Þjóðviljinn - 24.04.1980, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 24.04.1980, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 24. april 1980 ÞJóÐVILJINN — SIÐA 11 Þýsk sálumessa eftir Johannes Brahms er eitt af meriháttar verkum tónlistarsögunnar. Ljósm. -gel-. Enski hljómsveitarstjórinn Sir Charles Groves stjórnar tónleikunum I kvöld. Hann er heimsþekktur stjórnandi og hefur stjórnaö mörgum frægum hljómsveitum I Bretlandi og vlöar. — gel —. Söngsveitin Filharmónla hefur nú starfaö f 20 ár. Hér er kórfólk aö æfa Þýska sálumessu. Ljósm. —gel—. Söngsveitin Fílharmonía: Tuttugu ár frá fyrstu tónleikunum Söngsveitin Fílharmonía flytur Þýska sálumessu eftir Brahms með Sinfóníu- hljómsveit íslands á tón- leikum i Háskólabíói í kvöld. Þetta eru jafn- framt afmælistónleikar kórsins/ sem nú stendur á tvítugu. Stjórnandi á tón- leikunum í kvöld verður enski hl jómsveitar- stjórinn Sir Charles Groves, sem stjórnað hefur mörgum frægum hljómsveitum, eins og t.d. BBC Northern Symphony Orchestra, fílharmoníu- sveitunni I Liverpool, sin- fóníuhl jómsveitinni í Bournemouth og óperu- hljómsveitum í Wales og London. Einsöngvarar á tónleikunum í kvöld verða Sieglinde Kahmann og Guðmundur Jónsson. Tónleikarnir verða endurfluttir á laugardag- inn 26. apríl kl. 14.30 í Há- skólabíói. Söngsveitin Fllharmonia hélt sina fyrstu tónleika i bjóö- leikhúsinu fyrir réttum tuttugu árum. Viðfangsefnið var Carmina Burana eftir Carl Orff. Allar götur siðan hefur Filharmonia tekið virkan þátt i tónlistarlifi Reykjavikur og flutt mörg meiriháttar kórvek eftir innlenda og erlenda tónsmiði. Félagiö Filharmonia var stofnað i Reykjavik 24. april 1959 og hafði það markmið að stofna söngsveit. Þorsteinn Hannesson var kosinn formaður félagsins og ráðinn var stjórnandi fyrir væntalega söngsveit: Róbert A Ottósson. Hann stjórnaði siöan söng- sveitinni frá stofnun hennar haustið 1959 og þar til hann féll frá 10. mars 1974. Siðan Róbert lést hafa margir stjórnað söngsveitinni og æft hana fyrir tónleika, bæði islenskir og erlendir stjórnendur. Haustið 1976 var Marteinn H. Friðriksson ráðin stjórnandi og hefur hann stjórnað sveitinni á þrennum tónleikum og einnig æft hana fyrir aðra stjórnendur. Ýmsir undirleikarar hafa að- stoðaö Söngsveitina á æfingum, en Agnes Löve hefur gegnt þvi hlutverki samfleytt siðan 1974. Náin samvinna hefur verið með kórnum og Sin- fóniuhljómsveit tslands, enda hefur söngsveitin aldrei haldið hljömleika öðruvisi en með Sinfóníuhljómsveitinni. Félagar i Söngsveitinni Filharmonia eru nú 122. A 20 ára ferli hefur Filharmonia flutt mörg helstu stórverk kórbókmenntanna. Auk verka eftir Brahms, Mozart, Verdi, Beethoven og fleiri slgilda meistara, hefur söngsveitin flutt islensk verk eftir Pál Isólfsson, Jón Þórarinsson, Sigurvein D. Kristinsson ofl.Kórinn hefur sungið inn á tvær hljómplötur. 1 stjórn Söngsveitarinnar Filharmoniu, eru nú: Guðmundur arn Ragnarsson, formaður, Pétur Haraldsson varaformaður, Jóhanna ögmundsdóttir gjaldkeri, Bryndis Brynjólfsdóttic ritari og Gunnar Böðvarsson með- stjórnandi. Ný borhola lofar gódu á Akureyri 2,5 m il- jarða á ári með hita- veitunni Hitaveita Akureyrar hefur ntt látiö b'ora fjóröu holuna á Ytri-Tjörnum og er hún þeirra dýpst eöa 1534 m. Aöur haföi veriö boraö þarna niöur á 1482 m. dýpi. Dælt hefur veriö úr holunni I 30 klst. og fengust þá mest 40 sekltr. af 77 stiga heitu vatni. Gunnar Sverrisson, hita- veitustjóri, sagði aö vatniö hefði >ó kólnað vegna þess, að enn rennur kalt vatn I holuna. 1 ljós heföi og komiö, að vatniö hefði dálitið minnkað i öðrum holum þarna á svæðinu. Veriö er nú að fóðra þessa nýju holu og ætlunin mun einnig aö dýpka hana eitthvaö. Þá er og I ráði aö dýpka einnig aðra hoiu þama og sjá til hver árangur verður af þvi. Gunnar Sverrisson sagði, aö I ljós mundi koma á næstu 2-3 dögum hvers vænta mætti af þessari nýju holu, enn yrði ekkert fullyrt, en vissulega væri töluverð ástæða til bjartsýni. Veröið á heita vatninu á Akur- eyri er nú um 38% af oliuverði. Sótt hefur veriö um 40% hækkun á þvl en svar ókomiö. Fáist hækkunin fer veröiö á vatninu upp i 50% olfuverös. Samt sem áður nemur sparnaðurinn af heita vatninu 2,5miljöröum á ári miðað við það oliuverö, sem nú gildir. —mhg Norsk gjöf til örnefna- stofnunar Kirkju- og kennslumálaráðu- neytið norska hefur sent Ornefna- stofnun Þjóðminjasafns að gjöf tvö stór norsk ritverk: hið fágæta og afar verömæta norska forn- bréfasafn, Diplomatarium Nor- vegicum, samtals 21 bindi, og 13 bindi, sem komin eru út af rit- verkinu Bygd og by i Norge. Rit þessi eru mikilvæg hjálpar- gögn við rannsókn Islenskra og norskra ömefna. Afgreiöum einangrunar plast a Stór Reykjavikur, svœðiö frá mánudegi föstudags. Afhendum vöruna á byggingarst viöskipta ; mönnum aó kostnaóar lausu. Hagkvœmt veró og greiósluskil máíar vió flestra hœfi. einangruiuy H|plastið (ramleiðskfvorur pipueinangrun *Sog skruf butar

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.