Þjóðviljinn - 21.03.1980, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 21.03.1980, Blaðsíða 11
Föstudagur 21. mars 1980 ÞJÖÐVILJINN — SIÐA 11 íþróttir(3 íþróttirg) íþróttir t kvöld gefst körfuboltaáhugamönnum á höfuðborgarsvæöinu kostur á að sjá hinn störkostlega Keith Yow leika listir sinar. — Mynd: —gel. Armeníumenn leika gegn Könum í kvöld Landslið Sovétlýðveldisins Armeníu leikur fyrsta leik sinn hér á Iandi i kvöld og verða mót- herjarnir lið skipað bandarlsk- um leikmönnum. Viðureignin fer fram i Laugardalshöllinni og hefst kl. 20. Lið Bandarikjamannanna er skipaö eftirtöldum leik- mönnum: Trent Smock 1S Tim Dwyer Val Mark Christiansen 1R Keith Yow John Johnson Dakarsta Webster Garry Schwartz Mark Holmes KR 1A UMFS Þór Haukum Vafalitiö fá Sovétmennirnir harða mótspyrnu i kvöld og llk- legt að Kanarnir ætli sér að taka þá „á vinstri”, svo notað sé Iþróttamál. Fyrir áhorfendur ætti leikurinn að geta orðið hin besta skemmtun. —IngH W Erlendar '**»' W knattspyrnufréttir Austurríkismenn loka fyrir „útf lutning" Austurriska knattspyrnusam- bandið hefur ákveöiö að þarlendir knattspyrnumenn fái ekki leyfi til þess aö leika með erlendum félögum eftir 20. júli nk..Þessi ákvörun er tekin meö hliösjón af þátttöku Austurrikis i undankeppni heimsmeistara- keppninnar. Ekki eru allir á eitt sáttir með þessa ákvörðun og m.a. hefur landsliðsþjálfarinn Karl Stotz látiö hafa eftir sér að austur- riskir knattspyrnumenn fái ómetanlega reynslu á þvi að leika með erlendum félögum. Maradona Iþróttamaður Suður-Ameríku Diego Maradona, hinn ungi knattspyrnusnillingur frá Argentinu, var fyrir skömmu kosinn iþróttamaður Suöur- Ameriku. 1 kosningunni haföi hann umtalsveröa yfirburöi yfir tennisleikarann Victor Pecci frá Paraguay og kúbanska hnefa- leikamanninn Téófilio Steven- son. Leiknum hætt vegna slagsmála Landsliö Chile var á keppnis- ferðalagi i Argentinu i siðasta mánuöi. Liðið lék m.a. allsögu- legan leik gegn Estudiantes, einu sterkasta félagsliði Argentinu. Dómarinn þurfti að flauta leikinn af um miöjan seinni hálfleikinn vegna þess að leikmenn liðanna slógust eins og hundar. VALUR-KR 18:16 Léleglr dómarar | í lélegum leik Valsmenn máttu þakka fyrir að KR-ingar sofn- uðu á verðinum síðustu mínúturnar í annars lélegum leik liðanna í Laugardalshöll i gær- kvöld . KR-ingar voru frískir framan af leiki en Valsmenn virtust meira og minna í öðrum heimi. Svo sannarlega mega þeir taka sig á ef ekki á að verða stórt tap i Evrópukeppninni á laugardaginn. Lokatölurnar 18-16 segja litið um gang leiksins. KR-ingar,sem nú höföu fengið liðsstyrk frá Jóhanni Inga landsliðsþjálfara sem stjórnaöi þeim af bekknum, virtust sitt- hvað hafa lært hjá honum á siö- ustu æfingum. Þeir tóku strax forystuna og komust i 4-1 en Valsmenn tóku þá loks viö sér og jöfnuöu 5-5 og bættu einu um betur. Þá voru ekki nema 8 minútur eftir af fyrri hálfleik. Liöin skiptust siöan á að skora og i hálfleik var staðan 9-8 Vals- mönnum i vil. KR-ingar byrjuðu af miklum krafti siöari hálfleikinn og höfðu þá á bak við sig i markinu Gisla Felix (Bjarnason Felixonar) sem varði eins og berserkur all- an hálfleikinn. KR-ingar komust yfir 10-9 og siöan 13-11. Blöffi tók vitakast en framhjá og stuttu siðar ann- aö og þá i stöng. 