Þjóðviljinn - 19.02.1980, Page 1

Þjóðviljinn - 19.02.1980, Page 1
MOWIUINN Bændur fá 3 miljarða Þriðjudagur 19. febrúar 1980.41. tbl. —45. árg. í samræmi við málefnasamn- ing rlkisstjórnarinnar lagði Ragnar Arnaids fjármáiaráð- Rikisstjórnin leiðréttir verk krata- stjórnarinnar Tíma- bundin auka- niður- greiðsla til bænda Við verðlagningu búvara 1. des. s.l. ákvað þáverandi ríkis- stjórn Alþýðuflokksins að fresta hækkun á vinnslu- og dreifingar- kostnaði mjólkur og mjólkurvara, þrátt fyrir að sexmanna- nefnd væri sammála um niðurstöður sínar. Þessi ráðstöfun hefur haft i för með sér, að mjólkurbúin hafa ekki getaö greitt fyrir mjólk til bænda, svo sem þeim ber og sú skerðing komið að fullu fram á nettó- lekjum þeirra. Rikisstjórnin hefur ákveðið aö þetta verði leið- rétt um n.k. mánaðamót og jafnframt að það tap, sem hefur orðið hjá bændum vegna umræddrar synjunar fv. rikisstjórnar, verði að fullu bætt með timabundinni aukaniðurgreiðslu úr rikis- sjóði eftir nánari ákvörðun. bannig verði heildartekjur mjólkurbúa i landinu þær sem til er ætlast við verð- lagningu sexmannanefndar. Sú umframhækkun niður- greiðslna, sem af þessu leiöir, fellur niður, þegar þvi marki er náö. Loðnuflotinn á heimleið: Heildar- aflinn 288.000 tonn Sfðustu loðnubátarnir voru á leið til lands I gær og er þá aðeins einn bátur eftir á veiðum, Hilmir frá Fáskrúðsfirði, sem er i sinni fyrstu veiðiferð. Giskað er á að heildaraflinn nemi um 288 þúsund lestum. Leyfð var ein fylli i viðbót hjá hverjum báti þegar loönuveiðarnar voru stöðvaðar I siðustu viku og það hafa þeir allir fengið, samtals 30-40 þúsund lestir. Bátarnir fara langflestir til sinna heimahafna og hafa sumir verið allt að tvo sólar- _ hringa á leið til lands. L-eös | IMIMilMIIBiaHI J HÆTTAL Þó að gaman sé að leika sér á Tjörninni i Reykjavik verður sjaldan nógsamlega brýnt fyrir krökkum og fullorðnum að hætta sér ekki út á isinn þegar þiða er i lofti. Myndina tók gel i gærdag. herra i gær fram á Alþingi frum- varp þess efnis að rikissjóði sé heimilt að ábyrgjast lán allt að 3000 miljónir króna sem Framleiðsluráð landbúnaðarins hyggst taka á árinu 1980 í framsöguræöu sinni minnti fjármálaráðherra á að á siöásta verðlagsári urðu bændur fyrir mjög verulegri tekjuskerðingu vegna óverðtryggðs útflutnings búvara. Til viðbótar þessari tekjurýrnun hefðu bændur orðið fyrir miklu tjóni vegna harðind- anna i vor og sumar. Vandi bænda væri þvi mjög mikill. Ráö- herra sagði að stefnt væri aö þvi að afgreiöa þetta frumvarp fyrir þinghlé sem að öllum likindum verður um miðja þessa viku. þ.m. Loðnuveiðar til frystingar að hefjast 1 þessari viku, má búast við, að loðnuveiðar til frystingar geti hafist og hefur sjávarútvegsráðu neytið ákveðið að heildar- kvótanum veröi skipt jafnt milli einstakra skipa og aö aflamagn hverrar veiðiferðar til frystingar veröi takmarkaö við um það bil 200 lestir. Vegna markaös- aðstæðna er ennþá óljóst með veiðar til hrognatöku. Nauðsynlegt er að þeir aðilar, sem áhuga hafa á þessum veiðum, hafi samband viö ráðu- rieytiö sem fyrst og eigi siðar en fyrir hádegi miðvikudaginn 20. febrúar n.k., segir i fréttatilkynn- ingu þess. Ekki_ hægt aö ákveða skattstigann fyir en eftir þinghlé Skattalögin meingölluð Nálœgt 70 breytingatiliögur ræddar á aiþingi Þingmenn hafa orðiö áþreifan- lega varir við það siöustu daga að skattalög þau sem samþykkt voru 1978 af rlkisstjórn Geirs Hallgrimssonar eru meingölluð og ómögulegt að segja fyrir um hvaða áhrif þau hafa á tekjur rikissjóðs, en einkum rikir mikil óvissa um þá þætti er lúta að skattlagningu atvinnurekst- ursins. Það er þvi að koma i Ijós sem þingmenn Alþýöubanda- lagsins sögðu 1978 að lögin væru að mörgu leyti gölluð og þvi eðli- legt að athuga þau betur áður en þau yrðu samþykkt. Hins vegar var ekki farið að ráði Alþýöu- ba nda lagsm anna með þeim afleiðingum að siðustu daga hefur Alþingi á siðustu stundu verið að