Þjóðviljinn - 12.01.1980, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 12.01.1980, Blaðsíða 16
UOÐVIUINN Laugardagurinn 12. janúar 1980. Aðalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9 — 20 mánudaga til föstudaga, kl. 9 — 12 f.h. og 17 — 19 e.h. á laugardögum. Utan þess tima er hægt að ná i blaðamenn og aðra starfs- menn blaðsins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81257 og 81285, afgreiðsla 81527 og Blaðaprent 81348. 0*1 Kvöldsimi Ol er 81348 Dyraverðir skemmtistaðarins á Hótel Borg hafa fengið orð á sig fyrir slæma meðferö á gestum, sem þeim iíkar ekki við og eru sumir iiia meiddir eftir þá. Á litlu innfeiidu myndinni má sjá ganginn inn á skcmmtistaðinn, þar scm átökin fara gjarnan fram. (Ljósm. —gel.) Amerisku flugmennirnir hjá Air Bahama eru flestir gamlír herflugmenn sem eru á fullum eftirlaunum og sá sem hefur lengst starfað hjá félaginu hóf þar störf árið 1968. Sigurður Helgason for- stjóri Air Bahama og Flug- leiða lýsti því yfir í sjón- varpi að félagið hefði skyldum að gegna gagn- vart þessum flugmönnum og gæti ekki sagt þeim upp en á sama tíma eru þó islenskum flugmönnum sem hófu störf árið 1961 sagt upp hjá Flugleiðum. Hafa Flugleiðir engum skyldum að gegna gagn- vart okkur? sagði Baldur Oddsson formaður Félags Loftleiðaf lugmanna í sam- tali við Þjóðviljann í gær. Að sögn Baldurs eru nú 12-13 áhafnir starfandi hjá Air Bahama og eru aðeins 3 menn borgarar Bahamaeyja. Félagið er hins vegar 100% i eigu Islendinga og DC-8 flugvél þess skráð á Islandi. Baldur sagði þvi að einhver stærsta krafa flugmanna nú væri að islenskar áhafnir yrðu ráðnar til þessa félags. Þegar samgönguráðuneytið veitti Flugleiðum starfsleyfi s.l. ár gerði flugráð það að tillögu sinni að það yrði bundið þvi skil- yrði að islenskar áhafnir yrðu ráðnar til dótturfyrirtækja félagsins. Ráðuneytið mun hafa hafnað þessari tillögu vegna þess að engin fordæmi voru fyrir slik- um skilyrðum. Þá mun félagsmálaráðuneytið hafa náð samkomulagi við full- trúa Flugleiða um slikt hið sama en ekkert hefur þó gerst i málinu. Sigurður Helgason forstjóri mun hafa borið þvi við að ekki væri hægt að ráða tslendinga i þessi störf af þvi að þeir væru alltaf i verkföllum. Félag Loftleiðaflug- manna sendi þá Flugleiðum bréf vþar sem þvi var lofað að ef til verkfalla kæmi mundi það ekki ná til Air Bahama en allt kom fyrir ekki. Baldur Oddsson sagði að Félag Loftleiðaflugmanna hefði fyrir nokkrum árum lagt til að flétta saman Bahamaflugið og Flug- leiðaflugið og fullnýta þannig vinnutima flugmanna yfir vetrar- mánuðina en þá fljúga flugmenn Flugleiða ekki nema um helming af þvi sem þeir eiga að gera skv. samningum. Með þessu móti hefði verið hægt að spara stórfé Framhald á bis. 13 Af hverju ekki íslenskar áhafnir til Air Bahama? Hótel Borg: Óeðlilega mikið kvartað yfir dyravörðunum segir Héðinn Skúlason hjá rannsóknardeild lögreglunnar t gær var fjaliað um enn eitt málið ó hendur dyravörðum Hótel Borgar hjá lögreglunni i Beykjavik. Var það vegna pilts sem hlaut axlarbrot i meðförum dyravarðanna. Dyravarslan viröist vera þaö eina scm setur Kröfur farand- verkafólks: Teknar inn í kröfu- gerö ASÍ Er kjaramá la ráöstef na ASt hófst I gærmorgun stóð nokkur hópur fóiks fyrir uta_n Hótel Loft- leiðirtil að minna raðstefnumenn á kröfugerð farandverkafólks og barnaársnefndar. Akvæði um hvort tveggja var sett inn í kröfu- gerðina og samþykkt. Þær kröfur sem gerðar voru vegna farandverkafólks eru þess- ar: Allt húsnæði sem ætlað er far- andverkafólki til ibúðar, verði meö þeim hætti, að það standist almennar kröfur, sem geröar eru til ibúðarhúsnæðis. Settveröi sér- stök reglugerð um ibúöarhúsnæöi farandverkafólks. Samið verði um hámarksverö á fæði til farandverkafólks eða fæöispeninga og settar reglur um greiðslur ferðakostnaðar. Tryggt sé,að