Þjóðviljinn - 24.02.1980, Page 11
Sunnudagur 24. febrúar 1980 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11
Ingibjörg
Haralds-
dóttir
skrifar um
kvikmyndir
OSKRIÐ
tilraunir meö hljóö, og hefur
komið sér upp stúdiói til þess. Þar
að auki hefur aðalmersónan,
Crossley (Alan Bates) lært það
hjá frumbyggjum í Astraliu að
drepa fólk með öskri. Þetta öskur
hljómar einu sinni I myndinni og
er talsvert magnað, enda notaði
Skolimowski nýtt og fullkomið
Dolby-kerfi viö upptökuna.
Eini gallinn við myndina, er
hinsvegar dálitið alvarlegur:
söguþráðurinn er makalaus
þvæla. öskrið er byggð á
smásögu eftir Robert Graves og
segir I stuttu máli frá geðveikum
manni, Crossley, sem sest að I
húsi ungra hjóna og nær undar-
legu valdiyfir þeim báðum. Þetta
mun eiga að vera sálfræðiverk,
en lítið fannst mér þó fara fyrir
sálfræðinni.
Ekki er það leikurunum að
kenna. Fólk einsog Alan Bates,
Susannah York og John Hurt ætti
alveg að geta komið hinni
flóknustu sálfræði til skila. Mér
fannst þetta hlyti að skrifast á
reikning leikstjórans, og ástæðan
væri þá kannski sú, að hann hefði
meiri áhuga á tæknilegum hliðum
kvikmyndagerðar en hugsanleg-
um boðskap eöa innihaldi.
var sýnt „sýnishorn úr næstu
mynd” og það er hvorki meira né
minna en örvænting Fassbind-
ers, með Dirk Bogarde I aðal-
hlutverki. Og svo var einhver að
segja að Haustsónata Bergmans
væri væntanleg I Laugarásbíó
innan skamms.
öskriðer fyrsta myndin sem ég
sé eftir Skolimowski, og get ég þvi
miður ekki borið hana saman við
fyrri myndir þessa fræga
leikstjóra, sem er búsettur I
Póllandi en gerir kvikmyndir sln-
ar ekki þar, heldur i Bretlandi.
Tvennt þótti mér merkilegt við
þetta mynd: hljóðupptakan og
kvikmyndatakan. Mundi ég ráð-
leggja þeim sem hafa áhuga á
tæknilegum hliðum kvikmynda-
gerðar að fara og sjá hana. Kvik-
myndatakan er einfaldlega mjög
falleg, án þess að hún sé neitt sér-
stakt afrek. En það er langt slðan
maður hefur séð ensku sveita-
landslagi gerð svona góð skil I
kvikmynd.
Hljóöupptakan gegnir mjög
stóru hlutverki I myndinni, og má
eiginlega segja að myndin sé
fyrst og fremst tilraunir með
hljóð. Þessi tilraunastarfsemi er
fléttuð inn i atburðarásina, með
þvl að tónlistarmaðurinn Anthony
(John Hurt) er slfellt að gera
Þessi mynd var tekin við upptöku á öskrinu og sýnir nokkra af leigj-
endum, ásamt leikstjóranum Skolimowski (aftari röð fyrir miðju).
Það er nú orðið nokkuð langt
slðan undirrituð frétti að Grétar I
Laugarásbiói lumaði á nokkrum
góðum myndum, sem hann ætlaði
að sýna þegar almenningur væri
kominn til ráðs og rænu eftir
Kvikmyndahátíð 1980. Og nú eru
þær að koma i dagsljósið.
öskrið (The Shout) eftir Pól-
verjann Jerzy Skolimowski er
fyrst I rööinni. A undan myndinni
Jerzy Skolimowski.
Kvikmyndahátíð áhugamanna
Varla er maður búinn að jafna
sig eftir kvikmyndahátiðina i
Regnboganum þegar önnur hátið
dynur yfir, að visu smærri i
sniðum, en hátið samt: Kvik-
myndahátlð SAK i Tjarnarbiói,
sem stendur yfir um þessa helgi.
SAK heitir fullu nafni Samtök
áhugamanna um kvikmynda-
gerð, og er þetta i annað sinn sem
þau standa fyrir kvikmyndahátlð.
í fyrra hlutu nokkrir menn verð-
laun fyrir myndir slnar, og einn
þeirra hlaut gullverðlaun, Krist-
berg Óskarsson, fyrir myndina
Listaverk. S.l. vor var sú mynd
send i samnorræna samkeppni á-
KVIKMYNDAHÁTIÐ sXk
1980
hugamanna I Þrándheimi, og
fékk þar bronsverölaun.
Félagar I samtökunum eru nú
eitthvað á annað hundrað, að
sögn Marteins Sigurgeirssonar,
kennara I Alftamýraskóla, sem er
einn af forvigismönnum SAK.
Hann sagði að samtökin hefðu á
þvi ári sem liðið er frá fyrstu
hátíðinni haldið nokkur námskeið
fyrir félaga, og einnig hefðu verið
haldnir fundir og gefið út blað,
SAK-blaðið, sem ætlunin er að
gefa út fjórum sinnum á ári.
SAK eru meðlimir I
samnorrnum samtökum áhuga-
fólks um kvikmyndagerð, þeim
hinu sömu og héldu hátiðina i
Þrándheimi, sem áður var
minnst á. Samtökin I hverju landi
skiptast á um að halda slika hátíð
og keppni, og 1983 verður röðin
komin að Islandi. „Við stefnum
að þvi að halda norræna keppni
hér á landi þá, ef vð höfum bol-
magn til þess,” — sagði
Marteinn.
— Það er mjög gott að hafa sllkt
samstarf við áhugamenn á hinum
Norðurlöndunum, og gaman að fá
samanburð á þvi sem við erum að
gera og þvi sem þeir gera, —
sagði hann ennfremur. — A
hinum Norðurlöndunum hafa
landssamtökin yfirleitt orðið til
þannig, að fyrst voru stofnaðir
klúbbar, og siðan landssamtök,
en hjá okkur gerðist þetta öfugt,
þ.e. landssamtökin voru stofnuð
áður en nokkrir klúbbar voru til.
Slðan hafa verið stofnaöir tveir
klúbbar, annar I Reykjavik og
hinn i Keflavik. Við stefnum að
þvi að fjölga klúbbunum, einkum
vegna þess að það er mun
hentugra fyrir fólk að vera
saman um tækin, sem eru dýr og
hátt skattlögð.
Við leggjum mesta áherslu á
útbreiðslustarfsemi núna, þ.e.
blaðið og ýmiskonar kynningar-
fundi, og höfum i hyggju að fá
fyrirlesara til aö koma á fundi hjá
okkur, og einnig að fara út á land
og kynna samtökin, — sagöi
Marteinn að lokum.
-ih
OPIÐ:
Mánudaga til
föstudaga kl. 9-22
Laugardaga kl. 10-14
Sunnudaga kl. 14-22