afgreiða og fjalla um nálægt 70 breytingartillögur við þessi lög er eiga að sniða af þeim verstu agnúana. Neöri deild Alþingis samþykkti i gær framkomnar breytingartil- lögur og gert er ráð fyrir að efri deild samþykki þær i dag. Þó er ekki allri lagasetningu varöandi þessi skattalög lokiö, þvl inn I lögin vantar ákvæði um skatt- stiga, persónuafslátt, barna- bætur, ýmsa frádráttarliöi og fleiri atriði, en fyrirhugað er að afgreiöa þau mál eftir þinghlé i byrjun mars. Við umræöur um skattamálin á Alþingi i gær benti Ragnar Arn- alds fjármálaráðherra á að mjög óljóstværihvað lögin gefa af sér i tekjur fyrir rikissjóö af atvinnu- rekstri einstaklinga og fyrir- tækja. Vegna þessarar óvissu gaf fjármálaráðherra um það yfir- lýsingu aö ef þessi nýju tekju- skattslög skiluöu rikinu verulega miklu meiri tekjum en gert veröur ráð fyrir viö ákvörðun skattstiga og afgreiöslu fjárlaga-' frumvarps eða aö tekjurnar verði talsvert minni en gert væri ráð fyrir, þá væri eölilegt og gæti orðið óhjákvæmilegt að lækka álagningu eða bæta viö álagn- ingu, eftir þvi hvernig nýja skattakerfiö kemur út i raun. 1 máli fjármálaráðherra kom jafnframt fram að ljóst væri að samkvæmt þessum skattalögum frá 1978 myndu skattar hækka verulega hjá þeim aðilum þar sem bæði hjónin ynnu úti, þar eð frádráttur vegna útivinnandi kvenna væri ekki lengur fyrir hendi. Mætti þvi búast viö mikilli óánægju þegar lagt heföi verið á I sumar. Sagði ráðherra að þó að hann væri hlynntur sérsköttun hjóna þá teldi hann að ef til vill heföi verið hyggilegra að stiga þetta skref til sérsköttunar hjóna i áföngum, svo breytingin kæmi ekki eins hart niöur. Þá gat fjármálaráðherra þess að ýmsir hefðu ráðlagt honum aö fresta framkvæmd þessara skattalaga og innheimta eftir eldri skattalögum. Þetta væri þó ekki talið framkvæmanlegt þvi lögin hefðu verið i gildi allt siöast- liöiö ár þó að þau kæmu nú fyrst til framkvæmda og margir aöilar hefðu gert ráöstafanir i fjár- málum sinum út frá þessum lögum. . Þm Norðmönnum hleypt í fiskiræktina? Tungulax hf. hyggst reisa hafbeitarstöd í iónunum í Kelduhverti Landeigendur I Kelduhverfi hafa nú til athugunar uppkast að 15 ára leigusamningi við Tungulax hf sem hyggst nýta lónin I Oxarfirði til hafbeitar og laxaræktar. A undanförnum árum hefur Fiskifélag Islands gert tilraunir með laxeldi i lónunum, en þar éru aðstæður til sliks mjög góðar. Aðallóniö er djúpt á stóru svæði og hefur góðan samgang við sjó, auk þess sem heitt vatn streymir I þaö um botninn. Björn Guömundsson bóndi i Lóni I Kelduhverfi sagöi I samtali viö Þjóðviljann i gær að hugmyndir Tungulaxmanna væru til umræðu hjá þeim 5 bændum sem land eiga að lónunum. Þeir hefðu nú til athugunar uppkast að leigu- samningi en ekki hefði verið gengið frá neinu ennþá. Eyjólfur Konráð Jónsson, alþingismaöur, einn eigenda Tungulax hf, sagði að hug- myndin væri að hefja ræktunina i vor. Hann sagði að Tungulax hf ætti nú um 100 þúsund seiöi og meiningin væri aö sleppa þriöj- ungnum i lónið. Eyjólfur sagði að ekki hefði verið gengið frá neinu við Norömenn varðandi hlutdeild þeirra i rekstrinum, en sem kunnugt er leitaði Tungu- lax eftir samvinnu viö norska aðila um fiskeldi hér á landi s.l. haust og mæltist það misjafn- lega fyrir. Eyjólfur sagði að Tungulax hf. hefði viða leitaö fyrir sér með hafbeitarmöguleika. Kveikjan að þessu nyrðra væru tilraunir Fiskifélagsins og til- gangurinn sá að ýta undir þær með þvi að auka við magnið sem þegar hefur veriö sleppt i lónið. Hann sagöi að útreikn- ingar sýndu að hafbeitarstöö gæti borið sig ef 15% slepptra seiða endurheimtust og einnig að hægt væri að auka endur- heimturnar verulega með þvi að hafa hluta af fiskinum kyrran i búrum eða nótum i lóninu. Þannig mætti jafnvel ná 25-30% endurheimtum og þar sem aöstæöur i lóninu leyföu slikt fyrirkomulag væri hér um girnilegan rekstur aö ræöa. —AI

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.