Þjóðviljinn - 18.01.1980, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 18.01.1980, Blaðsíða 3
Föstudagur 18. janúar 1980. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Fyrsti við- ræðufundur í dag Fyrsti fundur viðræðunefnda Alþýðusambands tslands og Vinnuveitendasambands Islands um væntanlega samningsgerð verður haldinn i dag kl. 4 i fundarsal ASl. Hafa samböndin tvö að undanförnu skipst á samþykktum og veröa þau sjónarmið er þar koma fram skýrð nánar á fundinum. -vh. Stöðu- mæla- sektir hækkaðar Þann 15. þ.m. hækkaði auka- leigugjald vegna brota á reglum nr. 185 frá 1966 um notkun stöðu- mæla i Keykjavík úr kr. 500 I kr. 1000. Stöðumælaverðir hafa frá sama tfma fengið fyrirmæli um að skrifa miða á þá bfla, sem eru við stöðumæla, þar sem gula skifan er uppi. Að undanförnu hafa stöðumæ1averðir snúið snerlinum, þegar gula skifan hefur sést uppi, en sivaxandi misnotkun eða „gleymska” öku- manna verður ekki varin lengur, enda er um augljóst brot á reglu- gerð að ræða, segir i fréttatii- kynningu frá gatnamálastjora. Tilgangurinn með uppsetningu stöðumæla er fyrst og fremst sá að miðla eftirsóttum bifreiða- stæöum til sem flestra borgara, minnir hann á. Rauð- hetta Leikfélag Ólafsvikur frumsýnir i kvöld 18. jan. kl. 21.00, leikritið Rauðhettu eft- ir Jevgeni Schwartz. Sýning- in verður i félagsheimilinu i Ólafsvik. Leikstjóri er Ingólfur Björn Sigurðsson. 18 leikend- ur eru i sýningunni og eru þeir á aldrinum 11-17 ára. Næstu sýningar verða á sunnudaginn kl. 15 og 21 i félagsheimilinu. Einnig er á- formað aö sýna leikritið við- ar i nágrenninu. Skrifstofustjóri borgarverk- fræðings gaf i liðinni viku þau fyrirmæli að húsið við Laugaveg 163 skyldi rifið án þess að tilskilin leyfi bygginganefndar lægju fyrir. Hús þetta var I eigu borgar- sjóðs og skemmdist mikið i elds- voða 13. október s.l. sem varð tveimur að bana. Um áramótin 1978/79 gengu sem kunnugt er i gildi ný bygg- ingalög og er i þeim kveöið á um að ekki megi fjarlægja eða rifa hús nema með samþykki bygg- inganefndar. Nú skeði það hins vegar aö bygginganefnd frestaði endanlegri ákvöröun um niðurrif hússins fimmtudaginn 10. janúar s.l. og óskaði eftir uppdráttum af lóðinni vegna fyrirhugaðrar notk- unar þegar húsið væri farið. An þess að lögboðiö leyfi bygginga- nefndar lægi fyrir hófst hreinsun- ardeild borgarinnar handa um niðurrif hússins að morgni til tveimur dögum siöar skv. fyrir- mælum Jóns G. Kristjánssonar skrifstofustjóra borgarverkfræð- ings. Húsið var i eigu borgarsjóðs og hafði verið i útleigu á vegum Félagsmálastofnunar. Aætlaður endurbyggingarkostnaður eftur brunann nam um 40 miljónum króna og óskaði borgarráð eftir heimild bygginganefndar til að fjarlægja húsið i byrjun nóvem- ber. Umhverfismálaráð borgar- innar mælti ekki með endurbygg- ingu hússins en þess var óskað að Arbæjarsafn fengi að nýta hluta úr húsinu ef þaö yrði rifið. Var óskað eftir þvi aö gerð yröi grein fyrir fyrirhugaðri notkun lóöar- innar og ákvað borgarráð á fundi sinum 18. desember að lóðinni yröi úthlutað undir atvinnustarf- semi þegar brunarústin hefði ver- iö fjarlægö. Fór nú máliö aftur til bygginganefndar sem frestaði endanlegri ákvörðun og óskaði eftir uppdráttum af lóðinni 10. janúar s.l. Mál þetta kom til umræöu á borgarstjórnarfundi i gærkveldi þegar Guðrún Helgadóttir óskaði skj'ringa á niðurrifi hússins. Borg- arstjóri sagði að hér hefði veriö um mistök að ræöa, — gengiö hefði verið út frá þvi að bygginga- nefnd afgreiddi málið á fundi sin- um 10. janúar og ákvöröun nefnd- arinnar um frestun þess heföi ekki farið rétta boðleið i kerfinu. Guðrún Helgadóttir, sem benti á að hér væri ekki fariö aö lögum, þakkaði borgarstjóra skýrslu hans um málið og sagðist ekki hafa vakið máls á þessu vegna umhyggju fyrir þessu tiltekna húsi, helöur vegna þess að hér væri um hættulegt fordæmi að ræða og mistök af þessu tagi mættu ekki endurtaka sig. Nokkrir borgarfulltrúar tóku til máls og var það