Þjóðviljinn - 06.02.1980, Qupperneq 12

Þjóðviljinn - 06.02.1980, Qupperneq 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 6. febrúar 1980 skák Umsjón: Helgi ólafsson (Það er að sjálfsögðu ekki ráð- legt að halda i peðið með 3. -d5.) 4. Bxe3-e5 (5. d4! kemur gr eina.) 5. .. d5 6. Bg2-Bd6 5. g3 sterklega 7. c4-h6 8. Rf3-d4 til Skákþing Reykjavíkur: Margeir nær öruggur sigurvegari Fátt getur lengur komið i veg fyrir sigur Margeirs Péturs- sonar á Skákþingi Reykjavikur sem nú fer senn að ljúka. Það fór á sömu leið og spáð var, að skák Björns Þorsteinssonar og Margeirs reyndist úrslitaskák mótsins, en henni lauk með sigri Margeirs eftir snarpan bar- daga. 1 10. umferð vann Margeir svo Braga Kristjánsson og tryggði sér þar með vinnings- forskot fyrir siðustu umferð, sem þýðir að honum nægir jafn- tefli þegar teflt verður á Grensásveginum i kvöld. And- stæðingur hans verður sennilega Sævar Bjarnason. Helstu úrslit i 9. umferð urðu sem hér segir: Margeir vann Björn, Sævar vann Guðmund, Sigurður Sverrisson tapaði fyrir Jóhanni, Bragi vann Harald, Elvar vann Þóri, Jónas vann Ragnar og Leifur vann Björn Sigurjónsson. í 10. umferð urðu úrslit helst þessi: Margeir vann Braga, Jónas vann Arna, Leifur vann Harald og Gylfi vann Þóri. Jafntefli gerðu Sævar og Jóhann. Skák Björns og Elvars fór tvisvar i bið en útlit er fyrii langan bardaga þvi Björn hefur drottningu og h-peð á móti drottningu og illa staðsettum kóngi. Staðan er þá þessi 1. Margeir Pétursson 9 v. 2. -5. Jónas P. Erlingsson, Jó- hann Hjartarson, Sævar Bjarna- son og Leifur Jósteinsson, 7 1/2 v. hver. 6. Björn Þorsteinsson 7 v. + 1 biðsk.. Skák þáttarins er úr 10. umferð, sem tefld var á sunnu- daginn. Það er væntanlegur sigurvegari mótsins sem stýrir hvitu mönnunum: Hvítt: Margeir Pétursson. Svart: Bragi Kristjánsson. Hollensk vörn. 1. Rf3-f5 2. e4! ? (Gamall „gambitur” sem marg- ir telja eitt skarpasta vopn gegn Hollendingnum.) (Annar möguleiki og sennilega betri var að halda i miðborðið með 8. -c6.) 9. Bd2-c6 10. 0-0 0-0 11. Hel-Rbd7 12. Rh4-a5 13. Rd2-Rc5 14. Rdf3-He8 15. Rg6-Dc7? (Næstum sjálfsagt var 15. -Bg4 eða 15. -Bf5, t.d. 16. Rgxe5 Bh7 ásamt pressu á riddarann á e5.) 16. Rfh4-Df7 17. f3-Bd7 18. b3-Rh7 19. Ba3-b6 20. Gfl-He6 21. Bxc5-bxc5 22. Bh3-Hee8 23. Bxd7-Dxd7 24. De2-Rg5 (Þegar hér var komið sögu var Bragi kominn i gifurlegt tima- hrak og i stöðu sem þessari hlýtur það að vega þungt á met- unum.) 25. Dg2-He6 26. Hfl-HaeS (Hvað annað?) 28. .. exf4 29. Hxe6-Hxe6 27. Hael-Kh7 28. f4 30. gxf4-Rh3+! 2. .. fxe4 3. Rg5-e3 — Bragi gafst upp. Eftir Hel+, 33. Hfl er öllu lokið. 