Þjóðviljinn - 19.02.1980, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 19.02.1980, Blaðsíða 9
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINNÞriðjudagur 19. febrúar 1980 Þriðjudagur 19. febrúar 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 Sigurður Hjartarson á dagskrá 1 Ijósi afgreidslunnar á málinu öllu virðist eðlilegt af menntamála- ráðherra að endursenda erindið til heimspekideildar. „Slys” eins og þetta ætti að verða dómnefndum framtíðarinnar víti til varnaðar Vinnubrögð og vísindi Nokkrar athugasemdir um veitingu prófessorsembœttis í almennri sagnfrœði A siöasta ári losnaði prófess- orsembætti i almennri sagnfræði við Háskóla Islands. Umsóknar- frestur var auglýstur og siðan var skipuð dómnefnd þriggja manna til að meta hæfni umsækjenda til embættisins. Dómnefndina skip- uðu Björn Þorsteinsson, formaður, Heimir Þorleifsson og Sigurður Lindal. Dómnefnd skil- aði álitsgerð 23. nóv. 1979. Frá þeim degi hafa deilur magna: t mjög, einkum eftir að fjölmiðlar tóku að fjalla um mál- ið. Má þar nefna greinar i Þjóö- viljanum 6., 7 og 15. febrúar. Morgunblaðinu 14. febr. og nú sið- ast i Þjóðviljanum i' dag, 17. febrúar, en þá gerir formaður dómnefndar, Björn Þorsteinsson prófessor, „Athugasemdir við úlfaþyt”. Allt er mál þetta hið merkileg- asta, bæði vegna forkastanlegra vinnubragða dómnefndar svo og vegna undarlegs háttalags for- mannsins eftir aö dómnefndarálit var lagt fram 23. nóv. s.l. 1 Þjóöviljagreinunum fyrri svo og i Morgunblaðinu 14. þ.m. er málið allt rakið ýtarlega og mun ég þvi ekki fjalla um það i heild, heldur vekja athygli á nokkrum atriöum. 1. Umfjöllun dómnefndar Ætla verður að hlutverk dómnefnda sé það eitt að leggja visindalegt, hlutlægt mat á menntun, starfsferil og ritstörf umsækjenda. Ljóst virðist þó að dómnefndarálitið i heild er afar hlutdrægt, þar sem einn umsækjandinn, Sveinbjörn Rafnsson, fær mun ýtarlegri umfjöllun en aörir umsækjendur. Auk þess lýsir formaöur dómnefndar Inga Sigurösson og Þór Whitehead óhæfa til starfans, en þeir hafa báðir bresk doktors- próf. Ingi og Þór vildu ekki una niðurstööum nefndarinnar og sendu forseta heimspekideildar ýtarlegar greinargerðir, bæði sameiginlega og hvor i sinu lagi, þar sem þeir mótmæla harðlega vinnubrögðum nefndarmanna, bæöi i sameiginlegu álitsgerðinni og I séráliti Björns Þorsteins- sonar. Ingi og Þór., ákæra nefndar- menn fyrir rangfærslur, fyrir órökstutt mat, fyrir að skjóta sér undan að taka afstööu til ákveöinna þátta I verkum þeirra og fyrir aö geta i engu ýmissa mikilsverðra atriöa I framlögðum verkum þeirra. Mótmæli Inga og Þórs eru nálega 18 sfður vélritað- ar og þvl ógerningur að gera þeim nokkur frekari skil. Niðurstaða þeirra beggja er sú að umfjöllun nefndarmanna sé ónákvæm, hlut- dræg, illa rökstudd og til þess fal- in að skapa villandi mynd af vfsindalegu gildi þeirra. I Þjóöviljanum í dag, 17. febr. gerir Björn Þorsteinsson óveru- lega tilraun til að svara gagnrýni þeirra Inga og Þórs, og væri þó full ástæða til, þar sem greinar- gerðir þeirra er hinn harðasti dómur á vinnubrögð