2 mörk hefðu þarna getað skipt sköpum. Valsmenn fóru að verða órólegir á bekkjunum og leikmennirnir lika, svo brátt jafnaðist staðan aftur 13-13 og siöan 14-13 fyrir Valsmenn. Tvær minútur eftir og staðan 16-15 fyrir Val, þegar leikleysiö kemur upp i KR liðinu og Valsmenn innsigla sigurinn með 2 mörkum úr hraöaupp- hlaupum. Staðan 18-15 og 20 sek. eftir. KR-ingar fá aukakast, leiktiminn úti, og viti menn, Konráð skoraði og lagði loka- stöðuna 18-16. Þrátt fyrir lélegan leik tveggja góðra liða, þá áttu dóm- arar leiksins lélegastan leik. Þaö er spurning hvað hægt er að bjóða áhorfendum uppá, hvaö þá leikmönnum. KR-ingar sitja ennþá nálægt botninum og mega vara sig á öllu. Jóhann Ingi hefur kennt strákunum ýmislegt og sjálf- sagt kemur það til góða á loka- sprettinum. GIsli Fel. I markinu átti góðan leik, og varöi oft stór- vel. Valsmenn mega sjálfsagt þakka fyrir þennan lélega leik, þvi hann kemur þeim vonandi niður á jörðina, áður en stór- átökin byrja á laugardaginn. Ef einhver bjargaöi sigrinum þá var það Bjarni Guðmunds. Mörkin: Valur. Bjarni Guðm. og Þorbjörn J. 4. Björn 3, Stefán H. 3 (lv.), Steindór, Jón, Þor- björn G, Gunnar 1 hver. KR: Haukur Ott, Jóhannes, Konráð 3, Simon 2, og Blöffi, Óli Lár, 2 (lv.), Haukur G. 1. -lg Stjarnan ræður þjálfara Guðmundur Ingvason mun sjá um þjálfun knattspyrnu- liðs Stjörnunnar úr Garöabæ, en þaö er i 3. deiid. Hann mun einnig leika með liðinu. —IngH I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ a ■ i ■ i ■ i ■ i ■ i Björn áfram með Víking, Ólafsvík 3. deildarlið Vikings frá Ólafs- vlk hefur endurráðið KR-inginn Björn Arnason, sem þjálfara liðsins næsta sumar. Einhver uppstokkun verður I liöi Víkinganna þvi strákarnir frá Hellissandi hafa ákveðið að senda lið I 3. deildina og verða þvi ekki með Ólafsvikurliöinu. Þá munu nokkrir leikmanna Vikings hafa hug á þvi að leika meö félögum I Reykjavik. Lorant vanur að fá reisupassann Knattspyrnuþjálfarinn Gyula Lorant setti i vetur nokkuð merkilegt met i vestur-þýsku úrvalsdeildinni, Bundesliga. Hann varð þess vafasama heiðurs aðnjótandi að vera rek- in frá félagi i 8. sinn þegar Schalke 04 lét kappann fjúka. Lorant hefur þvi veriö spark- að frá eftirtöldum félögum: Keiserslautern (I tvigang), Bayern Miinchen, MSV Duis- burg, Kickers Offenbach, Köln og Eintracht Frankfurt. Það er þvi auöséð af þessu að Englendingar hafa eignast skæðan keppinaut i að skera þjálfara og framkvæmdastjóra niður viö trog. Rivera sá besti ltalska iþróttablaðið La Gazetta dello Sport gekkst fyrir skoðanakönnun meðal lesenda sinna hver væri besti Italski knattspurnumaðurinn frá striðslokum. Sigurvegari varð