32. Blaðbera vantar VESTURBORG: Sörlaskjól — Granaskjól (strax)! Meíhagi — Neshagi (strax)! Fólk vantar til afleys- inga i blaðburði, viðs vegar um borgina. Góð laun. DJOÐVUHNN Síðumúia 6, sími 81333. n TORFI STEINÞÓRSSON, Hala: Fréttabréf úr Suðursveit ié Umsjón: Magnús H. Gíslason Góövinur Landpósts aö fornu og nýju sendir okkur eftirfar- andi fréttabréf úr Suðursveit: Iilt, þegar endar á 9 Annars hafa fjögur siðustu ár- tölin, sem enda á 9, veriö slæm ár. Allir kannast við kalda vorið 1949. Slæmt óþurrkasumar var hér 1959. Annaö versta óþurrka- sumar, sem menn hér muna, var 1969. Aöeins sumariö 1950 var meira óþurrkasumar. Og svo nú að lokum kalda árið 1979. En frá sjónarhóli okkar Suður- sveitunga hefur það sennilega oröið okkur hagstæðara en hin 3, sem enduðu á 9. Viö hér eigum bágt meö aö lita á árið 1979 sem sérlega slæmt ár. Ég held, aö okkur verði ofar i huga þeir mörgu góðviðrisdagar, sem það færöi okkur, hægviðriö, þurr- viðrið og litlar forsthörkur. Auövitað var árið kalt, hér sem annarsstaðar. En kuldinn jafn- aðist svo niður á flesta daga ársins, ásamt með tiðu hægviðri og þurrviðri, að hann verður okkur varla mjög minnisstæöur. Það var einkum maimánuður, sem lék okkur harðast og varð bændum hér, sem annarsstaöar á landinu, kostnaöarsamur. Fjórir slðustu mánuðir ársins voru vætusamari og meiri umhleypingar en fyrr á árinu. Þó komu einnig þá mjög margir góðviörisdagar. Mér telst svo til að i þeim mánuðum hafi verið hér sam- tals 78 dagar, sem annað hvort var hægviðri eða litilsháttar gola. Vindur komst upp I kalda I 31 dag, en 13 dagar voru með hvassan vind, þó aldrei beinlínis stórviðri. Þá voru á þessu fjög- urra mánaða timabili 50 sól- skinsdagar að meiru eða öllu 1 Torfi Steinþórsson. leyti, en 24 dagar meö mikilli rigningu. Austanstormar með rigningu, — slagveöri, — voru tið, einkum I nóv. og fyrri hlutann i des. Var þá mikil snjókoma til fjalla. Er þvi kominn mjög mikill snjór I háfjöll. En i byggð sást naumast snjór fyrr en 21. des. En upp úr þvi var éljagangur I nokkra daga. Kom þá dálitill snjór, sem lá fram um þrettándann. Hér var mikil veðurbliða um hátiö- arnar. Dilkar með betra móti Fé var tekið á gjöf rétt fyrir - og um miöjan nóv. Dilkar urðu nokkru léttari hér I haust en I fyrra, enda þá með alvænsta móti. Þó má segja, að dilkar urðu hér I haust með betra móti. Annars varð tala slátraðra dilka úr einstökum hreppum sýslunnar og fallþungi sem hér segir. Talan innan sviganna er hliðstæöan frá 1978. Lónsveit Höfn Nes Mýrar Suðursveit Oræfi 4.756 dilkar þ. 12,75 kg. (4.627 dilkar þ. 13,55 kg) 752 ” þ. 13,66 ” ( 721 ” þ. 14,16 ”) 7.485 ** þ.12,92 ” (7.493 ” þ. 13,49 ”) 4.446 " þ. 14,24” (4.248 ” þ. 15,11 ”) 8.062 ” þ. 14,23” (7.488 ” þ. 15,11 ”) 4.650 ” þ. 13,95” (4.916 ” þ. 14,65 ”) Samanburður á búskaparþáttum Eftirfarandi tafla á að sýna samanburð á ýmsum þáttum búskapar I Suöursveit árið 1979, miðað við áriö 1978. Það skal tekið fram, að þaö ár var mjög hagstætt bændum I Suöursveit. Viö gerö þessarar töflu eru ásetningasskýrslur beggja ár- anna lagðar til grundvallar. En taflan sýnir heyfeng hvors árs fyrir sig, og svo tölu þess búpen- ings,>em á vetur var settur. 31. Khl-Rxf4?? 