Þjóðviljinn - 12.01.1980, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 12.01.1980, Blaðsíða 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVÍLJINN Laugardagurinn 12. janúar 1980. Laugardagurinn 12. janúar 1980. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 Vigdís h innbogadóttir afhendir Þorsteini o. siepnensen blómakörfu ilok frumsýningar, t.v. leikstjórinn og höfundur leikmyndar. Sverrir Hólmarsson skrtfar um W w m, r WHEP% K ' % \Jmá % '^9 Harmþrungið skop Guörún Asmundsdóttir, Þorsteinn ö. Stephensen, Gisli Halldórsson og Jón Sigurbjörnsson i Kirsuberjargaröinum. sýmr Kirsuberjagarðinn eftir Anton Tsjékov Leikstjóri og þýöandi: Eyvindur Erlendsson Leikmynd: j Steinþór Sigurösson Höfuðsnillingur seinni tima ieikritunar, Anton Tsjékov, lauk við kórónuna á lifsverki sinu, Kirsuberjagarðinn, árið 1904. Árið eftir að þessi fagri og átakanlega skoplegi óöur um siðustu daga deyjandi stéttar var frumsýndur i Listaleikhúsinu i Moskvu undir stjórn Stanislavski gerði fólkið i Rússlandi uppreisn gegn þessari úrkynjuðu og úreltu stétt. Sjaldan hefur nokkur lista- maður veriö jafnnæmur fyrir straumum samtiðar sinnar og Tsjékov og þetta verk er einum þræði hárnákvæm og djúpsæ greining á sögulegum breyting- um, siðustu leifar lénsveldis eru á hvörfum og borgarastétt er að taka völdin. Þetta kemur einkar skýrt fram i samskiptum þeirra systkina Ljúbov og Leonids við gamla þjóninn Firs annars vegar og hins vegar kaupmanninn Lopakhin. Milli þeirra og Firs eru ennþá hin gömlu persónulegu tengsl landeigandans og hins ánauðuga undirsáta, milli þeirra og Lopakhins rikir spenna sem meðal annars kemur fram i þvi að þau systkinin skilja ekki eðli peninga i kapitalisku samfélagi og allar tilraunir Lopakhins til aö skýra þaö út fyrir þeim hljóta aö mistakast. En þetta er auðvitaö aðeins ein hlið verksins, það segir okkur einnig margvislega miklu al- mennari hluti um mannleg sam- skipti. 1 fullkomnum trúnaði sin- um viö hversdagslegt raunsæi lýsir Tsjekof þvi hvernig mannleg örlög skipast viö atvik sem á yfir- borðinu virðast litilvæg, en hann notar lika skáldlegt táknsæi til aö undirstrika dýpstu merkingar- þætti verksins, svo sem kirsu- berjagarðinn sjálfan og hið dular- fulla hljóð sem heyrist i öðrum þætti, strengurinn sem brestur. Afstaða Tsjekofs til persónanna markast annars vegar af samúð og skilningi á góöum eigindum þeirra en hins vegar af miskunnarlausu skopi sem afhjúpar sjálfsblekkingar þeirra og fánýta viðleitni. Verk hans eru harmleikir i þeim skilningi að persónurnar berjast vonlausri baráttu við öfl sem þær ekki skilja til neinnar hlitar, en þessi harmleikur er færður fram með ærnu skopi, áhorfendum er ætlaö að hlæja með kökk i hálsi. Þvi mun enginn mótmæla að Tsjekof er erfiöur i uppfærslu. Þar kemur margt til. Kirsu- berjagarðurinn er mannmörg sýning en þar eru engin aukahlut- verk, hvert einasta eitt er jafn mikilvægt til þess að allir þættir leiksins komist til skila. En það sem erfiöast hefur reynst viður- eignar er að finna rétta leið milli harms og skops. Tsjékof sjálfur kallaði Kirsuberjagarðinn farsa, og þótt það eigi kannski ekki að taka bókstaflega vildi hann með þvi leggja áherslu á hina skop- legu hlið verksins og reyndist það ekki aö ófyrirsynju þvi að oft- sinnis hafa verk hans veriö uppfærð af yfir-fljótandi tilfinn- ingasemi, en slikt er hin argasta mistúlkun. Eyvindur Erlendsson er liklega handgengnastur Tsjekof is- lenskra leikhúsmanna, og djúpur skilningur hans á skáldinu leynir sér ekki i sýningu Leikfélagsins nú, sem er vafalaust besta Tsjé- kofsýning sem hér hefur sést. Eyvindi hefur tekist mjög vel að rata þann erfiða milliveg sem áður var um getið, sýningin