Þjóðviljinn - 01.03.1980, Síða 19

Þjóðviljinn - 01.03.1980, Síða 19
Laugardagur 1. mars 1980 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 19 • Útvarp kl. 20.30 Blandaðir ávextir Asta Ragnheiður Jóhannes- dóttir hefur umsjón með þættinum „Blandaðir ávext- ir”, sem er á dagskrá útvarps- ins i kvöld. — Þetta er blandaður þátt- ur, — sagði Asta Ragnheiður, — tal og tónar i bland. Ég ræði fyrstvið unga stúlku, Þórhöllu Björnsdóttur, sem hefur ferð- ast mikið á óvenjulegan hátt og til óvenjulegra staða. Hún hefur t.d. ferðast mikið á puttanum, og svo var hún i Indlandi og Nepal i fjögur ár aö læra búddatrú. Við tölum saman um ferðalögin, og um það hvar hægt sé að ferðast á puttanum og hvar ekki. Svo kemur Hjördis Bergs- dóttir og syngur nokkur frum- samin lög við ljóð eftir Þórarin Eldjárn. Hún söng þessi lög á Rauðsokkahátið- inni i Tónabæ fyrir mánuði. Ásta Ragnheiöur; blandaður þáttur. Ég ræði lika svolitið við Hjör- disi. Og loks ætla ég að tala viö Egil Eðvarðsson, upptöku- stjórnanda hjá sjónvarpinu, en hann stjórnar upptöku á Stundinni okkar. Við tölum um starf hans hjá sjónvarpinu, og einnig um tónlist, þvi að Egill, hefur fengist við tónlist og á m.a. lög á nýútkominni plötu. — ih Svadilför á ís A mánudaginn verður flutt- ur 5. og síöasti þáttur „Andree-leiðangursins” eftir Lars Broling í þýöingu Stein- unnar Bjarman. Leikstjóri er Þórhallur Sigurðsson og með hlutverkin fara Þorsteinn Gunnarsson, Jón Gunnarsson, Hákon Waage, og Jón Júiíus- son. I fjórða þætti sagði frá löngu ferðalagi Andrees og félaga hans á isnum. Þeim miðar þó hægt áfram þvi að isinn rekur oftast i gagnstæöa átt við þá stefnu, sem þeir taka. Við þaö bætar þrálát veikindi, sem stafa af ormum (trikinum) i Útvarp kl. 17.20 bjarndýrakjötinu, er þeir hafa lagt sér til munns. Sfðasti þátturinn fjallar um dvöl þeirra i snjóhúsinu, sem þeir gera sér i þvi skyni að hafa vetursetu á isnum, ehda komiðlangt fram i september. Matarbirgðir þeirra eru tekn- ar að minnka, en þeir skjóta bæði seli og isbirni og drýgja þannig foröann. Hagur þeirra sýnist vænka um tima, en „ósýnilegur” fjandmaður reynist yfirsterkari. Síðasti þáttnr um farandverkafólk Frá fundi farandverkafólks i Eyjum I fyrrasumar. Þorlákur Kristinsson I ræðustól. A morgun verður i útvarp- inu þriðji og siðasti þáttur þeirra Silju Aðalsteinsdóttur og Tryggva Þórs Aðalsteins- sonar um farandverkafólk I sjávarútvegi fyrr og nú. Einsog fyrr er þátturinn aö mestu byggður á viðtölum við farandverkafólk um störf þess og kjör, en einnig verða um- ræður og tónlist. Þeir sem rætt verður viö eru: Erna Einarsdóttir, Helga Enoksdóttir, Ólafur B. ólafs- son, Emil Páll Jónsson, Sheila Hardaker, Haukur Þórólfsson Útvarp kl. 15.00 og óskar Vigfússon. Þátttak- endur i viðræðum verða Guð- mundur Þorbjörnsson, Þórir Danielsson og Þorlákur Kristinsson, sem einnig flytur frumsamda tónlist ásamt þeim Bubba Morthens og Stellu Hauksdóttur. Lesari i þættinum, auk stjórnendanna, er Katiana Leifsdóttir. — ih ISI Hringið í síma 8 13 33 kl. 9-5 alla virka daga eða skrifið Þjóðviljanum Síðumúla 6, 105 Reykjavík Spegill Tímans Þessa mynd tók Gisli Pálsson I Dyflinni si. sumar. „Kannski er hér á feröinni einfalt lyf við höfuöverk arkitekta,” sagði GIsli. „Nýbyggingar sem eiga aö falla inn í umhverfið geta einfaldlega speglað þab sem umlykur þær. Svo má líka velta þvi fyrir sér hvaða starfsemi fer fram á bak við speglana. Er þetta • •Byggingafélag menntamanna”?” („Educational Building Society” stendur skýrum stöfum yfir dyrunum). lesendum Enn um vaxta- útreikning og skyldusparnad