Þjóðviljinn - 12.01.1980, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 12.01.1980, Blaðsíða 7
Laugardagurinn 12. janúar 1980. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 MINNING: Hákon Guðmundsson fyrrv. yfirborgardómari Hákon Guömundsson, yfirborg- ardómari, erkvaddur idag. Aðrir munu verða til þess að rekja ættir hansogæviferill.Er þvi hér aðeins um að ræða fátæklegar þakklæt- iskveðjur frá þeim samferða- mönnum Hákonar undanfarin 10 ár, sem báru gæfu til að vinna með honum að landverndarmál- um, sem voru eitt af megin hugð- arefnum hans. Hákon var formaöur stjórnar Landverndar fyrstu 10 ár þeirra samtaka og varð þvi til að móta stefnu þeirra. Hann var alla tið aldursforseti innan stjórnarinnar og var það gæfa samtakanna að eiga Hákon að viö framkvæmd þeirra mála, sem samtökin hafa að hugsjón. Hákon var samnefnari alls hins besta i islenskri menningu, gagn- menntaður og viðlesinn, og skóg- rækt, landvernd, náthiruvernd og ekki sist mannvernd voru hugð- arefni, sem hann helgaði alla sina krafta. Hvorki timi né fyrirhöfn voru til spöruð til að sjá þeim málum farborða. Á siðasta starfeári gekk hann ekki heill til skógar, en karlmennið Hákon Guðmundsson lét ávallt hugsjón- irnar sitja i fyrirrúmi fyrir eigin velferð. Innrásin í Afganistan: Fylkingin og EIKm-1 mótmæla Pólitisk framkvæmdanefnd Fylkingarinnar hefur sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu: „Fylkingin mótmælir innrás Sovésks hers i Afganistan. Yfirlýsing hins nýja valdhafa Karmals, um að gefa þurfi eftir gagnvart borgaralegum öflum til að skapa stöðugleika i landinu, bendir eindregið til þess að hér sé um að ræða aðför að alþýðu Afganistan en i reynd stuðning við landeigendaaðal og uppvax- andi borgarastétt þessa lands. Bandarikunum sem lengi hafa haft áhyggjur af óstöðugleika i þessum heimshluta er innrásin áreiðanlega ekki slikt harmsefni sem af er látið. Innrásin veitir þeim og öðrum heims- valdarikjum einmitt gullvægt tækifæri til að efla hernaðarstöðu sina i átökum við alþýðu allra landa, jafnvel tækifæri til beinnar hernaðarihlutunar i löndum þar sem þau hnfa ekki treyst sér til sliks vegna andstöðu heima fyrir. A Islandi reyna afturhalds- menn nú að nýta þessa atburði til að tryggja Nato og bandarisku hernaðarmaskinuna i sessi hér. Herstöðvaandstæðingar þurfa að láta sér það verða áminningu um að efla baráttu sina fyrir brottför hersins og úrsögn úr Nato. Efla baráttu sina fyrir þjóðaratkvæði um herinn og Nato.” Ályktun EIM Einingarsamtök kommúnista hafa gert eftirfarandi ályktun: ..Einingarsamtök kommúnista (marx-leninista) fordæma harð lega og afdráttarlaust litt dul búna innrás Sovétrikjanna i Afghanistan. Þar er um að ræða beina ihlutun i innanrikismál sjálfstæðs rikis. Með þessu eru miklar hörmungar leiddar yfii afghanska þjóð og markmiðið ei að svinbinda hana við Sovétrik in. Innrásin er e.t.v. ljósasta vis- bendingin hingað til um yfir gangsstefnu Sovétrikjanna gagn vart þjóðum heims og þá vaxand hættu sem þau bjóða heimsfriðn um. Á Einingarsamtök kommúriista (m-1) hvetja islenska alþýðúíog alla unnendur þjóðfrelsis og s^lf stæðis til aö mótmæla harðlijga innrás Sovétrikjanna i Afghaníst an.” :1 