verður aldrei þrúgandi tilfinn- ingasöm og áhorfandanum sifellt ljós skopleg hlið persónanna. Hann hefur einnig sýnt þá natni við smáatriöi sem nauðsynleg er til að sýningin heppnist. Og siðast en ekki sist hefur hann lagt mikla rækt við andblæ og hrynjandi leiksins og náö á sýninguna fögru og hugnæmu yfirbragði. Hér nýt- ur hann góðs stuðnings af einkar hagkvæmum og fallegum tjöldum Steinþórs Sigurðssonar og meistaralegri lýsingu Daniels Williamssonar. Leikmyndin er að visu stilfærðari en natúralisk að- ferð höfundar gerir ráö fyrir en aðfinnslur i þá veru eru tæplega réttmætar i þessu tilviki. Það yrði of langt mál hér að telja upp alla leikendur, þó að full ástæða væri til. En hiklaust má fullyrða að leikhópurinn sé mjög samhæfður og jafn og miklu bregður fyrir af verulega góðum samleik.sem er það sem Tsjékof stendur og fellur með. Sem dæmi má nefna upphaf annars þáttar þar sem þau Hanna Maria Karls- dóttir, Jón Hjartarson, Soffia Jakobsdóttir og Kjartan Ragnarsson sýna okkur einsemd- ina i samveru þjónustufólksins með óborganlegum hætti, eða þá samtal Lophakins og Trofimofs i fjórða þætti þar sem aö styrkur og veikleikar þessara tveggja persóna vega snilldarlega salt i hárfinum meðförum Hjalta Rögnvaldssonar og Jóns Sigur- björnssonar. Hjalti nær yfirleitt ótrúlega næmum tökum á persónu Trofimofs, sem er afar mikilvægt fyrir sýninguna, þar sem jafnhættulegt er að taka þessa persónu of alvarlega sem boðanda sannleikans eins og það erað visa honum á bug sem skop legum dugleysingja. Hjalti girti fyrir þetta hvort tveggja með leik sinum. Það var auðvitað mikil dýrð að sjá Þorstein ö. Stephensen i hlut- verki Firs og túlka hrumleika, einfeldni og utanveltuhátt þessa góðviljaða manns svona fallega. Gisli Halldórsson var átakanlega skoplegur Leonid og vóg fallega salt milli hjartagæsku og ráðleys is þessa manns. Guðrún As- mundsdóttir, sýndi okkur hlýju og einlægni Ljúbov á geðþekkan hátl en skorti nokkuð á aö sannfæra mig um ástriðuhita konunnar. sem hlýtur þó að vera mjög snar þáttur i persónunni. Um þýðingu Eyvindar á verk- inu er ég ekki fyllilega dómbær vegna vanþekkingar algerrar á frummálinu, en ég hygg að hún sé afar athyglisvert verk og hún er að minnsta kosti mjög litrikur og lifandi texti á sviði. 1 heild var þetta yndisleg sýn- ing sem á eftir að lifa lengi i minningunni. Sverrir Hólmarsson. Ákærðu í Geirfinns- málinu Guðmundar og Geirfinns málin: komið málum þótti mönnum hægt miða hjá islensku> ; rannsóknar- lögreglunni i málinu. Harðar blaðadeilur risu út af þvi, þar á meðal afar harðar ásakanir Vil- mundar Gylfasonar núverandi dómsmálaráðherra, á hendur Olafi Jóhannessyni, sem Vil- mundur ásakaði um að hylma yfir með ýmsum þrjótum, er hann taldi tengjast þessu máli. Ólafu'r brást hart við og bar af sér bæði i orði og verki. Hann gekkst i þvi að til landsins vár fenginn þýskur rannsóknarlögreglumað- ur, sem kominn var á eftirlaun og honum, ásamt islenskum rann- sóknarlögreglumönnum, var fengin rannsóknin i hendur. Guðjón játar Karl Heinz Schutz kom tillands- ins i júni og fór langur timi hjá honum i að kynna sér það sem komið hafði fram i málinu. Að auki blandaðistsvo inn i morðmál sem upp kom skömmu eftir að hann kom til landsins og leysti hann þá gátu á tveimur eða þremur dögum og þótti vel af sér vikið. I Geirfinns-málinu gerðist aftur á móti fátt, þar til 12. nóvember 1976 að Guðjón Skarphéðinsson var færður til yfirheyrslu. Höfðu þau Erla, Sævarog Kristján nefnt nafn hans 46 sinnum við yfir- heyrslur. Guðjón hafði verið yfir- heyrður stuttlega i mai 1976 en sleppt strax á eftir.'En 12. nóvem- ber var. hann hnepptur i gæslu- varðhald. Við yfirheyrslur játaði svo Guð- jón