nefndarinn- ar. Þess skal getið hér að þegar Ingi Sigurðsson sótti um lektors- stöðu i sagnfræði við Háskóla tslands 1976 var það álit dómnefndar þeirrar, er um það mál fjallaði, að Ingi heföi með doktorsriti sinu unnið braut- ryðjandastarf, sem hefði mikið vfsindalegt gildi, á sviði sem til þess tima hefði ekki verið sinnt. Formaður dómnefndar 1976 var sá sami og nú, Björn Þorsteins- son, prófessor. Nú segir i séráliti Björns Þorsteinssonar að „...Ingi hafi hingað til hvorki reynst frumlegur né markvis rannsak- andi...” 1976 segir Björn að Ingi hafi unnið brautryðjandastarf á sinu sviði, 1979 segir sami Björn að Inga skorti frumleika!! I Þjóðviljagreininni i dag segir prófessor Björn: „Ingi Sigurðs- son gerir sér ekki ljóst aö Ph.D- ritgerðir eldast eins og allt ann- aö. Slik ritgerð frá 1972 óprent- uð getur veriö gott framlag til lektorsstarfs 1976, en gagnslitiö til prófessorsembættis þremur árum siðar”. Hefur hið fræðilega gildi ritgeröarinnar rýrnað á sviði sem ekki hefur verið sinnt? Hefur fræöilegt maf prófessors Björns á ritgerð Inga Sigurðs- sonar breyst á þessum árum? Það vekur einnig talsverða athygli i séráliti próf. Björns að vitnað er I umsögn for- stöðumanns Arnastofnunar um Sveinbjörn Rafnsson. Hins vegar er hvergi getið umsagna, sem þeir Ingi og Þór lögðu fram með öðrum gögnum sínum og má þar geta lofsamlegrar umsagnar Denys Hay, en hann segir m.a. um Inga Sigurðsson: ,,... he certainly worked amazingly well in his research.” Denys Hay er I röð fremstu og virtustu sagn- fræðinga Breta og sérfræðingur I sögu sagnaritunar. Hermann Pálsson segir m.a. um Inga, »... að hann sé einstaklega vel til fallirin aö stunda sagnfræðileg visindi. Ingi er einstaklega glögg- ur fræðimaöur, og að sama skapi erhonum létt að skýra sagnfræði- legar hugmyndir fyrir stúdent- um. Ritgerð hans um „sagn- fræði” Jóns Espólins er ágætlega samin og þaulhugsuð....” Bæöi Denys Hay og Hermann Pálsson voru kennarar Inga og þekktu þvi vel til verka hans. Umsagnir um Þór Whitehead munu á sama hátt hafa verið afar lofsamlegar. Þess ber áb geta að gert er ráð fyrir aö starf prófessors skiptist i þrjá höfuöþætti: 40% kennsla, 10% stjórnsýsla og 50% rannsókn- ir. I ljósi þessa veröur að segja að hlutur kennslu og stjórnsýslu sé mjög vanmetinn i umfjöllun dómnefndarinnar. Hvers vegna? Er það vegna þess að kennsla Sveinbjarnar Rafnssonar hefur nánast alfarið beinst að islenskri og norxænni menningarsögu (Heimir Þorleifsson efast reyndar um getu Sveinbjarnar til að breyta um starfssviö og stunda almenna sagnfræði)? Er það vegna þess að Ingi Sigurðsson hefur langmesta reynslu af kennslu I almennri sögu? Eða er það vegna þess að Ingi Sigurðsson átti sæti I nefnd þeirri er mótaði einingakerfið, auk þess sem hann hefður átt sæti i námsnefnd og unnið merkilegt starf I mótun nýs matskerfis, sem lofar góðu og nýtur vaxandi hylli nemenda? Dómnefndin, og sér i iagi próf. Björn,leggur mikið upp úr afköst- um umsækjenda við rannsóknir og ritstörf. Þvi má gjarnan spyrja hvort dómnefnd hefði ekki átt að meta magn ritstarfa með