í í tslensk þjóð sér nú á bak ein- um af sinum bestu sonum og fyrir þá gæfu að fá að njóta leiðsagnar hans verða stjórnendur Land- verndar honum ávallt þakklátir. Frú Ólöfu og dætrum Hákonar sendum við innilegustu samúðar- kveðjur og biðjum Guð að blessa minningu hans. F.H. stjórnar og starfsfólks Landverndar Karl Eirfksson Við sem áttum því láni að fagna að starfa með Hakoni Guðmunds- syni í Borgardómi Reykjavikur eigum honum eflaust stærri þökk að gjalda en flestir honum ó- vandabundnir. Þó var reyndar rétt á mörkum að við litum svo á að hann væri okkur óvandabund- inn og við honum þvi um alllangt skeið var hann höfuð hálfgildings stórfjölsky ldu, starfsmanna Borgardóms. Þessum hópi stýrði hannaf einstakrilægni og hlýleik. Með réttsýni hans, léttri lund og margháttaðri reynslu virtist öll stjórn embættisins verða áreynslulaus og án árekstra.Ó- hætt ér að segja að hann hafi litið á okkur öll sem jafningja og fé- laga sem hann studdi i daglegri önn og gladdist með á góðum stundum. Reisn Hákonar út i frá sem yfirmanns embættisins var jafnframt okkar stolt. Þannig var þetta og þessi sam- veruár skulu nú þökkuð af heilum huga. Um leið og við kveðjum þennan látlausa höfðingja með rikum söknuði vottum við fjölskyldu hans dýpstu samúð. Kveðja fra starfsfólki Borgar- dóms Reykjavikur. Hákon Guðmundsson er látinn. Hann hafði átt við vanheilsu að striða siðustu 2 árin. Á sl. sumri versnaði honum mjög og er liða tók á haustið var sýnt að hverju dró". En rósemi sinni og reisn hélt Hákon svo lengi sem hann hafði meðvitund. Striði hans við sjúk- dóminn lauk aö morgni þrettándadags jóla. Hákon Guðmundsson var einn þeirra islenskra embættismanna, sem mest kvað að á opinberum vettvangi og islenskur al- menningur þekkti hvað mest til. Þvi ollu fyrst og fremst þættir hans um hæstaréttarmál i Rikis- útvarpinu um 15 ára bil, er urðu með allra vinsælasta útvarpsefni, og i öðru lagi þátttaka hans i félagsmálum, þar sem hann haslaði sér völl i baráttunni fyrir endurheimt landgæða fóstur- jarðarinnar. Þetta var i félags- skap skógræktarmanna og náttúruverndarmanna. Þar varð hann hinn sjálfkjörni forystu- maður sökum hygginda, lagni og festu. Að baki þessum ómetan- legu eiginleikum félagsmála- manns bjó viðtæk þekking á við- fangsefninu, sem hann aflaði sér i krafti ástar og áhuga á þvi. Það lá þó allfjarri sérgrein hans, sem var lögfræðin. Þar naut hann mikillar virðing- ar bæði sem ritari Hæstaréttar i samfellt 28 ár og siðar sem yfir- borgardómari i 10 ár. Hann var formaður Félagsdóms i 36 ár frá stofnun hans og mótaði manna mest störf þessa þýðingarmikla sérdómstóls. Formaður siglinga- dóms var harin I 10 ár. Þá var hann I 6 ár formaður Dómara- félags Islands og kjörinn heiðurs- félagi þess, er hann lét af starfi yfirborgardómara 1974. Þá var hann frá 1964 prófdómari við lagadeild Háskóla Islands. Fleiri trúnaðarstörf voru honum falin á vettvangi lögfræðinnar, þótt hér verði ei fleiri talin. A timabili tók Hákon allmikinn þátt i kirkjulegu starfi sem sóknarnefndarmaður og fulltrúi á kirkjuþingi 1960 og 1962. Loks skal hér nefnd aðild hans að starfi áhugamanna um flug- mál. Hann sat i stjórn Flugmála- félags Islands 1951-1959 