Þjóðviljinn - 24.04.1980, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 24.04.1980, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 24. april 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15 miðast við, skal réttur hans til fulls verðs.... ráöast af þvi fram- leiðslumagni, er framleitt var á viökomandi jörð áður en hann tók við búi,og einnig af þörf hans til eðlilegrar afkomu samanborið við aðra bændur miðað viö fjár- magnskostnað við stofnun búsins og laun fyrir vinnu við rekstur þess i hlutfalli við verðlagsgrund- vallarbú að mati Framleiðslu- ráðs landbúnaðarins.”. Mjólkin á erfiðara upp- dráttar Það má svo skjóta þvi hér inn, að fyrir útflutt dilkakjöt nú fást 34,5% af skráðu verði en aðeins 2,2% fyrir mjólkurafurðir. Þetta er verðið án útflutningsbóta. Við framleiðum 11 milj. ltr. af mjólk umfram það, sem selt er innan- lands og útflutningsbætur eru greiddar á. — Það er þvi sjáanlega enn meiri þörf á að takmarka mjólkurframleiðsluna. — Já, en hinsvegar ráða bænd- ur þvi sjálfir á hvorri búgreininni þeir láta skerðinguna bitna. Kynningarfundir — Hvernig finnst þér að bændur taki þessum ráðstöfunum? — Það hafa nú verið haldnir fundir viðsvegar um land til þess að kynna þær bændum og þeirri kynningu verður enn haldið áfram. Auðvitað eru bændur ekk- ert hrifnir af þvi að það skuli þurfa að gripa til svona aðgerða. En almennt skilja þeir þá nauð- syn, sem á því er. A þeim fund- um, sem ég hef mætt, hafa bænd- ur rætt þessi mál af skynsemi og ábyrgðartilfinningu. Og ég dreg i efa að aðrar stéttir hefðu tekið á svona vandamálum af jafn mik- illi festu og bændur gera. — Nú hefur verið heimilt að innheimta verðjöfnunargjald til þess að jafna útflutningshalla, hver er reynslan af þvi? — Já, heimilt hefur. verið að beita einskonar flötu verðjöfn- unargjaldi. En á þvi er sá ann- marki, að það kemur jafnt niður á öllum,stórum búum sem smáum, kemur eftirá þegar bóndinn hefur lagt fram allan kostnað og vinnu við framleiðsluna. En með þvi að beita kvótakerfinu þá veit bónd- inn fyrirfram að hverju hann gengur og getur hagrætt fram- leiðslunni i samræmi við það. Nú, þegar búið er að gera þessa út- reikninga, verða þeir sendir bændum og þeim gefinn kostur á að gera við þá sinar athugasemd- ir. Og þá erum við komnir að þvi, hvernig bændur geta brugðist við nú þegar. Kindakjötsframleiðsl- an I haust er auðvitað að verulegu leyti þegar ráðin og litlu hægt að breyta þar en mjólkurframleið- endur hafa enn rúma 8 mánuði til þess að hagræða sinni fram- leiðslu. Við höfum hvatt bændur til þess að draga sem mest úr mjólkurframleiðslunni yfir sumarmánuðina, um hana munar mest, gefa kúm t.d. ekki fóður- bæti að sumrinu. Siðan þarf svo að leitast við að breyta burðar- tima kúnna.Bændur hafa það að verulegu leyti i sinum höndum hvernig þessi skerðing kemur út. Og ef dregur úr framleiðslunni minnkar skerðingin. Það ætti ekki að þurfa að taka nema 2-3 ár að ná framleiöslunni nægjanlega mikið niður. Samt eru þetta auðvitað tilfinn- anlegar aðgerðir og min skoðun er sú, að rikisvaldið verði að koma þarna til aðstoðar umfram það, sem verið hefur, a.m.k. svo, að létta megi skeröingunni af fyrstu 300 ærgildunum. Skerðingarmörkin endur- skoðuð — Hversu lengi gilda þau skerðingarmörk, sem nú hafa verið ákveðin? — Þau mörk, sem ákveðin voru ihaust, gilda aöeins fyrir þetta ár og verða endurskoðuð þegar komið hefur i ljós hvernig þau verka. I haust verða svo ákveðin skerðingarmörk