Þjóðviljinn - 23.03.1980, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 23.03.1980, Blaðsíða 10
10 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 23. mars 1980 helgarvíðtalið f Kjartan ólafsson tekur ekki formlega við ritstjórn Þjóðviljans fyrr en um mánaðamótin. Engu að síður er hann kominn með annan fótinn í húsið, hefur hafist handa við undirbúningsvinnu og skipulagsstörf og meira að segja fyrirskipað að gömlu hillurnar hans verði færðar aftur inn i hornherbergið. I tilefni af endurkomu ritstjórans tók undirritaður hús á Kjartani og spurði hann fyrst um ástæðurnar fyrir því, að hann væri aftur orðinn ritstjóri. _ Teikning og texti: Ingólfur Margeirsson._ — Ástæöurnar eru I stuttu máli þær, að þeir aöilar sem standa að útgáfu blaösins, þeas. félagar minir, i stjórn útgáfu- félags Þjóðviljans og i forystu- sveit Alþýðubandalagsins hafa lagt á það mikið kapp að ég tæki á nýjan leik upp störf við blaöið. Þetta var á engan hátt sjálf- sagður hlutur af minni hálfu, en við vandlega umhugsun og er ég fór að krefja sjálfan mig loka- svara, játaði ég þeirri beiðni. — Varstu þessu mótfallinn? — Ekki vil ég oröa það svo, að ég hafi verið þessari ráöstöfun mótfallinn. Mitt almenna viö- horf er hins vegar það, að eng- inn einstaklingur sé ómissandi og t.d. I ritstjórasæti eigi sami maður ekki að sitja alltof lengi, heldur sé ástæða til að leita uppi og laöa fram unga og nýja krafta i mikilvæg verkefni hjá okkar hreyfingu. Meö slik sjónarmiö I huga var það ekki sjálfsagt mál að ég settist i sama stól og áður. Þó má ekki skilja orð min svo, að ég gangi nauðugur til starfa, þvi fer viðsfjarri, og þegar mál- ið hefur nú veriö gert upp sam- eiginlega, hygg ég á allan hátt gott til þess að leggja fram með þessum hætti krafta mina i þágu þeirra málefna sem ég og minir pólitisku félagar berum fyrir brjósti. — Ástæðan er ekki eingöngu sú, að þú náðir ekki kjöri á Vest- fjörðum i siöustu Alþingiskosn- ingura? — Það, að ég tæki að mér rit- stjórn Þjóðviljans, kom þvi aö- eins á dagskrá að sú ákveðna breyting varð á minum högum, að ég náði ekki kjöri i siðustu kosningum. Eigum við ekki að fá okkur vindil? Ég ætla að sjá hvort hann Eiður á ekki vindil... -O- Kjartan kemur aftur inn sigri hrósandi með tvo vindla, kveik- ir i fyrir mig og tottar sjálfur hið mesta. — Kjartan, finnst þér Þjóð- viljinn hafa breyst á þeim tima sem þú varst i burtu? — A þessum tima, sem eru tæplega tvö ár, þá hafa vissu- lega orðið nokkrar breytingar á Þjóðviljanum og sumar þeirra til bóta, aðrar eru þess eðlis að um þær mætti deila. En fyrir eitt dagblað er nauðsyn að gæta þess aö staðna ekki i formi um langan tima. Það þarf aö vera vakandi fyrir nýjungum sem til heilla horfa og fylgjast með þróuninni i þeim efnum. Nú — i þessu sambandi er rétt að taka fram jafnhliöa, að ég er þó ekki þeirrar skoðunar að all- ar nýjungar séu af hinu góða, það veröur að velja og hafna og leita þeirra nýjunga sem best þjóna heildarmarkmiðum út- gáfunnar, en foröast þær sem draga blaðið niður á einhvern hátt. — A hvaða efni viltu leggja áherslu? — I þeim efnum er býsna margt sem ég er meö I huga og aðeins fátt af þvi veröur tekið upp i stuttu viðtali. Ég vil þó nefna aö Þjóöviljinn þarf á þvi að halda að fleiri einstaklingar utan starfsliðs blaðsins leggi honum liö með skrifum og þátt- töku I umfjöllun um hin marg- vislegustu málefni. Ég er þess fullviss