og skýrði frá þvi hvernig hann ásamt þeim Kristjáni Viðari og Sævari Ciecielski hefðu orðiö Geirfinni Einarssyni að bana i Dráttarbrautinni i Keflavik 19. nóv. 1974. Þegar játning Guðjóns lá fyrir játuðu þeir Kristján og Sævar lika og Erla að hún hafi verið þarna viðstödd og vltaö hvað gerðist. A þessum játningum var ákær- an gegn þeim svo byggð. Siðar gerðist það að Sævar Kristján og Erla drógu játningu sina til baka, en Guðjón ekki. Einnig dró Tryggvi Rúnar játningu sina um þátttöku i morðinu á Guðmundi Einarssyni til baka. Mun þarna hafa verið um að ræða lögfræði- klæki, þar sem sönnunargögnin, þ.e.a.s. likin vantaði. Þeir sem játuðu á sig morðið á Geirfinni sögðust hafa grafið likið upp i Rauðhólum, en þrátt fyrir mjög itarlega leithefur það aldrei fundist, og ekki heldur lik Guð- mundar Einarssonar, sem þeir sögðust hafa grafið i Hafnar- fjarðarhrauni. Við réttarhöldin i héraði, var það eitt helsta haldreipi verjenda sakborninga, að sönnunargögnin hefðu ekki fundist og þvi væri það algerlega ósannaö aðþessir menn væru látnir auk þess sem þeir höfðuðu sterklega til þess, að sak- borningar, utan Guðjón höfðu dregið játningar sinar til baka. Og nú er það sem sagt á.mánu- daginn kemur, sem málflutn- ingur þessa viðamikla máls hefst fyrir Hæstarétti. Astæðan fyrir þvi hvað það hefur dregist að taka máliö þar fyrir er hversu mál- skjalabunkinn er giðarlega mikill og máliö allt viðamikið. — S.dór Koma nú fyrir Hæstarétt sókn málanna, rangar sakagiftir, skjalafals og auðgunarbrot. Geirfinns-málið Sjálfsagt er öllum enn i fersku minni allt það sem gerðist i kring- um þessi tvö viðamiklu sakamál en sökum þess að þau koma nú fyrir Hæstarétt og munu þar hljóta endanlegan dóm, þykir við hæfi að rifja upp það helsta sem gerðist. Það var að kvöldi hins 19. nóvember 1974 að Geirfinnur Einarsson verkamaður úr Kefla- vik fór til fundar við einhverja menn, áð þvi er hann sagði áður en hann lagði af stað til þessa ör- lagarika stefnumóts. Hafði ein- hver maður hringt heim til Geir- finns og áttu þeir stutt samtal. Þá heyrðist Geirfinnur segja, ,,ég var búinn að koma” og siðan ,,ég kem”. Fór hann siðan aö heiman og hefur ekkert til hans spurst siðan. Leirstyttan Þegar Geirfinnur kom ekki heim um nóttina tilkynnti eigin- kona hans lögreglunni um hvarf hans og var hafin skipulögð leit aö honum 21. nóvember. Þessi leit stóð yfir allt fram á mitt sumar 1975 án nokkurs árangurs. Sendi- ferðabifreið kom mikið viö sögu i þessari leit, eins og fólk eflaust man eftir, sem og maður nokkur sem kom inn i Hafnarbúðina i Keflavik um svipað leyti og hringt hafði verið heim til Geir- finns aö kvöldi 19. nóv. Starfsstúlkur i Hafnarbúðinni gáfu lýsingu á þessum manni og var eftir fyrirsögn þeirra gerð leirmynd af manninum og mynd af henni birt i blöðum. En það var alveg sama hvað gert var, rann- sóknarlögreglumennirnir i Kefla- vik, sem önnuðust rannsókn málsins urðu einskis visari og má segja að málið hafi lognast útaf er leið fram á árið 1975. Sævar og Erla handtekin Siðan gerðist það, að þau Sævar Ciecielski og sambýliskona hans Erla Bolladóttir voru handtekin og úrskurðuð i gæsluvaröhald 12. desember 1975 rúmu ári eftir hvarf Geirfinns. Astæðan fyrir þvi að þau voru handtekin var sú, að þau voru grunuð um að hafa svikið fé út úr Pósti og sima. Við yfirheyrslu játuðu þau á sig þetta fjársvikamál, sem var mjög stórt i sniðum. Þau höfðu svikiö út 950 þúsund krónur með póstávisun. En nú tóku hjólin heldur betur að snúast. Ekki er vitað til aö neinn grunur hafi fallið á Sævar hvað viö kom hvarfi þeirra Guö- mundar Einarssonar og Geirfinns Einarssonar. Samt gerðist þaö 22. desember 1975, að Sævar Cieciel- ski játar á sig