Þjóðviljinn - 21.03.1980, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 21.03.1980, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 21. mars 1980 UOBVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis Ctgefandi: Útgáfufélag Þjóftviljans Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Fréttastjóri: Vilborg HarÖardóttir Umsjónarmaftur Sunnudagsblafts: Ingólfur Margeirsson. Rekstrarstjóri: Úlfar Þormóftsson Afgreiftslustjóri: Valþór Hlöftversson Blaftamenn: Alfheiftur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Guftjón Friftriks- son, Ingibjörg Haraldsdóttir, Magnús H. Gíslason, Sigurdór Sigurdórsson. Þingfréttir: Þorsteinn Magnússon. tþróttafréttamaftur: Ingólfur Hannesson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Elísson Útlit og hönnun: Guftjón Sveinbjörnsson, Sævar Guftbjörnsson Handriia- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Ellas Mar. Safnvörftur: Eyjólfur Arnason Auglýsingar: Sigrlftur Hanna Sigurbjömsdóttir, Þorgeir ölafsson. Skrifstofa: Guftrún Guftvarftardóttir. Afgreiftsla: Kristin Pétursdóttir, Bára Halldórsdóttir, Bára Sigurftar- dóttir. Slmavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, Sigrlftur Kristjánsdóttir. Bflstjóri: Sigrún Bárftardóttir Húsmóftir: Jóna Sigurftardóttir Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn Guftmundsson. Ritstjórn, afgreiftsla og auglýsingar: Slftumúla 6, Reykjavfk.simi 8 13 33. Prentun: Blaftaprent hf. Lýðrœðið í Reykjavík • // Ég hef vanist því aö lýðræðislegar ákvarðanir væru teknar þanníg að menn væru óhræddir við að standa fyr- ir máli sinu hvort heldur þeir eru almenningur eða hluti af stjórnvöldum", sagði Ragnar Tómasson lögfræðingur og formaður Foreldra-og kennarafélags Árbæjarskóla á f undi hverfadeilda Alþýðubandalagsins í Árbæ og Breið- holti um Höfðabakkabrúna á þriðjudagskvöld. Á f undin- um voru meðal annars forvígismenn undirskriftasöfn- unar sem um síðustu helgi söfnuðu nöfnum 1400 íbúa Árbæjarhverfis undir skjal þar sem hvatt er til þess að framkvæmdum við Höfðabakkabrúna verði frestað og málið endurskoðað í heild. • Ragnar Tómasson og fleiri fundarmenn deildu hart á borgaryfirvöld fyrir að hafa ekki orðið við tilmælum um fundarhöld með íbúm hverfisins. Ragnar sagði að það hefði ekki hvarf lað að sér að ibúarnir fengju ekki að ráða málin við fulltrúa sína í borgarstjórn og spurði af hverju um f undinn hefði verið synjað og hvort borgaryf- irvöld vildu f rekar leiða slík mál til lykta með sprenging- um og dýnamíti en skoðanaskiptum við borgarbúa. Sigurjón Pétursson forseti borgarstjórnar sagði á fund- inum að það væri erfitt að þurfa að segja það, að ekki hefði náðst samstaða í meirihluta borgarstjórnar fyrir því að halda fund með íbúunum þrátt fyrir ákvæði i málefnasamningnum. • Eins og kunnugt er lentu fimm borgarfulltrúar Alþýðubandalagsins í minnihluta í borgarstjórn við af- greiðslu Höfðabakkamálsins. Þjóðviljinn hefur áður rakið forsögu þessa máls í forystugrein, og m.a. minnt á að forsendur hraðbrautarbrúar milli Breiðholts og Árbæjar væru úr sögunni vegna þess að hið mikla hrað- brautarkerfi sem ætlunin var að lægi úr miðbænum um Fossvogsdal heyrir fortíðinni til, enda hafa umferðar- spár og fólksf jölgunarforsendur breyst verulega. • Á fundi