að i hópi velunnara blaðsins eru ákaflega margir einstaklingar sem eru vel i stakk búnir til að eiga hlut að frjórri og málefnalegri um- ræðu i blaðinu, bæði um þau við- fangsefni sem ef til vill, má lita á sem sérsvið hvers og eins og einnig margvisleg almenn mál. Ég hef mikinn áhuga á að tengja fleiri úr þessum fjöl- menna hópi við blaðiö og hef trú á aö slikt verði til góös. Kjartan sýgur vindilinn og heldur áfram: — Auðvitað er engan veginn vandalaust að gefa út blað eins og Þjóðviljann sem á aö standa undir nafni sem pólitiskt mál- gagn i þeim fjölmiðlaheimi sem við okkur blasir og þeirri sam- keppni sem honum fylgir. Það verður ekki hjá þvi komist að taka nokkurt tillit til þeirrar kröfu, aö blaðið sé söluvara, en hvað sem þessu liður, þá er það mitt eindregið viðhorf að vand- lega þurfi að gæta þess að var- ast verstu hætturnar sem þessu fylgja. Lákúrulegur fréttaflutn- ingur eða annar máiflutningur i Ég lít ekki A'íðAÁ /ffó c á mig sem blaðamann hagnaðarskyni eingöngu er eit- ur i minum beinum, og sem bet- ur fer, þá hefur löngum veriö litið um slikt i Þjóðviljanum á liðinni tið. Von min er sú að Þjóðviljanum auönist að halda uppi trúverðugri og traustri fréttaþjónustu af hverjum þeim málefnavettvangi sem miklu varðar og að okkur sem ætlað er aö starfa við blaðiö auðnist aö tryggja þvi þá sérstöðu i islenskum blaðaheimi og þá málefnalegu reisn sem mál- staöur okkar á skilið. — O — — Hvernig á að gera Þjóð- viljann aö söluvöru? — Ég hef þrátt fyrir allt þá trú að það þurfi ekkert endilega þegar til lengdar lætur að vera auðveldara að selja ómerkileg blöð heldur en blöð sem vanda málflutning sinn, og til þess að gera Þjóðviljann að söluvöru i þeim mæli sem hæfir, þá hygg ég að meginatriöiö sé að blaðiö leitist við i umfjöllun sinni aö komast sem næstraunverulegum vandamálum almennings i landinu. Min meining er sú, aö enda þótt biaðið hafi ótviræðar pólitiskar skyldur, þá þurfi að varast að leggja of einhæfa áherslu á pólitiska boöun i Rætt við Kjartan Ölqfsson endurborinn ritstjóm Þjóðviljans þrengri merkingu. Viðleitni okkar á að vera sú að gera blað- iö þannig úr garði, að það sem i þvi stendur komi fólki við. Lesendahópurinn er vissulega breytilegur, og það getur komið einum við, sem annar telur sér óviðkomandi en þá er það fjöl- breytnin og hin rétta blöndun sem máli skiptir. Þegar hugsað er um að gera Þjóðviljann að söluvöru, þá ber aö hafa I huga, að viðleitni I þá átt má aldrei vanviröa þann tilgang sem stendur að baki útgáfu biaðsins. Ég vil einnig taka fram, að það verður að tryggja ákveöna vandvirkni, en jafnframt að leggja ekki svo einhliða áherslu á „háan standard” að blaðið verði i flestra augum þrautleið- inlegt. Það er sannarlega ein hætta sem verður aö varast. Gott blað þarf lika að vera skemmtilegt blað. Vandaður málflutningur og liflegt og skemmtilegt lesmál verður að fara saman. -0- — Hvernig á blaðiö að stunda óhlutdrægan fréttaflutning og samtimis að rækja pólitiska skyldu? — Þetta er spurning sem mér er ljúft að svara. Mitt svar er það, að Þjóðviljinn eigi að var- ast aö hafa sínar almennu frétt- ir pólitfskt litaöar eða með ein- hverjum hætti falskar af stjórn- málaástæðum. Þaö ber tvi- mælalaust að varast. Hjá hinu verður aldrei komist, að viðhorf þeirra sem við eitt dagblað vinna — pólitiskt viöhorf þar á meðal — komi með einhverjum hætti fram i vali á þvi hvaö