjaramálaráðstcfnuna i gær. Meginþorri fundarmanna samþykkti kröfugerðina. (Ljósm.: eik) Kröfugerö ASÍ_ samþykkt_ í_ gær: 5 % grunnkaupshækkun Krónutöluregla Verkamannasambandsins samþykkt öbreytt Á kjaramálaráðstefnu ASl á Hótel Loftleiðum í gær var kröfugerð verka- mannasambandsins sam- þykkt með meginþorra at- vkvæða og var ákveðið að miða að því að bæta sér- staklega hag þeirra lægst launuðu með því að taka óbreytta stefnu sem sam- þykkt var í síðustu viku á fundi verkamannasam- bandsins en auk þess verði gerð krafa um almenna 5% kauphækkun á alla kaup- taxta. Samkvæmt þessum kröfum á að reikna verðbætur launa á eftir- farandi hátt: a) A þau laun, sem eru 300 þús. kr. eða lægri á mánuði greiðast sömu verðbætur i krónutölu og á 300 þús. kr. b) Á laun á bilinu 300-400 þús. kr. á mánuði greiðast verðbætur i prósentum. c) A laun sem eru hærri en 400 þús. kr. á mánuði greiðist sama krónutala og á 400 þús. kr. Verðbæturnar eiga að reiknast af óskertri framfærsluvisitölu og komi á grunntaxta þannig að álög, reiknitölur og kaupaukar skerðist ekki. Viðmiðunarkrónu- tölur visitöluútreiknings (300 og 400 þús. kr.) breytist i samræmi við þær kauphækkanir sem verða. bá voru settar fram kröfur um félagslegar umbætur i 23 liðum. 1 fylgiskjali kjaramálaráð- stefnunnar segir að ofangreindar tillögur miðist að þvi að draga úr þeim launamun sem er á milli félagsmanna ASI og annarra launahópa og að öll kröfugerð og samningar hljóti að vera til endurskoðunar miðað við það sem gerist hjá launahópum utan ASl. Sama gildir verði samiö við aðra launþega hópa um hagstæð- ara verðbótakerfi. Snorri Jónsson forseti ASl sagði i samtali við Þjóðviljann i gær að þessi kröfugerð yrði lögð fyrir at- vinnurekendur ámánudag. Þess skal að lokum getið að nokkur hópur iðnaðarmanna sat hjá við atkvæöagreiðslu um þess- ar tillögur og einnig nokkrir sem vildu ganga lengra i aö jafna laun. — GFr Hallgrímssonar um leiðir fil að vinna á verðbólgu. Hagfræðideild Seðlabank- ans hefur einnig sagt sitt álit á ef nahagslegum áhrifum þessara aðgerða. Mjög mikill munur kemur framá útreikningum þess- ara tveggja stofnana og sýnir það greinilega að ekki er sama hverjir þeir opinberu efnahagssér- fræðingar eru sem reikna út tillögur flokkanna. Ann- að hvort er stuðst við ólik reiknilíkön eða gengið út frá mismunandi huglæg- um forsendum áður en hlutlægar reikniaðferðir taka við. 1 stuttu máli má segja að Hag- fræðideild Seðlabankans fái mun minni kjaraskeröingu út úr tillög- um Sjálfstæðisflokksins en Þjóö- hagsstofnun. Að sama skapi gerir Hagfræðideildin ráð fyrir aö kjaraskerðingaráhrif af tillögum Framsóknarflokksins verði mun meiri en Þjóðhagsstofnun reikn- aði út. — ekh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.