Alþýðubandalagsins á þriðjudag komu fram öll helstu mótrökin gegn brúargerð þessari. Rök- studdar efasemdir um nauðsyn á tengingu milli Breið- holts og Árbæjar eru bornar fram. Bent er á að hún geti meira að segja torveldað umferðarstreymið í miðbæinn. Hin breyttu viðhorf til útivistar og verndunar umhverf is áttu sína f ulltrúa á f undinum, sem kváðu sig engu skipta umferðarþörf og arðsemi, heldur tækju afstöðu gegn brúnni vegna þeirra náttúrugæða sem í húfi væru. Jó- hannes Pétursson kennari sagði m.a. í umræðunum að í umfjöllun borgarstjórnar um umferð og arðsemi hefði „maðurinn sjálfur í umhverfi sínu gleymst", og varaði við náttúruspjöllum, hávaðamengun og slysahættu. Því var haldið fram á fundinum að afstaða Árbæjarbúa til brúarinnar væri annaðhvort sú, að menn væru á móti henni eða teldu sig þurfa mun haldbetri upplýsingar áður en þeir tækju afstöðu. FulltrúarFramsóknarf lokks, Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks í borgarstjórn telja sig hinsvegar þess umkomna að taka ákvarðanir fyrir Árbæinga og ekki skulda þeim neinar skýringar. • Magnús Skúlason formaður byggingarnefndar Reykjavikur sagði á fundinumað byggingarnefndhefði gert kröfu um að fjalla um bygingu Höfðabakkabrúar,. og að sínu viti hefðu sumir borgarf ulltrúar alls ekki ver- iðað samþykkja hraðbrautarbrúyheldur aðeins tengibrú. Ef dæma mætti af umræðum í borgarstjórn þá ættu þessir borgarf ulltrúar að minnsta kosti að vera til við- ræðu um breytta hönnun á brúnni, þannig að hún félli betur inn í landslag. Sigurjón Pétursson sagði einnig að ef meining væri á bak við þau 1400 mótmæli sem borgarráði hefði borist, hlyti þessi brúarsmíði að verða endurskoðuð, þrátt fyrir það, að borgarstjórn væri búin að samþykkja hana. • Þaðer ófagurtdæmi um lýðræðið í Reykjavíkurborg ef borgarfulltrúar Framsóknar, Alþýðuflokks og Sjálf- stæðisf lokksætla með öllu að hunsa vil ja íbúa, umsagnir Borgarskipulags, þjóðminjavarðar, forstöðumanns Árbæjarsafns og f jölmargra annarra aðila. Ef þetta er framkvæmdin á því samráði við íbúana sem allir borgarstjórnarflokkar leggja áherslu á, er sannarlega ástæða til þess að biðja borgarbúa að hafa varann á • — ekh klippt ! Auglýsinga- mátturinn Nú hafa bióeigendur ekki aug- ' lýst i Mogganum i allmarga ■ daga. Aösókn að kvikmynda- I húsum hefur samt siður en svo ■ minnkað. Þjóðsagan um aug- | lýsingamátt Moggans er aö gefa ■ upp öndina. j 8,2 miljónir : á viku Fasteignasalar greiða til ■ Morgunblaösins hundruð mil- • jóna á ári hverju fyrir auglýs- J ingar sinar. Þetta hefur veriö | ein traustasta og gjöfulasta ■ tekjulind Moggans um áraraðir. Vikuna 14da til 20ta mars, ■ þeas. siðustu viku, auglýstu ■ fasteignasalar rúmlega 3000 I dálksentimetra i Mogganum og ■ er brúttóverð þeirra auglýsinga I 8.2 miljónir. Þetta eru bærilegar [ vikutekjur af aðeins einum | meiði auglýsingabaðms Mogg- ■ ans, jafnvel þótt eitthvaö lækki I þessi tala vegna afsláttar, sem B svo traustir stuðningsmenn ■ hljóta að fá hjá blaöinu. En nú hefur raunveruleikinn J gripið inn i þjóðsöguna um I Moggann og auglýsingamáttinn ■ og fasteignasalana langar stór- | lega til þess að halda eftir hjá ■ sér einhverju af öllum I miljónunum, sem þeir greiða J Mogganum fyrir auglýsingar. IHafa þeir i hyggju að hætta aö auglýsa