Þjóðviljinn - 30.03.1980, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 30.03.1980, Qupperneq 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 30. mars 1980 UOOVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis Otgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Kitstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Fréttastjóri: Vilborg Haröardóttir Umsjónarmaöur Sunnudagsblaös: Ingólfur Margeirsson. Rekstrarstjóri: Olfar Þormóösson Afgreiöslustjóri: Valþór Hlööversson Biaöamenn: Alfheiöur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Guöjón FriÖriks- son, Ingibjörg Haraldsdóttir, Magnús H. Glslason, Sigurdór Sigurdórsson. Þingfréttir: Þorsteinn Magnússon. iþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Ellsson Utlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Sævar Guöbjörnsson Handiita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Ellas Mar. Safnvöröur: Eyjólfur Arnason Auglýsingar: Sigriöur Hanna Sigurbjörnsdóttir, Þorgeir Ólafsson. Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir. Afgreiösla: Kristln Pétursdóttir, Bára Halldórsdóttir, Bára Siguröar- dóttir. Slmavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, Sigrlöur Kristjánsdóttir. Bílstjóri: Sigrún Báröardóttir Húsmóöir: Jóna SigurÖardóttir Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Utkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn Guömundsson. Ritstjórn, afgreiösla og auglýsingar: Slöumúla 6, Reykjavík.slmi 8 13 33. Prentun: Blaöaprent hf. Sú er þó hættan meiri • í sögu íslensku þjóðarinnar á 20. öld er dagurinn í dag, sá 30. mars, svartari en aðrir dagar. Þann dag f yrir 31 ári var íslenska þjóðin njörvuð niður sem bandingi, knýtt við hernaðarvél Bandaríkja Norður-Ameríku. • Frá inngöngunni í Atlantshafsbandalagið 30. mars 1949 hef ur íslenska þjóðin veriðönnur en fyrr. Við höf um lifað í skugga sem hjálenda þess risaveldis er hremmdi okkur þann dag með f láræði og svikum íslenskra stjórn- málamanna. • Táragasmökkurinn og kylfuhöggin á Austurvelli fyrir 31 ári réttu skipta íslendingum enn, nær aldar- þriðjungi síðar, í tvær andstæðar fylkingar, líka þeim sem ófæddir voru þennan örlagaríka dag. Menn komast ekki hjá því aðtaka afstöðu til atburðanna 30. mars 1949, hvorki nú eða í framtíðinni. Samúð sérhvers eins mun löngum verða annaðhvort með málstað þeirra, sem á Austurvelli stóðU/mótmæltu og kröfðust þjóðaratkvæðis um svo örlagaríkt skref, ellegar með málstað hinna, — hvítliðanna sem væddir hjálmum og vopnaðir kylfum ruddust fram til-að kenna löndum sínum hina banda- rísku lexíu. Sérhver einstakur gat þá aðeins f ylgt öðrum hópnum að málum — ekki báðum —. Svo er jóað líka nú og mun verða lengi enn. Svo skýr og afdráttarlaus er mynd þessa dags í þjóðarsögunni. • — „Hægt er að festast, bágt mun úr að víkja!" sagði Jón Helgason i Ijóði sínu f rá maí 1951, þegar bandarískur her steig hér á landi í nafni inngöngu íslands í Atlants- hafsbandalagið, — og hefur reynst sannspár. • Víst er gæfuvegur smárrar þjóðar torsóttur í veröld þar sem jafnvægi óttans milli siðlausra risavelda er af mörgum talið skipta meira máli en annað. Siglingaleiðin milli skers og báru er ekki alltaf greið. Hér blasa þó leiðarmerkin við. • Við vitum að í hópi þeirra um það bil 160 ríkja,sem að- ild eiga að Sameinuðu þjóðunum, þá hafa nær 9 af hverjum 10 hafnað þeim kosti að eiga hlut að hernaðar- bandalögum risaveldanna og yfirgnæfandi meirihluti haf nað erlendum herstöðvum í landi sínu. Þetta eru blá- kaldar staðreyndir. Er sérstaða okkar (slendinga slík að við getum þess vegna með engu móti fyllt þennan f jöl- menna flokk ríkja utan hernaðarbandalaga? • Sagt er að öll þessi ríki, sem neita erlendum her- stöðvum, hafi sinn eigin her, og því sé ólíku saman að jafna við okkar hlut. En