Þjóðviljinn - 23.03.1980, Page 15
Sunnudagur 23. mars 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15
ista annars vegar (þeirra sem
felldu Marx út af stefnuskránni i
fyrra) og miðjumanna með
frankistann Suárez i fararbroddi.
Karlarnir hafa gaman af að tala
um pólitik og virtust þeir sem ég
ræddi við vera hver öðrum
rauöari. Konur þeirra blönduðu
sér litiö inn i þær umræöur, þeim
fannst nógu fyndið að systir min
sem þarna býr skyldi múra jafnt
á við karl sinn. Sérstaklega
áberandi var hve hjálpsamt fólk
var hvert öðru. Enginn haföi úr
miklu að spila en alltaf var
eitthvað afgangs fyrir náungann.
Segir sina sögu að þakkarorð
voru ákaflega sjaldgæf og þá
helst misnotuð af útlendingum
(sem vanir eru að passa sitt og
bita frá sér ef þörf krefur). 1
þessu sambandi má geta þess að
félagslegt öryggisnet er mjög gis-
ið og ekki um marga feita bita að
velja nema þá helst ellilaunin.
Stína stuð
niðri á strönd
Sveitafólkið hefur litið af ferða-
mannastraumnum að segja. Einn
og einn útlendingur villist upp frá
ströndinni, en þvi er vart orð á
gerandi. Sá straumur beinist
frekar að Granada en litlum hvit-
um þorpum.
Kaþólskt siöferðið hefur ekki
tekið heljarstökk með tilkomu
frjálslyndra túrista. Dæturnar
sitja enn prúðar við útsaum meö
móður sinni, jafnt og dætur
Bernördu Alba fyrir hálfri öld, og
gæta vandlega meydóms sins.
Synirnir hafa frjálsari hendur
eins og synir i öðrum löndum.
Eiga þeir gjarnan til að fara niður
á strönd um helgar. Þar dansa
þeir viö þýskar eða jafnvel
danskar stúlkur og fá nasaþef a?
þeirri kvennabliðu sem systur
þeirra og frænkur gæta vandlega
þar til hin rétta stund rennur upp.
Þeir fara lika i herinn og þjóna
þá föðurlandinu á framandi
ströndum. Feður þeirra fá þá lán-
aða á mesta annatimanum og
hafa þeir þá frá mörgu að segja.
Drekka „frjálsa kúbu” en
afþakka vin feðranna hið ljúf-
fenga moscatel.
Ö, fögur er vor....
Andalúsiumenn eru ákaflega
stoltir af landi sinu og gæðum
þess. Spænska "sólin er einstök,
appelsinurnar bestar i Valencia
en ólifuolian frá Sólarströndinni
slær aðrar oliur heimsins út. Þeir
virtust ekki hafa miklar áhyggjur
af aöflutningi útlendinga, en þess
i stað glöddust þeir við tilhugsun-
ina um að útlendingar bæru land- ^
inu vel söguna er heim kæmi.
Þetta jákvæða viðmót kom mér
að vissu leyti á óvart, þar sem
fjöldamargir útlendingar á efri
aldri hafa keypt sér hús þar um
slóðir og hyggjast eyða þar ævi-
kveldinu. Ekki hafa þeir allir vit á
aö sýna siöum og menningu
innfæddra tilhlýðilega virðingu,
en ætla sér þess I stað að flytja
ættjörð sina meö sér til gósen-
landsins þar sem allt er ódýrt og
skattarnir lægri en heima. 1 þvi
sambandi man ég eftir dönskum
garöyrkjumanni á fertugsaldri
sem flutti með sér konu, barn og
búslóö frá úhverfi Kaupmanna-
hafnar. Teppalagöi leirhús sitt og
tróð þar inn bólstruðum húsgögn-
um og stillti siöan danska fánan-
um á borðstofuborðið.
