Þjóðviljinn - 21.03.1980, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 21.03.1980, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 21. mars 1980 Jean Thoraval prófessor viö háskólann i Rennes heldur fyrirlestur á vegum Alliance Francaise, i kvöld kl. 20:30 i franska bókasafninu, Laufás- vegi 12. Prófessor Thoraval mun meö hliðsjón af nokkrum verkum skýra þá þróun sem átt hefur sér stað i franskri skáldsagnagerð frá Balzac til „nouveau roman”. Fjallað verður um hin hefðbundnu verk Balzac, sem einkennast af fastmótaðri og rökvisri uppbyggingu, og þær breyt- ingar sem siðar veröa I skáld- sagnagerð með tilkomu og þróun sálfræðinnar og loks rætt um „nouveau roman” sem siðasta stig i þessari þróun. Fyrirlesturinn er á frönsku og að honum loknum munu fara fraip almennar umræður. Allir eru velkómnir. Námsstefna um geðheilbrigði Geöverndarfélag tslands gengst fyrir námsstefnu um geðheilbrigðismál f ráöstefnu- sal Hótei Loftleiöa á morgun og hefst námsstefnan kl. 10 árdegis. A námsstefnu þessari, sem stendur rétt fram yfir klukkan 15:00 verða flutt 11 erindi um höfuðmál stefnunnar og bera þau yfirskriftina: Hvert get ég leitað?, Hugleiöingar um úr- bætur, Vandi aöstandenda, Foreldrar og börn, Starfið og geðrænir erfiðleikar og Fyrir- byggjandi aðgerðir. Námsstefnan er öllum opin og er enginn aögangseyrir aö henni. Dáir afstöðu íslenskra karla Um þessar mundir stendur yfir i Mokka sýning bandarisku listakonunnar Patricia Halley-Celebcigil, sem nú er búsett á tslandi, en hefur áður átt heima og starf- að, ma. að kennslu,í Marokkó, Tyrklandi, ttaliu, Japan og . Frakklandi. Partricia segist mjög ánægð hér, bæöi vegna þess að henni falli vel hressandi, svalt lofts- lag og vegna menningar landsins og störkostlegs landslags. Henni fellur vel viö tslendinga og „sem kvenfrels- iskona dáist ég að afstöðu karla hér til kvenna og barna”, segir Patricia og er hætt við aö ekki fallist allar hérlendar kvenfrelsiskonur á þá skoðun. Nýr sendiherra Egyptalands Nýskipaður sendiherra Egyptalands, hr. Ahmed Fouad Hosny, hefur afhent forseta tslands trúnaöarbréf sin og sést hér ásamt honum og utanrikisráöherra. Læknaritaraþing hefst i kvöld Læknaritarar haida aöal- fund og námskeiö I kjölfariö I dag,föstudag,og laugardag og veröur hvort tveggja haldiö á Hótel Heklu I Rvik. Aöalfundur félagsins veröur á föstudagskvöldiö og hefst hann kl. 20:30, en á laugardag veröa haldnir 6 fyrirlestrar bæöi stjórnunarlegs- og læknisfræðilegs eölis. Siðast þegar læknaritarar héldu slikt námskeið.sem þeir nú áforma aö halda, sóttu það um 90% starfandi læknaritar- ar i landinu. Háskólakórinn austur á land Háskólakórinn æfir nú af kappi fyrir væntanlegt söng- feröaiag um Austurland dag- ana 29. og 30. mars. Sungið veröúr á fjórum stööum: Egilsstööum, Seyöisfiröi, Eskifiröi og Neskaupstað. A söngskrá Háskólakórsins verður in.a. tónverk Jóns Asgeirssonar „Sól er á morg- un”, nýtt smálag eftir Atla Heimi Sveinsson um ár trésins svo og mörg islensk og erlend lög, gömul og ný. Stjórnandi Háskólakórsins er Rut Magnússon. 1 mat á HótelEsju þar sem hópurinn bjó meöan á Reykjavikurdvölinni stóö. — Ljósm.: —gel- Félagsstarf aldraðra í Neskaupstað: Helgarferð í höfuðborgína 19 manna hópur kom i heim- sókn til höfuöborgarinnar um síö- ustu helgi á vegum nefndar sem sér um félagsstarf aldraöra i Neskaupstaö og skemmti sér hér syöra i fjóra daga. Svipuö ferö var farin haustiö 1978 og er nú stefnt aö þvi aö fenginni reynslu aö gera slika ferö aö föstum lið i starfseminni á hverjum vetri héöan i frá, aö þvi fararstjórinn, Valur Þórarinsson félagsmála- fulltrúi,sagöi Þjóöviljanum. Það eru Kvenfélagið Nanna I Neskaupstað og tómstundaráð bæjarins sem sameiginlega skipuleggja félagsstarf aldraðra og er haft Opið hús tvisvar i mánuði auk þess sem efnt hefur veriö til tveggja föndurnám- skeiða i vetur, I hnýtingum og bókbandi. Námskeiðin hafa verið vel sótt, en Valur taldi þó, að betur gæfist sá háttur sem haföur var á I fyrra, þe. opnir föndur- timar þangað sem fólk gæti komiö, fengist við það sem það langaði til og fengið leiðbeiningar viö það. Ekkert dvalarheimili aldraðra er i bænum, aðeins ellideild á sjúkrahúsinu, en nú er rætt um undirbúning byggingu ibúða aldr- aðra, hvort sem það kemst nú inn á fjárhagsáætlun á þessu ári eöa siðar. Sagði Valur að skilningur væri almennt að vaxa hér á landi á nauösyn þess að gera eitthvað fyrir þennan aldurshóp, sem dettur útaf vinnumarkaði, jafnvel i fullu fjöri, ma. skapa möguleika á vinnu. 