Þjóðviljinn - 12.01.1980, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 12.01.1980, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagurinn 12. janúar 1980. UOOVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis Ctgefandi: Otgáfufélag Þjóöviljans Framkvrmdastjóri: Eiöur Bergmann Riutjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Fréttaatjóri: Vilborg Haröardóttir Umtjónarmaöur Sunnudagsblaö*: Ingólfur Margeirsson. Rekstrarstjóri: Olfar Þormóösson \ Auglýsingastjóri: Rúnar Skarphéöinsson Afgreiöslustjóri: Valþór Hlööversson Blaöamenn: Alfheiöur Ingadóttir, Einar Orn Stefónsson, Guöjón Friöriks- , son, Ingibjörg Haraldsdóttir, Magnús H. Gislason, Sigurdór Sigurdórsson. Erlendar fréttir: Jón Asgeir Sigurösson lþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Jón Olafsson Otlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Sævar Guöbjörnsson Handiita- og prófárkalestur: Andrea Jónsdóttir, Ellas Mar. Safnvöröur: Eyjólfur Arnason Auglýsingar: Sigrlöur Hanna Sigurbjörnsdóttir, Þorgeir ölafsson. Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir. •- Afgreiösla: Einar Guöjónsson, Guömundur Steinsson, Kristln Péturs- dóttir. Sfmavarsla: ólöf Halldórsdóttir, Sigrlöur Krisfjónsdóttir. Bflstjóri: Sigrún Báröardóttir Hósmóöir: Jóna Siguröardóttir i Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pólsdóttir, Karen Jónsdóttif'. Otkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn G'uömundsson. Ritstjórn, afgreiösla og auglýslngar: SlÖumúla 6. Reykjavík.slml 8 13 33. ^Prentun: BlaÖaprent hf. Efnahagsráðgjöf og takmarkanir hennar O Morgunblaðiö varar við því í gær að litið sé á Þjóð- hagsstofnun sem hæstarétt í efnahagsmálum. Siðuístu' vikur hafa flokkarnir verið í prófum hjá stofnuninni og prófdómarar hennar deilt út einkunum sem orðið hafa að bitbeinum í áróðursstríðinu. Sjálfstæðisflokkurinn mun hafa fengið lélega einkunn hjá Þjóðhagsstofnun og Morgunblaðið unir því illa að Jón Sigurðsson skuli fella íhaldið á próf inu af því að hugmyndir þess ganga í ber- högg við þá stefnu sem forstjórinn hefur átt þátt í að semja fyrir Alþýðuflokkinn og síðan Ólaf Jóhannesson. • En undir það skal tekið með Morgunblaðinu að það er mjög varasamt fyrir stjórnmálaf lokkanna að afhenda sérfræðistofnun úrslitamat á tillögugerð sinni. Þess í stað ber að leggja áherslu á það stjórnsýslusjónar- mið að hlutverk stof nunar eins og Þjóðhagsstof nunar sé fyrst og fremst að veita sem gleggstar upplýsingar um stöðu og horf ur í efnahagsmálum, og hugsanleg áhrif til- tekinna stjórnvaldsaðgerða. Stef numótunin sjálf á síðan að vera i höndum flokkanna sjálfra en ekki embættis- manna sem seilastæ lengra inn á svið stjórnmálamanna. • í þessu sambandi er vert að minna á að af hálfu ýmissa forystumanna Alþýðubandalagsins hefur verið gagnrýnt hversu takmörkuð reiknilíkön Þjóðhagsstofn- unar eru í rauninni. Þrátt f yrir að stöðugt sé lögð áhersla á heildstæð vinnubrögð í stjórn efnahagsmála og samþættar aðgerðir á mörgum vígstöðvum í einu þá virðist kjaraskerðing og vísitöluafnám það eina sem verkar til lækkunar verðbólgu í reiknivélum stofnunar- innar. Þó liggur fyrir að oftar en ekki hef ur verið krukk- að í kaupið án teljandi árangurs. Hinsvegar virðast vaxtabreytingar til að mynda verða óútreiknanlegar í verðbólgudæminu. í umsögnum Þjóðhagsstofnunar um tillögur flokkanna úir og grúir af fyrirvörum, óút- reiknanlegum, ófyrirséðum eða óframkomnum frá flokkunum, þannig að i raun eru talnadæmin sem birt hafa verið að mestu út í höttog seg ja lítið um hugsanlega f ramvindu. • Lúðvik Jósepsson formaður Alþýðubandalagsins víkur að því í áramótagrein sinni í Þjóðviljanum að það sé að hans dómi eitt af meiriháttar vandamálum íslenskra þjóðmála í dag, hve