Þjóðviljinn - 21.03.1980, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 21.03.1980, Blaðsíða 6
 6 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 21. mars 1980 Norræna húsið í Færeyjum Norrænt útboð Auglýst hefur veriö samnorrænt útboö vegna byggingar norrænnar menningarmiðstöðvar i Þórshöfn, Norræna hússins í Færeyjum. út- boðið skiptist í nokkra verkþætti og tekur m.a. tii jarðvinnu/ smíði hússins, lagna og lóðar- frágangs. Útboðsgögn má panta hjá: OLA STEEN ARKITEKTKONTOR Olav Tryggvason gt. 40 N-7000 Trondheim/ Norge. Ber að snúa sér þangað fyrir lok marsmánað- ar í síðasta lagi. Tilboðum skal skitað eigi síð- ar en 9. maí n.k. Byggingartími er áætlaður 26 mánuðir frá 1. ágúst 1980 að telja. Nánari upplýsingar um umfang útboðsverks- ins, skilatryggingu gagna o.fl. fást í mennta- málaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykja- vík, og hjá Verktakasambandi islands, Klapp- arstig 40, 101 Reykjavik. Menntamálaráðuneytið, 17. mars 1980. Frá Alliance Francaise Prófessor Jean Thoroval heldur fyrirlest- ur á frönsku um franska skáldsagnagerð, i á vegum A.F. i kvöld kl. 20.30 i Franska bókasafninu, Laufásvegi 12. Allir velkomnir. Stjórnin. UTBOÐ Tilboö óskast I kaup á loftpressu fyrir loftkerfi ,á véia- verkstæöi Véiamiöstöövar Reykjavikurborgar. Otboös- gögn' eru afhent á skrifstofu vorri Frlkirkjuvegi 3, Reykja- vfk. Tilboöin veröa opnuö á sama staö þriöjudaginn 22. april n.k. kl. 11 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKIAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 — Sími 25800 Nýr helgarsími Við viljum vekja athygli á nýjum helgarsima af- greiðslunnar. Laugardaga frá kl. 9—12 og 17—19 er af- greiðslan opin og kvörtun- um sinnt i sima 81663. — Virka daga skal hringt i að- alsima blaðsins, 81333. % % % % DIOOVIUMN sími 81333 — virka daga * simi 81663 — laugardaga * /ÖPINN FUNDUR Laugardagirm 22/3 kl. 14 r Lindarbæ Um barnaárskröfur ASI og jafnréttis- kröfur launþegasamtakanna. FRAMSÖGUR: Guörún Kristinsdóttir Rshr. Asmundur Stefánsson ASt Unnur Hauksdóttir Samb. bankamanna Guöriöur Þorsteinsdóttir BHM Benedikt Davlösson Samb. byggingamanna Bjarnfrföur Leósdóttir ASl Kristján Thorlacius BSRB ALMENNAR UMRÆÐUR. Barnagæsla i Sokkholti á meöan fundurinn stendur. LAUNAFÓLK E R HVATT TIL AÐ MÆTA VERKA- LÝÐSMALAHÓPUR RAUÐSOKKA- HREYFINGARINNAR Taka þarf á rekstrarvanda útflutningsatvinnuveganna: Eftir hverju er stjórnin að bíða? Fram hefur komiö aö undan- förnu, hver staöa fiskiönaöarins er. Sömuleiöis hefur ullariön- aöurinn gert grein fyrir þeim rekstrarvanda, sem hann á viö aö gllma. Framkomnar upplýsingar frystiiönaöarins um reksturinn, eru samhljóöa niöurstööum Þjóö- hagsstofnunar aö ööru leyti en þvi aö Þjóöhagsstofnun teiur hluta vaxta veröbólguhagnaö og eigi þvl ekki aö öllu leyti aö teljast rekstrargjöld. Þeir sem eru i for- svari fyrir fyrirtækjum hljóta aö telja þá hugmynd einkennilega, svo ekki sé meira sagt. Þessir vextir eiga aö greiöast eins og önnur útgjöld. A meöan svo er, þá veröur aö taka þá meö eins og hver önnur rekstrarútgjöld. Þaö er semsagt ekkert deilt um þaö, aö hátt 110% tap er á frysti- iönaöinum, þegar fiskverö hefur hækkaö eins og gera veröur ráö fyrir. Þegar núverandi