i honum nema að fá ■ hagstæðari kjör en þeir hafa nú. I Það hefur sýnt sig að þeim er ■ það óhætt. Húsnæðisþörf lands- I manna minnkar ekki þótt húsa- ■ salar auglýsi ekki i Mogganum, ■ og þeim sem ætlar að kaupa sér I ibúð er nokkuð sama þótt hann ■ leiti eftir auglýsingu um þaö | sem hann leitar i einhverju ööru ■ blaði. : Þá fellur fleira Þegar mönnum verður ljóst, J að auglýsingamáttur Moggans I er lygisaga, upp fundin og á lifi ■ haldið til þess aö tryggja ein- | okunaraðstöðu hans, mun fleira m eftir fylgja. Þetta er reyndar þegar farið m að koma i ljós. Ahrifamáttur Moggans hefur ■ verið að minnka siöustu ár. JJ Hann hefur ekki lengur þau I uggvænleg áhrif á hugsanagang ■ landsmanna og afstöðu þeirra I til einstakra mála og áður var. ■ Fræg dæmi má nefna þessu til ■ sönnunar. Mogginn studdi til J dæmis ihaldsmeirihlutann i ■ Reykjavik með ráðum og dáð i I kosningunum 1978 og sagði alla J aðra niðurstöðu af kosningunum I en þá að ihaldið héldi meirihluta ■ sinum mundu leiða skelfingu, | ógn og eymsl yfir borgarbúa. ■ Borgarbúar höfnuðu þessari I röksemdafærslu og felldu J ihaldslið Moggans. . Mogginn bar fram hugmyndir I Sjálfstæðisflokksins um leiftur- ■ sóknina frægu og dag eftir dag | útlistaöi hann ómöguleika ■ annarra úrræöa en leiftur- ■ sóknar, fólkið keypti Moggann, I las hann, en trúði honum ekki og ■ hafnaöi leiftursókninni i kosn- I ingum. Mogginn úthúöaði Gunnari | Thoroddsen og hafði i frammi ■ hótanir við þá Sjálfstæöisflokks- | menn, sem styðja myndu ■ slikan svikahrapp til valda I gegn vilja flokksins. Samt var J hann studdur af flokksmönnum ■ Sjálfstæöisflokksins og myndaði I rikisstjórn, sem Mogginn segir J að sé versta rikisstjórn sem sett | hafi verið á laggirnar i þessu ■ landi, segir þetta dag eftir dag. Fólkið les þetta dögum oftar, en þegar það er spurt álits á Gunnari Thoroddsen og rikis- stjórninni telur þaö stjórnina lofa góðu og Gunnar vera hinn mesta sómakall. Vonandi tekur þetta engan enda. Þaö sýnist heldur ekki ætla að gera það. Vinir alþýðunnar Ein af ástæðunum til þess að Mogginn hefur tapað svo tiltrú að fólk trúir ekki einu sinni aug- lýsingunum, sem i honum eru birtar, er sú, að fólk er, sem betur fer, fyrir nokkru farið að sjá að Mogginn fer oftar en ekki offari I málflutningi. Hann hefur heldur ekki lengur þá yfirburða- stöðu sem hann hafði lengst af, að geta sankað að sér bestu og reyndustu blaðamönnum borg- arastéttarinnar með yfir- borgunum, þvi nú eru gefin út önnur og liflegri borgarablöð en Mogginn er, blöð sem freista frlskra ög athugulla blaða- manna meir. Eövarö Sigurösson En Mogginn vill ekki deyja ráðalaus. Einn sinn besta blaðamann setja þeir i það, að gerast vin alþýðu. Hann á aö sjálfsögðu aö vinna eftir hinni 66 ára gömlu Moggaformúlu, sannleikurinn er einskis virði nema hann þjóni hagsmunum aðstandenda okkar, — eignastéttinni. Svo hófst blaðamaöurinn handa. Um nokkurra missera skeiö hefur Eövarð Sigurðsson bent á það misrétti, sem felst i þvi að fólk úr hinum ýmsu stéttar- félögum Alþýðusambanda Islands fá önnur og lægri laun fyrir sams konar vinnu og aðildarfélagar BSRB fá greidd. Þetta vissi blaðamaöur Morgunblaösins. Hann vissi lika aö eitt aðildar- félag ASl, Verslunarmanna- félag Reykjavikur, haföi fengið nokkra leiöréttingu