mjög takmörkuð sérfræði" gerist fyrirferðamikil og áhrifagjörn á stjórn þjóðmála. Gagnvart henni hafi fjölmiðlar og ýmsir stjórnmála- menn að mati Lúðvíks „trúarlega undirgefnisafstöðu" og tyggi upp illa gerðar og lítið rökstuddar spár sér- fræðinga, eins og um ótvíræðar staðreyndir sé að ræða. Slíkar skýrslur verði að meta með dómgreind og traust- um samanburðarathugunum þeirra sem valdir eru til að stjórna á hverjum tima. Eins nauðsynleg og sérfræði- þekking og ráðgjöf er í æ flóknara þjóðfélagi er enginn bættari með trúarlegri sérf ræðidýrkun. Það er jafndýrt að taka rangar ákvarðanir hvort sem þeim fylgir uppá- skrif sérfræðinga eða ekki, og stjórnmálamenn mega sist af öllu skjóta sér undan ábyrgð og endanlegu mati með sérfræðinga að skálkaskjóli. • Nærtækt dæmi um stórasannleik sérfræðinga er að ýmsar hagfræðikenningar sem eru mjög umdeildar meðal efnahagssérfræðinga og stjórnmálamanna í auð- valdsheiminum hafa verið teknar hér gagnrýnislaust sem stórisannleikur. Hávaxtastefnan sem átti að drepa verðbólguna og kveða niður spillingu hef ur til að mynda leitt til þess að verðbólga magnaðist og sparif járeigend- ur fóru verr út úr öllu saman en áður var. Og sömu ef na- hagssérfræðingarnir sem Ijá stjórnmálamönnum rökín fyrir verðtryggingarstefnu út- og innlána, og yfirleitt allra f járskuldbindinga, eru sífellt að leggja til skerð- ingu kaupgjaldvísitölu. Þó er Ijóst að forsenda verð- tryggingarstefnu er að laun séu að fullu verðtryggð því annars rekur að því að almennir lántakendur standa ekki undir endurgreiðslum og kerfið hrynur. • Afskipti Þjóðhagsstofnunar af stefnumótun í efna- hagsmálum eru sérstakt mál að þessu sinni. Tillögur hennar og afskipti hafa jafnan verið mjög i andstöðu við sjónarmið verkalýðshrefingarinnar og þeir eru margir sem halda því fram líkt og Morgunblaðið að hún hafi frekar spillt fyrir eðlilegum samskiptamöguleikum í stjórnarsamstarfi, stjórnarmyndunarviðræðum og samskiptum aðila vinnumarkaðarins en hitt. Því hlýtur það að vera til skoðunar að brjóta upp núverandi kerfi í efnahagsráðgjöf, sem fyrir utan allt annað er sundrað í margar og dýrar einingar í miklu stofnanabákni. ekh pUippt i Skúringarstarf i Vilmundar Liklega hafa fáir stjórnmála- I menn á tslandi skapað sér ann- * að eins orð fyrir baráttu sina j gegn spillingu i „kerfinu” og I áherslu á mikilvægi þess að ■ gera það heilbrigðara og opn- | ara, en einmitt Vilmundur ■ Gylfason dómsmálaráðherra I starfsstjórnar Alþýðuflokksins. J Vilmundur hefur ekki hikað viö ■ að taka upp i sigstór orö i þessu I sambandi og talað m.a. andi alþingismann i embætti umboðsfulltrúa i dómsmála- ráðuneytinu. Sú ákvörðun Vil- mundar fól vissulega I sér veru- legar stefnubreytingu frá fyrri yfirlýsingum hans. tþessusam- bandi beindi Ólafur Ragnar 8 spurningum til Vilmundar og er rétt aðbirta þær hér i heild, þvi þær varpa ljósi á hvers eðlis mál þetta er: „Ögrun” við þjóð og þing 1) Hvers vegna hefur Vil- mundur Gylfason dómsmála- bráðabirgðastjórn og halda þannig áfram að framkvæma stjórnarathafnir sem dóms- m á 1 a r á ðh e r r a n n taldi „hneyksli” þegar aðrir áttu i hlut? Þessi spurning er borin fram af sérstöku tilefni þess að félagsmálaráðherra veitti Ósk- ari Hallgrimssyni embætti i félagsmálaráðuneytinu eftir að rikisstjórn haföi beðist lausnar, en Óskar Hallgrimsson er eins og kunnugt er frægur „gæðing- ur” Alþýðuflokksins. Félags- málaráöherra Magnús H. Magnússon hefur nú auglýst lausa stöðu skrifstofústjóra í Tryggingastofnun rikisins sem Spillingaröflunum hefur bæst öfiugur liðsauki. um nauðsyn „skúringarstarfa” i embættismannakerfinu og við- ar. Vilmundur hneykslaður Frægt dæmi af þessari bar- áttu Vilmundar er grein er hann reit i Dagblaðið 7. júli 