Gianni Rivera og Sandro Mazzola hafn- aöi I öðru sæti. Skapstyggur leikmaður Capello, tengiliður hjá AC Milan, var fyrir skömmu sekt- aöur um 3 miljónir og dæmdur i mánaöar kennpisbann vegna þess að hann réðst á Iþrótta- fréttamann, sem hafði gagnrýnt hann nokkuð óvægilega. Hver segir að starf iþrótta- fréttaritarans sé tekið út með sældinni?' Gianni Rivera var kosinn besti italski knattspyrnumaðurinn frá striðslokum. útlendingaherdeild hjá Anderlecht Belgiska félagið Anderlecht hefur nokkra sérstöðu þar i landi. Þrátt fyrir aö einungis sé leyfilegt að 2 erlendir leikmenn leiki með hverju liði hefur Anderlecht 9 slika á sinum snærum. Hollendingarnir Rensenbirk og De Bree og Daninn Nisen hafa leikiö svo lengi i Belgiu aö þeir teljast meö innfæddum. Sagt er að Hollendingarnir Hann og Dusbaba ætli að sækja um belgiskan rikisborgararétt. Þá hefur félagið nýlega fengið til liðs viö sig Szymanowski frá Póllandi og Danann Brylle. A förum frá Anderlecht eru hins vegar Austurrikismaður- inn Koncilla og Villababa frá Paraguay. Djöflagangur í spænsku knattspy rnunni Það gekk mikið á þegar nágrannafélögin Barcelona og Espanol léku á heimavelli þess siðarnefnda nýlega. Samkvæmt venju hófst leikurinn með 9 ruddalegum brotum. Þá var komið að Espanol að skora, 1-0. Leikmenn Barcelona mótmæltu ákaft þar sem þeir töldu að sá sem markið skoraði hefði verið rangstæöur. Þessi mótmæli orsökuðu það aö Asensi, Sánchez, Zuvira og Rexach fengu að sjá gula spjald dómarans. Sánchez var rekinn af leikvelli skömmu siðar fyrir grófan leik. Leikurinn hélt áfram og þegar komið var að lokum fyrri hálfleiksins höföu 10 leikmenn fengið að sjá gula spjaldið. A siöustu min fyrri hálfleiks- ins rétti Barcelona-leikmaður- inn Migueli einum úr liði and- stæöinganna vel útilátiö kjafts- högg og fékk reisupassann. I framhjáhlaupi má geta þess að téöur Migueli vakti athygli islenskra áhorfenda fyrir dólgs- lega framkomu á leik 1A og Barcelona s.l. sumar. Þrátt fyrir aö leikmenn Barcelona væru aðeins 9 I seinni hálfleiknum gegn Espanol áttu þeir mun meira I leiknum, en tókst ekki að skora. Hins vegar skoraði Espanol I einu af sára- fáum upphlaupum sinum, 2-0. Eins og venja er var dómaranum kennt um allt sam- an og forráðamenn Barcelona hafa ákveðið aö reka mál á hendur honum fyrir dómstólum landsins. Kickers velur leik- menn i heimsklassa Vestur-þýska iþróttablaöiö Kickers fullyrti fyrir skömmu að I knattspyrnunni þar I landi léku 5 leikmenn i svokölluðum heimsklassa. Kaltz, Hamburger og Breitner og Rummenigge hjá Bayern MUnchen eru innfæddu leikmennirnir sem komast i þennan flokk. Af erlendu leik- mönnunum i þýsku knattspyrn- unni eru 2 sagöir i heimsklassa, Kevin Keegan og Bum-Kun Tscha frá Suður-Kóreu, en hann leikur með Eintracht Frankfurt. -IngH Þetta er Suður-Kóreumaöurinn, ■ Bum-Kun Tscha eða Tsch-Bum, ■ sem sagður er i svokölluðum ~ heimsklassa I knattspyrnu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.