Þjóðviljinn - 23.03.1980, Qupperneq 9
Sunnudagur 23. mars 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9
Vilhjálmur Finsen, stofnandi Morgunblaösins og fyrsti ritstjóri þess
(ásamt ólafi Björnssyni): „Llklega hefir Alexandra Kollontay veriö
mesti kvenskörungur sem uppi hefir veriö á þesssari öld. Aiveg
ógleymanleg öllum sem kynntust henni til nokkurrar hlitar.”
þessum oröum: „This is my Ice-
landic friend” eöa „C’est mon
ami islandais”. Þannig geröi hún
og f þetta sinn. Einhvern veginn
greip þaö mig, aö hún fyndi þaö á
sér, aö þetta yröi siöasta móttak-
an i sendiráöinu, sem hún stóö
fyrir.
Tveim mánuöum áöur en heims
styrjöldinni lauk, fór frú Kollon-
tay heim til Rússlands og lagðist
á heilsuhæli. Hún var þá 73 ára að
aldri og farin aö kröfum, enda
kom hún aldrei aftur til Stokk-
hólms. Hún leigöi sér siöar
þriggja herbergja ibúö f Bolshaja
Kalinshkaia utarlega I Moskvu,
og þangað komu til hennar marg-
ir þekktustu stjórnmálamenn So-
vétrikjanna þeirra e?inda aö fá
hjá henni góð ráö i vandasömum
málum. Hún gat ævinlega gefiö
holl ráö.
Alexandra Kollontay dó 11.
mars 1952 og var þá 80 ára aö
aldri. Hún var grafin á kostnaö
rikisins meö mikilli viöhöfn.
— 0 —
Frú Kollontay var dýravinur
mikill, og einkum þótti henni
vænt um ketti. Þannig gat hún
ekki hugsað sér aö yfirgefa uppá-
haldsköttinn, sem hún átti i
Stokkhólmi, heldur tók hún kisu
meö sér til Moskvu. Fressköttur-
inn hét „Alexander” og aðsetur
hans var i hægindastólnum viö
skrifborö frúarinnar i sendiráö-
inu. Þar lá kisi ævinlega mestan
hluta dagsins. Stundum var kött-
urinn lika kallaöur „Attaché”-
inn, og frú Kollontay hélt þvi fast
fram, að fressiö skildi sænsku.
Hún sagöi sjálf frá þvi, þegar hún
ávarpaði köttinn á sænsku:
„Þarftu aö fara út, greyiö”? Þá
hafi kötturinn svarað „mjá” og
labbað út.
Liklega hefir Alexandra Koll-
ontay verið mesti kvenskörungur
sem uppi hefir veriö á þessari öld.
Alveg ógleymanleg öllum sem
kynntust henni til nokkurrar
hlitar.
— 0 —
Frú Kollontay hafði nokkur árin
i Stokkhólmi einkaritara, sem
Vetrov hét. Vetrovhjónin uröu
góökunningjar okkar hjóna, og
viö vorum oft i boöi hjá þeim, og
þau hjá okkur.
Vetrov þessi, sem seinna var
gerður að ambassador Sovétrikj-
anna i Kaupmannahöfn, var
fróöur maöur og besti náungi.
Hann átti konu, sem var honum
ákaflega samhent um það aö vilja
gleöja aðra. Veislurnar hjá
Vetrov-hjónunum voru rikmann-
legar og veitt af höföingskap
„kaviar”, humar og kampavin.
„Kaviar”-inn fengu þau sendan
loftleiðis beint frá Moskvu.
Ég man sérstaklega eftir einni
veisluhjá VetrouVið sátumi dag-
stofunni og drukkum kaffi og
koniak eftir matinn. Þá hringir
simi Vetrovs ákaft. Hann fer inn i
einkaskrifstofu sina, tekur sim-
ann og talar mikiö og lengi, allt á
rússnesku, og kemur svo aftur inn
i dagstofuna og skálar. Litlu
seinna er aftur hringt. Þaö fór á
sömu leiö, Vetrov talar rússnesku
lengi. Þegar siminn hringdi i
þriöja sinnið og Vetrov haföi lokiö
samtalinu, spurði ég: Hver er
þaö, sem hringir til yðar svona
seint aö kvöldi? Klukkan er langt
gengin eitt og komin nótt?
Vetrov yppir öxlum og segir:
„Kollontay, Kollontay, Kollon-
tay”!
Og svo sagöi hann frá þvl, aö
frú Kollontay hefði þaö fyrir
venju aö vinna aö skýrslugeröum
sinum á nóttunni. Hún kallar til
sin tvær hraöritunarstúlkur og les
þeim fyrir I margar klukkustund-
ir. En til þess aö þurfa ekki aö
sækja málsskjölin i skjalasafnið
til þess aö vita, hvað gerst hefir i
málunum, hringir hún I okkur,
sem höfum haft málin til með-
feröar, og spyr, hvernig þau
standi.
Hann sagöi ennfremur, aö frú
Kollontay hefði aldrei tima til að
vinna viö skriftir á daginn. Þá
tæki hún á móti heimsóknum eöa
væri sjálf úti I bæ aö tala viö ýmsa
menn. Vinnudagurinn hennar er
oft upp undir 18 tima á dag, sagöi
hann.
Ekki vantaði þrekiö.”
Kristín Bjarnadóttir:
Velheppnuö mistök
Hvers vegna mistekst allt
fyrir þeim sem neita að leika leikinn
með kænsku og undirhyggju
Hvers vegna er einmitt það fólk
sem er fremst í að gagnrýna
valdatafl almennt og leiðtoga
alltaf það fólk
sem vill vera fremst
Er það vantrú á aðra
eða vantrú á eigin veiku hlið
sem þvingar það
þar til hin sterka
nýtur sin til fulls
og verður vald
sem hefur tök á
öllum veikleikum
gleymir að vera undirgefið
nokkrum
eða nokkru
nema því sem það ræður ekki við
ennþá
einmitt þeir sömu
þeir sterku
dást gjarna að þeim
sem virkilega vilja eitthvað
en aðeins ef það tekst
mistök eru þeim ósýnileg
ef ekki niðurlægjandi
hlægileg eða aumkunnarverð
og ef rétta skal hjálparhönd
hinum misheppnuðu
gleymist sjaldan að segja:
Við gerum það eingöngu vegna þess
að við álitum það þér fyrir bestu
ekki af því við trúum á þinn eigin vil ja
sá vilji er núna
okkar
oft virðist auðvelt
að bera traust til þess valds
sem mælir á þá leið
er við sjálf vildum gjarna
sagt hafa
þannig veljum við ætíð
hið sterka og segjum
okkar vilji er þinn
núna