hliðsjón af möguleikum umsækj- enda til að sinna ritstörfum. Það hlýtur að skipta miklu máli hvort þeir sinna rannsóknum og rit- störfum sem hluta af aðalstarfi eða hvort þeir verða að sinna rannsóknum i fristundum. Svein- björn er I rannsóknarstöðu við Arnasotfnun, Þór hefur um akamma hrið verið rannsóknar- lektor, en Engi hefur haft fram- færi af bókavörslu og umfangs- mikilli stundakennslu, störfum sem ekki veita mörg tækifæri til rannsókna og ritstarfa. 2, Doktorspróf og sjálfstæð vinna Þungamiðjan i röksemdafærslu próf. Björns I séráliti hans er mis- munandi sjálfstæð vinna að baki doktorsritgerðum, þ.e. að I Bretlandi vinni doktorsefni undir handleiðslu kennara og þvi sé ekki um sjálfstæða vinnu að ræða, en á Norðurlöndum, þar með talin Sviþjóð, vinni doktorsefni „alvel sjálTstætt”. Ingi og Þór hafa doktorspróf frá Bretlandi en Sveinbjörn Rafnsson frá Sviþjóð. I Bretlandi vinna doktorsefni að ritgerðum sinum undir hand- leiðslu kennara. Vill próf Björn meina aö doktorsefni i Bretlandi vinni ekki ritgeröir sinar sjálfir, eða aö þeir vinni engar sjálfstæð- ar rannsóknir I ritgerðasmiðum sinum? Ég fæ ekki séð að handleiðsla rýri gildi ritgeröar eða þeirrar vinnu sem aö baki liggur. Þvert á móti álit ég að handleiðsla tryggi þjálfun þeirra visindalegu vinnu- bragða, sem ætlaö er aö afla. Að lokinni ritgerðarsmiö verður breskt doktorsefni að verja rit- gerð sina fyrir tveimur andmæl- endum, öðrum innan skóla og hin- um utan skóla (external examin- er). Eiginleg doktorsvörn fer þvi fram og er ritgerðum oft hafnað eftir slika vörn. I Þjóöviljanum i dag reynir próf. Björn enn að rökstyðja þessa skoðun sina um mismun- andi sjálfstæöa vinnu áð baki doktorsritgerö. Hann gerir mun á: a) doktorsgráðu fyrir rit, unnið alveg sjálfstætt, og b) doktorsgráðu, sem lýkur meö ritgerð unninni undir hand- leiðslu kennara. Að dómi próf. Björns fellur Sveinbjörn Rafnsson undir lið a) og geti hann þvi einn talist hæfur til prófessorsstööu. 1 formála doktorsritgerðar sinnar („Studier I Landnáma- bók”, CWK Gleerup, Lund; Bibliotheca Historica Lundensis, XXXI, febrúar 1974) segir Sveinbjörn Rafnsson: Förord Min lá’rare har varit professor Jerker Rosén. Han har givit mig en vardefull handledning, goda rád, v31behövlig kritik och upp- muntran under arbetets gSng. Professor Birgitta Odén har'lSst avhandlingen i manuskript och bistatt mig med vSrdefulla r%d och diskussioner. Professör Svend Elleh/arj i Köpenhamn har likaledes last avhandlingen I manuskript och púpekat átskilligt för mig som kunde förtÆttras. Delar af denna avhandling har ventilerals pa professor Roséns licentiand- och doktorandsemin- arium varvid jág fatt tillgodogöra mig seminariedeltagarnas syn- punkter. Vardefulla diskussioner I amnet har jag aven haft med universitetslektor Björn Lárus- son. Þetta mætti þýða svo, lauslega: „Kennari minn hefur verið prófessor Jerker Rosén. Hann hefur gefið mér mikilsverða handleiðslu, góð ráð, þarfa gagn- rýni og hvatningu meöan á verk- inu stóð. Prðfessor Birgitta Odén hefur lesið ritgerðina I handriti og hjálpað mér