Þjóðviljinn - 12.01.1980, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 12.01.1980, Blaðsíða 15
Laugardagurinn 12. janúar 1980. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15 Hjónakornin Mary og Jonathan. Andstreymi þeirra lýkur annaö kvöld. Andstreymi lýkur Annað kvöld kemur á skjá- inn þrettándi og síðasti þáttur- inn i ástralska framhalds- myndaflokknum Andstreymi. Flokkur þessi virðist njóta talsverðra vinsælda, enda um margt athyglisverður. Hann er framleiddur samkvæmt „sápu-óperu” uppskriftinni frægu: mátulegt sambland af spennu og væmni i hverjum þætti og einhver gegnumgang- andi þráður til að halda fólki viö efnið. Aðalpersónurnar eru ósköp elskulegt fólk, sem maður getur vel hugsað sér aö hafa inni i stofu hjá sér á sunnudagskvöldum. En það sem gerir hann at- Sjónvarp kl. 20.45: hyglisverðan er kannski fyrst og fremst umhverfið sem per- sónurnar hrærast i, og er okk- ur svo framandi og fjarlægt bæði i tima og rúmi. Hingaðtil hefur mikið mætt á Mary og Jonathan og hreint alveg lygilegt hvaði alltaf ræt- ist úr á endanum. Það kæmi mér þvi mjög á óvart ef þau réðu ekki við það andstreymi sem mætir heim annað kvöld. ~'h Gott laugar- dags- kvöld Óli H. Þorðarson stjórnar i kvöld útvarpsþætti með blönd- uðu efni, sem hann nefnir „Gott laugardagskvöld”. — Ég ætla að fjalla svolltið um lesendabréf i dagblöðum, — sagði Óli, — og byrja þá á þvi að rifja upp sögu Velvak- anda, sem er liklega elsti les- endadálkurinn og hefur birst- að staðaldri siðan uppur 1950. Fyrsti umsjónarmaður Vel- vakanda var Bjarni Sigurös- son frá Mosfelli, og mun ég ræða við hann i þættinum. En það er ekki aðeins Morgunblaðið, sem birti les- endabréf, og ég mun taka fyrir lesendadálka hinna blaðanna og lesa úr bréfum sem þar voru birt i gær, föstudag. Óli H. Þórðarson býður gott laugardagskvöld. Útvarp kl. 20.30 Jörundur mun eitthvað láta til sin heyra i þættinum, og siöan verður viötal við Sigur- dór Sigurdórsson blaðamann um Spánarferðir og fleira. Sigurdór hefur verið leiösögu- maður á Spáni undanfarin sumur. Loks er ætlunin að reifa nokkuð það stóra deilumál, hvort nýr áratugur sé hafinn eða ekki. -ih Þáttur um A1 Capone Sunnudaginn 13. janúar kl. 15.00 verður fluttur 2. þáttur- inn úr flokknum „Stjórnmál og glæpir” og nefnist hann „Söguljóö unt Chicago, dag- skrá um gullöld bófanna”. Höfundur er Hans Magnus Enzensbcrger, en Viggo Clau- scn hefur búið til útvarpsflutn- ings. Þýðinguna geröi Jón Viðar Jónsson, en flytjendur eru: Erlingur Gislason, Hó- bert Arnfinnsson, Gisli Al- freðsson, Hclgi Skúlason, Gisli Húnar Jónsson, Klemenz Jónsson og Jónas Jónasson, sem jafnframt er stjórnandi. Flutningur þáttarins tekur 58 minútur. A þriðja og fjórða áratug þessarar aldar réðu bófafor- ingjar lögum og lofum i einni stærstu borg Bandarikjanna, Chicago. Harðvitug barátta var milli þeirra innbyrðis um yfirráðasvæði. Væri einhver ekki nógu „þægur”, var hon- um komið fyrir kattarnef, helst svo litið bar á. Frægastur þessara foringja var A1 Capone. Hann leit út sem vel metinn kaupsýslu- „Maöurinn á bakvið” — A1 Capone. Útvarp kl. 15.00 maður, gekk i fötum eftir nýj- ustu tisku, oft með rós i hnappagatinu, gerólikur þeim raunverulega Capone, sem lét drepa mörg hundruð manns. Sjálfur var hann alltaf „maðurinn á bak við”, hand- langarar hans unnu verkin. Hringið í síma 8 13 33 kl. 9-5 alla virka daga eða skrifið Þjóðviljanum Síðumúla 6, 105 Reykjavík tfrá ■ lesendum Reykvíkingar hafa á undanförnum árum verið að uppgötva, að það er hægt að f ara út úr bænum á veturna. Skíðaferðir i Bláfjöll njóta sívaxandi vinsælda, og er það vel. Það er nefnilega f leira til í heilbrigðisþjónustu en spítalar og almennings- iþróttir eru einkar vel til þess fallnar að bæta heilsu manna. Þessvegna finnst manni það skjóta nokkuð skökku við, að það skuli vera jaf ndýrt og raun ber vitni að fara með fjöl- skylduna á skíði upp i Bláfjöll. Fyrir fjögurra manna fjölskyldu kostar það nú u.þ.b. 13.000 krón- ur, ef keypt eru dagskort. Skiðalyfturnar i Bláfjöllum eru reknar af mörgum sveitar- félögum, þ.á.m. Reykjavik og er ekki ofsagt að hálf þjóðin standi á bak við þetta fyrirtæki. Samt er dýrara að fara i lyft- urnar þar en hjá KR-ingum á skiðasvæðinu i Skálafelli. Þar kostar dagskortin 2.200 kr. en 2.800 i Bláfjöllum. Eitt iþrótta- félag getur semsé selt þessa þjónustu ódýrar en hálf þjóðin. Mer finnst það lágmark að krakkar fái fritt i lyfturnar i Bláfjöllum. Þannig mætti auð- velda fjölskyldum að komast á skiði sem oftast. G Bryndís svarar Ég hef fyjgt þeirri reglu að láta afskipta- lausar umsagnir um ,,Stundina okkar" i les- endadálkum blaðanna, hvort heldur þær eru til lofs eða lasts. En þegar farið er að væna mig um kynþátta- fordóm í garð gyðinga, ; gef ég ekki orða bundist. Ég hef sjálf alla tið verið mikill aðdáandi gyðinga vegna sögulegra afreka : þessarar þjóðar í þágu 1 menningar, visinda og lista. Ég get því fallist á, að fyndni á þeirra kostn- að sé gáleysisleg, ef hún er tekin alvarlega. 1 þessu samhengi sakar ekki að geta þess, að forfeður minir i föðurætt sem settust að hér á landi við upphaf 19. aldar voru gyðingakaupmenn frá Schles- vik-Holsein. Og gott ef ég er ekki gyðingur i móðurætt lika (þeir segja að gyðingar hafi bætt blóð Bergsættar). Sem slik ætti ég etv. að taka umrædda „gyðingabrandara” til min. Ég er hinsvegar ekkert móðguð við Binna. Hafa ber i huga, að til eru hundruð safnrita með „skotabröndurum” „irafyndni” o.s.frv. Við skulum ekki vera of hátiðleg. Myndin i gær var af Þorleifi Haukssyni, útgáfustjóra Máls og Bryndis Schram Menningar. Dýrt að fara á skíði í Bláíjöll

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.