i hverri verstöö sé trúnaðarmaður, sem sinni rétt- mætum kröfum farandverkafólks og gæti hagsmuna þess gagnvart atvinnurekendum. — GFr blett á annars ágætan skemmti- stað, sem Hótel Borg er orðin. Við spurðumst fyrir um það hjá lögreglunni i Reykjavik I gær hvort enn bærust kærur á dyra- verðina og sagði Héðinn Skúlason hjá rannsóknardeild lögreglunn- ar svo vera og sagði óeðlilega margar kærur berast á þá. Hann sagði kærurnar áberandi flestar á dyraverði Hótel Borgar miðað við önnur veitingahús i borginni. Héðinn sagði ennfremur að mörg kærumál á hendur dyra- vörðunum væru nú i gangi og til rannsóknar. 1 sumum tilfellum væri verið að biða eftir læknis- vottorðum, en önnur væru lengra komin. — Eg hef ekki trú á þvi að allar þessar kærur berist á dyraverð- ina að ósekju og það er heldur ekki eðlilegt hve mikið berst af kærum á þá, sagði Héðinn Skúla- son. Þá höfðum við samband við Sigurð Gislason hótelstjóra á Hótel Borg. Sigurður sagði að þetta ylli sér bæði áhyggjum og erfiðleikum. Hann sagðist reyna að veita sem allra besta þjónustu á Borginni og sagðist vita um þús- undir ánægðra gesta, sem kæmu þangað að skemmta sér. Varðandi dyraverðina sagöist hann hafa átt fund með þeim um málið og eins sagðist hann hafa skipt um yfirdyravörö i haust. Sigurður sagðist helst vera á þeirri skoðun að þaö væri einhver hópur fólks, sem væri i einhverju sérstriði við dyraverðina,, annað kæmi vart til mála. Þá sagðist hann óttast aö umfjöllun fjöl- miðla um málið hafi orðið til þess að magna upp hjá ákveðnu fólki andúð á dyravörðunum og léti það þá finna fyrir þvi, án þess þó aö hann væri að reyna að afsaka þá alfarið. — Þetta er mikið vandamál fyrir mig og ég skil bara ekki hvernig á þessu stendur, en ein- hverju lausn verður aö reyna aö finna á þessu vandamáli, sagði Sigúrður Gíslason. -S.dói Dr. Gylfi gefur ekki kost á sér Tflkynning frá Gu5- laugi á mánudaginn Gylfi Þ. Gislason prófessor gaf þá yfirlýsingu f gær að hann ætl- aði ekki að gefa kost á sér til for- setaframboðs. Annar hugsanleg- ur forsetaframbjóðandi, Guð- laugur Þorvaldsson, sáttasemjari og fyrrv. háskóiarektor sagði i gær að hann teldi það skyldu sina að segja af eða á um þetta inál strax eftir helgina. Guðlaugur Geir skilar af sér um helgina 1 gær var talið vist að Geir Hallgrimsson formaður Sjálf- stæðisflokksins myndi skiia af sér umboði sinu til myndunar meirihlutastjórnar um helg- ina. Þessi niðurstaða ætti að liggja fyrir eftir fund flokks- formannanna fjögurra sem hefst kl. 9.30 i dpg, laugardag. Svavar Gestsson sem ásamt Geir Gunnarssyni hefur setið fundi með „efnahagssér- fræðingum” Sjálfstæöis- flokksins siðustu daga, þeim Jónasi Haralz og Ólafi G. Einarssyni, tjáði Þjóðviljan- um i gær að i rauninni hefði ekkert gerst i þessum viðræð- um um efnahagsmál annað en að Sjálfstæðismenn heföu lagt fram gögn ýmissa opinberra stofnana og mat þeirra á áhrifum efnahagsaðgerða sem til umræðu hefðu komið. sagði i samtali að margir hefðu komið aö máli við sig og rætt um forsetaframboð og hann ætlaöi að taka sér helgina i að hugsa sitl ráö, en kveða svo upp úr með ákvörðun sfna á mánudag. Yfirlýsing dr. Gylfa Þ. Gisla- sonar sem barst f jölmiölum i gær er svohljóðandi: Þegar fregnir tóku að birtast um það fyrr i vetur, að forseti Is- lands.dr. Kristján Eldjárn, hygð- ist ekki gefa kost á sér til fram- boös á ný, og þó einkum eftir að hann lýsti þvi yfir i nýársávarpi sinu til þjóöarinnar, að svo yrði, hafa margir farið þess á leit viö mig, að ég gæfi kost á mér til næsta forsetakjörs. Þegar ég lét af þingmennsku fyrir hálfu öðru ári, gerði ég opinberlega grein fyrir þvi, hvaða störfum ég hefði hug á að sinna á næstu árum. Þau áform min eru óbreytt. Ég mun þvi ekki gefa kost á mér til for- setaframboðs á sumri komanda.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.