með góöum ráðum og viðræðum. Professor Svend Ellehöj I Kaupmannahöfn hefur einnig lesið ritgerðina I handriti og bent mér á ýmislegt sem betur mátti fara. Hlutar ritgerðarinnar hafa verið ræddir á llsensiats og doktors-seminarium prófessor. Roséns, þar sem ég hef getað tileinkað mér viðhorf þátt- takenda. Ég hef ennfremur átt gagnlegar viðræður við Björn Lárusson háskóiakennara.” Ég fæ ekki betur séð af þessu en Sveinbjörn Rafnsson hafi notið handleiðslu sem reynst hafi hon- um hjálpleg og notadrjúg. Eöa er þetta það sem próf. Björn Þorsteinsson kallar að „vinna al- veg sjálfstætt”? Hvaða munur er þá á þeirri handleiöslu, er Sveinbjörn naut og þeirri er þeir nutu Ingi og Þór? Vill nú ekki próf. Björn skýra mismun á sænskri og breskri handleiðslu? Ætla má að með þeirri áherslu, sem próf. Björn leggur á mis- munandi sjálfstæð vinnubrögð doktorsefna við samningu doktorsritgeröa hafi hann reynt að blekkja heimspekideild. Rétt er að geta þess hér að I athuga- semdum Inga og Þórs til deildar- forseta er ekki vikiö að þessu mikilvæga atriði. Þetta atriðj hef- ur heldur ekki borið á góma I um- ræðum fjölmiöla til þessa. Ég tek það skýrt fram að með þessu er ég alls ekki að varpa neinni rýrð á gildi ritgerðar Sveinbjarnar Rafnssonar. Röksemd próf. Björns um mis- munandi sjálfstæða vinnu að baki doktorsritgerða umsækjenda er þvi brostin, a.m.k. aö þvi er varð- ar þann samanburö á doktors- verkefnum Sveinbjarnar, Inga og Þórs. Af þvi sem hér segir er einnig ljóst að vangaveltur Guðjóns Friðrikssonar I Þjóöviljanum 7. og 15. febrúar um sjálfstæðari vinnu að baki doktorsritgerðum á Norðurlöndum heldur en á Bret- landi fá ekki staöist i þessu tilviki. Alhæfing um námspróf og sjálf- stæða vinnu eins og Guðjón setur fram i blaðinu þann 15. þ.m. eru þvi villandi. Þaö er einnig rangt hjá Guðjóni að ekki fari fram doktorsvarnir við breska háskóla, samanber það sem áður segir. Þess má og geta til gamans að i eftirmála að doktorsritgerð sinni (Enska öldin I sögu Islendinga, Mál og Menning, R.vlk 1970, bls 306) færir Björn Þorsteinsson sjálfur mörgum mönnum, inn- lendum og erlendum, þakkir fyrir að leggja sér liö á ýmsan hátt. Björn Þorsteinsson hefur að sjálf- sögðu leitað ráða og umsagna til margra aöila eins og flestir hljóta að gera I sömu stöömog vafalaust skrifað betri ritgerð en ella. 3. Doktorspróf hin minni og stærri í séráliti slnu, dags. 26.11.1979 segir próf. Björn: „Ingi Sigurðs- son, Ph.D. er ekki Doctor of Philosophy. Dh.D.-próf er I enskumælandi löndum ekki viðurkenning á hæfi handhafa til fastrar stöðu við háskóla, heldur mikilvægur áfangi á þeirri braut.” Sama segir próf. Björn um Þór Whitehead. Þessu mótmæltu þeir Ingi og Þór i sameiginlegri athugasemd sinni. Mótmæli gegn þessari stað- hæfingu próf. Björns munu einnig hafa komiö fram á fundi Heim- spekideildar 30. nóvember. Þessi staöhæfing prófessorsins hefur veriö fullkomlega hrakin. Mig langar þó til viöbótar að vitna i kennsluskrá Edinborgarháskóla, Til að sýna enn frekar hvaða kröfur eru þar gerðar til doktors- ritgerðar (Doctor of Philosophy): The