1 ■ AR Heyf. Kýr Kelfdar Kálfar Hross Trippi Ær Hrútar Lömb 1 im3 kvig.og 4 v.og og folöld (Heiftarlegur afleikur i góðri geldn. eldri stöðu. Eftir 31. -He3! hefur 1 1978 21.407 151 49 127 70 48 5.287 77 1046 svartur undirtökin þótt úrslit ■ 1979 25.487 150 48 143 75 58 5.396 90 906 séu allsendis óvis vegna tima- 1 Mism. + 4.080 t-1 *1 + 16 + 5 + 10 +109 + 13 h-140 hraks Braga.) 1 i% + 19,06% -i-0,66% -r 2,04% + 12,6% + 7,1% + 20,8% +2,1% + 16,9 -M3,4% Heildartala ásettra nautgripa þessi tvö ár: 1978 Nautgr. alls 327 Hross alls 118 Sauöfé alls 6410 1979 Nautgr. alls 341 Hross alls 133 Sauöfé alls 6392 Mismunur: Nautgr. fjölgar um 14 Hross fjölgun 15 Sauðfé fækkun 18 Mismunur i% Nautgr. fjölgar um 4,3% Hrossfjölgun 12,7% Sauðfé fækkun 0,28%. Þessi bústofn er skráður á 20 búum en nokkuð af þessum búum eru rekin af fleiri en einni fjölskyldu. Af framantöldum heyfeng árið 1979 voru siðan seld út úr héraðinu 126 tonn, eöa nálægt 900 rúmm. A öllum þessum 20 búum er stundaður sauöfjárbúskapur. Ær eru taldar vera 200-530 á búi, eða nálægt 270 ær til jafnaöar á búi. Þá eru 15 búanna jafnframt meö kýr, þetta 4-29 kýr á búi, eða 10 kýr til jafnaöar á hverju þessara 15 búa. Eitt bú mun nú vera i þann veginn að hefja kúa- búskap jafnframt sauöfjár- búskapnum. Er það i Lækjar- húsum I Borgarhöfn, en þar er verið aö byggja f jós fyrir um 40 kýr. Er byggingin nú að þvi komin , að þak verði sett á hana. Verst í vök Rekstur mjólkursamlagsins i Höfn hefur nú um sinn átt I vök að verjast vegna samdráttar á kúabúskap I héraðinu. Arið 1979 bárust til samlagsins 530.188 ltr. af mjólk úr Suðursveit, en 556,047 ltr. áriö 1978. Byggingaframkvæmd- ir Auk fjósbyggingarinnar I Lækjarhúsum voru þessar byggingaframkvæmdir á döfinni i sveitinni á siðasta ári: A Austurbæ á Skálafelli byggt 320 kinda fjárhús með kjallara undir taðið. Stálgrindahús á Kálfafelli 1.100 rúmm. og er þurrheyshlaöa. Einnig þurr- heyshlaða á Hala af sömu gerð nema stærri, um 1.700 rúmm. Þá var byggt fjárhús i Gamla Garði fyrir 60 kindur. Svo var byrjaö á Ibúöarhússbyggingu á Breiðabólsstað. Byggingin var fokheld i haust. Húsiö er ein hæð, 170 ferm. Hér veröur staðar numið með frásögn af búskapnum i Suður- sveit á kalda árinu 1979. Hala, 20. janúar 1980. Torfi Steinþórsson. Heimilisþjónusta í Grindavík Grindvíkingar hafa nú komið á hjá sér heimilis- þjónustu fyrir aldraða. Tilgangurinn er að gera. þeim, sem hennar njóta, mögulegt að dveljast sem lengst heima hjá sér, við eðlilegar aðstæður. Að þvi er Suðurnes jatiðindi greina fr á, hafa tveir starfs- menn verið ráönir til að sinna þessum verkefnum og er þeim ætlað aö annast þau heimilis- störf sem aðstoðarþegi getur ekki sinnt sjálfur, t.d. matreiöslu og hreingerningar. Þegar um er að ræöa mjög las- burða fólk eða rúmliggjandi er þvi veitt sú aðstoö, er það þarfnast. Aðstoöin er að jafn- aði veitt frá kl.9—17 mánudaga til föstudaga. Stjórn heimilisþjónustunnar annastEirlkur Alexandersson, bæjarstjóri. Sex manns njóta nú þessarar þjónustu stöðugt en nokkrir aðrir öðru hvoru. — mhg

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.