Þjóðviljinn - 24.02.1980, Page 9

Þjóðviljinn - 24.02.1980, Page 9
Sunnudagur 24. febrúar 1980 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 Skíðakennsla Sunnudagsblaðsins Halldór Matthíasson og Ingólfur Hannesson tóku saman 3, HLUTI UPPHAFSSTAÐA í RENNSLI ABur en viö höldum áfram þar sem horfið var frá í skiða- kennslunni i siðasta Sunnudags- blaði er rétt að endurtaka það sem sagt var um byrjunarstöðu i rennsli vegna þess fið myndir sem tilheyrðu textanum birtust ekki. Kaflinn um upphafs- stöðuna fer hér á eftir. Líkamsþyngdin verður að dreifast jafnt á báða fætur og jafnt á alla ilina. Reyndar er óhætt aö standa örlitið meira i hælana. Athugið að 20-30 sm. eiga að vera á milli skiðanna. 1 rennsli á ská niður brekku eigið þið að hafa meiri þyngd á þvi skiðinu sem neðar er. Upphafsstaðan er stöðug og notaleg, en loftmótstaðan mikil. Þessi staða er stundum notuð þegar feröin er ' mjög mikil ásamt ójöfnum og beygjum i slóðinni og einnig af byrjendum i litlu undanhaldi. Varist að vera stif i öxlum, slakið á og hafið mjúka fjöðrun i hnjám og mjöðmum. Ef færið er breytilegt getur borgað sig að hafa annað skíðið öriitiö framar (sjá myndir). HVILDARSTAÐA PLÓGUR Þeir sem ganga á skiðum vilja helst hvila sig sem mest þegai þeir skiða niður brekkur. Jafn- framt vilja þeir vera i likams- stöðu sem gefur minnsta loftmót- stöðu og þ.a.l. meiri ferð. Setjið ykkur i þá stöðu sem myndin sýnir, styðjið olnbogum á hnén' og reynið að ná góðri hvildarstöðu. Munið að horfa nokkra metra fram i sporið en ekki beint niður. Algeng skekkja hjá byrjendum er að beygja hnén of mikið nánast setjast á hælana. Varist slikt. Hvildarstaðan er góð i vel troðinni braut niður brekku. PLÓGBEYGJA Rennið niður brekku i upphafs- stöðunni. Pressið afturenda skið- anna út um leið og beygt er I hnjám. Athugið að vera upprétt. Hafið ekki mjög langt á milli framhluta skið- anna. Þyngdin verður að dreifast jafnt á bæði skiðin. Það fer siðan eft- ir þvi hvernig köntunum er beitt hve kröftug bremsunin verður. Með þvi að setjast dýpra niður, þrýsta hnján- um meira saman og halda þyngdinni vel aftur á hælum þá finnið þið aö kantar skiöanna bremsa kröftugar þ.e. feröin minnkar. Plógurinn er einkum notaður þeg- ar draga þarf úr ferð niður brekku, jafnt af byrjendum sem þaulvönum skföamönnum. Plógbeygja er oft notuö þegar skiðaö er niður bratta brekku þar sem hætta er á aö hraöinn veröi oi mikill. Beygjuna má byrja meöplóg. Ef þiö viljiö beygja tilhægri á aö setja þyngdina á vinstra skiðið og þyngd á hægra skiði orsakar beygju til vinstri. Góða ferð I

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.