Þjóðviljinn - 30.03.1980, Side 18
18 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 30. mars 1980
11
Gamlar bækur tU sölu
Höfum nýlega fengið stórt safn islenzkra bóka
frá liðnum öldum til vorra tima. Bækur fyrir
rika menn og fátæka, fagurkera og athafna-
fólk, stjórnmálamenn og almenna kjósendur.
Nefnum m.a.:
Maöur og kona, frumútg. Kaupm.höfn 1876, SiuPredjkaner iut af
þeim Siö Oröum Drottens Vors eftir biskup Vidalin, Hólum 1745,
Upprisu Psaltare Steins biskups, Hólum 1725, Tlðavisur Þórar-
ins, Ak. 1853, Saga Mannsandans '1 - 3, Arbækurnar 1966 - 1968,
Gráskinna 1 - 4, Heilbrigöistiöindi dr. Hjaltallns 1 - 3 árg., Nýall
dr. Helga Pjeturss 1 - 6 (skinnband), Strönd og vogar eftir Arna
Óla, Völuspá útg. Siguröar Nordals, Grágás og lögbækurnar eftir
próf. Ólaf Lárusson, Upptök sálma eftir Pái Eggert Ólason,
Sálmasöngsbók Sigfúsar Einarssonar, Organtónar 1 - 2, Meöferö
opinberra mála eftir Einar Arnórsson, Sturlunga 1-2, útg. Guð-
brandar Vigfússonar, Rlmur af Hrafni Hrútfiröing eftir Slmon
Dalaskáld meö langri eiginhandaráritun höfundarins („staddur
á þinghúsinu 1 Reykjavik”), Vestlendingar 1-3 eftir Lúövlk
Kristjánsson, Refsivist á Islandi eftir dr. Björn Þóröarson, Odd-
yseifskvæöi Homers, þýöing eftir Sveinbjörn Egilsson, Kh. 1854,
Grágás, Kh. 1879, örnefni I Vestmannaeyjum eftir Þorkel Jó-
hannesson, Islendingar I Danmörku eftir Jón biskup Helgason,
Litla gula hænan (frumútgáfan 1936), Byggö og saga eftir próf.
Ólaf Lárusson, Undraheimur dýranna, Tónlistin eftir Abraham-
sen, Skrifaö og skrafaö eftir Sigurö Þórarinsson jaröfræöing,
Nordæla 1955, íslenzkt gullsmlöi eftir Björn Th., Hamar og sigö
eftir Sr. Sigurö Einarsson. Gerska ævintýriö eftir Halldór Kiljan
Laxness, Svartálfadans eftir Stefan Hörö Grlmsson (frumútg.
fágætrar bókar, upplaginu var hent), Islandsk Næringsliv eftir
Bjarna frá Vogi, A Sal eftir Sigurö skólameistara, Höfundur
Njálu eftir Barða Guðmundsson, Ljóö frá ýmsum löndum Magn-
úsar Asgeirssonar, Starfsrækt, þýöing meistara Þórbergs og
Jóns Thoroddsen yngra, Ferðaminningar Guömundar Magnús-
sonar (Jóns Trausta), Heljarslóðarorrusta Benedikts Gröndals
skálds, Islandica 1 - 36 / + fylgirit, Arnesinga saga 1 - 2, Leifar
fornra fræða kristinna, Frá yztu nesjum 1-6 (skinnband með öll-
um kápum), Meistararitgerö próf. Einars Ólafs um islenzk æv-
intýri, Helsinki 1929, Stofnsáttmáli Sameiningarflokks alþýöu —
Sósialistaflokksins, Amma 1 - 3, Islenzk úrvalsljóö 1 -16, Kong-
en pö Island, Sultur eftir Hamsun, Kvæöi Guömundar Friöjóns-
sonar, Svensk Uppslagsbok 1 - 31 / + fylgirit, Ritsafn Jóns
Trausta 1 - 8, Kvæðabók Benedikts Gröndals, Rvlk 1900, Kirkju-
réttur Jóns Pjeturssonar, 1890, Ljóömæli og önnur rit eftir Jónas
Hallgrimsson, sklnandi fallegt eintak I gömlu skinnbandi, Kh.
1883, Arbók Feröafélagsins 1928 (frumprent) og margt fleira í
svipuöum dúr.
Við kaupum og seljum allar islenskar bækur,
heil söfn og einstök verk. Höfum nýlega gefið
út verðskrá yfir islenskar eldri bækur. Póst-
sendum hana ef óskað er. Sendum bækur i
póstkröfu hvert sem er.
Bókavarðan
— Gamlar bækur og nýjar —
Skólavörðustig 20, simi 29720
Reykjavik.
Hver er Svarthöfði?
Sunnudagsblaðinu hefur
borist eftirfarandi bréf frá
persónu er nefnir sig
Langhöfða:
Hr. ritstjóri.
Eins og alþjóö mun kunnugt
hefur dagblaöiö Visir, um langt
skeiö, birt pistla undir dulnefninu
Svarthöfði. Illar tungur hafa
jafnan reynt aö tengja nafn.
okkar ágætasta rithöfundar Ind-
riða G. Þorsteinssonar viö róg-
skrif þessi. Kveöur svo rammt aö
slúörinu aö mannorði þessa
mannvinar er stefnt I voöa.
Þar sem ég hef af tilviljun
komist yfir sönnunargagn sem
tekur af allan vafa i þessu leiö-
indamáli sé ég mig knúinn til að
láta I mér heyra.