1 Neskaupstaö hefði fariö fram lausleg könnun á stööu i þeim málum og hún reynst fremur góð, fyrirtæki sýndu skilning á að senda ekki fólk heim um leiö og það næði ákveðnum aldri og það fengi viða aö ráða vinnutima sinum eftir getu. Ferðin suður tókst ljómandi vel og þátttakendur voru ánægðir. A aöalfundi Starfsmannafélags Reykjavikurborgar sem haldinn var 8. mars s.I. var samþykkt tii- laga frá Eliasi Daviðssyni, að félagiö veiti á árinu 1980 eitt þús- und krónur á hvern félagsmann til flóttamannahjálpar og skuli fárhæöin ganga til Rauöa kross- ins. Tvær aörar tillögur frá Eliasi voru einnig samþykktar á fundin- um. Gengur önnur út á þaö að fundurinn lýsir eindregnum stuðningi sinum viö baráttu verkamanna og launafólks um allan heim fyrir fullum mannrétt- indum og félagsréttindum, eink- Notuð voru helgarferöakjör i sambandi við flug og hótel og feröafélagarnir borguðu sjálfir kostnaöinn aö öðru leyti en þvi, að Kaupfélagið Fram og Sildar- vinnslan buðu I Þjóöleikhúsið og Iönó og bæjarstjórnin I mat eitt kvöldið. Þau sáu Ofvitann og Náttfara og naktar konur og brugðu sér á Norðfiröingamót eftir leikhúsferð. Þá var skoöað Listasafn Einars Jónssonar og heimsótt félagsstarf aldraöra við Noröurbrún og skoðaðar ibúðir aldraðra þar. _vj, Verkaiýösmálahópur Rauösokkahreyfingarinnar gengst fyrir opnum fundi I Lindarbæ á laugardaginn kl. 14.00. Fjallaö veröur um barna- árskröfur ASt, og hefur ýmsum fulltrúum launþegasamtakanna veriö boöiö á fundinn. Framsögumenn veröa: Guörún Kristinsdóttir (Rauðsokka- hreyfingin), Asmundur Stefánsson (ASI), Unnur Hauksdóttir (Samband banka- manna), Guðriöur Þorsteins- dóttir (BHM), Benedikt Daviðs- son (Samband byggingamanna), Bjarnfriður Leósdóttir (ASI) og Kristján Thorlacius (BSRB). A eftir stuttum framsögum munu framsögumenn sitja fyrir svörum i almennum umræöum. um þeim sem lúta að stofnun frjálsra samtaka launafólks. Einnig samþykkti fundurinn aö fela félagsstjórn aö efna til ráð- stefnu um tölvuvæðingu og áhrif hennar á starf opinberra starfs- manna. Fjórða tillagan frá Eliasi var felld með naumum meirihluta. í henni var skoraö á félagsmenn aö styöja mannréttindabaráttu verkafólks i Guatemala og viðar meö þvi að standast freistingarn- ar og kaupa ekki Coca-Cola á meðan mannréttindi eru fótum troðin af leyfishöfum þessa fyrir- tækis. Valur Þórarinsson félagsmála- fulltrúi: Nauösyn aö skapa öldr- uöum einhverja möguleika á vinnu. Markmiö fundarins er aö efla umræöur meðal launafólks um þau brýnu hagsmunamál, sem kröfurnar snúast um, en þau eru: þriggja mánaða fæðingarorlof, sem greiðist af almannatrygg- Framhald á bls. 13 Karla- kóramót á Selfossi Katla, samband sunnlenskra karlakóra.gengst fyrir kóramóti aöildarkóra sinna i Iþróttahúsinu aö Selfossi laugardaginn 22. mars n.k. og hefjast samsöngvarnir kl. 16.00 sd. Samsöngvarnir eru haldnir I þvi tilefni aö um þessar mundir á sambandiö 5 ára starfsafmæli en þaö var stofnaö áriö 1975. Sambandssvæði Kötlu nær frá Hornafiröi til Breiöafjarðar og eru niu karlakórar i sambandinu. 8kórar taka þátt i samsöngnum á Selfossi að þessu sinni: Karlakór- inn Jökull, Höfn Hornafirði, Karlakórinn Stefnir Mosfells- sveit, Karlakórinn Svanir Akra- nesi, Karlakórinn Þrestir Hafnarfiröi, Karlakór Keflavik- ur, Karlakór Reykjavikur, Karla- kór Selfoss og Karlakórinn Fóst- bræður Reykjavik. Samsöngvarnir fara fram með þeim hætti að hver kór syngur 2 lög að eigin vali, siöan syngja kórarnir saman 4 lög. Þetta er fyrsta stóra söngmótiö sem hald- iö er fyrir austan fjall, en með til- komu hins nýja glæsilega iþrótta- húss að Selfossi hefur skapast góö aöstaöa fyrir slik söngmót. SFR gefur til flóttamannahjálpar: Eitt þúsund kr. á hvern félagsmann OPINN FUNDUR: Barnaárs- , kröfur ASI

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.