Undanfarið hafa orðið tals- verðar umræöur um skyldu- sparnað, og þá einkum um útreikning á vöxtum og verð- bótum á þvi fé sem ungu fólki er gert að skyldu að leggja á vöxtu. Tilefni þessara umræðna er það, aö ávöxtun skyldu- sparnaöarins reynist vera með talsvert öörum og lakari hætti en fólk hafði almennt taliö að ætti að vera, skv. lögum um skyldusparnaö. Þetta hefur komið fram bæöi i blaða- greinum og útvarpserindi, ekki alls fyrir löngu. Þegar skyldusparnaður var tekinn upp hér meö lögum, sætti þaö talsverðri gagnrýni; margt ungt fólk var óánægð með að láta draga þessa upphæö af launum sínum, sem sjaldnast máttu knappari vera. En þetta var réttlætt með þvi, aö fé það sem skv. þessum lögum var lagt á vöxtu, væri tryggara og ávaxtaöist betur með þessum hætti en á nokkurn annan hátt. Og tvímælalaust er þaö til- gangur laganna um skyldu- sparnað aö auðvelda ungu fólki aö koma koma sér upp nokkrum fjárhagslegum grundvelli, og er þaö út af fyrir sig góð hugmynd. En nú hefur sem sé komið í ljós (ótrúlega seint reyndar), að útreiningur vaxta og veröbóta er alls ekki eins og almenningur átti von á. Það hefur einnig komið fram, að vextir og verð- bætur af skyldusparnaöi er ekki reiknað Ut samkvæmt eöli og anda nefndra laga, heldur er farið eftir, að þvl er viröist, heimatilbUinni reglugerð við- komandi lánastofnunr. Þar sem hér er um að ræöa i mörgum tilvikum miklar fjár- hæðir, sem beinlinis eruhafðar ai ungu flki með klókindalegum Utreikningum, hljóta allir, sem hlut eiga aö máli aö spyrja: 1. Er reglugerðin, sem farið er eftir viö Utreikning á ávöxtun skvldusparnaöar opinbert plagg, og hefur hún verið kynnt fyrir almenningi, þannig að ungt fólk og aöstandendur þess viti að hverju það gengur? 2. Er þessi reglugerö samhljóða upphaflegum tilgangi og anda laganna um skyldusparnað, eða brýtur hann i bága við hann? 3. Er reglugerðin samin af hún privat reglugerð Veðdeildar Landsbankans? Hver eða hverj- ir eru upphafsmenn hennar? (Þeirra á byrgð er vissulega mikil). 4 Litu höfundar reglu- gerðarinnar svo á, aö hagsmun- ir skyldusparnaöareigenda og Landsbankans færi ekki saman, og er reglugerðin fyrst og fremst til þess ætluö að gæta hagsmuna bankans á kostnað unga fólksins? Þessum spurningum væri gotf að fá svarað. Manni finnst, að fjármála- og bankamála- spekingarnir, sem alltaf eru að brýna fyrir okkur nauösynina á aukinni sparifjármyndun, þyftu jafnframt að lita vel eftir þvi, að eiginn miðlungi heiöarleg brögð væru höfð i tafli við að ávaxta það sparifé, sem lánastofnunum er trúað, fyrir, lögum sam- kvæmt. Það eykur varla áhuga fólks fyrir að safna sparifé, ef það kemst að þvi, að lánastofn- un útbúi sér reglur, sem miða aö þvi að hafa sem mest af þeim, sem trúðu henni fyrir fé sinu til ávöxtunar. b.G. / Magnaðar konur A flokksráðsfundi Alþýöu- bandalagsins um helgina var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Alþýðubandalagið telur verulega vanta á raunverulega jafnstöðu kynjanna, bæði i starfslifi og félagslifi. Gera þarf ráðstafanir til að gera konum i reynd kláft aö nýta rétt sinn til þátttöku og áhrifa til jafns við karla á öllum sviöum þjóðlifs- ins”. A sama flokksráðsfundi voru kosnir 42 menn i miðstjórn flokksins; þar af voru 14 konur kjörnar. Auk þess sitja 7 stjórnarmenn og ráöherrar I miðstjórn; I þeim hópi er ein kona. Láðist ekki að taka fram i ályktuninni að samkvæmt skil- greiningu Alþýöubandalagsins væru konur vel tveggja karl- imanna makar i miðstjórn — og tiu manna makar á þingi? Stefán Karlsson

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.