1 veislu einni hitti ég annan
gest, ofurdrukkinn, sem horfði
græögisaugum á eftir glööum og
sakleysislegum sveitastúlkum og
tautaði eitthvað um sautján
ferðir sinar til Grænlands þar
sem honum hefði ætíð verið boöið
til rekkju með heimasætunni...
En bændurnir virtust óbangnir
og ekki hægt að merkja
tortryggni þeirra I garð útlend-
inga.
Með mengun
skal land byggja
A norðurleiö hitti ég þó
framfarasinnaðan Guadiz-búa á
Land Rover sem var ekki ýkja
hrifinn af þessum jarðarkaupum
útlendinga. Það sem spænsku
þjóðina vantar, sagði hann, er
uppbygging iðnaðar, en sjálfur
Erla Sigurðardóttir
skrifar
haföi hann unnið i glerverksmiöju
i DQsselforf. Ég reyndi að höfða
til þjóöarstolts hans og bar vini
þaktar fjallshlfðar Andalúsiu sam*
anvið verksmiðjureyk ogmistur
Vestur-Þýskalandsi, en hann gaf
ekki mikiö út á slika náttúru-
rómantik.
Útlendingar þeir sem ég hef oft
nefnt i greininni eru fæstir miklir
peningamenn. Þetta eru aöallega
meðaljónar sem sjá sér loks fært
aö kaupa litið hús i friðsælli
paradis. Lifsstill þeirra virðist þó
næsta flottræfilslegur i saman-
burði viö það sem Spánverjar
gátu leyft sér.
Ósjaldan fannst mér ég vera
ofdekruð stelpugála þegar ég tal-
aði viö Spánverja. Vörubilstjóri
sem tók okkur upp I fyrir utan
Granada var gott dæmi um þá
Spánverja sem á vegi okkar urðu.
Hann var litt hrifinn af kóngin-
un^ en fussaði ekki minna þegar
minnst var á Franco. Hins vegar
féllust honum hendur er við ókum
fram hjá upplýstri risastyttu af
Mariu guðsmóður sem trónaði á
fjalli fyrir utan þorp eitt. Styttur
þessar eru ekki óalgengar i lands-
laginu auk risastórra pappa-
spjalda af svörtu nauti sem aug-
lýsir Osborne-vin. Bllstjórinn
benti með ósvikinni lotningu i átt
til meyjarinnar og spurði hvort
okkur fyndist þetta ekki fallegt.
Dtjaðar Cómpeta. Eins og sjá má
stendur bærinn I hæðóttu lands-
lagi.
Þrátt fyrir áralangt viröingar-
leysi fyrir öllu þvi sem Guös er,
var annað ómögulegt en að
umla ,,ójá”.
Maður þessi fór mörgum orðum
um heppni okkar að hafa lært
erlend tungumál, en einkum þaö
að komast til útlanda. Sjálfur
kæmist hann liklegast aldrei út
fyrir landamærin, — væri of dýrt
og pesetinn ekki mikils virði.
Rifjaðist þá upp fyrir mér, að
flestir þeir Spánverjar sem
spásséra upp og niður Strikið eru
mjög svo prúðbúnir og vart af
verkamannastétt komnir.
En lifið var þó ekki tómur tára-
dalur fyrir þennan vörubilstjóra
frá Cartagena. Hannáttinefnilega
konu sem beið hans alltaf með
heita máltið er hann sneri heim
úr löngum feröalögum sinum og
haföi hún fætt honum heil fimm
börn og var ekkert vafamál að
þau voru stolt hans og besta
staðfesting i lifinu. Enda ráölagöi
hann mér aö leggja öll áform um
menntun og atvinnu á hilluna og
einbeita mér þess i stað aö þvi að
hlúa að manni minum og ala hon-
um mörg börn.
Kaupmannahöfn,10. mars 1980
Erla Siguröardóttir.
Fallegustu afbrigðin sjást ekki...