fyrir næsta ár. Bændur mega alls ekki lita á þetta sem einhverja spennitreyju sem búið sé að færa þá i um aldur og ævi heldur sem óhjákvæmileg- ar aðgerðir um skamman tima. Og það er alveg i höndum bænda- samtakanna sjálfra að ákveða hvernig og hvort þessar heimildir verða notaðar. Sumardagurinn jyrsti í Reykjavík: Tívolí, skrúðgöngur og skemmti- dagskrá Hátfðahöldin sumardaginn fyrsta verða með lfku móti og i fyrra I Reykjavik og undir umsjá Skátasambands Reykjavikur. Þau hefjast með fjölskylduguös- þjónustu kl. 11 fh. I Dómkirkj- unni, en slðdegis verða skrúð- göngur, tivoli og skemmtidag- skrá f miðbænum. Safnast verður saman á tveim stöðum f borginni og frá þeim gengiö I skrúðgöngu niður i Miö- bæ. Frd Hlemmtorgi veröur lagt af stað kl. 13.30 og frá Melaskóla verður lagt af stað kl. 13.20. Fyrir göngum munu fara fánaborgir skáta og lúörasveitir, (Lúðra- sveitin Svanur og Lúðrasveit verkaiyösins). Skemmtunin i Miðænum veröur tvfþætt: Tívollskemmtun skáta verður I Austurstræti, Pósthússtræti og á Hótel Islands planinu. Hún hefst strax og skrúðgöngurnar koma I Miöbæinn. Er hægt að velja á milli um 55 atriða s.s. rúlettu, naglaíreksturs, veöreiða, dósa- bakka o.fl. Aögangseyrir á atriöi þessi er svokölluð sumarkróna, sem seld verður á staðnúm og „kostar allt á bilinu 1-3 sumar- krónur” I atriði, (1 sumarkróna jafngildir 100 kr.), — eftir þvl hve veigamikil þau eru. Skemmtidagskrá fer fram á sviði á Lækjartorgi. Dagskráin á sviðinu hefst kl. 14.30. Kynnir verður Þorgeir Astvaldsson. Á skemmtuninni koma fram söng- hópar og kórar s.s. „Lltið söng- dúó” og Skólakór Melaskóla, trúðar og önnur sllk fyrirbæri, leikþáttur o.fl. Ennfremur verður sýnt það nýjasta I barnatiskunni og skólahljómsveitir Laugarnes- skóla og Arbæjar- og Breiðholts munu leika nokkur lög. Guösþjónustur fara og fram I Langholtskirkju og Neskirkju og útvarpað verður skátamessu frá Akureyri kl. 11.00. Skátaforingjamir sem skýrðu frá fyrirhugaðri dagskrá á blaða- ?f % 1 framkvæmdastjórn hátiðahaldanna eru þau Erla Elfn Hansdóttir og Gunnar Atlason. Mynd: —eik mannafundi sögðust aö sjálfsögöu vera búnir að panta gott veður, en vegna reynslu eru allir hvattir til KÓPAVOGUR: að gá til veðurs áður en lagt er af staö oghaga klæðnaöi eftir veöri. — mhg Hátíðahöld framá kvöld Basar og kaffi- sala í Torjimm I dag standa nemendur Myndlista- og handlðaskóla íslands fyrii kaffisölu I Bernhöftstorfu kl. 10-18. A morgun hefst basar I Torfunni, sem MHÍ stendur einnig fyrir. Basarinn veröur opinn frá 10 til 18 föstu- dag, laugardag og sunnudag, og verður þar margt eigulegra muna á boðstólum. Hátiðahöld sumardagsins fyrsta I Kópavogi verða með svipuða sniði og verið hefur undanfarin ár, en það er Ung- mennafélagið Breiðablik sem hefur af þeim veg og vanda. Dagskráin hefst kl. 10 árdegis meö vlöavangshlaupi ÍK við Fagrahvamm (v/Gagnheiöi), kl. 10,30 er skátaganga frá Víghóla- skóla til kirkju og kl. 11 skáta- messa I Kópavogskirkju. Eftir hádegi, kl. 13,30 veröur farin skrúðganga frá Digranes- skóla að Kópavogsskóla og fer Skólahljómsveit Kópavogs fyrir göngunni, stjórnandi Björn Guö- jónsson. Dagskrá viö Kópavogs- skóla hefst kl. 14. Þá verður hlutavelta á vegum Lionsklúbbs I skólanum kl. 15ogkl. 16,30 keppni I knattspyrnu á Vallargerðisvelli milli UBK og 1K I 6. og 5. flokki. Um kvöldið kl. 19,30 er diskó- tek I Hamraborg 1 fyrir 10-12' ára og kl. 20,30 sýnir Leikfélag Kópa- vogs Þorlák þreytta I Félags- heimilinu. FRIM ’80 Sýning og þing frímerkja- safnara haldid á Húsavík Dagana 25-28 aprll 1980 verður haldin frlmerkjasýning i Safna- húsinu á Húsavlk, sem hlotið hefur nafnið FRIMÞING 80. Um Bóka- uppboðá Akureyri Margt fágætra bóka verð- ur boöið upp á fimmta upp- boði Jóhannesar óla Sæmundssonar sem haldið veröur I Hótel Varðborg á Akureyri á laugardag nk., en alls verða á uppboöinu 140 númer. Uppboöiö hefst kl. 15,30, en bækurnar eru um þessar mundir til sýnis I Forn- sölunni Fögruhlið og seljast 1 þvi ástandi sem þær eru I viö hamarshögg. 18 aðilar munu sýna þar I 56 römmum og er um margvisleg efni að ræða. Sýningin skiptist I samkeppnis- deild og kynningardeild auk heiö- ursdeildar, en þar mun Póst- stjórnin sýna efni. í samkeppnis- deild eru skráðir 25 rammar, en 29 I kynningardeild, af efni má nefna eftirfarandi: tslensk bréf- spjöld 1879-1941, íslensk fyrsta- dags bréf, Stimplar úr Þingeyjar- sýslum, Danskir auglýsingar- stimplar frá upphafi, Islensk frl- merki á bréfum og póstkortum, Blóm, Tónlistarfrimerki, Rauöi- krossinn i Finnlandi, Jólamerki, Jólafrlmerki, Listaverk og m. fl. Sýningin veröur opnuö föstu- daginn 25. aprll kl. 15 og verður opin til kl. 22, á laugardag og sunnudag verður opið kl. 13,30-22 og á mánudag kl. 14-17. Ýmislegt verður gert til fróð- leiks og skemmtunar á sýning- unni.. Jón Aðalsteinn Jónsson flytur erindi og sýnir skugga- myndir um Hans Hals safnið á laugardaginn kl. 20,30, á sunnu- daginn kl. 20,30 er fyrirhugað aö sýna kvikmynd og kl. 15 á sunnu- daginn er ráðgert frimerkjaupp- boð. Pósthús veröur opið alla dag- ana og þar verður notaður sér- stakur dagsstimpill. Sérstakt sýningarumslag kemur út fyrir sýninguna og veröur til sölu ásamt eldri umslögum, enn- fremur kemur út minningarörk og sýningarskrá. Fleira er I at- hugun. Landsþing LIF veröur haldið I tengslum viö sýninguna og verður það haldiö á laugar- daginn kl. 9 i Safnahúsinu. Kaffi hjá fóstrunum Fóstrufélag Islands hefur kaffi- sölu I dag, sumardaginn fyrsta, I Vlkingasal Hótel Loftleiða kl. 2,30 til 5 siðd. Boðiö er uppá gómsætar kökur og gott viðmót með kaffinu. Sumri fagnað í Hafnar- firði Skrúðganga hefst frá Skátaheimilinu I Hafnarfirði kl. 10 I fyrramálið. Gengið verður niður Reykjavíkur- veg og á gatnamótum Reykjavlkurvegar og Fjarðargötu kemur Lúðra- sveit Hafnarfjarðar inn I gönguna. Þá verður gengið sem leiö liggur út Fjarðargötu, suður Strandgötu, vestur Suður- götu aö Hafnarfjarðarkirkju. Þar verður skátamessa kl. 11, sr. Siguröur H. Guð- mundsson messar. Avarp flytur Rúnar Brynjólfsson, yfirkennari. Torsten Föllinger í Norræna húsinu Ljóð Brechts og Tucholskys Sænski söngvarinn Torsten Föllinger, sem þekktur er fyrir túlkanir sinar á ljóöum Brechts og þýska aldamóta ljóðskáldsins Kurt Tuc- holkkys syngur Ijóö þeirra og sænskra skálda i Norræna húsinu á föstudagskvöldiö nk. ki. 20,30 Torsten Föllinger er fæddur 1922 1 östersund I Sviþjóð. Hann lauk .námi frá Leiklistarskólanum I Stokkhólmi og óperuskóla I Vín. Föllinger var kennari við Leiklistarskólann I Stokkhólmi I 10 ár og kennir ár hvert við leikhús og skóla 1 Sviþjóð og erlendis, en leikarar og óperusöngvarar um öll Norðurlönd hafa keppst við að fá hann sem kennara sinn. Undanfarnar vikur hefur Föllinger kennt söng við Leiklistarskóla Islands, en (Nordiska Teater- kommitten) Norræna Leik- listarnefndin veitti skólanum styrk til að fá hann hingaö.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.