og var forseti þess 1957-1959 og sat sem slikur alþjóðafund flugmála- félaga i Bandarikjunum. Hann var formaður starfsráðs Flug- félags Islands frá stofnun þess 1959 og starfsráðs Loftleiða frá 1961. Arið 1958 var hann i nefnd, sem samdi frumvarp til loftferða- laga. Hákon Guðmundsson var fædd- ur 18. október 1904 i Hvoli I Mýr- dal. Foreldrar hans voru hinn landskunni bændahöfðingi Guð- mundur Þorbjarnarson sem siðar var kenndur við Stóra-Hof á Rangárvöllum og Ragnheiður Jónsdóttir frá Hvoli i Mýrdal. Hann lauk stúdentsprófi árið 1925 og lagaprófi frá Háskóla Islands 1930. Hann var fyrst fulltrúi lög- mannsins i Reykjavik, en 1936 varð hann ritari Hæstaréttar og gegndi þvi starfi til 1964, er hann var skipaður yfirborgardómari i Reykjavik, sem fyrr sagði og gegndi þvi til 1974 er hann lét af þvi fyrir aldurs sakir. Hákon Guðmundsson var kjör- inn i varastjórn Skógræktarfélags Islands á aðalfundi félagsins á Akureyri 1952. Þá sá ég hann fyrst, en siðan á aðalfundum næstu árin. Hann vakti strax at- hygli mina á þessum fundum fyrir óvenjulega höfðinglegt fas og skýran málflutning er hann kvaddi sér hljóðs. Veruleg kynni okkar hófust sumarið 1956, er við vorum saman i för 10 islenskra skóg- ræktarmanna til Vestur-Noregs. Þá birtust mér þeir eiginleikar I fari hans, sem mér þóttu siöar einkennandi: Rólegt og yfirvegað fas samfara glæsimennsku, nota- leg kimni og óvenjulega haldgóð þekking á landi okkar og sögu þjóðarinnar. Sjálfur sagði hann mér einhvern tima, að hann teldi einmitt þessa þekkingu einn helsta hornstein almennrar menntunar. Arið 1957 var hann kjörinn i aðalstjórn Skógræktarfélags ís- lands og varð þá varaformaður hennar en 1961 varð Hákon hinn sjálfkjörni formaöur er Valtýr Stefánsson ritstjóri lét af for- mennsku i félaginu sakir heilsu- brests. Þessi 15 ár sem hann sat i stjórn Skógræktarfélagsins var hann lengst af hinn glæsilegi talsmaöur þess áhugafólks sem vill „láta jörðina eldast til bóta”, svo að notuðséu orð Stephans G. um það starf okkar að breyta hinni nöktu og úfnu ásýnd Islands I græna skógarþekju. En einmitt þessi orð vitnaði Hákon eitt sinn i úr ræöu- stóli. Timinn sem Hákon Guðmunds- ' son var i forystu Skógræktar- félagsins einkenndist af mjög nánu samstarfi hans við nafna hans Bjarnason, sem var fram- kvæmdastjóri félagsins lengi vel ásamt skógræktarstjórastarfinu. Var þetta samstarf jafnaðarlega ágætt, þótt mennirnir væru gerólikir. Hákon Guðmundsson naut þess sem formaður Skógræktarfélags Islands að hann hafði eignast ótrúlega fjölmennan skara áheyrenda þann langa tíma, sem hann kom fram reglulega i út- varpinu og þetta fólk hlýddi opnu eyra á það, sem hann hafði að segja um hlutverk skógræktar i landinu, enda var það ætið sett fram á lokkandi hátt með nota- legri og ísmeygilegri rödd hans og hófstilltu og röklegu orðfæri. Að sjálfsögðu naut Skógrækt rikisins i rikum mæli óbeintmik- illa hæfileika Hákonar Guð- mundssonar i forystu Skóg- ræktarfélagsins. En hann vann lika beint i þágu þessarar rikis- stofnunar. Fyrst sem formaður norsk-islenskrar nefndar, er ráðstafaði þjóðargjöf Norðmanna til tslendinga. Sú nefnd ákvað að nota hana til að reisa rannsókna- stöð i