Þjóðviljinn - 17.02.1980, Síða 10

Þjóðviljinn - 17.02.1980, Síða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 17. febrúar 1980. Þannig var sendirád Bandaríkjanna í Teheran tekid: • Bandaríska sendiráðiö í Teheran var hertekið af írönskum stúdentum og mótmælendum þ. 4. nóvem- ber 1979. Starfsmönnum sendiráðsins er haldið sem gísium uns látið verður undan kröfum stúdentanna# sem m.a. felast i því að iranskeisari verði sendur aftur til föðurhúsanna. • Nokkru eftir töku sendiráðsins var öllum konum og þeldökkum starfsmönnum sendiráðsins sleppt úr haldi/ en enn er stórum hluta sendiráðsmanna haldið sem föngum i Iran. • I hópi þeirra sem sleppt var úr haldi voru örygg- isverðirnir Westley Williams liðsforingi og William Quarles liðþjálfi. Greinin,sem hér ferá eftir og segir frá töku sendiráðsins/ er rituð af James Conaway og byggist á frásögn öryggisvarðanna. Westley Williams liösforingi og WiIIiam Quarles liöþjálfi. Westley WiIIiams beygöi sig I varnarstööu bak viö skjalaskáp og hinir landgönguliöarnir stilltu sér i skotstööu ofar i tröppunum. Þeir voru meö gasgrimur og beindu byssunum aö æpandi mótmælendunum sem veifuöu grönnum kylfum og spjöldum. OPNTÐ — eða við drepum félaga ykkar! Westley Williams liðs- foringi og landgönguliðinn úr bandaríska flotanum voru kófsveittir undir gas- grímunum. Þeir börðust við að brjóta.upp lokið á vopnakistunni/ sem þeir höfðu dregið úr lagerher- berginu. Stigagangurinn var fullur af táragasi og landgönguliðarnir tveir horfðu stöðugt um öxl, nið- ur tröppuna að jarðhæð- inni. Þeir voru staddir I skrifstofu- byggingu bandariska sendiráös- ins I Teheran, og á jaröhæöinni fyrir neöan voru Iranskir mót- mælendur skriöandi inn um glugga, sem þeir höföu brotiö upp, eftir aö hafa klifraö yfir grindina sem umlykur hiö afgirta svæöi sendiráösins. Leyniskjöl brennd Lokiö á vopnakistunni lét loks undan og landgönguliöarnir fylltu fangiö af byssum. Þeir hlupu tröppurnar upp á næstu hæö fyrir ofan, samtimis sem mötmælend- urnir komu æöandi upp stigann frá jarðhæðinni. A efstu hæö skrifstofubyggingarinnar var mesti hluti starfsmanna sendi- ráðsins saman kominn, varinn bak við þunga brynhurö. Þegar landgönguliöarnir komu inn i herbergið, voru starfsmenn- irnir í óöa önn að brenna leyni- skjöl úr skjalasafninu. Williams og félagi hans settu þungan sóffa og vatnskæli fyrir huröina. Þaö var ljóst aö þaö mundi taka marga tima áöuren öll leyniskjöl væru eyöiiögö. Aörir starfsmenn sendiráösins reyndu af fremsta megni aö ná sambandi viö Irönsk yfirvöld i sima og töluðu gegnum hátalara við mótmælendur, sem safnast höfðu saman á svæöinu fyrir framan sendiráöiö. Sendiráðið fellur Reykur byrjaöi að liðast inn undir brynhuröina. Mótmælendur höföu kveikt eld úti á ganginum, og reykurinn og hitinn inni I skrif- stofuherberginu var oröinn óbærilegur. Fyrir utan sendiráöið veifuöu mótmælendur meö spjöldum og áletruöum boröum. Texti spjaldanna, sem var á ensku, kraföist þess aö sendiráös- starfsmenn gæfust upp og kæmu út úr sendiráöinu: hér væri um friðsamlega sendiráöstöku aö ræöa. Bandarikjamaöur byrjaöi að hrópa fyrir utan huröina og baö þá aö opna. Annar landgönguliö- anna svaraöi og spuröi hvort hann væri einn af starfsmönnun- um, og hvort hann hefði heimild til að gefa slika skipun. — Já, æpti maðurinn. Þeir hafa tekið mig höndum. Opniö! — Þú ert brjálaður ef þú heldur aö viö opnum, hrópaöi land- gönguliöinn. — Opniö, segi ég! Æöri starfsmaöur i herberginu skipaöi landgönguliöanum aö opna. Hann hlýddi og sendiráðiö var á valdi mótmæelendanna. Klukkan var nú nokkrar minútur yfir hádegi, þann 4. nóvember 1979. Aðeins rúmur klukkutimi var liöinn frá þvi aö fyrstu mót- mælendurnir höföu klifraö yfir grindverkiö kringum sendiráðið. Sendiráðsritarinn fjarverandi íranskir öryggisveröir höföu reynt aö hindra fyrstu mótmæl- endurna sem stukku yfir girð- inguna, en án árangurs. Williams liösforingi hafði kallaö þrettán landgönguliöa, sem voru öryggis- veröir sendiráösins, á vettvang. Siðan rauk hann ásamt félaga sinum til aö loka útihuröum sendiráösins og brynhuröum skrifstofubyggingarinnar. A meöan mótmælendurnir hömuðust á útihuröunum keppt- ust Williams og landgönguliðinn viö aö læsa innihuröum. Williams hljóp að varöskýlinu og reyndi að ná sambandi við Bruce Laingen sendiráðsritara, en hann var staddur fyrir tilviljun i utanrikisráöuneytinu i Teheran. Hann hafði ekki skipaö neinn I sinn staö, sem þýddi aö land- gönguliðarnir voru undir stjórn öryggisoffursta, embættismanns bandarisku utanrikisþjónustunn- ar. A sömu stundu og Williams fékk upplýsingar hvar Laing var, birtist offurstinn i dyrunum, vopnaður 38-kaliber skamm- byssu. Williams lét hann fá sendi- tækið, en hljóp sjálfur af stað i átt aö lagerherberginu, þar sem vopnin voru geymd. Liðsforinginn, ásamt sex öör- um landgönguliöum, sem staddir voru i sendiráösbyggingunni, þegar áhlaupiö var gert, settu I snatri á sig hjálma, spenntu á sig skotheld vesti og gripu 12 kali- bera repeter-haglabyssur. Þeir hlóöu byssurnar I hasti og sýndu öll merki taugaspennings. Hinir landgönguliöarnir komu aldrei á vettvang, annaö hvort voru þeir staddir á öörum stöðum i sendi- ráöinu eöa voru I húsum sínum þegar sendiráöiö var tekiö. Williams lisforingi fór aftur niður á jarðhæöina og' heyröi að offurstinn haföi náö sambandi viö sendiráðsritarann. Offurstinn baö Konum og þeidökkum starfsmönnum sendiráösins var sleppt úr haldi tveimur vikum eftir sendiráöstökuna. Þau voru leidd fyrir fréttamenn áöur en þeim var endanlega sleppt úr haldi.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.