thesis must, to be judged adequate, be an original work displaying knowledge of the field combined with the exercise of critical judgment and contain material worthy of presentation as a definite contribution to knowledge. (Edinburgh Uni- versity Calendar 1978-1979, bls 676) Þetta má þýða svo: „Til þess að ritgerö sé dæmd hæf, veröur hún aö vera frumlegt verk, þar sem sameinast þekking á efninu og gagnrýnin umfjöllun um það. Ritgerðin verður að geyma efni, sem er verulegt framlag til þekkingarinnar.” I Þjóðviljanum I dag, 17. febrú- ar reynir próf. Björn enn að verja þessa stöhæfingu með tilvitnun- um i bresk gögn, m.a. frá Cam- bridge háskóla. Vill Björn meira að til séu allmargar prófgráður æðri en Ph. D. Þessi tilraun prófessorsins verður þó til litils, þvi hinar æðri gráöur D.D., LL.D., Sc.D., Litt.D./D.Litt. og Mus.D. eru ekki eiginlegar próf- gráður, heldur eins konar heiðursgráður, veittar fyrir ákveðin verk, bækur eða ritgerð- ir, sem send eru inn til viöurkenn- ingar. Þessar gráður eru ekki veittar stúdentum I námi, heldur 7-10 árum eftir að lokið er fyrsta háskólaprófi. Doktorsvörn er engin til öflunar þessum gráð- um. Gráðan Litt.D./D.Litt er þvi ekki prófgráða. Próf Björn segir aö Ph.D.-gráða dugi ekki til fastrar stöðu við há- skdla. Þetta er þvættingur. 1 heimspekideild Edinborgarhá- skóla, svo dæmi sé tekið, er 231 fastur kennari, 30 prófessorar og 201 aðrir fastir kennarar. Af prófessorunum 30 hafa 4 Litt.D./D.Litt. gráðu og af 201 öðrum föstum kennurum hefur einn þá gráðu. Samtals hafa þvi 5 kennarar af 231 Litt.D./D.Litt. gráðu. Þetta er dæmigert fyrir breska háskóla I heild, t.d. eru hlutföllin svipuö i St.Andrews og Hull-háskóla. Er hér stuðst við kennsluskrár viðkomandi há- skóla. Hinar æðri gráður próf. Björns eru I Bretlandi fyrst og fremst „status-symbol” miöaldra manna og hafa litil sem engin áhrif á frama manna innan há- skölakennslu. Þess má gjarnan geta hér að prófessorarnir Olafur Ragnar Grimsson og Björn Bjömsson hafa sin doktorspróf frá Bret- landi. Ekki hef ég heyrt aö þeir hafi verið álitnir óhæfir. Arnór Hannibalsson hefur einnig breskt doktorspróf og var hann dæmdur hæfur I stööu fyrir ekki löngu af dómnefnd sem öll var skipuö út- lendingum. Mun próf. Björn Þor- steinsson vera fyrstur til að efast um að bresk doktorspróf (Ph.D.) nægi til hæfni I prófessorsstöðu viö Háskóla Islands. Þvi má svo viö bæta að áöurnefndir þrir menn ólafur Ragnar, Björn Björnsson og Arnór fengu sina hæfnisdóma skömmu eftir ab þeir luku sinum doktorsprófum i stjórnmálafræöum, guðfræði og heimspeki, en slikt taldi próf. Björn Þorsteinsson af og frá að gæti gerst. Fullyrðingar próf. Björns um að Ph.D.-gráða dugi ekki tilfastr- ar stööu við háskóla er þvi gjör- samlega út i bláinn og hin gróf- asta fölsun. Próf. Björn reynir á annan hátt að rýra gildi Ph.D.