skógrækt. Að stöðinni reistri varð Hákon formaður stjórnarnefndar stöövarinnar frá 1968-1978. Þá átti hann beinan hlut að þvi að móta hið merka samstarf um skógrækt er tókst mílli bænda i Fljótsdal á Héraði og Skógræktar rikisins. Kom hann i þvi tilefni austur og lagði málið fyrir Fljóts- dalsbændur ásamt starfsmönnum Skógræktarinnar og stjórnar- mönnum Skóg^æktarfélags Austurlands. Það varð skógræktarmönnum á Islandi styrkur, sem seint verður metinn til fulls, að fá mann með vitsmuni og áhrifamátt Hákonar Guðmundssonar i forystu þessa málefnis um svo langan tima sem raun varð á. Hákon Guðmundsson, þáverandi formaður Landverndar, flytur skýrslu stjórnar á aðalfundi 1978. En trúnað sinn viö landið sýndi Hákon I fleiru en þvi einu að helga i tómstundum sina miklu krafta skógræktinni. Hann sat i Náttúru- verndarráöi 1967-1972 og sem varamaður 1972-1975 og var for- seti þeirra þriggja náttúru- verndarþinga, sem enn hafa verið haldin og stýrði þeim af þeirri festu og röggsemi sem aðeins er á færi fárra enda frábær fundar- stjóri. Þegar Landgræðslu- og náttúruverndarsamtök Islands, Landvernd, voru stofnuö haustið 1969 var hann einróma kosinn for- maður samtakanna og gegndi þvi starfi til haustsins 1979, er kraftar hans voru að þrjóta. Hann kaus að einbeita þeim siðustu árin að málefnum Landverndar og ákvað þvi að draga sig út úr stjórn Skóg- ræktarfélagsins 1972. Enginn vafi er á þvi að það var Landvernd og náttúruvernd á íslandi ómetan- legt happ að fá hann til forystu á þeim vettvangi. En um þann þátt i lifsstarfi hans munu aðrir fjalla betur á þessum degi. Hákon Guðmundsson var i óvenjulegum mæli sjálfstæður persónuleiki. Hann var uppalinn sveitamaður á viðri sléttu og vildi hafa rými i kringum sig. Þegar þau hjón reistu hús sitt að Bjarkahlið við Bústaðaveg, var það langt utan við borgarbyggö , Reykjavikur. Þegar byggðin var i þann veginn að umlykja þau yfir- gáfu þau Bjarkahlið með hinum stóra trjálundi og reistu sér nýjan bústað fyrir austan fjall á bakka ölfusár gegnt Selfossi. Þaöan sótti Hákon vinnu sina til Reykja- vikur hvern dag siðustu árin sem hann var yfirborgardómari i Reykjavik. Það var hraustlega gert af manni, sem nálgaðist sjö- tugsaldur að aka nær 50 km i vinnu sina og það yfir Hellisheiði að vetrarlagi. Þannig sýndi hann i liferni sinu, að alvara fylgdi orðum um gildi, sem hann mat á annan veg en þungur straumur samtiðarmanna gerði. Hann kaus Framhald á bls. 13 Kennsla á Vetrarönn 1980 í Breiðholti Breiðholtsskóli Mánud. kl. 19.40-21 Enska Barnafatasaumur Spænska Fellahellir III l 21.05-22.25 Enska Barnafatasaumur Spænska IV Fimmtud. kl. 19.40-21 Enska I Þýska I 21.05-22.35 Enska II Þýska II II Kennsla hefst 14. jan. Innritun fer fram við upphaf kennslu. Kennslugjald f. tungumál 15.000 Kennslugjald f. barnafatas. kr. 29.000 Mánud. kl. 13.30-14.10 Enska 1 14.10-14.50 Enska 1 Leikf imi 15.00-15.40 Enska II Leikf imi 15.40-16.20 Enska II Miðvikud. 13.30-14.10 Enska III 14.10-14.50 Enska III Leikf imi 15.00-15.40 Enska IV Leikf imi 15.40-16.20 Enska IV Kennsla hefst mánud. 14. j&n. Kennslugjald kr. 15.000 Innritun fer fram við upphajf kennslu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.