Þjóðviljinn - 01.03.1980, Page 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 1. mars 1980
Af sjálfsflekkunarfreistíngu
Mér er tjáð að urgur sé í „verkalýðnum" á
(slandi útaf því að Þjóðviljinn sinni ekki þeirri
sjálfsögðu skyldu sinni að f jalla á verðugan
hátt um kjör vinnuþræla hérlendis og yfirleitt
um málefni þeirra, sem þurfa — hörðum
höndum — að „vinna fyrir sér" eins og það
var kallað þegar ég var krakki.
Auðvitað á Þjóðviljinn að vera hrópandi
rödd þeirra brauðstritara sem difið hafa
hendinni í kalt vatn (eins og G. Jaki mundi
áreiðanlega segja, ef ég hefði ekki tekið frá
honum glæpinn). Þjóðviljinn á að vera mál-
svari þeirra, sem einhverntímann hafa fengið
sigg í lófa, en ekki blóka sem hafa atvinnu af
því að klóra sér í hausnum.
Þess vegna er það sennilega að ég og Olga
Guðrún skrifum í Þjóðviljann; ég um lífið og
tilveruna í réttu orsakasamhengi við samtím-
ann sem slíkan í tima og rúmi, en Olga Guð-
rún um þau umsvif, sem nauðsynleg eru til
viðhalds mannlegs lífs á jörðinni (og er þá
verkalýðurinn tekinn með í reikninginn).
Ég hef stundum verið að hugleiða hvernig í
raun og veru hafi verið hægt í áratugi, aldir
eða guð má vita hvað, kannski ármiljónir — að
viðhalda mannkyninu án þess að til haf i komið
svonefnd kynfræðsla i skólum og f jölmiðlum.
Það sem mér finnst eiginlega skrítnast við
þetta er að samkvæmt skýrslum heyrir það
eiginlega til undantekninga núorðið ef börn
koma undir í Skandinavíu þegar fólk er að
gera hitt, en hvergi í veröldinni er eins háþró-
uð kynfræðsla og í Skandinavíu.
Jæja nema það, að Olga Guðrún skrifar á
sunnudaginn var í Þjóðviljann nokkur „orð í
tíma töluð" um það hvað sé sjálfsagt að
strákar og stelpur geri þetta og hitt við hvort
annað og haf i jáað að leiðarljósi að báðum aðilj-
um eigi að þykja það gott. Þetta er nefnilega
dálítið skarplega athugað.Einhvern tímann
defíneraði ég nauðgun þannig, að „nauðgun
væri samræði karls og konu, þar til báðum
væri farið að þykja það gott".
En ástæðan til þess að ég er nú að f jölyrða
um þessi mál er að ég er Olgu Guðrúnu ósam-
mála í stórum dráttum um heilnæmi sjálfs-
fróunar.
Olga Guðrún birtir orðrétt þessa klásúlu
uppúr Rauða kverinu fyrir skólanema:
„Ef menn segja að það sé skaðlegt að fróa
sér, þá er það rangt. Ef þér er sagt að þú meg-
ir ekki gera of mikið af því, þá er það líka
rangl, því að það er ekki hægt að gera of mikið
af því. Spurðu þá heldur að því hvað þeim
finnist að þú eigir að gera það oft. Þá styng-
urðu upp í þá."
Hér er Olga Guðrún að leiða bæði sig, mig og
vinnandi stettir út á villugötur.
I Skátabókinni eftir Lord Baden Powell,
þýddri af Kristmundi Bjarnasyni gefinni út af
útgáfufélaginu úlfljóti í Reykjavík 1948, segir
svo orðrétt á blaðsíðu 219:
„Sumir drengir, eins og þeir sem byrja að
reykj^halda að það sé mjög f fnt og karlmann-
legt að segja og hlusta á óþverrasögur, en það
sýnir aðeins að þeir eru hálfgerð flón.
En slíkt tal, lestur klúrra bóka og dónalegar
myndir verða þess oft valdandi að andvara-
laus drengur fellur fyrir sjálfsflekkunar-
freistingunni (Ibr. mín). En slíkt getur verið
mjög hættulegt fyrir hann, því hún veiklar
hann bæði andlega og líkamlega, ef hún kemst
uppí vana.
Oft stafar þessi f ýsn af slæmri meltingu eða
of mikilli og góðri fæðu, hægðateppu, eða að
hún orsakast af því að sof ið er í of heitu rúmi
með of mörgum ábreiðum. Það er þá hægt að
lækna þetta með breyttum rúmbúnaði, köldu
baði, sem tekið er tafarlaust, eða þá með leik-
f imisæf ingum, armæfingum ýmis konar,
hnefaleik o.s.frv.
Það kann að reynast erfitt að standast
freistinguna í fyrsta skipti, en er þér hefur
tekist það einu sinni, gengur það betur eftir-
leiðis.