-gráðu meö þvi að birta töflu úr starfsmati B.S.R.B. og rikisins frá 1969, þar sem hin ýmsu doktorspróf eru metin misjafnt til stiga og launa. Próf. Björn veit væntanlega að þessi tafla hefur misst gildi sitt fyrir löngu, auk þess sem hún kemur háskólamenntuöum mönnum innan B.H.M. ekkert við. Staðreyndin er sú að innan B.H.M., en þar eru flestir há- skólamenntaðir menn, gildir að- eins eitt mat á doktorsprófum;öll doktorspróf innan starfsstétta B.H.M. eru metin jafnt til stiga og launa. Tilraun próf. Björns til að rýra Ph.D.-próf á þennan hátt er þvi harla óvisindaleg og reynist vindhögg eitt. Próf. Björn gerir enn eina til- raun til að rýra Ph.D. gráðu I Þjóöviljagrein sinni i dag. Hann talar um „færibandaframleiðslu” á Ph.-D.-gráöum og getur þess að háskólinri I Cambridge hafi út- skrifað 369 stúdenta með Ph,p.- gráðu 1976. Hvað sannar þetta? Hvað eru stúdentar margir i Cambridge? Hvað eru margir út- lendingar við framhaldsnám i Cambridge? Hvað telur próf. Björn hæfilegan fjölda stúdenta i doktorsnámi hjá 50-60 miljón manna þjóð, þjóð sem hefur auk þess menntað fjöldann allan af útlendingum um langan aldur? Færibandatal próf. Björns missir þvi marks og þarf að rökstyðja betur ef taka skal prófessorinn alvarlega. Það vekur ennfremur athygli lesenda er próf. Björn segir: „Sumir þeir stúdentar, sem ég hef útskrifaö sem kandid- ata, hefðu staðist Ph.D.-próf með prýði að óbreyttum námstima.” Þessi fullyrðing er algerlega órökstudd án þess að ég varpi rýrð á kandidata Björns. Próf Björn ætti að vita aö það heyrir til undantekningum ef doktorsrit- gerö I Bretlandi er lokið á skemmri tima en þremur árum, og er þá miðað við fullt starf. Eftir að hafa kynnt mér öll gögn þessa máls langar mig að draga saman nokkrar niðurstöð- ur af skrifum þessum: 1. Vinnubrögð dómnefndar í heild virðast ófullnægjandi og ekki sæmandhþvi gera verður þær lágmarkskröfur að fjallað sé um umsækjendur á sem hlut- lægastan hátt, og að þeim sé ekki mismunaö. 2. Sérálit próf. Björns Þorsteins- sonar er hörmulegt slys. óþol- andi hlutdrægt og enn siður marktækten sameiginlega álit- ið. Vinnubrögö próf. Björns svo og ummæli eins og „Afganistaninnrás” og „færi- bandaframleiðsla á Ph.D.- gráöum” eru hneyksli og vekja upp þá spurningu hvort prófessorinn sé hæfur til að sitja I dómnefnd, sem ber að vinna á hlutlægan og visinda- legan hátt. 3. Próf. Björn virðist gera miklar kröfur um magn ritstarfa, jafn- vel á kostnað gæða. 4. Próf. Björn vitnar I umsögn um einn umsækjanda en ekki I umsagnir um aöra. Slikt getur vart talist heiðarlegt. 5. Hlutur kennslu og stórnsýslu er vanmetin I álitsgerð dóm- nefndar. 6. I ljósi afgreiðslunnar á málinu öllu virðist eðlilegt af mennta- málaráðherra aö endursenda erindið til heimspekideildar. 7. „Slys” eins og það sem hér hefur gerst ætti aö verða dóm- nefndum framtiðarinnar viti til varnaðar. 