Þjóðviljinn - 12.01.1980, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 12.01.1980, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagurinn 12. janúar 1980. Ársíjórð- ungsfundur næsta fimmtudag Arsf jórðungsfundur Rauö- sokkahreyfingarinnar veröur haldinn fimmtudaginn 17. janú- ar i Sokkholti, Skólavörðustig 12, og hefst kl. 20.30. Einsog öllum þeim sem komiö hafa nálægt hreyfingunni er kunnugt eru ársfjórðungsfund- irnir venjulega viðburöarikir og spennandi, enda eru þar teknar stórar ákvarðanir um starfið framundan og jafnframt reynt aö gera sér grein fyrir stööu hreyfingarinnar hverju sinni. A þeim ársfjórðungi sem lið- inn er frá siðasta fundi hefur margt gerst, og oft staðið tals- veröur styrrum hreyfinguna og afstöðu hennar til ýmissa mála. Er þá skemmst að minnast fjaörafoksins sem varö þegar Rauösokkar leyfðu sér að efast um að allarkonur ættu erindi á þing. Einsog fram kemur í viðtöl- unum hér á siðunni i dag er nú ýmislegt að gerast i hreyfing- unni. Kvennahátíö i undirbtín- ingi og fleira gott. Það er því full ástæða til að hvetja alla Rauö- sokka, nýja og gamla, til að mæta á ársfjórðungsfundinn og láta þar aö sér kveða. Okkur veitir svo sannarlega ekki af skeleggri kvennabaráttu, eins- og kosningaúrslitin sýna einna best. Nú fer að liða að kjara- samningum og riður á að konur beiti sér af alefli fyrir þvi’ að kröfur barnaársnefndar ASl veröi teknar inn i kröfugerð verkalýðsfélaganna.en þaömál hefur Rauösokkahreyfingin ein- mitt settt á oddinn að undan- förnu. Verkefnin eru óþrjótandi, og Rauðsokkahreyfingin er rétti vettvangurinn fyrir hresst og framsækið fólk sem vill leggja sitt af mörkum i bardttunni. — ih. c 'O •rs VI S Mr Guömundur Hallvarösson Umsjón af hálfu Þjóðviljans: Ingibjörg Haralds- dóttir Sigrún Hjartardóttir Eirikur Guöjónsson Hildur Jónsdóttir Ingibjörg Haraldsóttir Rauðsokkar í ræðustól Helga Sigurjónsdóttir: aöal- atriðiö er að tjá sig óþvingað. Skömmu fyrir jólin hófst námskeiö í ræðu- mennsku og fundar- sköpum á vegum Rauðsokkahreyf ingar- innar. Helga Sigurjóns- dóttir kennari sér um þetta námskeið, og þess- vegna leitaði jafnréttis- siðan til hennar, og féllst hún góðf úslega á að svara nokkrum spurningum til að svala forvitni okkar. Jafnréttissiðan: Hver var ástæðan fyrir þvi að farið var af stað með þetta námskeið? llelga: Astæðan er fyrst og fremst sú að það er mjög nauð- synlegt fyrir alla að geta komið fyrir sig orði á fundum. Það er mjög algengt að fólk veigri sér við þvi, en einmitt svona nám- skeiö getur hjálpað fólki til þess. Jrs: Er einhver ástæöa fyrir Rauðsokkahreyfinguna sem alltaf hefur verið boðberi frjáls- legri fundarforma, að standa fyrir svona námskeiði? Helga: Þó svo að Rauðsokka- hreyfingin noti sjálf frjálslegri fundarform i sinu innra starfi þá er ekki minni þörf fyrir hana að þjálfa sitt fólk og gera það fært um að geta barist utan hreyfingarinnar, eftir reglum sem þar gilda. Jrs: Er einhver sérstök ástæða fyrir konur að taka þátt i svona námskeiði? Helga: Hræðslan við að tjá sig opinberlega hrjáir bæði kynin. Þó eru konur sennilega verr staddar. Þær hafa t.d. ekki alla karlaklúbbana til þess að þjálfa sig i og eru sennilega einungis frjálslegar á fundum kven- félaganna. Annars er ástæða til þess að geta þess að þetta námskeið er ekki bara fyrir konur, fremur en annaö á vegum Rauðsokkahreyfingar- innar. Jrs: Hvernig hefur gengið að fá konurnar til þess að opna sig á þessu námskeiði? Helga: Það hefur gengið mjög vel. Annars er ekki alveg að marka það vegna þess hve margar af þátttakendunum hafa verið virkar á fundum og staðið i pontu áður en námskeið- var haldiö. Þannig aö dugnaður þeirra gefur sennilega ekki rétta mynd af ástandinu hjá konum almennt. Jrs: Hvaða þættir eru kenndir sérstaklega á þessu námskeiði? Helga: Megináherslan er lögð á að kenna fólki að tjá sig óþvingaö úr ræðustól, það er aðalatriðið. Einnig