... nema í
skýringum
skák
Á svipuðum tíma og
Reykjavíkurskákmótið var
haldið, fór fram i Bad
Kissingen í V-Þýskalandi
4-manna skákmót með
þátttöku stórmeistaranna
Boris Spasskí, Roberts
HUbnér, Wolfgangs Unz-
icker og svo heimsmeistar-
ans Anatolys Karpov. Mót
þetta var, af hálfu fram-
kvæmdaraðilans v-þýska,
hugsað sem æfing fyrir
HUbner fyrir einvigið við
Adorjan, en það stendur nú
yfir i Bad Lauterberg.
Mót af þessu tagi hafa verið
talsvert vinsæl hin siðari ár og er
þar t.d. að minnast afmælismóts
Euwes 1976, en þar var Friðrik
Ólafsson meðal þátttakenda.
Karpov sigraði þá,en hann hefur
tekið þátt i nokkrum slikum mót-
um með afbragðs árangri. Sem
venja er til var tefld tvöföld um-
ferö og eins og almennt var búist
við þá sigraöi Karpov. Hann hlaut
4 1/2 v., vann Unzicker tvivegis,
Húbner öðru sinni,en báðar skák-
ir hans við Spasski enduöu með
jafntefli. Spasski og HUbner
deildu mer sér 2. sætinu, hlutu 3
vinninga, en Unzicker rak lestina
með 1 1/2 v.. Spasski geröi jafn-
tefli I öllum skákum sinum á
meðan HUbner vann eina og gerði
4 jafntefli auk tapsins fyrir
Karpov.
Karpov var nýkominn frá
Evrópumeistaramótinu i Skara
þar sem hann i fyrsta sinn á ferli
sinum hlaut undir 50% vinninga,
en hér var taflmennska hans allt
önnur. Hann sigraði HUbner á
glæsilegan hátt og tók Unzicker
rækilega I karphúsiö. Sigur hans
meö hvitu tók hvorki meira né
minna en rúmlega 11 klst. og 104
leiki. Það var ekki fyrr en upp var
komið hróksendatafl, þar sem
báðir áttu 2 peð á sama væng, að
hilla tók undir vinning heims-
meistarans. Skákir hans gegn
Spasski voru engan veginn friö-
samlegar svo sem álykta mætti af
úrslitunum. Spasski var t.a.m.
hætt kominn i annarri skákinni.
Ein skák flýtur hér með, viður-
eignin viö HUbner. Það er oft sagt
aö fellegustu afbrigðin komi
aldrei upp á yfirboröið i keppni
sterkustu stórmeistaranna og má
þaö til sanns vegar færa i mörg-
um tilvikum, m.a. þessu. Skákin
var allan timann gifurlega flókin
og spennt og þá er krafist ná-
kvæmra útreikninga. Þær kröfur
verða Htlbner sjaldnast um megn
en hér er þó eitt dæmiö. Stuðst er
við skýringar Karpovs úr „64”.
Hvitt: Anatoly Karpov
Svart: Robert HObner
Sikileyjarvörn
1. e4-e5
2. Rf3-d6
3. d4-exd4
4. Rxd4-Rf6
5. Rc3-a6
6. Be2
(Eftirlætisafbrigði Karpovs gegn
Sikileyjarvörn.)
6. ...-e6 ii. Del-Rxd4
7. o o-Be7 12. Bxd4-Bc6
8, f4-o—o 13. Dg3-b5
9. Khl-Rc6 14. a3-g6!
10. Be3-Bd7
(Með gáfulegri leikjum i þessari
stöðu er 14. ..-Dd7.)
15. Bf3-Dd7 17. 15;
16. Hadl-Db7
(Sókn skal þaö heita!)
17. ...-e5
(17. ..-Rxe4 strandar á 18. Rxe4,
Bxe4, 19. f6-Bd8, Dh4-Bxf3, 21.
Dh6-Bxg2+, 22. Kgl og dagar
svarta kóngsins eru taldir.)
18. Be3-b4 20. Bg5
19. axb4-Dxb4
(Það samsvarar engan veginn
kröfum stöðunnar að valda b2-
peðið.)