fréttnæmt þykir og mati á þvi hvað þykir frásagnarvert... En fréttaflutningur eða málflutn- ingur sem stingur mikilvægum atriðum eins máls undir stól af pólitiskum ástæðum er for- dæmanleeur og getur aldrei oröið blaði eins og Þjóðviijanum til góðs. Sannleikann verðum við að þola, hver sem hann er. -0- Kjartan leggur frá sér vindil- innog býr sig undir næstu spurn- ingu. — Hvert á samband flokksins og Þjóöviljans að vera aö þlnu mati? — Nú, segir Kjartan, — auð- vitað eru Þjóöviljinn og stjórn- málasamtök Islenskra sósialista greinar á sama meiði, og sprottin af einni og sömu rót. Það er ákaflega margt sem hlýtur að teljast sameiginleg áhugamál, bæöi fyrir Þjóð- viljann og Alþýðubandalagið. En hvað sem þessu Ilður, þá held ég að það geti ekki talist skynsamlegt eða æskilegt aö Þjóðviljinn lúti einhvers konar járnaga frá einstökum valda- stöðvum Alþýðubandalagsins, heldur þvert á móti hljóti það aö vera nauðsyn fyrir okkar sam- eiginlega málstað að I Þjóð- viljanum komi fram sem flest þeirra margvislegu sjónarmiða i hinum ýmsu málum sem uppi eru I j>eim fjölskrúðuga gras- garði sem sósialistar og aðrir vinstri menn á íslandi eru aö leitast við aö rækta. Það er ekk- ert vist að einhver skoðun sem kann að hafa meirihlutafylgi I Alþýðubandalaginu á þessum eöa hinum tima sé sú nákvæm- lega rétta og ég hygg að þeir sem skipa forystusveit Alþýðu- bandalagsins séu nokkuð sam- mála um það aö áriðandi sq bæði fyrir flokkinn og Þjóðvilj- ann,að blaðið sé ekki einrödduö málpipa, heldur breiður um- ræðuvettvangur þar sem marg- visleg sjónarmið eigi kost á að koma fram. Hitt vil ég þó segja um þessi efni, að min skoðun er auövitað sú, að Þjóðviljinn eigi ekki að vera svo opinn, ekki svo frjálslyndur að t.d. talsmenn erlendrar ásælni eða and- stæðingar lýðræðislegrar jafnaðarstefnu leggi undir.sig aöra hverja siðu. Við köllum blaðið málgagn verkalýðshreyf- ingar, þjóðfrelsis og sósialisma, og blaðið hlýtur að bera svip af þeim meginsjónarmiðum sem þar eru að baki. En við skulum hinsvegar varast það strang- lega að lita svo á, að fyrir hendi sé einhver kórrétt skoðun á þvi hvað sé verkalýöshreyfingu, þjóðfrelsi og sóslalisma fyrir- bestu. Þvert á móti, þá getum við verið nokkuð örugg um hitt, að því aöeins auðnast okkur að þoka fram okkar stóru baráttu- málum að blaðið ræki sitt hlut- verk sem lifandi umræðuvett- vangur þvi hin frjálsa umræða ein getur fyrr eða siðar leitt okkur nær réttri niðurstöðu. --- Kjartan, ertu pólitiskur ritstjóri? — Ef ég á að svara þeirri spurningu með jái eða neii, er svarið hiklaust JÁ: Ég tel að útgáfa Þjóðviljans sé fyrst og fremst pólitiskur verknaður, það er að segja, ég get ekki komið auga á einhvern tilgang með útgáfu Þjóöviljans, ef maður á aö draga pólitikina algjörlega frá, og ég skal játa það hreinskilninslega, að sjálfur ætti ég ugglaust erfitt meö að starfa að einhvers konar blaða- útgáfu eða ritstjórn þar sem pólitikin hefði veriö sett i bann. Blað verður að hafa tilgang, en jafnframt að vera viðsýnt og bera virðingu fyrir staöreynd- um. Annars er það litt áhuga- vert. — Þú litur ekki á þig sem blaðamann? — Ég hef aldrei veriö i Blaðamannafélagi Islands, og ig lit ekki á mig sem blaðamann if þvi tagi sem gengið getur á milli hinna ýmsu blaöa og fjöl- .-niðla. Ég lít á mig sem pólitisk- in starfsmann við þetta íkveðna blað.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.