Þjóðviljinn - 12.01.1980, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagurinn 12. janúar 1980.
Við fengum okkur kaffisopa i gær, einn af
vinnufélögum mínum, ég og fleiri. Þá,
alltíeinu, sagði þessi vinnufélagi minn, svona
eins og uppúr þurru, si sona: „Segðu mér,
Flosi: Heldurðu nú að um næstu áramót,
þegar ár trésins verður útrunnið, að þú verðir
ekki kominn með svo ólæknandi hatur á tr jám,
að þú gangir berserksgang i þínu nánasta og
heittelskaðasta umhverfi (sem er í kringum
tjörnina, Hljómskálagarðurinn o.s.frv.),
gangir milli bols og höfuðs á unaðslequstu
espilundum kvosarinnar og rifir upp allt það
sem til trjáa heyrir, boli, blöð og rætur? Og
heldurðu að þú gerir þá nokkurn greinarmun á
því, hvort þar eru í blóma lífsins aspir, birki,
greni, reyniviður, eða jafnvel óæðri plöntur,
eins og hvannir?"
Og með þvi að ég er svo orðheppinn,svaraði
ég umsvifalaust með hnittnu tilsvari: „Hvað
heldurðu eiginlega að ég sé, maður?"
Svo var haldið áfram að sötra kaffið, allir
fóru að tala um eitthvað annað, en ég lagði lit-
ið til málanna. Sannleikurinn er nefnilega sé,
að ég fékk örlítinn — já,meira að segja um-
talsverðan — eftirþanka útaf því að hafa gefið
i skyn að ég yrði ekki orðinn trjáhatari að af-
liðnu ári trésins.
Auðvitað vissi sá sem mig spurði fullvel, að
ár konunnar gerði mig að kvenhatara, og ár
barnsins varð þess valdandi að ég var næstum
orðinn barnahatari.
Og svo ég láti nú f lakka hér með dulitið sál-
f ræðilegt f reudiskt innskot, sem að visu varð-
ar mig einan og égvil þessvegna síður að kom-
ist í hámæli, þá hafði ég um dagana víst fátt
elskað meira en konuna þegar holskefla
kvennaársins reið yfir. Á þvi ári fór mér eins
og manninum sem alltaf hafði elskað hafið.
Hætti ekki að elska „hafið bláa hafið" fyrren
svo mikið hækkaði í því, að allt hans nánasta
fór i bólakaf, bæði mýs og menn.
Eins hafði ég, frá því ég man eftir mér
(ekkert síður en Jesú bróðir besti), verið
barnavinur mesti og var það raunar, eða
reyndi, þar til ég gafst upp, eftir að allir
barna- sér- og sálfræðingar norðurhvels
jarðar voru búnir að koma nábítnum uppí ekki
bara mig, heldur líka vitiborna menn, með
fræðilegum langtímavangaveltum um eitt-
hvað, sem áður virðist hafa verið óþekkt fyr-
irbrigði í mannlegu lífi, hið svonefnda BARN.
Jæja. Nú virðist sérfræðileg umfjöllun á
konunni í rénun, og vafalaust verður það til að
endurvekja mikla ást karla á konum og om-
vent.
Börnin verða svo aftur það Ijúfasta i lífinu,
ef hægt er að fá að umgangast þau, án milli-
göngu f ullorðinna: barna- sál- og sérf ræðinga.
En nú setur semsagt að mér ugg. Ef það er
nokkuð sem ég man glöggt frá því ég var
krakki, þá er það ást mín á trjám og trjá-
gróðri. Allt það fegursta — eða öllu heldur
rómantiskasta — sem ég man úr barnæskunni
er einhvernveginn í tengslum við tré, eða öllu
heldur runnagróður, eins og hann væri vafa-
laust kallaður í dag. Við krakkarnir fengum
stundum að fara uppí Skorradal og leika okk-
ur daglangt í „skóginum", og þá var ég svo
heillaður af þessu náttúrufyrirbrigði (trénu)
að ég hugsaði með mér hvað Skarðsheiðin
væri nú miklu tilkomumeira fjall, ef ekki
sæist í hana fyrir trjám.
Síðast í haust stalst ég til þess að klofa yf ir
„banngirðingu" á Þingvöllum, þar sem fyrir
örfáum áratugum hafði verið plantað niður
trjágróðri bókstaflega á berri klöppinni, með
þeim af leiðingum að komin var á bergið gróð-
urmold (húmus) svo þykk, að vafalaust tæki
það moldviðri íslensks veðurfars plús erkióvin
íslensku þjóðarinnar, sauðkindina, heila öld að
ganga það nærri henni að klöppin fengi að
njóta sin uppá nýtt.