morð, hann hafi, ásamt Kristjáni Viðari og Tryggva Rúnari drepið Guömund Einarsson, 27. janúar 1974 i húsi einu i Hafnarfirði. Kristján Viðar var þegar i stað handtekinn og hnepptur i gæsluvarðhald, en iTryggvi Rúnar var þá á Litla ilHrauni að afplána fangelsisdóm. málflutningur hefst á mánudaginn 14. janúar Albert Skaftason var einnig hnepptur í gæsluvarðhald. A árinu 1975 hafði fyrrum sam- býliskona Sævars fundist látin i flæðarmálinu skammt frá Vík i Mýrdal, en einhverra hluta vegna var það mál mjög litið rannsakaö, þótt öllum sem til þekktu þætti það mál i hæsta máta grundam- legtv Þeir Sævar, Kristján Viöar og Tryggvi sögðu við yfirheyrslu að ieir hefðu urðaö lik Guðmundar Einarssonar „einhversstaöar” ;uður i Hafnarfjarðarhrauni og /iðurkenndi Albert Skaftason að lafa ekið fyrir þá „einhverju” iuður i Hraun, en sagðist ekki íafa vitaö hvað það var. l\Aeinsæri Um þessar mundir tók hvarf Teirfinns Einarssonar að bland- ist inn i þetta mál og sögðu þau Erla og Sævar að þau vissu iverjir væru valdir að hvarfi Teirfinns Einarssonar. Bentu þau i 4 menn i þvl sambandi, þá Ein- ar Bollason, hálfbróðir Erlu, Valdimar Olsen, starfsmann Þór- ;afés, Sigurbjörn Eiriksson og Magnús Leopoldsson starfsmann Klúbbsins. Þvi verður að skjóta lér inn i, að árið 1975 kom upp ’eysilega stórt smyglmál, svo nefnt „spiramál” á Suðurnesjum, ;em af einhverjum orsökum :ékkst aldrei rannsakað til fulls )g gufaði upp i málsmeðferð. Vljög fljótlega var hvarf Geir- 'inns sett i samband við þetta mál, þótt aldrei sannaðist neitt I þeim efnum. Það var 26. janúar 1976, sem Einar, Magnús og Valdimar voru handteknir og úr- skurðaðir i gæsluvarðhald en 10. 'ebrúar sem Sigurbjörn var landtekinn. Ruglingslegur framburöur Allur framburður þeirra Erlu, Sævars og Kristjáns varðandi Geirfinnsmálið var mjög ruglingslegur og bar þeim ekki saman og urðu jafnvel margsaga. En svo gerðist það 2. mai 1975 að Erla Bolladóttir játar að hafa arðið Geirfinni að bana, eftir að honum hafi verið misþyrmt hroðalega i Dráttarbrautinni i Keflavik. Kvað hún Sævar hafa rétt sér riffil og sagt sér aö skjóta Geirfinn, sem hún kvaðst hafa gert. Þar með hafði málið tekið alveg nýja stefnu og 9. mai var þeim fjórmenningunum sleppt úr gæsluvarðhaldi. En málið var ekki þar meö i höfn. Þau Erla Sævar og Kristján voru svo margsaga um þetta mál, að engin leið þótti að byggja á framburði þeirra. Þegar hér var A mánudaginn kemur, hefst fyrir Hæstarétti málflutningur i viöamestu afbrotamálum þessar- ar aldar hér á landi, hinum svo nefndu Guðmundar- og Geirfinns- málum, en héraðsdómur i þeim féll 19. desember 1977 og var mál- inu, cins og öllum morðmálum visað til Hæstaréttar. Þeir sem hlutu dóm i héraði 19. des. 1977 vegna þessara mála voru: Kristján Viðar Viðarsson ævi- langt fangelsi. Sævar Marinó Ciecielski, ævi- langt fangelsi. Tryggvi Rúnar Leifsson, 16 ára fangelsi. Guðjón Skarphéðinsson, 12 ára fangelsi. Erla Bolladóttir, 3 ára fangelsi. Albert Klahn Skaftason, 15 mánaða fangelsi. Þeir Kristján, Sævar og Tryggvi voru allir fundnir sekir um morðið á Guðmundi Einars- syni, en Kristján, Sævar og Guð- jón um morðið á Geirfinni Einarssyni. Albert Skaftason fyrir að tálma rannsókn á morði Guðmundar Einarssonar og fyrir sölu og neyslu fikniefna. Erla Bolladóttir fyrir að tálma rann- Guðjón Skarphéðinsson. Karl Heinz Schutz, þýski rannsóknarlögreglumaðurinn, sem talinn er hafa upplýst Geirfinns-málið að fullu. Fyrir framan hann er hin mjög svo umdeilda leirmynd af manninum, sem hringdi úr Hafnarbúð- inni i Keflavík að kvöldi 19. nóv. 1974. Erla Bolladóttir Kristján Viðar Viðarsson Sævar ðlarinó Ciecielski i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.