Þjóðviljinn - 12.01.1980, Blaðsíða 5
Laugardagurinn 12. janúar 1980. IÞJÓÐVILJINN — StÐA S
NÝTT DEILISKIPULAG I AUSTURDEILD BREIÐHOLTS III
Þessi mynd, sem tekin er i norðurátt af likaninu sýnir vel sameiginlegu svæðin milli húsaþyrpinganna. Ljósm.-gel.
Samþykkt hefur verið nýtt
deiliskipulag fyrir svokallaða
Austurdeild i Breiðholti III, en
þar er um að ræða siðasta
óbyggða svæðið I þvi borgar-
hverfi. Er svæðið austan Hóla-
bergs og rúmar 50 Iltál einbýlishús
<150 ferm.) og verður lóðunum
væntanlega úthlutað nú i lok
janúar.
Skipulag svæðisins er unnið af
Geirharði Þorsteinssyni, arkitekt
og hefur það hlotið itarlega um-
fjöllun skipulagsnefndar og um-
hverfismálaráðs, þar sem menn
hafa viljað gæta mikillar var-
færni vegna nálægðar Elliðaánna
og eins vegna þess að skipulagið
felur i sér ýmis nýmæli.
Geirharður sagði i samtali við
Þjóðviljann i gær, að svæðinu
væri deildt upp i 7 þyrpingar, þar
semhver þyrping með 6-8 húsum,
væri sjálfstæð eining. HUsin
Ströng
ákvœði fylgja
lóðaúthlutun-
um á svœðinu
standa á litlum lóðum umhverfis
sameiginlegt svæði, sem ætlað er
undir leiksvæði og gagnstiga.
Eiginlegar akbrautir ná aðeins
að þyrpingunni, en eftir það aka
menn um gangstiga heim til sin.
Geirharður sagði að þetta fyrir-
komulag kallaði á nýjan skilning
'a rétti og umgengni þeirra sem
ganga og aka um svæði svo ná-
lægt bústöðum. Hann sagði að er-
lendis hefði það viða rutt sér til
rúms, að skilgreina svæði næst
ibúðarhúsum sem forréttinda-
svæði gangandi fólks, bæði i ný-
byggingarhverfum og eins með
þvi að götur i eldri hverfum væru
teknar undirgangandiumferð, þó
bilaumferð væri einnig leyfð þar.,
Hollendingar hafa að sögn Geir-
harðs einkum útfært þessa stefnu
og gefið slikum svæðum sérstakt
heiti, — Woonerf sem á is-
lensku gæti útlagst hlað og er
einkum ætlað gangandi fólki.
Sameiginlegt rými innan
hverrar þyrpingar er af svipaðri
stærð og lóðirnar eða um 15% af
heildarsvæði þyrpingarinnar. A
þessu hlaði er til þess ætlast aö
ibúar komi sér sameiginlega upp
leiktækjum eöa skrúðgörðum eft-
ir þvi sem þeir vilja.
Allmiklu strangari reglur og
skilmálar fylgja lóðunum en við-
ast annars staðar m.a. er um að
ræða tvær ákveðnar gerðir húsa,
ein og hálf hæð næst Hólaberginu
en húsin næst ánum veröa með
bröttu þaki og nýtanlegu risi.
Staðsetning húsanna á lóðinni er
einnig nær fastákveðin og við
byggingarframkvæmdir má engu
raska utan eins metra fjarlægðar
frá lóðamörkum. Þá mega girð- '
ingar ekki vera nein mannvirki
heldur er mælt með limgerðum
eða engum girðingum. Þessar
reglur eru tilkomnar vegna ná-
lægðarbyggðarinnarvið árnar og
er minnsta fjarlægð lóðamarka
frá ánum 140 metrar. Geirharður
sagði að þó þessi mörk væru
vissulega umdeilanleg þá væru
þau verjandi, þar sem reynslan
sýndi að ibúar sem búa i nánd
við náttúruverðmæti á borð við
Elliðaárnar, værp fremur til
verndar náttúrunni en hitt.
Sem fyrr segir hefur þetta nýja
deiliskipulag fengið itarlega um-
fjöllun i borgarkerfinu og hefur
það verið um eitt ár i vinnslu. Auk
þyrpinganna 7 sem eru austan
Hólabergs er ein til viðbótar vest-
an götunnar við Suðurhóla, en þar
hefur ekki verið gengið frá skipu-
laginu endanlega. Mun frétta að
vænta af þvi innan tiðar.
— AI
A þessari stækkuðu mynd af hluta likansins má sjá góða lausn sem
tryggir gangandi vegfarendum örugga leið yfir mikla umferðagötu.
Gangbrautinni er skipt i tvo áfanga með litlu torgi en bilstjórar verða
að draga verulega úr ferðinni áður en að gangbrautinni kemur, vegna
krapprar beygju umhverfis torgið.
Horft i austur yfir Ifkanið. Hér sést vel afstaða byggöarinnar til Elliðaánna.
Ungmennafélag Gnúpverja heimsækir
Reykjavíkursvæðið:
Sýnir Glerdýrin
á Nesinu 1 kvöld
Ungmennafélag Gnúpverja Tennessee Williams 30. desember
frumsýndi Glerdýrin eftir s.l. 1 Arnesi. Húsfyllir var og sýn-
ingunni forkunnar vel tekið. Ung-
mennafélag Gnúpverja hefur sið-
an sýnt Glerdýrin á nokkrum
stöðum á Suðurlandi við góðar
undirtektir. Leikstjóri er Halla
Guðmundsdóttir.
1 kvöld kl. 21 verða Glerdýrin á
ferðinni í Félagsheimili Sel-
tjarnarness. Miðasala er við inn-
ganginn.
Næstu sýningar eru áætiaðar á
Akranesi 18. þessa mánað£ir og á
Laugalandi i Borgarfirði þann 19.
húsbyggjendur
ylurinn er
~ góóur
cinanaiunaiolasl a
Algreiðum emangiunarplast a
SlorReyk|avikui$v*ðið lia
manudegi lostudags
Alhendum voruna a byggingarstað.
viðskiptamonnum að kostnaðar
lausu Hagkvaemt verð og
greiðsluskilmalar
við flestra haeli
Jóhanna Steinþórsdóttir og Hjalti Gunnarsson I hlutverkum sinum f
Glerdýrum.
Samveru-
stundir
aldraðra
í Neskirkju
S.l. haust var i fyrsta sinn efnt
til reglulegra samverustunda
fyrir aldraða i Nessöfnuði.
1 dag laugardaginn 12. janúar
hefjast þær á ný. Dagskrá er með
þeim hætti að ýmist er opið hús i
félagsheimili kirkjunnar og er þá
boðið uppá eitt og annað til fróð-
leiks og skemmtunar eða farið i
stuttar kynnisferðir.
1 dag er opið hús og sér Guð-
mundur Jósafatsson frá Brands-
stöðum um skemmtiefni. 19.
janúar er félagsvist, en 26. janúar
kemur Jónas Arnason frv. al-
þingismaður i heimsókn les úr
verkum sinum og kynnir irsk
þjóðlög.