hvaða rök eru þetta? Dettur nokkrum í hug að málamyndaherstyrkur þessa eða hins smáríkis dugi gegn hernaðarinnrás á vegum risaveldis? Auðvitað ekki. Auðvitað eru okkar möguleikar til að haf na þátttöku í hernaðarbrölti risaveldanna engu minni en fjölmargra annarra þjóða, sem það hafa gert með sæmd/og breytir þar engu hvort smáríki hafnar alfarið vopnaburði eða heldur uppi málamyndaher á eigin veg- um. Hér er aðeins spurning um eigin vilja. • Vist vofir hernaðarofbeldi yfir okkur eins og öðrum þjóðum jarðarinnar, — það sanna dæmin gömul og ný. Sú er þó hættan meiri, að þjóðlegt sjálfstæði okkar tapist og verði nafnið eitt, — ekki í vopnaviðskiptum, heldur í þeim viðskiptum þar sem allt er falt, þar sem menn fal- bjóða eigin æru, óskir og vonir áa sinna og arfa fyrir blóðkrónur einar og betlidali — til að þyngja það alls- nægtaborð, sem nú þegar svignar undir krásum. • Hvað skyldu þeir vera margir hér nú, sem vilja gera herstöðina á Miðnesheiði að okkar helstu mjólkurkú og fela erlendum auðhringum að byggja upp atvinnulífið? — Menn og þjóðir falla fyrir f leiru en vopnum. • Baráttan gegn erlendum herstöðvum/gegn þátttöku okkar í hernaðarbrölti risavelda, mun halda áfram. Þjóðviljinn heitir á landsmenn alla að fylkja sér undir það merki f bráð og lengd og standa fast þótt vörn og sókn skiptist á, þótt ríkisstjórnir komi og fari. - k * úr aimanak ínu Sjónvarpiö sýndi s.l. mánu- dag sjónvarpsheimildarmynd er nefndist „Þjóöskörungar á eftirlaunum”. t tiikynningu frá sjónvarpinu sagöi aö þarna væri um aö ræöa þrjá menn sem um langt skeiö höföu veriö odda- menn jafnaöarstefnu á Noröur- löndum og höföu beitt sér fyrir samstööu norrænna jafnaöar- manna á striösárunum og þró- un velferöarrikja aö striöinu loknu. Þeir væru aldurhnignir og heföu margs aö minnast. 1 sjálfu sér er ekkert rangt I Kratahöfðingi horfir um öxl varnarbandalagfyrir kattarnef. Þarafleiöandi kom norski utan- rikisráöherrann heim meö þau svör, aö Bandaríkin munu ekki veita norrænu varnarbandalagi vopnaaöstoö, en Noregur mundi fá vopn á mjög hagstæöu veröi og jafnvel ókeypis, ef landiö geröist aöili aö Atlantshafs- bandalaginu.” O Einar Gerhardsen sleppti fleiru. Hann minntist hvergi á þátt utanrlkisráöherrans Hal- vards Lange sem átti sér þann draum aö gerast briiarsmiöur milliausturs og vesturs en gerö- ist eindreginn NATÓ-sinni þegar kommiínistar tóku Tékkóslóvakiu 1948. Hann minnist hvergi á samsærisklik- una: Konrad Nordahl.formann Alþýöusambandsins, Martin Tranmál, ritstjóra Verka- mannablaösins og sjálfan Hðkon Lie, ritara Verkamanna- flokksins. Þessir þrir menn stóöu aö baki fyrstu stuönings- tillögu um inngöngu Noregs i NATO og lýstu fyrstir yfir stuöningi viö Marshall-áætlun- ina, aö undirlægi Gerhardsens sjálfs. Þetta geröist á skipu- lögöum fundi i aðalfull- trúanefnd norska Verkamanna- flokksins i Osló 1948, skömmu eftir hina frægu ræöu breska utanrikisráöherrans Bevins i breska þinginu þ. 22. janúar þessari f réttatilkynningu sjónvarpsins. Hitt var verra aö eftir aö hafa veriö áhorfandi aö þættinum sátu sögufalsanir hinna norrænu kratahöfðingja eftir i huganum sem langvar- andi timburmenn. Spyrjandinn (sem er reyndar aöalfréttamaður danska sjón- varpsins á Noröurlöndum og situr i Stokkhólmi) spuröi þýölega þessi kratisku ofur- menni um uppbyggingu sósial- demókratiu, um hlutverk hennar i striöinu, og loks um upphaf norrænnar samvinnu auk alls konar getgátna sem oröaöar voru i þáskildagatiö. Mennirnir sem sátu fyrir svörum voru þeir Einar Ger- hardsen frá Noregi, Tage Erlai.der frá Svi'þjóö og Karl- August Fagerholm frá Finn- landi. Allir hafa þeir átt það sameiginlegt aö hafa veriö for- menn sinna krataflokka og ver- iö forsætisráöherrar i slnu landi. — O — Tage Erlander sagöi mest brandara úr striöinu, og Karl- August