Svo er mál meö vexti aö starfs
mins vegna þarf ég oft aö fara út
fyrir landsteinana, aöallega til
Þýskalands. Fyrir skömmu var
ég einmitt staddur I Hamborg og
kom þá m.a. inn 1 nýlenduvöru-
verslun. Þar rak ég augun i
sjampóbrúsa og brá heldur en
ekki I brún, þvi á honum stóö
skýrum stöfum: Svarthöföi!
(Schwarzkopf). Og ekki nóg meö
þaö heldur haföi þessi eiturtunga
I drambsfullu yfirlæti slnu, látiö
setja mynd af sjálfum sér á brús-
ann. Honum hefur sennilega þótt
fyndiö aö storka örlögunum meö
þessum hætti. En dramb er falli
næst.
Þótt myndin sé aðeins útlinu-
mynd má gjörla kenna manninn
og þarf nú enginn aö vera i
minnsta vafa um nafn hans og
stööu. Meö þvi að ég skrifa bréf
þetta undir dulnefni (vegna stööu
minnar) er vart viö hæfi að nefna
nafn hans hér, enda munu nógir
til þess.
Hvernig svo þessi þjóðkunni
maöur er kominn inn I innsta
hring þýskra sápuframleiðenda
er verðugt rannsóknarefni gjald-
eyris- og skattayfirvalda.
Aö lokum þetta: Bréfi þessu er
ekki ætlaö fyrst og fremst aö
afhjúpa Svarthöfða. Hann hefur
sjálfur grafið sina gröf. Tilgang-
urinn er aö slá niður, I eitt skipti
fyrir öll, þær nöðrur sem svo fast
hafa sótt aö sóma og æru Indriöa
G. Þorsteinssonar.
Virðingarfyllst,
Langhöföi.
Schwarzkopf
■ résa
Að leysa vind.
Vilja breyta vindi í heitt vatn til
að hita upp húsin!
Fyrirsögn I Vísi.
Vindheidar íslenskar yfir-
byggingar?
Rútan I reynsluferð fauk út af
veginum.
Fyrirsögn I Dagblaöinu.
Sögulegt afturhvarf
Ég hefi minnzt á þaö áöur aö
danskir menn, er voru hér um
aldamótin, höföu margir ekki
háar hugmyndir um getu íslend-
inga til þess aö stjórna sér sjálfir
og myndu um langa framtíö þurfa
að hafa sér við hliö erlenda
(danska) menn. Ég er farinn aö
hallast aö þessari skoöun, þvl
miöur.
Lesendabréf I Dagbiaöinu.
Ár hænunnar
Eggjasparnaður óþarfur I dag
Fyrirsögn I Dagbiabinu.
Nýjar fréttir
Hafnarfjaröarvegur lagöur
Fyrirsögn f Morgunblaöinu.
Stigamenn að verki
Unnu Islandsmótiö meö fullu húsi
stiga
Fyrirsögn I Morgunblaöinu.
Te per se
En það sem Bergljót segir i lok
greinarinnar, fær hárin til aö risa
á höföi mér. Að hún skuli mæla
með þvi að hella sjóðandi vatni
yfir pokann I bollanum og segja,
aö þetta sé „góöur bolli af tei”.
Enginn, sem ann tedrykkju,
myndi gera þetta. Um þaö er ég
sannfærð. Og ef maöur, sem
hefur aldrei drukkiö te, byrjar á
þennan hátt, mun hann fljótlega
hætta að drekka te.
Velvakandi.
I stuttu máli
Mikill áhugi viröist vera hér I
Munchen á leik Vals og Gross-
waldsstadt og eru nú allir miöar
seldir. Olympluhallen rúmar 12
þúsund áhorfendur.
iþróttafréttaritari Þjóöviljans I
Miinchen.
Á skal að ósi stemma
Afkvæmarannsóknin á stóð-
hestum
Fyrirsögn I Þóðviljanum.
Alltaf getur maður á sig
blómum bætt
Lá við að kviknaði I Blóma-
skálanum
Fyrirsögn f Tfmanum.
Dirfska þingmanns
Eiöur stóö með meirihlutanum
Fyrirsögn I Timanum.
Flugfiskur
17 tonn af ferskfiski flugleiöis til
USA Fyrirsögn I Timanum .
Lausleg endursögn
En áöur en til þess kemur sækja
starfsmenn sovéska sendiráösins
Gouzenko heim. Hann flýr upp á
þak með öll skjölin I höndunum.
Starfsbræður hans skjóta þá á
hann og hann dettur niöur af þak-
inu og skjölin svifa til jaröar. Þá
kemur lögreglan á staöinn og nær
saman einhverju af skjölunum.
Núfara menn að trúa Gouzenko,
og myndin fjallar síöan um þaö
hvernig reynt er að letta ofan af
þeim njósnahring, sem þarna
stóö að baki — sagöi Kristmann.
Þjóöviljinn.
ÓDÝRAR
BOKAHILLUR
fáanJegar úr
eik og teak
og furu
Stœrð:
Hæð 190 cm
Breidd 90 cm
Dýpt 26 cm
Verð
aðeins
kr
69.500,-
Húsgagnadeilcf
JH
Jón Loftsson hf.
Hringbraut 121 Sími 10600
/A. A A A A A
- ~ ! CiaqD
---I -J LJI-.IPH J
I : I 1 l n~l