er undir- staða fundarstjórnar kennd. Það væri full ástæöa til þess að halda sérstakt námskeið i fundarsköpum i framhaldi af þessu námskeiði. Jrs: Hvaða form er á námskeiðinu? Helga: Námskeiðiö stendur i sjö kvöld. A fyrsta kvöldinu var rætt vitt og breitt um framkomu i ræðustól og á fundum. Næstu þrjú skiptin kom fólk með skrifaðar 4-8 minútna ræður, og var kennt að reyna að nota skriflega efnið sem minnst. Næstu þrjú skiptin fær fólk efni á fundinum til þess að fjalla um óundirbúið. Jrs: Er eitthvað sérstakt sem þú vilt segja að lokum? Ilelga: Eg tel að það sé nauð- synlegt fyrir Rauðsokkahreyf- inguna að standa fyrir svona námskeiði á hverju ári, til þess að þjálfa nýja félaga og gera þá færa um að berjast á fundum utan hreyfingarinnar. — eg Þessi mynd var tekin á rjöstefnu Rauösokka hreyfingarinnar á Selfossi i haust. Margrét Rún er lengst til vinstri. Kvennahátíð í Rauðsokkahreyfingunni er nú unniö af kappi aö undirbúningi kvennahátiöar einnar herlegrar sem halda á 26. janúar n.k. Jafn- réttisslöan náöi i skoltiö á Mar- gréti RUn Guðmundsdóttur. en hún er cin þeirra sem hefur tekið þátt i undirbúningnum. Jrs: Er allt komið i fullan gang? Mrg: Já, við erum komnar á kaf nú þegar. Aðalvandamálið enn sem komið er er húsnæðið? við höfum enn ekki fengið hentugt húsnæði. Jrs: Um hvað verður dagskráin? Mrg: Aðalefni hátiöarinnar mun snúast um barnaárskröfur ASI sem hafa veriö kynntar hér á sið- unni. Dagskráin hefst með hóp- umræðum um morguninn um þessar kröfur. Kiukkan 2 e.h. byr jum viö aftur meö upplestri úr verkum kvenrithöfunda, ljóða- iestri og helling af söng. Þeir sem koma þar fram verða meðal annarra sönghópur Rauðsokka- hreyfingarinnar, en hinn verður bóndakona. Svo fáum við leikþátt eftir Jón Hjartarson og einnig munum við kynna bókina Kvinde kend din krop sem nú erað verða fullgerð i islenskri þýðingu. Svo verður margt, margt fleira skemmtilegt, svo sem annáll Rauðsokka- hreyfingarinnar, en hún er 10 ára um þessar mundir. Verður þess minnst með myndasýningu og ýmsum heillandi leikrænum til- burðum og myndlistakonur veröa með sýningu á verkum sinum á staðnum. Jrs: Stendur hátiðin þá ekki all-• an daginn? Mrg: Hún hefst með hópumræð- um kl. 10 f.h. og er áætlað að þær standi til hádegis.Sjálf dagskráin Úrklippusafnið K okkar. „ Stelpa...strakur '\-T' Eru þau ekki L.hvort sem er. rt' hamingjusöm. . .þaö verður Það eru lega helmings V Hkur ■■■'Fý' Jii. Ég er jafnvel farin að venjast þessum búningi. hefst siðankl. 14og stendur til kl. 18. Eitt ætla ég að taka fram þessu til viðbótar, börnin eru að sjálfsögðu velkomin og mun verða sérstök dagskrá þeim til skemmtunar. Jrs: Hvað er fleira að frétta af starfi Rauðsokka? Mrg: Við erum einnig að undir- búa útkomu Forvitinnar Rauðr- ar. Blaðið kemur út um næstu mánaðamót i nýju formi. Viö nöfum verið að safna áskrifend- um og þaö hefur gengið vel. Jrs: Hvaða formbreyting er á blaðinu? Mrg: Forvitin Rauð verður nú i dagblaðsformi og á blaðið að koma fjórum sinnum á ári hér eftir. Núna starfar föst fimm manna ritnefnd að blaðinu sem kosin var á ráðstefnu hreyfingar- innar s.l. haust. Jrs: Hvaðgeturðu sagt okkur um efni blaðsins? Mrg: Meðal efnis er viðtal við hómosexúalista af báðum kynj- um, grein um baráttu farand- verkamanna með tilliti til farand- verkakvennanna sérstaklega, svo verður grein um ,,glamour”-blöð- in fslensku, eins og Tiskublaðið Lif, Fólk. Hús og hýbýli. í blaðinu verður lika fjallað um sjálfsvörn kvenna, en það er að verða stöð- ugt algengara i nágrannalöndum okkar að konur læri sjálfsvarnar- tækni til að verjast ágengni og of- beldi. Margt fleira má néfna,en blaðið verður i allt 12 siður, basði fróðlegt og skemmtilegt. Og þar með er Margrét Rún rokin. Við hin biðum spennt eftir kvennahátiðinni og Forvitinni Rauðri. Sjáumst öll á kvenna- hátið. H.J.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.