Þjóðviljinn - 24.04.1980, Blaðsíða 24

Þjóðviljinn - 24.04.1980, Blaðsíða 24
VOÐVIUINN Fimmtudagur 24. april 1980 AAalsImi Þjóöviljans er 81333 kl. 9-20 mánudaga til íöstudaga. L'tan þess tlma er hægt aö ná I blaöamenn og aöra starfsmenn bla&sins i þessum simum : Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmvndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 og 17-19 er hægt afi ná I afgreifislu blafisins 1 sima 81663. BlaOaprent hefur sima 81348 og eru blaöamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsími afgreiðslu 81663 Undanfarnar vikur hefur trésmiöaflokkur unniö aö endurhæfingu hússins viö Amtmannsstfg 1 og stefnt er aö þviað góöur veitingastaöur og Gaileri Langbrók opni I húsinu i júni f sumar (Ljósm.: gel) Torfan endurreist Trésmiöaflokkur undir stjórn Halidórs Backmans starfar nú aö því af fullum krafti aö gera upp húsiö Amtmannsstfg 1 i Bernhöftstorfunni/ en þar verður tii húsa góöur veitingastaöur, sem sérhæfir sig I sjávarrétt- um, og Gallerf Langbrók. Vel- vild stjórnvalda hefur loks feng- ist og m.a. fengu bæöi Torfu- samtökin og Gallerf Langbrók styrk frá Reykjavikurborg á nýsamþykktri fjárhagsáætlun. Mikiö verk er aö koma þessu gamla húsi I stand enda haföi þaö fariö illa undanfarin ár viö aö standa autt og óupphitaö. Húsiö var upphaflega byggt áriö 1838 af StefánGunnlaugssyni bæjarfógeta en áriö 1859 var húsiö lengt um tvö stafgólf, kvistur settur á vesturhlið og inngangur færöur. Arið 1905 var turnhúsiö viö Amtmannsstig (t.v. á myndinni) byggt eftir teikningu fyrsta Islenska arkitektsins, Rögnvalds Olafs- sonar. Húsiö var lengi i eigu Guömundar Björnssonar land- læknis. — GFr Dimmisjónir setja nú svip á bæjarlffið i Reykjavfk og sýna tilvonandi stúdentar ótrúlega hugkvæmni í að búa sig út á hinn fáránlegasta hátt. f gær var dimmisjón í Fjölbrautaskólanum í Ármúla. Hér sjást tvær klæddar að smekk Khomeini í fran (Ljósm.: gel) Herþota af Mðnesheiði sprengdi hljóðmúrinn skammt fyrir utan Fáskrúðsfjörð: Allt lék á reiðiskjálfi „í>aö heyröust ægilegar drunur heföu veriö staddar skammt frá og allt lék á reiðiskjálfi um nokkra stund, hérna f bænum. Ég var staddur I fbúöinni minni, og vissi satt aö segja ekki hvaö gekk á,- héit fyrst aö hitaketillinn i skólahúsinu heföi sprungiö” sagöi Einar Már Sigurösson skólastjóri grunnskólans á Fáskrúösfiröi I samtali viö Þjóöviljann i gær, en rétt eftir kl. 18 I fyrradag rauf ein af þotum hersins á Miönesheiöi hljóömúrinn út af firöinum. Mik Magnússon blaöafulltrúi hersins sagöi 1 samtali viö Þjóðviljann I gær, að staöfest væri, aö tvær þotur frá hernum Fáskrúðsfirði I 33 þús. feta hæö á þessum tíma, og hafi önnur þotan farið i gegnum hljóðmúrinn yfir sjónum. Þoturnar hefðu verið á leið til að kanna flug tveggja óþekktra flugvéla skammt fyrir utan varnarllnu Islands. Mik sagði ennfremur, að flug- vélum væri heimilt að rjúfa hljóðmúrinn ef þær væru yfir hafi i minnst 30 þús. feta hæð. Hugsanlegt væri að sprengi- gnýrinn hefði borist til lands þeg- ar múrinn var brotinn. Einar Már Sigurðsson á Félagsfundur hjá FÍA í gœrkvöldi: Verkfalls- heímild samþykkt t gærkvöldi var haidinn félags- fundur hjá Félagi Isi. atvinnu- flugmanna og samþykkti hann verkfallsheimild til handa trúnaöarmannaráöi félagsins. Kristján Egilsson formaður félagsins sagði I samtali við Þjóð- viljann I gærkvöldi að verkfalls- heimildin þýddi samt alls ekki að félagiö ætlaöi aö þjóta I verkfall. Þetta væri öllu heldur varúðar- ráðstöfun fyrir sumarið þegar erfitt væri að ná mönnum saman á félagsfund vegna anna. Samningar FIA hafa veriö lausir frá þvl 1. febr. s.l. og hafa undanfariö staöiö yfir samninga- fundir. Kristján sagði að Flug- leiöir