rikisstjórn var mynduö, var lögö mikil áhersla á þaö I málefnasamningi hennar, aö auka framieiöni I sjávarútvegi. Um þaö er ekki nema gott eitt aö segja. Aö vlsu er þaö svo, aö meöalframleiöni er hvergi I þjóö- félaginu neitt nálægt þvf eins mikil og 1 frystiiönaöinum. Svo þaö er án efa mun auöveldara aö auka framleiöni á mörgum öör- um sviöum. Framieiöni á hinum ýmsu sviöum þjóöfélagsins, er efni I aöra grein og veröur þvi ekki frekar rædd hér. Gengi Bandarikjadollars hefur ekki hækkaö nema um 28% á meöan kostnaöarhækkanir innan- lands hafa oröiö um 60%. Þaö þarf þvi engan aö undra hvernig komiö er. Eins og fram hefur komiö var rekstrarafkoma frystihúsa sem hér segir undanfarin ár. Hagnaöur: 1971 5.3%, 1972 4.3%, 19737.3%, 1974 4- 6.5%, 1975 4- 1.1%, 1976 1.0%, 1977 4- 1.3%, 1978 1.2%. Ég tel aö lágmarkshagnaöur Eftir Ólaf Gunnarsson Neskaupstad sé 5%. Aö öörum kosti er ekki hægt aö tala um eölilegan rekst- ur. Ekki getur veriö aö einhverjir telji allt I lagi þó frystihúsin séu rekin meö tapi.eöa hvaö? Viö slikar aöstæöur er hægt að stofna til margar nefndir. Sér- fræöingar fengju nóg aö gera. Akveöa þarf hvaö á aö gera viö vanskil þessa. Á aö loka hjá hin- um? Segja þarf öörum fyrir um þaö hvaö þeir eigi aö fjárfesta I o.s.frv. Nei, þaö fer best á þvi; aö svona nefndir veröi ekki til. Þær afreka þaö eitt aö minnka framleiöni og lækka kaup. Þaö er væntanlega öilum ljóst aö fyrirtæki, sem rekin eru meö hátt I 10% tapi, auka varla mikiö framleiöni. Til þess aö auka megi fram- leiöni, þarf fyrst og fremst rekst- ur sem skilar hagnaöi og síöan þar á eftir aögang aö lánsfé. Þvl eru viöbrögö rikisstjórnar- innar viö rekstrarvanda fisk- vinnslunnar meö öllu óskiljanleg. Talaö er um aö staðan hafi ekki veriö svo slæm og fyrirtækin þvl fær um aö taka á sig nokkurn tap- rekstur. Ekkertskeöur. Gengiö sigur lit- ilsháttar. Þó ekki meira en sem til þarf, eftir aö búiö er að komast út úr 10% tapinu. Þaö er aö segja á meöan aö mönnum dettur ekkert annaö en gengissig í hug. Ef ekki veröur brugöist viö á annan hátt en til þessa, er stöövun þessara fyrirtækja óumflýjanleg. Þaö er rétt aö minna þingmenn dreifbýlisins sérstaklega á, aö uppistaöan i atvinnulifi lands- byggöarinnar eru þessi fyrirtæki, sem nú viröist eiga að þrengja svo mjög aö. Ég held aö kjdsendur telji önnur verkefni þingmanna litlu skipta, ef ekki er nú brugöist skjótt viö og rekstur frystihús- anna tryggöur. Þvl spyr ég ykkkur, þingmenn góöir: Hvaö eruö þiö aö hugsa þessa dagana? Getur þaö veriö aö þiö hafiö ekki leitt hugann mikið aö þessum málum? Þó rekstur atvinnufyrirtækja hafi ekki Iþyngt mörgum ykkar á llfsleiðinni, trúi ég varla ööru en aö þiö geriö ykkur ljóst hvert stefnir. Ekki er um nein sérstök ytri áföll aö ræöa, sem séö veröur fyrir endann á. Ég held þvi aö vilji forráöamanna fyrirtækja til þess aö standa f taprekstri sé minni en stundum áöur. Þaö styttist nú óöum sá tími, sem stjórnvöld hafa til þess aö foröast svipaöa erfiöleika og voru sumariö 1978. Ólafur Gunnarsson, Neskaupstað SUÐUR-AFRIKA: Fréttaskýring Sigurinn í Zimbabwe hræðir hvíta Sigur þjóðfrelsishreyf- ingarinnar i Zimbabwe í kosningunum þar á dögunum hefur greini- lega haf t sín áhrif sunnan við landamærin og skotið