1978, stuttu eftir aö hann var kosinn á þing. Greinin nefndist „Hneykslanleg embættisveit- ing” og fjallaöium þá ákvörðun rikisstjórnar Geirs Hallgrims- sonar, sem þá hafði beöist lausnar og sat sem starfsstjórn, að skipa Garðar Halldórsson i embætti húsameistara rikisins. Um þessa ákvöröun fórust Vil- mundi svo orð m.a.: „Það er auðvitað óþolandi, ef rikisstjórn sem hefur beðið ósigur og i kjölfar þess siðan beðist lausnar, situr við þaö aö troða gæðingum I embætti á meðanveriðeraövelta fyrir sér með hverjum hætti sé hægt að stjórna landinu”. „Ráðherra átti hins vegar ekki að veita þetta embætti. Þaö átti ný stjórn að gera, hver sem verður og hvernig sem hún er saman sett.” „Það er auðvitað ögrun, þeg- ar ríkisstjórn, sem hefur beðist lausnar og stjórnar einungis sem bráðabirgöastjórn heldur áfram að útdeila gæðingum sin- um bitlingum.” Svo mörg voru þau orð. 1 ljósi þessara ummæla Vilmundar og baráttu hans gegn spilltu þjóö- félagskerfi undanfarin ár var þvi ekki undarlegt þóaö Ólafur Kagnar Grimsson hafi talið ástæðu til aö kveða sér hljóðs utan dagskrár á Alþingi i fyrra- dag og óska nánari skýringa á þeirri embættisathöfn Vilmund- ar að skipa flokksbróöur sinn Finn Torfa Stefánsson fyrrver- ráðherra nú framkvæmt em- bættisathöfn sem hann áöur þegar annar ráðherra átti i hlut, taldi „hneyksli”? 2) Hvers vegna „ögrar” hann nú þjóðinni og þinginu, svo not- uð séu hans eigin orð „með þvi að halda áfram að útdeila gæð- ingum sinum bitlingum eftir að rikisstjórn hefur beöist lausn- ar”? 3) Ef ný ríkisstjórn átti 1978 að veita embætti húsameistara rikisins en ekki bráðabirgða- stjórn Geirs Hallgrimssonar hvers vegna á veiting umboðs- fulltrúa i dómsmálaráðuneytinu ekki einnig að biða nýrrar rfkis- stjórnar? Hvers vegna tekur bráöabirgðastjórn Alþýðu- flokksins sér rétt sem Vilmund- ur Gylfason taldi 1978 óhæfu af bráöabirgðarikisstjórn Geirs Hallgrimssonar? 4) Fyrst það var „óþolandi” 1978 aöslikembættisveiting færi fram, hvers vegna er það allt i einunú orðið þolandi og ágætt? 5) Hvað hafði Finnur Torfi Stefánsson fram yfir aöra um- sækjendurannað en þaöað vera „gæðingur” samkvæmt fyrri skilgreiningu dómsmálaráö- herrans sjálfs? Síðbúin umsókn 6) Hvers vegna var umsókn Finns Torfa Stefánssonar tekin gild, þar eð hún barst dóms- málaráðuneytinu ekki fyrr en 5 dögum eftiraö umsóknarfrestur rann út? 7) Ætlar rikisstjórn Alþýðu- flokksins að skipa I fleiri em- bætti meöan hún situr sem jafnframt á að vera aöstoðar- forstjóri hjá Eggert G. Þor- steinssyni, fyrrverandi ráö- herra Alþyðuflokksins. 8) Hvers vegna hefur dóms- málaráðherra Vilmundur Gylfason með fyrrgreindri em- bættaveitingu gengið inn i það gamla samtryggingakerfi flokkanna, sem hann áöur for- dæmdi sem hæst bæði innan og utan Alþingis, áður en hann varð ráðherra? Skýringar Vilmundar Eins og við var að búast var fátt um svör hjá dómsmálaráð- herra við þessum spurningum Ólafs Ragnars. Mestur timi Vil- mundar fór i það að ræða hvers eðlis starf umboðsfulltrúa dómsmálaráöuneytisins væri, en það snerti vitaskuld ekki kjarna málsins. Þá sagði ráð- herra að hann hefði sjálfur „persónulega” móttekiö um- sókn Finns Torfa, en þaö eru al- gengar skýringar sem ráöherr- ar gefa þegar þeir þurfa aö ráða pólitiska gæðinga, sem hafa verið svo óheppnir að senda ekki umsóknir sinar inn á rétt- um ti'ma. Sú réttlæting Vilmundar að hann hafi aðeins ráðið Finn Torfa til eins árs og þvi gæti næsti dómsmálaráðherra sagt honum upp* er ómerkilegt yfir- klór, þvi þaö er allt eins liklegt að Vilmundur veröi enn þá dómsmálaráðherra er árið er liðið. Væri þá auðvelt fyrir hann að ganga endanlega frá málinu meðþvi aö æviráða flokksbróð- ur sinn. þm og skoríð

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.