hefðu komið fram með kröfur fyrir áramót sem fælu I sér töluverða skerðingu á launum flugmanna. A fundinum I gær- kvöldi var samþykkt aö svara þessu með hógværum gagnkröf- um, eins og Kristján oröaöi það. — GFr / Odýrari bifreiðar til öryrkja Frumvarp um 50% hækkun á afslætti frá gjöidum af bifreiöum til öryrkja var samþykkt sem lög frá alþingi I gær. Lagaákvæöi þaö sem samþykkt var hljóöar svo: Lækkun gjalda af hverri bif- reið má nema allt að 750 þús. kr. og heildarlækkun að meðtöldu innflutningsgjaldi allt aö 1.5 miljón kr. Þá skal heimilt aö lækka gjöld af allt aö 25 bifreiðum árlega um allt aö 1.5 miljón kr. fyrir þá sem mestir eru öryrkjar, en geta þó ekiö sjálfir sérstaklega útbúinni bifreið. Heildarlækkun aö meötöldu innflutningsgjaldi má nema allt að 3 miljónum kr. af hverri bifreiö samkvæmt þessari máls- grein.” — þm/ -lg Hrauneyja- fossvirkjun: Samningar tókust ekki von á nýju tilboði frá verktakanum á morgun Samningar tókust ekki i deilu starfsmanna og verktaka viö Hrauneyjarfossvirkjun i fyrra- kvöld. Verktakinn lagöi fram tvö tilboö, sem bæöi voru óaögengi- leg, aö sögn Ragnars Geirdal hjá Verkamannafélaginu Dagsbrún. Nú er von á 3ja tilboöinu og veröur þaö tekiö fyrir á morgun, föstudag. Ragnar sagöi að strax eftir helgina yrði gengið i samninga, ef þetta 3ja tilboð verktakans reyndist viðunandi samnings- grundvöllur. Þá tók Ragnar fram að þær aðgerðir, sem sagt var frá að myndu hefjast innan skamms hjá starfsmönnum við Hrauneyjarfossvirkjun, hefðu hafist fyrir ali-nokkru siöan og að þær myndu halda áfram ef ekki næst samkomulag. Einnig mætti búast við algeru aukavinnubanni náist ekki samkomulag. — S.dór. Velja úr þremur byggingarlóöum Frlmúrarar á Akureyri sem hafa átt i löngu strlöi viö bæjar- yfirvöld útaf viöbótarbyggingar- lóö fyrir stækkun á 4000 rúmm. byggingu sinni viö Gilsbakkaveg, hafa nú úr þremur byggingar- lóöum aö veija samkvæmt ákvöröun bæjarstjórnar Akur- eyrar á fundi sfnum I fyrrakvöld. Aöur haföi meirihluti bæjar- stjórnar boöiö frimúrurum uppá nokkrar aörar ágætar byggingar- lóöir i bæjarlandinu, en frfmúrar- ar hafa sótt fast eftir þvi aö fá aö byggja viö Gilsbakkaveg, þar sem stórhýsi reglunnar stendur, eöa þá á auöum lóöum náiægt lög- reglustööinni viö Þórunnarstræti. Fulltrúar Abl. I bæjarstjórninni á Akureyri hafa ætlö lagst gegn þvi aö frimúrarar reistu stórhýsi á þessum lóöum, og greiddu þeir einir atkvæöi gegn þessari ákvörðun bæjarstjórnarinnar. Að sögn Guöjóns E. Jónssonar sem nú situr I bæjarstjórn Akureyrar fyrir Abl. eru frimúr- arar meðáætlanir uppá minnst helmings stækkun miðað við núverandi húsnæði, sem þeir telja fyrir löngu orðið allt of lltið fyrir starfsemina. Vegna plássleysis hafi ekki verið hægt að taka við nýjum félögum i regluna, og allt stefni þvi, að Frlmúrarareglan á Akureyri verði „gamalmenna- klúbbur” innan tlðar, veröi ekki farið úti byggingaframkvæmdir, að sögn reglubræðra. Guðjón sag»i að Alþýðubanda- lagsmenn á Akureyri teldu lóðina viö Gilsbakkaveg of litla fyrir sllka stórbyggingu semfrlmúrarar hyggðust reisa, og að lóðirnar við Þórunnarstræti væru merktar á skipulagi fyrir opinberar bygg- ingar, m.a. hugmynd um nýja slökkvistöö á annarri lóöinni. Þvi hefði Abl. lagt til að frimúrarar fengju byggingarlóð á öörum stað I bænum undir starfsemi slna. Guðjón bætti þvi einnig viö, aö hann hefði spurt einn reglu- bróðurinn um, hvaöa starfsemi færi fram I þessari fyrirhuguðu nýbyggingu, þvi bæjarstjórnar- menn ætti erfitt með að taka ákvörðun um byggingarleyfiö nema vita, undir hvaöa starfsemi húsnæðið væri ætlað. Frímúrar-. ar gáfu engin svör við þessari spurningu. -lg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.