hér á. Hvers vegna, sagði blaðamaður Moggans ekki, en gaf i skyn með Morgunblaðslegri umfjöllun, aö það væri vegna þess, að forystu- menn VRværu svo klókir samn- ingamenn. Staðreyndin var hins vegar sú, aö geröardómur felldi úrskurð, sem varð til þess að laun VR i þessu umrædda tilviki voru leiðrétt. Hinir klóku stjórnarmenn VR komu þar hvegri nærri. En þetta var gott munstur: Eðvarð er „kommi”. Magnús L. og Guömundur H. hjá VR eru hins vegar „sjálfstæöismenn”. —-og Aðferðin I Hóf Moggi nú að skrifa um ■ það, aö i Dagsbrún (gefiö i skyn ■ að það væri eina félagið, sem " svo illa væri komið fyrir) fengju | menn mun lægri laun en greidd ■ væru hjá BSRB og VR fyrir | sömu vinnu. Væri svo komið að m menn flykktust yfir i VR til þess | að fá launahækkanir, og tækju ■ vinnuveitendur þessum flótta _ þeirra yfir i VR vel og stór- I mannlega og greiddu fyrir að ■ svo mætti verða. Þeir, sem þarna eiga hlut að ■ máli, aðrir en Mogginn, vita ■ hins vegar hvexnig allt er i I pottinn búið, og að enginn hefur J! flust yfir I VR vegna þessa | máls. ■ Og enn mun vegur Moggans ■ versna. _ Það sem ekki var sagt Ekkert sagði hið hlutlausa ■ fréttablaö Morgunblaöið um ■ það hvort opinberir starfsmenn _ væru ofaldir af þeim launum, I sem þeim eru greidd fyrir þá ■ vinnu, sem aöildarfélagar ASl | fá mun lægra greitt fyrir. Þvi ■ siður að blaðið skýrði frá þvl, að ■ eigendur þess, aðilar Vinnuveit- m endasambands Islands, væru á ■ móti þvi aö lagfæra laun ASÍ • fólksins. Enn siöur skýrði _ Morgunblaðið frá þvi að innan I VR væri að finna fjölmennustu ■ láglaunahópa alþýöusamtak- | anna, búðarfólk. Og Mogginn ■ skýröi alls ekki frá þvi, að I BSRB gerir sina samninga við | rikisvaldið, aö visu mismunandi ■ vinveitt rikisvald, en Dagsbrún | þarf að semja við eigendur ■ Morgunblaðsins, Vinnuveit- I endasambandið, sem aldrei er J vinveitt við gerö kjarasamn- ■ inga. Hið raunveru- lega markmið j Enda ætlaði Mogginn aldrei ■ annað en að sýnast vera | alþýðuvin. Hann ætlaði ekki að ■ skýra rétt frá málum. Hann I ætlaði ekki að skýra frá þvi að m Vinnuveitendasambandið á sök ■ á þessu óþolandi launamisrétti, ■ Hann ætlaöi ekki aö skýra frá ? þvi aö VR félögum voru | úrskuröuðlaun meö dómi. Hann ■ ætlaöi ekki að skýra frá þvi að I öll ASÍ félögin eru undir sömu B ,sök seld i þessum efnum. Ætlunarverk hans var að etja ■ verkamönnum i Dagsbrún, VR _ og BSRB saman. Ætlunarverk I hans var að skapa úlfúð innan ■ Dagsbrúnar. Ætlunarverk hans | var að grafa undan þvi trausti, ■ sem verkamenn, hvar sem er á I landinu, bera til Eðvarðs ~ Sigurðssonar, formanns Dags- ■ brúnar. Þetta mun ekki takast, þvi J áhrifamáttur Morgunblaðsins | fer minnkandi, ekki bara á ■ auglýsingamarkaði, heldur og | meöal fólksins i landinu. ■ Ærukærir blaðamenn ættu aö | láta þetta siöasta dæmi um J vinnubrögð Morgunblaösins sér . að kenningu verða og láta ekki I etja sér á foraö lyga og blekk- ■ inga af þeim, sem vilja | sundrungu vinnandi fólks, svo ■ eigingróði þeirra og neysluþörf I fái fullnægingu I bjarma sundr m ungarloganna. Þeireru nefnilega launamenn | einnig, blaöamenn Morgun- B blaðsins, rétt eins og viö hin, þó | svo þeir viröist ekki gera sér ■ grein fyrir þvi. —úþ. I skorið

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.