Ég ráfaði lengi dags innan þess-
arar ferköntuðu skógargirðingar, sem víst er
varla meira en hektari, og f annst ég vera orð-
inn Hans og Gréta, Rauðhetta og úlfurinn,
amman, Hrói höttur, Tarsan, Bangsímon og
skógræktarstjóri ríkisins, allt í einni persónu.
Ég fann að ef það væri nokkuð sem ég ynni
hugástum, þá væru það tré, jafnvel þótt ekki
sæist í skóginn fyrir þeim.
Og nú er að vita hvort ást mín á trénu endist
út allt ár trésins, eftir að allir tréhausar
landsins eru búnir að AAæra plöntuna úr hófi
f ram, heimta að hún eignist fulltrúa á Alþingi
íslendinga, í útvarpsráði, þjóðleikhúsráði og
í stjórn Seðlabankans, að ekki sé nú talað um
þá sjálfsögðu kröfu að ekki fjalli aðrir um
málefni trésins en trén sjálf, því (eins og
timburmenn þjóðarinnar eiga áreiðanlega
eftir að margfæra „gild rök að" á „ári
trésins, sem nú gengur í garð") hver ætti að
vita betur, hvað til heilla horf ir fyrir tréð sem
slikt, en einmitt tréð sjálft?
Og nú langar mig að endingu að bið ja alia þá
góðu menn sem eiga eftir að f jalla um tréð og
málefni þess næstu þrjúhundruð og fimmtíu
daga að taka til sín þessa vísu, sem gömul
skaftfellsk heiðurskona í Vesturbænum
kenndi mér, þegar ég var enn það næmur að
geta lært visur:
Ástkæru venir, eins jeg beð,
án þess jeg sje að klaga:
Leyfið mjer áfram að elska trjeð
einsog i gamla daga.
Flosi
Þar sem frétt þessi er hreinn uppspuni frá rótum, hafði
ég tal af fjármalastjóra Reykjavíkurborgar, Birni Friðfinnssyni,
í gærmorgun og óskaði skýringa. Fjármálastjórinn sagði að frétt
Þjoðviljans væri ekki frá honum komin, enda hrein rökleysa, og
tilbúninqur blaðamanns Þjóðviljans. RÍkissjóður hefði ekki
vanrækt neina greiðsluskyldu til borgarsjóðs upp á 1000 milljónir
króna af þeirri einföldu ástæðu, að borgarsjóður hefði ekki átt
Úr bréfi Sighvats Björgvinssonar til ritstjóra Þjóðviljans.
Athugasemd Þjódviljans
Enn skal itrekað að samtalið
við Björn Friðfinnsson er til á
segulbandi. Þar segir Björn
m.a. að rikið, þ.e. Trygginga-
stofnun, hafi ekki getað sýnt
sömu fyrirgreiðslu og undanfar-
in ár með greiðslu i desember.
Þvi hafi borgin þurft að leggja
út vegna sjúkrastofnana i þeim
mánuði um einn miljarð.Sú.tala
hlýtur þvi samkvæmt allri
venjulegri rökfræði að sam-
svara þvi sem búist var viö að
rikisstofnunin greiddi fyrir ára-
mót.
f bréfi til ritstjóra Þjóðviljans
i gær segir Sighvatur Björgvins-
son fjármálaráðherra m.a. að
fjármálastjóri borgarinnar hafi
sagt sér aö „borgaryfirvöld
Reykjavikur (hafi) leitað eftir
þvi við Tryggingastofnun rikis-
ins, að Tryggingastofnunin
ivilnaöi borgarsjóði með þvi að
greiða honum fyrirfram i des-
embermánuði 150-200 miljónir
króna, sem að réttu lagi áttu
ekki að greiöast fyrr en um ára-
mót.”
Hvort á ég nú að trúa þvi sem
fjármálastjóri Reykjavikur
segir mér og hægt er aö sann-
reyna með þvi aö hlusta á segul-
bandið eða þvi sem hann segir
Sighvati Björgvinssyni daginn
eftir, að allt sé þetta „hreinn
tilbúningur blaðamanns Þjóð-
viljans.” Þá er miljarðurinn
skyndilega oröinn að 150-200
miljónum króna á einni nóttu.
Staðreyndir málsins eru þær,
að öll þau atriði sem Björn
nefndi koma fram i frétt Þjóð-
viljans. Hinsvegar er túlkun
blaðsins á þeim staðreyndum
ekki á ábyrgð Björns Friðfinns-
sonar, eins og gefur að skilja.
Sighvatur Björgvinsson segir
i fyrrnefndu bréfi sinu að fréttin
sé „hreinn uppspuni frá rótum”
og hefur eftir Birni Friðfinns-
syni að hún sé „hreinn tilbún-
ingurblaðamanns Þjóðviljans.”