Fagerholm haföi litiö til málanna aö leggja. Einar Gerhardsen sem var þeirra mælskastur og viö- feldnastur svaraöi spurningu um möguleikann á norrænu vamarsambandi i staö inn- göngu i NATO á þá leiö, aö slik lausn hef öi veriö Utilokuö þar eö norrænt varnarsamband heföi þurft á meiri vopnum aö halda en Sviar gátu látiö I té, og vopnakaup frá Bandarikja- mönnum heföu oröiö þaö fjár- frek að skandinavisk lönd heföu ekki staðiö undir þeim kostnaöi og þar af leiöandi heföi hin „norræna lausn” falliö á eigin innri veikleikum. Þetta er hins vegar lýgi. Eöa i besta skilningi gróf einföldun. Sviar voru vel vopnum búnir eftir heimsstyrjöldina siöari og þó þau vopn heföu ekki nægt til þá er þaö til efs aö Bandarikja- menn heföu neitaö norrænu varnarsambandi um vopnakaup á hagstæöum kjörum. 1 byrjun febrUar 1978 átti ég viötal i Osló viö einn þekktasta aldursforseta sósialisma i Noregi, Tryggve Bull, um inn- göngu Noregs i NATO. Hann hefur gegnt ýmsum ábyrgöar- stööum i Verkamannaflokki Noregs og var einn af stofnend- um Sósialiska Vinstriflokksins. Hann fylgdist einnig náiö meö þegar Noregur gekk i NATÓ þ. 29. mars 1949.1 viötali viö hann sem birtist þ. 28. febrUar 1978 i Þjóöviljanum svarar hann spurninguminni um hvort Vest- urveldin heföu látiö norrænu varnarsambandi i té vopn, á eft- irfarandi hátt: „Það er sannfæring min, að ef norska stjórnin hefði staöiö upp- rétt gagnvart Bandarikjunum ogtjáö þeim af festu, að Noreg- ur óskaöi ekki eftir aöild aö NATÓ, heldur hyggöist mynda varnarbandalag ásamt Sviþjóö, heföu Bandarfkjamenn séö hinu norræna varnarbandalagi fyrir vopnum á hagstæöum kjörum. Af tvennu illu, heföu Bandaríkin heldur kosiö að her- væöa norrænt varnarbandalag aöhluta, en að eiga þaö á hættu, aö Sovétmenn legöu undir sig Noröurlönd, og dtrýmdu hinum vestrænu lifsskilyrðum. Ef sendinefndin, sem fór til Bandarikjanna meö Halvard Lange og Oscar Torp i broddi fylkingar 1948, heföi veriö fastá- kveðin i aö berjast fyrir „norrænu lausninni”, þá heföu bandarlsk stjórnvöld veriö vilj- ug aö sjá varnarbandalaginu fyrir vopnum. Stjórn norskra utanrikismála var hins vegar búin aö ákveöa á laun, aö Nor- egur skyldi I NATO, og þess vegna var hiö eiginlega hlut- verk sendinefndarinnar að biöja USA um aðstoö viö aö koma hugmyndinni um norrænt Ingólfur Margeirsson skrifar 1948. Og ekki sist: Af hverju sagöi Gerhardsen ekki frá hinum fræga Karlstad-fundi forsætis- utanrikis- og varnarmálaráð- herra Skandinaviu þ. 5—6. janúar 1949? Kannski vegna þess aö þá kom gamli skandina- viski kratinn upp i Gerhardsen sem vildi hafa alla góöa og efla norræna samvinnu? Kannski vegna þess aö þá fór hann á móti norskum krötum og lýsti yfir stuöningi viö norrænt varnarbandalag en varö aö éta þaö allt ofan i sig þegar heim kom og Lange og Hauge tóku hann til bæna? Sagan mun einfaldlega dæma Einar Gerhardsen I sambandi viö inngöngu Noregs i Nató og vangavelturnar um norrænt varnarbandalag á eftirfarandi hátt: Hann var maöurinn sem sagöi nei, já, og loks nei. Og þegar hann sagöi endan- lega nei hélt hann hina alræmdu Krakeröy-ræöu þ. 29. febrúar 1948 (kannski frægasta ræöa hans). Þaö var græna ljósiö gef- iö á oísóknir gegn kommUnist- um; hún var endanlegur fleygur milli Verkamannaflokksins og Kommúnistaflokksins og hún tryggöi norskan verkalýö undir fánum krata, fylgi sem byggöi á taumlausri hræöslu viö alræöi öreiganna og sem meir er: hún byggöi á ræöu sem hóf kalda strlðiö i Noregi. Sjónvarpsmyndinni lauk á nokkrum hrósyröum Gerhard- sens um ágæti jafnaðarstefn- unnar. Siðan gekk hinn geöugi öldungur sem einfaldaö haföi mikilvægan þátt norskrar sögu, upp hæöirnar I Guöbrandsdal. Undir var leikinn Internasjonal- inn. — Eitthvaö fannst mér tón- arnir falskir.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.