Þjóðviljinn - 17.02.1980, Síða 24

Þjóðviljinn - 17.02.1980, Síða 24
DJÚÐVIUINN Sunnudagur 17. febrúar 1980. Aöalsími Þjóöviljans er 81333 kl. 9 — 20 mánudaga til föst- udaga, kl 9 — 12 f.h. og 17 — 19 e.h. á laugardögum. Utan þess tlma er hægt aö ná i bla&amenn og aöra starfsmenn blaösins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285, afgreiösla 81482 og Blaöaprent 81348. K\ 81333 Kvöldsfiiii er 81348 nafn* < Steingrímur Hermanns- son Nafn vikunnar er Steingrimur Hermannsson, sjávarútvegsráöherra. Eins og kunnugt er þá fyrirskipaöi Steingrimur stöövun loönu- veiöa frá og meö hádegi á miövikudag, en menn eru ekki á eitt sáttir um þessa ákvöröun Steingrims. • Lúövik Jósepsson formaður Alþýöubandalags- ins hefur lýst þvi yfir að ákvöröun Steingrims brjóti I bága viö samkomulag sem gert var viö stjórnarmynd- unina um aö allar meiriháttar stöövanir fisk- veiöa og ákvaröanir um heildarfiskveiöistefnu skuli teknar af rikisstjórninni en ekki sjávarútvegsráðherra einum. Þá hafa ráöherrar Alþýöubandalagsins and- mælt þvi aö ekki skuli hafa veriö haft samráö viö sam- starfsflokkana og þingnefnd- ir um máliö. Einnig hefur þessi ákvöröun verið harö- lega gagnrýnd á Alþingi af þingmönnum úr öllum flokk- um. Ýmsir hafa þó orðið til aö lýsa stuðningi viö þessa ákvöröun ráöherra, meöal annars forystumenn ýmissa félagasamtaka i Vestmannaeyjum. • Fiskifræöingar hafa lýst þvi yfir aö til þess aö tryggja aö hrygningarstofn loðnunn- ar 1980 veröi a.m.k. 2/3 þess sem hrygndi 1979, þá megi aflinn veröa mestur 300 þús. tonn frá 1. janúar til febrúarloka. Gert er ráö fyrir aö aflinn hafi verið oröinn um 290 þús. tonn viö lok veiöanna. Aðrir eru þó þeirrar skoðunar að hiklaust hefði mátt leyfa 400 þús. tonna veiöi. Sjávarútvegsráöherra hef- ur á þaö bent aö hann hafi aöeins veriö aö framkvæma ákvöröun um hámark loðnu- veiöa á vertiöinni sem áður haföi veriö tekin. En i janúar s.l. var gefin út reglugerð um að loðnuaflinn eftir áramót skyldi ekki vera meiri en 280 þús. tonn. • Steingrimur hefur einnig sagt aö ekki hafi unnist timi til samráös vegna tima- skorts og heföi aflinn fariö verulega fram úr þvi sem viö var miöaö ef ekki heföi verið gripiö til stöövunar á miövikudag. Ef aflinn heföi fariö fram úr 300 þús tonn heföi ekki orðið um neina loönuveiöi aö ræöa til fryst- ingar og hrognatöku I mars næstkomandi. — þ.m. Á mánudögum er verið að flytja framhaldsleikrit eftir Lars Broling sem fjallar um frægan og hörmulegan heimskauta- leiðangur, „Andrée- leiðangurinn". Þýðingu gerði Steinunn Bjarman en Þórhallur Sigurðsson er leikstjóri. Andrée var verkfræðingur og haföi mikinn áhuga á loftsigling- um: en á hans tið höfðu menn ekki annaö til þeirra hluta en loft- belgi. Ætlun Andrées var að fljúga i stórum loftbelg, sem örn- inn var nefndur, frá Svalbarða og yfir noröurpólinn og setja þar upp sænskan fána. Tveir menn voru Fimmtíu ár síóan lík fundust á Hvítey K • Knuí Fraœnkel Salomon iugU&t Andrée StrindUcrií Strindberg og Frænkel hafa skotiö ísbjörn. Af þeim birni hlaust illt eitt. Andrée-leiðangurinn með Andrée i þessum leiðangri, Nils Strindberg og Knut Frænkel. Eftir