20. ...-Dxb2 21. Hd3
(Meö hótuninni 22. Hbl-Dxc2, 23.
Bdl.)
21. ...-Dxc2 23. Bxf6-Bxf6
22. Bdl-Db2 24. Hxd6-Bb5
(Fyrsta kritiska staðan. Svartur
gat einnig leikið 24. ..—Bh4 en
gegn þeim leik gefur Karpov
framhaldið 25. Dxh4-Dxc3, 26.
Dh6 með vænlegum sóknarfær-
um.)
25. Hf2-Dcl
30. ..-He3, 31. Dxal-Hel, 32. Hfl
mát! Lengri mátstöðu er vart aö
finna. Að lokum strandar 30. ..-
Ha3 á 31. Hb2! o.s.frv..)
29. Hd6-Hc7
(Eða 29. ..-Hfd8, 30. Dxe5-Hxd6,
Dxd6-Hxc3, 32. Dd4-He3, 33.
Hc8 + -Kh7, 34. Hh8 mát.)
30. Dxe5-Hfc8 32. Dd4 + -Kh7
31. Dd5-Kg7 33. Rxb5!
— Svartur gafst upp.
Skákir sem þessar varpa fram
mörgum spruningum, m.a.
Karpov
(E.t.v. var 25. ..-Dal nákvæmara
þótt ljóst megi vera aö frum-
kvæðið er i höndum hvits eftir 26.
fxg6, t.d. 26. ..-Bg7, 27. gxf7+.)
26. Hxf6
(Hvitur er manni yfir,en engu að
siður eru ýmsar blikur á lofti og
hvitur veröur að tefla afar gæti-
lega vegna veikleikans uppi i
borði. Hættulegasti leikurinn
kynni að viröast 26. ,.-Had8 en i
aths. sinum gefur Karpov upp eft-
irfarandi glæsilega vinningsleið:
27. fxg6-Hxdl+ (eöa 27. ..-hxg6,
28. h3-Hd3, 29. Dxg6+!-fxg6, 30.
Hxf8+-Kg7, 31. H2f7+-Kh6, 32.
Hh8+-Kg5, 33. h4 mát!), 28.
Rxdl-Dxdl + , 29. Hfl!-Bxfl, 30.
gxf7+-Kh8, 31. Dxe5!-Bxg2+, 32.
Kxg2-Dg4+, 33. Kf2-Dg7, 34. h4!
og h-peðiö gerir út um tafliö.)
26. ...-Hac8
(Tillaga um betri leik?)
27. Hc2-Dal 28. fxg6-hxg6
(Annað snilldarafbrigði má finna
hér: 28. ..-Hxc3, 29. gxf7+-Kh8,
30. Dxe5-Dxdl+, 31. Hfl mát! eða
þeirri, hvort útreikningar þeir,
sem nauðsynlegt var að viðhafa,
væru mögulegir á þvi tempói,
sem siðustu tvö Reykjavikurmót
hafa gengið fyrir.
Að lokum kemur hér hróks-
endataflið i skák Karpovs og
Unzickers:
Karpov - Unzicker
Meö svo fá peð eftir og það
meira að segja öll á sama væng
mættihæglega vænta jafnteflis og
vissulega svo.ef svartur ætti leik-
inn. En mergurinn málsins er
einmitt sá, að það er hvitur sem á
leik. Það gerir gæfumuninn:
93. Kg6-Kf8
94. Ha8+-Ke7
95. Kxg7-Hd4
96. Ha7 + -Ke8
97. Kxh6-Hxg4
98. Hg7-Ha4
99. g4-Kf8
100. g5-Hg4
101. Ha7-Hgl
102. Kg6-Hg2
103. Ha8+-Ke7
104. Hg8!
— Og þá er stutt i „Lucena-stöð-
una” sem allir skákmenn verða
að hafa á valdi sinu. Unzicker
gafst upp.