8. Spyrja má hvort ekki væri skynsamlegt að taka máliö al- gerlega upp að nýju. Reykjavik, 17, febrúar 1980 Sigurður Hjartarson B.A.,M.Litt. (Edinburgh), stundakennari I sagnfræði við heimspekideild Háskóla Islands á vor-og haustmisserum 1979. Vikuritið Time hefur búið til nokkuð fróðlegt yfirlit um „flóð og fjöru" sovéskra áhrifa í heim- inum. Time segir á þá leið, að flestir Bandarikjamenn liti svo á, að saga eftirstriðsáranna sé saga samfelldrar útþenslu hins sov- éska áhrifasvæðis. A árunum 1944-1948 urðu átta Evrópuriki hluti af hinni sovésku blökk, og réði þar mestu um framsókn sov- éska hersins i striðslok. Þessi ann isManB Flód og fiara sovéskra áhrifa Hafa „misst” ríki þar sem um 1200 miljónir manna búa lönd voru Pólland, Tékkóslóvak- Austur-Þýskaland, Ungverja- land, Rúmenia, Búlgaria, Júgó- slavia og Albania. Nokkru siðar bættust Norður-Kórea og sjálfur risinn, Kina, við ‘I Asiu. Fimm árum siðar varð Norður-VIetnam sjálfstætt riki undir kommúnista- stjórn. Arið 1960 tengdist bylt- ingarstjórn Castros á Kúbu vináttuböndum viö Kremlverja. A áttunda áratugnum komu upp „marxiskar og Moskvuhollar” stjórnir i Eþlópíu, Angólu, Mozambique, Suður-Vietnam, Laos og Kampútseu. (Time gerir litinn greinarmun á þvi hvernig þessi tiðindi gerðust I einstökum löndum: DDR, A- Þýskaland, varð til við sovéskt hernám, kommúnistar náðu völd- um t.d. i Ungverjalandi með til- styrk sovésks þrýstings — meðan kommúnistar i Júgóslaviu og Albaniu komu til valda vegna for- ystu sinnar i andspyrnuhreyfingu gegn fasistum. Með öðrum orðum: sumstaðar fór fram ósvikin byltingarþróun (Kúba), annarsstaðar komu sovésk vopn mjög við sögu (Eþiópia). Auk þessa getur Time um nokkur rlki sem ekki lúti stjórn kommúnista, en hafi „sterk tengsl'” við Sovétrikin. Þar er efst á blaði Indland, sem hefur gert vináttusamning við Sovét- rikin — en fáir munu efast um að reki óháða stefnu. Þar er og Kongó, Mali, Sýrland, Libýa og smárikiö Grenada á Karibahafi. Spónar úr aski Time getur þess einnig, að Sovétmenn hafi alls ekki haldið öllum áhrifum sinum, hafi þeir margan drjúgan spón misst úr aski sinum. Meðal þeirra eru fimm riki sem lúta stjórn kommúnistaflokka. Fyrst fór Júgóslavia Títós, sem lýst var i bann þegar árið 1948. Mest munar að sjálfsögðu um Kina, sem upp úr 1960 hefur þróast til harðsnúins fjandskapar við sovéska utan- rikisstefnu. Norður-Kórea og Rúmenia reyna að halda sig i vissri fjarlægö frá valdhöfum i Moskvu, og Albania, eina rikið sem gengið hefur úr Varsjár- bandalaginu, lýsir óspart fyrir- Opposed' to U.S.S.R. C0MMUNIST REGiME 1960: China i Broken from Soviet Influence N0N-C0MMUNIST REGIMES 1966: Indonesia 1971: Sudan ! 1972: Egypt 1975: Guinea 1977: Somalia 1978: Iraq 1979: Equatorial Guinea i_ 1,178,750,000 Firmly in the Soviet Camp COMMUNIST REGIMES 1946: Bulgaria 1947: Hungary, Poland 1948: Czechoslovakia, E. Germany 1954: N. Viet Nam 1960: Cuba 1969: S. Yemen 1975: Angola. Laos. S. Viet Nam 1977: Ethiopia, Mozambique 1978: Afghanistan 1979: Cambodia Strong Ties with U.S.S.R. NON-COMMUNIST REGIMES 1963: Congo 1968: Mali 1971: India 1972:Syria 1974: Guinea-Bissau 1975:Libya 1979:Grenada 878,771,000 62,840,000 Population litningu sinni á öllum jafnt — Sovétrikjunum, Bandarikjunum og Kina. Time minnir og á það, að I þriðja heiminum hafi töp Sovét- rikjanna veriö allt að þvi eins hrikaleg og vinningarnir. Sovésk áhrif i hinu risastóra og oliu- auðuga eyriki Indónesia hrundu árið 1966 þegar herforingjar tóku þar völd. Árið 1971 sneri Súdan við