aö hafa beðiö alllengi eftir hentugu veöri var lagt af staö i júli áriö 1897. Loftbelgurinn hvarf heimskautaþokunni — og spuröist siðan ekkert til hans fyrr en áriö 1930. Þá kom norskt selveiöiskip að Hvitey, sem er austasta og af- skekktasta eyjan i Svalbaröa- eyjaklasanum. Þar fundu sel- fangarar lik leiöangursmann- anna þriggja, útbúnaö þeirra og dagbækur sem skýrðu frá ömur- legu hlutskipti þeirra. Þessi fundur vakti feiknarlega athygli og var um fátt meira skrifaö i þann tið. Per Olof Sund- man skrifaöi fyrir nokkrum árum hei m i 1 da rská 1 dsögu um leiöangurinn og leggur hana I munn Knut Frænkel. Gripum leiöangursmanna hefur verið komiö fyrir á sérstöku safni. Þar er og aö finna nokkrar ljósmyndir sem leiöangursmenn tóku og hægt var aö framkalla eftir hálfa öld. Hvítabjörn fór illa i maga Færslurnar i dagbækurnar eru stuttoröar: þar er ekki kvartað, heldur eru þar skráöar stuttar staöhæfingar um þreytu, kulda, vosbúö. Andrée haföi staðhæft að loftbelgurinn, sem hann lét sauma sér I Paris gæti veriö mánuö á lofti. Þetta reyndist mikill misskilningur. Belgurinn var aðeins fjóra sólarhringa á lofti. Buröarþol hans rýrnaði miklu hraöar en menn höföu gert ráö fyrir. Siöan hófst langt og strangt feröalag yfir isinn til lands. Þegar þremenningarnir komust til Hviteyjar voru þeir mjög illa farnir af þvi að hafa étið ormmengað hvitbjarnarkjöt. Sú matareitrun flýtti mjög fyrir dauöa beirra. Vissi um hætturnar Þeir sem hafa mest um þennan Ieiöangur f jallaö komast að þeirri niöurstöðu aö Andrée hafi oröiö fórnarlamb sinnar eigin trúar á framfarir og uppfinningar og svo þeirrar gáfu til aö sannfæra aöra um ágæti hugmynda sinna sem, hann var gæddur i rikum mæli. Hann dáleiðir alla með mælsku sinni og sannfæringarkrafti — rikismenn sem eiga aö borga brúsann, blaðamenn, sér- fræðinga, Óskar konung. En þaö er liklegt, aö hann hafi grunað sterklega aö útreikningar hans fengju ekki staðist. Það hefði hann mátt gera fastlega ráð fyrir eftir aö fyrsta tilraun hans til is- flugs I loftbelg mistókst áriö 1896. Andrée taldi sig hafa fundiö upp þann seglbúnaö sem geröi honum kleyft að stýra loftbelgnum þannig aö hann væri ekki leik- soppur vinda. En útbúnaöur þessi var mjög ófulikominn. Og það sem verra var: rakinn dró belg- inn svo hratt niöur, aö hann var ekki nema fjóra sólarhringa á lofti, sem fyrrsegir — jafnvel þótt leiðangursmenn heföu losaö sig við allt þaö sem þeir töldu sig geta án verið. Meöan belgurinn var enn á lofti skrifaði Andrée i dagbók sina þessar linur, sem eru þær einu sem gefa nokkuö til kynna hvernig honum var innanbrjósts. ,,Þaö er undarlegt að svifa hér yfir Ishafinu. Sá fyrsti sem hér hefur svifiö. Mun langt um liða þar til við eignumst sporgöngu- menn? Verðum við álitnir vit- skertir eða mun okkar fordæmi fylgt. Ég get ekki neitaöþvi aö við allir þrir erum á valdi stolts. Við teljum að við getum vel tekið dauöanum eftir það sem viö höf- um nú gert”. Jan Troell ætlar nú aö gera kvikmynd um þennan leiöangur. Talað er um aö Max von Sydow fari meö hlutverk Andrées. ÞYRSTIRFASER

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.