Ef þú verður æ ofan í æ fyrir óþægindum af
þessum sökum skaltu ekki leyna þvi, heldur
fara til föður þíns eða skátaforingja og ræða
málið, og þá verður öllu kippt í lag."
Skátabókin er sú Biblía sem ég nam ung-
lingur, og henni trúi ég enn betur en Rauða
kverinu, enda orðinn mjög fráhverfur sjálfs-
flekkuninni á síðari árum.
Mér finnst rétt í þessu sambandi að rifja
upp gamlan ylfingasöng úr skátahreyfing-
unni:
Er vér leggjum kyn við kyn
og komumst ekki lengra
er sjálfsflekkunarfreistingin
fögnuður skátadrengja.
Flosi.
Sigurvegarinn i 500 m skautahlaupinu, örn Indriftason á fleygiferö.
Mynd: —gel/Akureyri.
„Djöfuflega erfitt”
sagði sigurvegarinn í 500 m skautahlaupi
„Þetta var hreint djöful-
legt, því það hefur aðeins
frystsíðustu klukkutímana
og brautin því mjög erfið.
Þá bætti rokið ekki úr
skák. Nú, það er alltaf
gaman að sigra, sérstak-
lega vegna þess að ég var
alveg logandi hræddur við
Gunnar Snorrason," sagði
fyrsti sigurvegarinn í
keppni á Vetrariþróttahá-
tíðinni á Akureyri, sem
fram fer nú um helgina.
Hann heitir örn Indriðason
og keppir fyrir Skautafé-
lag Akureyrar.
Það var krapahrið og suðvestan
rok þegar skaupahlaupiðfór fram
i gær við Höepfner og voru marg^
ir á þvi að best væri að fresta
keppninni til morguns. Skauta-
hlaupararnir og mótsstjórnin
voru þó á öðru máli og það var á-
kveðið að hlaupa 500. m.
Röð efstu manna i 500 m.
skautahlaupinu varð þessi: sek
1. örn Indriðason, SA 55.1
2. Sigurgeir Haraldsson, SA 59.8
3. Gunnar Snorrason, UBK 60.0
4. Sigurður Baldursson, SA 60.2
5. Asgrimur Agústsson, SA 62.1
6. Skúli Lórentzson, SA 65.5
Siðastir hlupu saman örn og
Sunnlendingurinn Gunnar og var
reiknað með hörkukeppni. örn
tók þó forystuna strax i upphafi
og hélt hann henni til loka. Þess
skal getið að leikmenn i isknatt-
leiksliði Reykvikinga ætluðu sér
að vera með i skautahlaupinu, en
þeir voru ekki komnir norður i
gær.
Einnig var keppt i 500 m
skautahlaupi unglinga og voru
þar 3 keppendur.
— IngH/Akureyri
Spilad og teflt
Keppendur á Vetrariþróttahá-
tiðinni áttu fremur náöugan dag i
gær. Þegar ljóst var að ekkert
yrði keppt stormaöi liöiö niður i
Lundarskóla og þar dunduöu
menn sér við vpil, taflmennsku
eða hreinlega lögðust undir feld.
I bæli isfirsku keppendanna var
fremur rólegt þegar Þjv-menn
ráku þar inn hausinn seinni part-
inn i gær. Svigkonan Kristin Olfs-
dóttir burstaði tennurnar og
skiðagöngugarparnir Þröstur Jó-
hannsson, ólympiuleikafari, Guð-
jón Höskuldsson og Anna Guð-
laugsdóttir spiluðu Rommý.
„Viö komum hingað á miðviku-
daginn og siöan höfum við eigin-
lega ekki gert annað en að biða
eftir skaplegu veðri. Það átti að
reyna að fara af stað i morgun, en
það var gjörsamlega vonlaust að
reyna,” sagði Þröstur Jóhanns-
son. Hann kom á mánudaginn til
landsins frá Bandarikjunum svo
að hann hefur haft nógan starfa
siðustu dagana. Honum hefur þvi
hvildin e.t.v. verið kærkomin.
Uppi á vegg i kennslustofunni
þar sem Isfirðingarnir höfðu
hreiðrað um sig voru hópvinnu-
verkefni nemenda Lundarskólans
sem heita „Frá getnaöi til kyn-
þroska”. Upplimingar urðu vest-
anmönnum tilefni til þess að láta
eitt og annaö „flakka”. Var mest
talað um aö menn lærðu af þessu,
sérstaklega þeir ungu og ó-
reyndu. Allir sóru þó af sér að
vera i þeim hópi.
— IngH/Akureyrí
lsfirðingarnir við Rommý-spilamennskuna. Sitjandi f.v. Þröstur Jóhannsson, Guðjón Ilöskuldsson og
Anna Gunnlaugsdóttir. Stelpan með munninn fullan af tannkremi heitir Kristín Olfsdóttir og spilastjór-
inn heitir Brynjar Guðbjartsson.
Mynd — gel/Akureyri.