blaði og hefur hallast að Vesturveldunum siðan. Arið 1972 ráku Egyptar sovéska ráðgjafa heim og hafa siðan hallað sér að Bandarlkjunum af miklu kappi. Time minnir og á að Sovétrlkin hafi misst fótfestu i Guineu árið 1977, Sómallu 1978 (vegna aðstoðar við Eþiópiustjórn), i írak 1979 og i Miðbaugs-Guineu sama ár. Time umreiknar þetta i tölum og fær það út, að I hinni sovésku blökk, eða nálægt henni, séu riki sem hafa um 880 miljónir Ibúa (og munar þar langmest um Indland, sem i raun veröur varla kallað sovéskt áhrifasvæði). Um 1200 miljónir manna eru I þeim rikjum sem hafa slitið vinskap við Sovét- rikin eða tekið upp beinan fjand- skap við þau — og þar munar mest um Kina, Indónesiu og Egyptaland. Að lokum eru svo um 63 miljónir manna i fjórum kommúnistarikjum , sem hafa i einum eða öðrum mæli tekið upp sjálfstæða stefnu eða hlutlausa i deilum Sovétrikjanna við aðra risa heimsins. (Sjá mynd.) Lausaskuldamál bœnda Staðið sé við gefin fyrirheit Formannafundur Búnaðar- sambands Austur-Húnvetninga, sem haldinn var 31. jan. sl. krefst þess að staðið verði við gefin fyrirheit i lausaskuldamálum bænda og væntir þess jafnframt að unnið verði aö þvi að gera lán- in hagkvæmari fyrir bændur og viðskiptaaðila þeirra en útboð lánanna gera ráð fyrir. Astæðan til þessarar kröfu er sú, að á sl. ári var boöinn út lána- flokkur af hálfu Stofnlánadeildar landbúnaðarins til breytingar á lausaskuldum bænda i föst lán. Brýn þörf var á þessu útboði til þess að bæta stöðu hinna lakast settu bænda, enda verið fast sótt af hálfu bændasamtakanna um nauðsynlega úrlausn á fjárhags- erfiöleikum þeirra. I allmörgum tilfellum er það forsenda fyrir áframhaldandi búskap að slikir timabundnir erfiðleikar séu leystir með aðgengilegri lána- kjörum, en fást á hinum almenna útlánamarkaði. Útboð þessa lánaflokks hefur valdið miklum vonbrigðum eink- um vegna þess að fjárhagsaö- staða bænda er nú, af völdum árferöis, miklum mun lakari en verið hefur um langt skeið. Vill fundurinn fyrst og fremst vekja athygli á eftirfarandi atriðum: 1. Gert er ráð fyrir að lánin séu veitt i skuldabréfum og þvi óað- gengilegt fyrir lánardrottna bænda að taka þau sem greiðslu. Sérstaklega ber að vekja athygli á stærstu viöskiptaaðilum bænda, samvinnufélögunum, að þessu leyti. Þau eiga i miklum erfiðleik- um með aö veita bændum nauð- synlega fyrirgreiðslu I þjóöfélagi óðaverðbólgu og hávaxta, ekki sist með tilliti til rikjandi að- stæðna I framleiðslu- og sölumál- um landbúnaðarins, auk þess sem afleiðingar undangenginna harð- inda sniða bændum og samvinnu- félögum þeirra þröngan stakk. 2. Lánin eru aðeins til 10 ára og með fullri verðtryggingu. Slikt geta ekki talist nægilega hagstæð lánskjör við rikjandi efnahagsað- stæður. Skal það rækilega undir- strikað aö þýöing þessara lána er mjög mikil fyrir marga yngri bændur, sem nýlega hafa byrjað búskap og hafa ekki haft aðgang að nema litlum hluta nauðsynlegs fjármagns i hinum venjulegu lán-’ um Stofnlánadeildar. 3. óeðlilegrar tregöu virðist Framhald á bls. 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.