mál Ihaldsmann- anna að borgarkerfið væri flókið og seinvirkt i þessum efnum og full ástæða væri til að einfalda umfjöllun mála sem þessara. -.AI Ný tæki við fiskiðnað: Valda þau gjörbyttíngu? Framleiðsla og sala er nú hafin á nýjum og fullkomnum rafvogum og gagnasöf nunarkerf um fyrir f iskvinnslustöðvar. Er talið að hér sé á ferð tækjabúnaður, sem geti valdið gerbyltingu innan fiskiðnaðarins og einnig hjá ýmsum öðrum fram- leiðsluiðnaði. Það er fyrirtækið Framleiðni s.f. sem stendur að fram- leiðslu þessara tækja og eru þau hönnuð af Raun- vísindadeild Háskólans í samráði við Framleiðni, Sjávarafurðadeild SíS og nokkur frystihús, sem prófað hafa tækin. Meginuppistaðan i þessum nýju tækjum eru margskonar vogir, sem byggjast á nýjustu tækni i rafeindabúnaði. Eru vogirnar bæði til nota við hráefnismóttöku, (verðlagningar- og innvigtunar- vogir) og vinnslustigið, (flökunar-, pökkunar- og blokka- vogir). Eru öll þessi tæki marg- falt fullkomnari en eldri búnaður og mun nákvæmari. Og þar sem þau eru samsett úr mörgum einingum er hægt að taka þau smátt og smátt i notkun eftir þörfum og aðstæðum á hverjum stað. Talið er og að notkun þeirra geti leitt til verulegs sparnaðar hjá frystihúsunum. Samsetning tækjanna fer fram hjá rafeindavinnustofu öryrkja- bandalags Islands og ýtarlegar upplýsingar um þau er að fá i skrifstofu Framleiðni s.f. að Suðurlandsbraut 32, Reykjavik. mhg. Alþýðubandalagið i Reykjavik: Viðtalstímar •J.ma naimaog borgarfulltrúa Laugardaginn 19. janúar kl. 10—12 verða Guðrún Helgadóttir alþingis- maður og borgarfulltrúi og Guð- mundur Þ. Jónsson borgarfulltrúi til viðtals fyrir borgarbúa á skrifstofu flokksins að Grettisgötu 3. Eru borgarbúar hvattir til að nota sér þessa viðtalstima með þvl að koma á skrifstofuna á umræddum tlma eða hringja I slma 17500. Vinnuveitendasambandið: Höfum ekki reynt aö tefja fyrir viðræöum i viðtali við Þjóðviljann í gær benti Ásmundur Stefánsson framkvæmda- stjðri ASI á dæmi um viðbrögð atvinnurekenda sem bentu til þess að þeir vildu draga samningagerð á langinn, en fyrsti fundur viðræðunef nda ASi og Vinnuveitendasambands- ins er i dag. Vegna þeirra ummæla hefur Vinnuveit- endasambandið sent fjöl- miðlum eftirfarandi yfir- lýsingu: „Framkvæmdastjóri ASt full- yrðir að VSl hafi reynt að tefja fyrir viðræðum um endurnýjun kjarasamninga. Það rétta i þvi máli er sú staðreynd, að VSÍ mótaði kröfur sinar um miðjan október 1979 og hefur verið reiðu- búið til viðræðna siðan. ASt félögin hafa á hinn bóginn ekki komið sér saman um kröfugerð og hafa i nokkra mánuði staðið i innbyrðis átökum þar um,og enn er kröfugerð þeirra ekki lokið. Fullyrðingar um tafir af hálfu VSl er þvi algjörlega út I hött. Þaö er Alþýðusambandið, sem ekki hefur verið i stakk búið til að hefja viðræður og skyldi þvi varastað kasta grjóti úr glerhúsi. VSt hefur lýst sig reiöubúið til viðræðna á grundvelli þeirrar stefnumörkunar er fyrir liggur af þess hálfu. öllum má hins vegar vera ’.jóst að vonlaust er að hef ja viðræður á grundvelli kröfugerð- ar ASl-félaganna þar sem hún er ekki nema aö hluta til komin fram i dagsljósið. öllum dylgjum um mótsagnakennda afstöðu VSt 1 þessum efnum er þvl vlsað á bug.” Tekjutap borgarinnar: TUGIR EÐA HUNDRUÐ ÍBÚÐA EKKI Á SKRÁ ,,Tugir eöa hundruð íbúða í Reykjavík eru ekki inni í fasteigna- mati," sagði Sævar Geirsson hjá Fasteigna- mati ríkisins á fundi með blaðamönnum i gær. ,,Fyrir bragðið tapar borgin tug- eða hundruða miljón króna tekjum." „Framkoma sveitar- félaganna sýnir að ekki er formandi að þau fái sjálfdæmi i þessum málum,” sagði Sævar ennfremur. Hann deildi hart á sveitarfélögin á fundinum, en Guttormur Sigur- björnsson forstjóri stofnunar- innar sagði að þessi ummæli ættu frekast við um Reykjavik. Fleiri starfsmenn tóku undir það og var á mönnum aö heyra að samstarf milli borgarinnar og Fasteignamats rikisins hefði gengið nokkuð stirðlega.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.