Allir sem fréttina lesa og bera
hana saman við yfirlýsingu
Björns hljóta að sjá hvilik fjar-
stæða er að halda sliku fram. En
samviska þeirra flokksbræðra
er eflaust afar hrein, úr þvi að
það orð leikur þeim svo mjög á
tungu.
Kjarni þessa máls er sá, að
Björn Friðfinnsson iörast oröa
sinna af einhverri ástæðu og
gefur Sighvati flokksbróður
sinum syndakvittun daginn
eftir, um leiö og hann reynir að
koma „sök” sinni á Þjóðviljann.
Þess skal að lokum getið, að
athugasemd blaðamanns i
Þjóðviljanum i gær varð við-
skila við yfirlýsingu Björns til
ráðherra, eins og ráða má af
upphafi hennar, og átti að birt-
ast sem svar við yfirlýsingunni.
-eös
Sighvatur snuðaði
borgina um miljaró
i desember
Áramóta-
staðan
1200 I
mínus
Um áramótin var staöa
borgarsjóös neikvæö um 1200
miljónir króna, en heföi aö
réttu lagi átt aö vera nei-
kvæö um 160 miljónir króna,
ef Sighvatur Björgvinsson
fjármálaráöherra heföi ekki
lagt allt kapp á aö fegra
áramótastööu rikissjóös meö
þvl aö geyma greiöslur til
i borgarinnar fram um ára-
mótin.
Björn Friöfinnsson fjár-
málastjóri borgarinnar tjáöi
ÞjóÖviljanum aö gert heföi
veriö ráö fyrir aö rikissjóöur
greiddi um 1000 miljónir
króna upp I reikninga
sjúkrastofnana til borgar-
innar i desember, en þær
greiöslur heföi ekki komiö.
Til viöbótar heföi rikiö
skuldaö um áramót tveggja
mánaöa laun til tónlistar-
skóla eöa um 40 miljónir
króna.
Þar viö bættist aö framlög
úr jöfnunarsjóöi sveitar- ,
félaga heföu lækkaö frá þvi
sem gert var ráö fyrir i fjár-
hagsáætlun. Þau voru sett á
28 þúsund kr. á ibúa, en
reiknaö haföi veriö meö 30-
31 þúsund kr . „Þetta þýddi
aö tekjur okkar úr jöfnunar-
sjóöi lækkuöu miöaö viö
áætlanir um rúmar 180
miljónirkróna”,sagöi Björn
Vegna þess aö rikiö skuld-
ar borginni einnig allmikiö
vegna framkvæmda er erfitt
aö gera upp heildardæmiö,
en fullyröa má aö heföu i
greiöslur veriö meö eölileg- *
um hætti heföu reikningar
Reykjavikurborgar veriö ,
býsna fallegir um áramót.
Fréttin um stöðu borgarsjóðs.
Björn Friðfinnsson,
Yfirlýsing
Hr. fjármálaráðherra Sighvat-
ur Björvinsson,
Fjármálaráöuneytinu,
Reykjavik.
t Þjóðviljanum i dag er ekki
rétt farið með efni simtals við
Einar örn Stefánsson blaða-
mann, um viðskiptastöðu rfkis-
sjóðs gagnvart borgarsjóöi um
s.l. áramót.
1 simtalinu svaraöi ég spurn-
ingu blaðamannsins á þann veg
að það væri einkum þrennt sem
heföi raskað áætlunum okkar
varöandi stöðuna við rikissjóð
um áramótin.
fjármálastjóri Reykjavíkur:
til fjármálaráðherra
1 fyrsta lagi var framlag Jöfn-
unarsjóös úrskurðað lægra en
fyrri áætlanir sýndu eða 28 þús.
á ibúa i stað 30-31 þús. og sagði
ég blaðamanni að viö hefðum
ekki fengið skýringu á þvi.
Næmi mismunur allt að 180
mkr. fyrir borgarsjóð.
t öðru lagi hefði rikissjóður
ekki greitt okkur vegna launa-
kostnaðar tónskóla miðað við
fyrri greiðsluvenjur, tæplega 40
milljónir króna.
t þriðja lagi hefði Trygginga-
stofnun rikisins ekki getað sýnt
okkur sömu lipurð og undan-
farin ár, að greiða okkur fyrir
áramót eitthvaö upp i desem-
berreikninga sjúkrastofnana
borgarinnar, þótt þeir gjaldfalli
i janúar.
Fullyrðingar um aðríkissjóð-
ur hafi snuðað borgina um mill-
jarð króna eru ekki frá mér
komnar né hugleiðingar um
fallega reikninga Reykjavikur-
borgar.
Loks er þess að geta aö ég bað
blaðamanninn að hringja i mig
siðar um daginnn og lesa fyrir
mig það sem hann hefði eftir
mér. Hann hlýtur aö hafahringt
eitthvað annað.
Björn Friðfinnsson.