hvítum stjórnvöldum Suður-Afrlku skelk í bringu. Þetta lýsir sér best í þeirri viðleitni Botha forsætisráðherra að ná samkomulagi við fulltrúa svarta meirihlut- ans í landinu. Fyrir skömmu tilkynnti Botha að hann ætlaði að kalla fulltrúa allra kynþátta saman til ráðstefnu, þar sem fjallað verður um nýja stjórnarskrá fyrir Suður-Afríku. Jafnframt lýsti Botha því yfir, að hann væri reiðubúinn til samstarfs við nýju stjórnina í Zimbabwe. Þessar yfirlýsingar Botha hafa vakiö mikla athygli, enda tákna þær stefnubreytingu I suður-afrískum stjðrnmálum. Svarti meirihlutinn hefur hing- aö til verið útilokaöur frá öllum umræöum um stjórnarskrána. Flokkur Botha, þjóöernis- flokkur hvita minnihlutans stendur auövitaö ekki einhuga að baki forsætisráðherranum I þessu máli. Um þessar mundir logar flokkurinn I innri deilum, sem komu upp eftir opinbert rifrildi milli Botha og eins af ráðherrum hans, Andries Treuernicht, um þaö hvort lið svartra skólastráka fengi aö taka þátt I rugby hvftra I júll n.k. Treuernicht þessi er I hópi afturhaldssömustu flokks- manna og leiötogi hinnar valda- miklu flokksdeildar I Trans- vaal. Hann er þeirrar skoöunar aö svartir eigi aö sparka sínum bolta annarsstaöar. Botha varö fjúkandi reiður og sagöi aö sú tfö væri liöin aö hægt væri aö umgangast svertingja eins og „holdsveika”. Astæðan fyrir reiöi hans var sú, að breskt rugby-lið var aö undirbúa keppnisferö til S-Afrfku I þeirri trú aö aöskilnaöarstefna væri ekki lengur I gildi I s- afriskum iþróttum. Þetta rifrildi viö Treuernicht var ekkert einsdæmiþvi aiit frá þvi Botha settist I forsætisráö- herrastólinn fyrir tveimur árum hefur Treuernicht gagnrýnt hann fyrir „sveigjanleika” gagnvart svarta meirihlutan- um. Þaö er nú ljóst aö Botha er staöráðinn I aö láta hart mæta höröu I viöureign sinni viö Treuernicht, sem er næstvalda- mesti maður landsins. Þess- vegna er deila þeirra talin skipta miklu máli fyrir framtiö flokksins. Hugsanlegt er aö Treuernicht neyðist til aö segja af sér, en þaö yröi ósigur fyrir myrkustu afturhaldsöflin I flokknum. Margir telja liklegt, aö flokkurinn klofni og kunni svo aö fara jafnvel þótt Treuernicht dragi ummæli sín til baka og sitji áfram I stjórninni. P.W. Botha, forsætisráöherra S-Afrfku, óttast nú ekkert meira en aö sigur þjóöfrelsishreyfingar- innar I Zimbabwe veröi aflvaki samsvarandi hreyfingar I S-Afríku. Botha og stuöningsmenn hans I fiokknum telja aö úrsiit kosn- inganna I Zimbabwe sýni svo ekki veröi um villst, aö stjórnin I Pretoria veröi aö ná samkomu- lagi viö svarta meirihlutann f S- Afrlkuáður en þaö veröi of seint. ósigur Abels Muzorewa var mikið áfall fyrir stjórnina I 'Pretoria. Nú krefjast „frjáls- lyndari” blöö hvltra þess af stjórninniaöhún snúi sér aö viö- ræöum viö raunverulega vald- hafa i Zimbabwe og blöö svert- ingja krefjast þess aö svarta þjóöernissinnanum Nelson Mandela veröi sleppt úr fangelsi og hann fái aö taka þátt I stjórnarskrárumræöunum. En þótt Botha hafi gefiö þess- ar yfirlýsingar um væntanlega þátttöku svertingja I þeim um- ræðum og samstarf viö stjórn Mugabes I Zimtbabwe hefur hann enn ekki gefið neinar nán- ari útskýringar á þessari nýju Framhald á bls. 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.